Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 37 Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1983: Eaupmáttur minni á næsta ári en þessu „BRÝNASTA VERKEFNIfí í peningamálum er aft koma aflur á jafnvægi í peningakerfínu, bæði meö því aö draga úr aukningu útlána og meö því aö laöa stærri hluta af sparnaði landsmanna til ávöxtunar í bönkum og spari- sjóöum, án þess þó aö það valdi síðan útlánaþenslu á ný,“ segir m.a. í kaflanum um peninga- og lánamál í þjóöhagsáætlun fyrir áriö 1983, sem forsætisráöherra lagði fram á Alþingi í gær. Hér þyrfti aö taka til hendi. argjöf auk þess sem trén ná betri rótfestu síðar. Almennar reglur um grisjun og hirðingu runna er ómögulegt að gefa í stuttu máli. Þar hæfir sinn mátinn hverri tegund. Suma runna þarf lítið að hugsa um eða gera við nema að hleypa þeim ekki út fyrir ákveðin mörk. Aðra þarf að stýfa árlega og marga þarf að þynna við og við. Suma þarf að endurnýja á fleiri eða fárra ára fresti. T.d. eru gamlir ribsrunnar víða í görðum orðnir -til óþrifa. Þeir leggjast út af, gisna og safna í sig rusli, sem erfitt er að ná til. Vilji menn rækta ribs vegna berjatöku verður að endurnýja runnana á 15—20 ára fresti, henda þeim gömlu og setja nýjar plöntur í staðinn. Grisjun runna læra flestir af reynslu, en í garðyrkju- ritum má lesa sitthvað um þetta, og ekki er úr vegi að leita til garð- yrkjumanna. Þar segir áfram: „Þetta er ekki síst mikilvægt í því skyni að auka innlenda fjármögnun atvinnuvega og opinberra framkvæmda og draga þannig úr erlendum lántök- um eins og kostur er. Þetta er for- senda þess, að sá árangur náist að eyða viðskiptahallanum á næstu tveimur árum. Stjórn peninga- mála verður að miðast við þetta fyrst og fremst. Þar þarf að tryggja viðunandi ávöxtunarkjör sparifjár í formi verðtryggingar og vaxta og koma á sem mestu samræmi milli vaxta og verð- tryggingarkjara á útlánum. Þetta felur í sér breytingu á vöxtum óverðtryggðra inn- og útlána við núverandi aðstæður. Einnig er nauðsynlegt að gera breytingar á reglum og kjörum viðskipta inn- lánsstofnana við Seðlabankann til þess að herða aðhald að útlánum innlánsstofnana. Með hinum nýju reglum verður að gera kröfu til innlánsstofnana um aðlögun til jafnvægis í rekstri þeirra." Verðlag og tekjur I kafla með þeirri fyrirsögn seg- ir: „I upphafi þessa árs var árs- hraði verðbreytinga rétt um 40%. Verðbólguhraðinn hefur hins veg- ar farið vaxandi eftir því sem á árið hefur liðið. Gætir þar meðal annars áhrifa þeirra kjarasamn- inga, sem gerðir voru í lok ársins 1981 og á fyrstu mánuðum þessa árs. Raunar má segja, að áhrifa kjarasamninga á verðbólgu hafi gætt nær samfellt allt þetta ár, þar sem ný kjarasamningalota hefur 'staðið yfir nær allt árið. Vísitala framfærslukostnaðar í ágústbyrjun reyndist 11,8% hærri en i maí og 49,5% hærri en í ágúst 1981. Breytingin frá maí til ágúst svarar til 56% árshækkunar og frá febrúar til ágúst hefur vísital- an hækkað sem svarar til 54% árshækkunar. Allt eru þetta tölu- vert meiri breytingar en fram hafa komið fyrr á þessu ári. Nú er talið, að frá upphafi til loka ársins muni vísitalan hækka um 60—61%. Samkvæmt fyrirliggj- andi verðlagsspám er ennfremur gert ráð fyrir að árið allt verði vísitalan að meðaltali 50% hærri en í fyrra. Verðlag einkaneyslu er hins vegar talið hækka meira en framfærsluvísitalan á þessu ári vegna mismikilla áhrifa niður- greiðslna og innflutningsverðs á þessa mælikvarða. Er munurinn talinn geta reynst um 2%. Loks má nefna, að áætlað er, að meðal- hækkun byggingarvísitölu verði um 55% á þessu ári.“ Tekjur, verðlag, kaup- máttur 1975—1982, í framhaldi af umfjöllun um tekjur og yfirlýsingar um að skattbyrði sé þyngri á þessu ári en í fyrra, segir: „Er gert ráð fyrir að ráðstöfunartekjur á mann aukist um 51% á móti 53% áætlaðri verðbreytingu einkaneyslu. Kaup- máttur ráðstöfunartekna, miðað við verðlag einkaneyslu, gæti því dregist saman um 1% á mann á þessu ári. Þetta er sem fyrr segir mjög óviss áætlun vegna lítillar vitneskju um áhrif framleiðslu- samdráttarins á vinnutíma, at- vinnu og tekjur á þessu ári.“ Síðar í þjóðhagsáætluninni, undir kafl- anum „Verðlag og tekjur", segir: „Aætlað er, að kaupmáttur kaup- taxta miðað við framfærsluvísi- tölu, verði að meðaltali á þessu ári svipaður og í fyrra. Kaupmáttur- inn verður þó mun minni á síðari hluta ársins. Samkvæmt ofan- greindum framreikningi á víxl- gangi verðlags og launa yrði kaup- máttur taxta um 6% minni að meðaltali á næsta ári en á þessu ári.“ Kíkisfjármál og poningamál Um áhrif verðbólgunnar á pen- ingamál segir: „Vöxtur verðbólg- unnar að undanförnu hefur því valdið því, að raunvextir óverð- tryggðra skuldbindinga hafa orðið æ neikvæðari og við aukna verð- tryggingu hefur misræmi á kjör- um verðtryggðra og óverðtryggðra skuldbindinga aukist mjög. Þann- ig má nefna, að ætla má að raun- vextir af almennum sparisjóðs- bókum séu nú neikvæðir um 16%, raunvextir endurseldra lána séu neikvæðir um 17% og almennra skuldabréfalána um 10%. Ætla má, að þessi öfugþróun hafi átt drjúgan þátt í þeirri miklu láns- fjáreftirspurn, einkum eftir óverðtryggðum lánum, sem gætt hefur á þessu ári.“ ° f. Utsýnar- Rvöld BK'OAÐWAT Feröaskrifstofan Útsýn, Portúgalska flugfélagiö og feröamálaráöuneyti Portúgals bjóöa á PORTÚGALSKA HÁTÍÐ meö brasilísku ívafi föstudaginn 29. október. Skemmtiskrá: Kl. 19.00 húsið opnað og gesti boönir velkomnir með portú- gölskum veigum. Gjafahappdrætti frá Portúgal með veglegum vinningum. Falleg kynningarkvikmynd frá hinni rómuðu baöströnd Al- garve. Kl. 20.00 hefst portúgalskur hátíðarkvöldverður undir umsjón portúgalska matreiðslumeistarans Antonio Cerqueira, sem kemur sórstaklega frá Portúgal. Verð aöeins 230,- (2 réttir). Galdrakarlar leika Ijúfa dinnermúsík. Heiöursgestir: Mr. R. Eastaugh — Air Portugal Mr. Enrique Moser — Portugal tourist board Ms. Russel — Air Portugal. Mr. Albano — Air Portugal Snyrtifræðingur frá Revlon kynnir snyrtivörur. Gestir fá að bragöa á úrvalssælgæti frá Marebou GLÆSILEG DANSSÝNING Broadway Ballet hefur göngu sýna undir stjórn Steve Fant. Feguröarsamkeppni Ungfrú Otsýn og Herra Utsyn __ forkeppni, enda tullt af glæsilegu fólki a Utsýnarkvöldum. L»vfléll gstraun veg/egur feröav/nr Glæsilegir feröavinningar, m.a. 19. daga jóla- og áramótaferö til Ríó. Model samtökin sýna föt frá Blondie, Bikarnum og Herragarðinum einnig pelsa frá Eggerti Jóhannssyni, feldskera. Ath Dansinn dunar til kl. 03 eftir miðnætti — Galdrakarlar og Villi í diskótekinu. Þetta verður skemmtun helgarinnar opin öllu skemmtilegu ffólkí, sem kemur í sparifötunum og góða skapinu — en nú er vissara aö tryggja sór borö í tíma. Kynningin veröur endurtekin i SJALLANUM AKUREYRI, laugardag 30. október í tilefni af opnun nýrrar skrifstofu Útsýnar aö Hafnarstræti 98, Akureyri. miu r\ Feröaskrifstofan ÚTSÝN Miöar afhentir í Broadway frá kl. 1—6 e.h. í dag og næstu daga meðan pláss leyfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.