Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982
41
MITSUBISHI
Gerö: Mitsubishi Pajero
Framleiðandi: Mitsubishi
Motor Co.
Framleiösluland: Japan
Innflytjandi: Hekla hf.
Verð: 275.000,-
Afgreiðslufrestur: Til á lager
Þyngd: 1.395 kg
Lengd: 3.920 mm
Breidd: 1.680 mm
Hæð: 1.880 mm
Hjólhaf: 2.350 mm
Veghæð: 235 mm
Stýri: Aflstýri
Bremsur: Aflhemlar
Vél: 4 strokka, 2.550 rúm-
sentimetra, 103 DIN hest-
afla benzín
Fjöðrun: Sjálfstæð fjöðrun
aö framan og blaðfjaðrir að
aftan
Benzíntankur: 60 lítrar
Skipting: 4ra gíra, aldrif,
hátt og lágt
Hjólbarðar:
6.50—16—6PRLT
Benzíneyðsla: 12 lítrar á
100 km í blönduðum akstri
gírnum, mjög auðvelt er að
skjótast á honum í innanbæjar-
umferðinni og hægt er að aka
honum á mjög víðu hraðabili.
AKSTURSEIG-
INLEIKAR
Aksturseiginleikar Pajeros-
ins eru góðir og á það bæði við á
malbikinu og úti á vegum.
Fjöðrunin er hæfilega stíf,
þannig að bíllinn leggst lítið
niður í hornin í kröppum beygj-
um og þegar hann er í ójöfnu
landslagi. Bíllinn hefur góða
svörun á venjulegum malbikuð-
um vegum, reyndar komu eig-
inleikar bílsins þar mér hrein-
lega á óvart. Þá kemur hann vel
út á mölinni, þrátt fyrir, að um
er að ræða „millistærðar"-
jeppa, sem ætla mætti, að væri
dálítið stífur á holóttum vegum.
Þegar komið er út fyrir veg
virkar bíllinn mjög vel. Fjörð-
unin kemur einstaklega
skemmtilega út og eiginleikar
ökumannssætisins skila sér til
fullnustu. Pajero-inn fór um
ótrúlega erfitt landsvæði, án
þess að lenda í vandræðum. Það
sem ég fann að honum var ann-
ars vegar drifhæðin, en að
ósekju mætti bíllinn vera eilítið
lægra drifaður í torfærum, en
hún kemur honum hins vegar til
góða í allri venjulegri keyrslu.
Þá myndi bíllinn eflaust koma
skemmtilegar út, ef sett væru
undir hann stærri dekk.
NIÐURSTAÐA
Niðurstaðan eftir liðlega 400
km reynsluakstur er sú, að
Mitsubishi Pajero sé einstak-
lega vel heppnaður jeppi, sem
ennfremur kemur vel út í öllum
venjulegum akstri innanbæjar
og utan. Hann er mjög kraft-
mikill, er ríkulega búinn og
rými er ágætt.
Þættir um Nýja
testamentið
Bókmenntír
Sigurður Haukur Guðjónsson
Höfundur: Síra Jakob Jónsson, dr.
theol.
Prentun og bókargerð: Prentsmiðj-
an Oddi hf.
Útgefandi: Bókaútgáfa Menning-
arsjóós.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefir sent frá sér Þætti um Nýja
testamentið eftir séra Jakob Jóns-
son, dr. theol. í formála segir, að
líta megi á þessa bók sen annað
bindi ritverks, hið fyrra hafi kom-
ið út á vegum Menningarsjóðs,
1973, undir heitinu Um Nýja testa-
mentið.
Það er skemmst frá að segja, að
þetta er stórmerk bók, — happa-
fengur í nálægð hvers þess er læt-
ur sig Krist og kristindóm ein-
hverju varða. Knúinn af leitar-
þorsta hins agaða vísindamanns
nálgast höfundurinn verkefni sitt,
og með tungutaki skáldsins segir
dr. Jakob frá því er hann finnur og
sér, svo öllum, er eitthvað geta
hugsað, skilst. I því er megin-
styrkur bókarinnar, að hinn leiki
og lærði hafa hennar báðir not.
Það er ekki öllum vísindamönnum
gefið að geta gert grein fyrir því
sem þeir eru að fást við eða hugsa.
„Guðfræði" hefir ei sjaldan orðið
til þess að leyndardómshjúpur
ritninganna hefir ekki verið rof-
inn af birtu, heldur hulinn með
enn dekkri þoku. Oft hefir þurft
fræðinga til þess að skýra, hvað
útleggjarinn er að segja, og úr því
orðið slíkur þynnkuvaðall, að fólk
hefir hreinlega gefist upp á að
kynna sér fræðin. í vitund margra
er jafnaðarmerki milli guðfræði
og hins óraunhæfa. Úr skýjum
geta jú dreymnir hugir lesið
margt, og svo er um guðlegu fræð-
in líka. Þúsundir sértrúarflokka
flagga útleggingum framan í fólk,
kalla þær sannleikann en örlítið
meiri þekking hefði forðað þeim
frá villuráfi á berangri fávizkunn-
ar. Víst er þeim vorkunn, því erfitt
hefir verið að kynnast þeim menn-
ingar ökrum, sem orð ritninganna
voru lesin af.
Bók dr. Jakobs er leiðarvísir
þeim, er í einlægni eru að leita.
Höfundur skiptir bókinni í tvo
kafla. Þann fyrri kallar hann Jó-
hannesarguðspjall. Lengi hefir
mönnum verið það ljóst, að munur
er á frásögn Jóhannesar og hinna
guðspjallamannanna. En í hverju
er hann fólginn? Hver er höfund-
urinn? Hvaða þroskamótun hlaut
hann, svo mynd Krists kristallast
í vitund hans á þennan hátt? Við
hverja er hann að tala?
Dr. Jakob býður lesandanum að
vefstóli þekkingarinnar, réttir
þræði í vefinn, hjálpar til að reyna
þá, velja og hafna, hvetur síðan til
starfs við vefinn. Hann er ekki að
mata á persónulegum skoðunum,
heldur, eins og góður fræðari, að
leiða okkur örlítið hærra í þrosk-
ans fjall.
Síðari hluta bókarinnar kallar
hann Kristfræði Nýja testamentis-
ins. Hér er höfundur að leita svara
við þvi, hvað guðspjallamennirnir
áttu við, er þeir völdu Jesú frá
Nazaret hin undarlegu heiti:
Kristur — Messías — Guðs lamb
Logos — Mannssonur og mörg,
mörg fleiri. Hvað kallaði þessari
játningar fram í hugum þeirra, er
þeir mættu Jesú? Hvaða mynd
drógu þeir upp í vitund áheyrand-
anna með þessum orðum?
Þessu, meðal annars, reynir dr.
Jakob að svara, og þrátt fyrir
samanrekið form, þá tekst honum
að draga þær grunnlínur, er gera
myndina í huga lesandans skýrari
miklu en áður.
Ég ætla mér ekki að fara að
rökræða einstakar niðurstöður
bókarinnar við dr. Jakob. Þekking
hans er minni jafn miklu meiri og
öldungsins barnsins. Hitt vildi ég,
vekja athygli fróðleiksfúsra á
stórmerkri bók. Dr. Jakob hefir
verið mikilvirkur rithöfundur
jafnframt því að vera einn af
snjöllustu predikurum íslenzku
kirkjunnar. Um fræðirit hans hef-
ir þó verið hljótt, hér heima, svo
er oft um þá sem sporlengri eru en
tiplstíg samtíð. Allt frá því að
doktorsritgerð hans Humor and
Irony in the New Testament. 111-
uminated by Paralles in Talmud
and Midrash, kom út 1965, hefir
hann verið þekkt nafn meðal er-
lendra nýjatestamentisfræðinga,
og víða erlendis eru rit hans notuð
til þess að auka skilning og þroska
þeirra sem kirkjan sendir út á ak-
urinn. Það er heiður fyrir íslenzka
prestastétt og ætti að munast.
Hafi Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs þökk fyrir gagnmerka bók.
Frágangur er allur góður, frábær,
ef ég sleppi síðum 87 og 93.
Víðförli — nýtt blað
VÍÐFÖRLI, nýtt mánaöarblað kirkjunn-
ar, er komið út. Útgáfan Nkálholt gefur
það út og tekur blaðið við af Fréttabréfi
Biskupsstofu sem komið hefur fjölritað og
flutt kirkjulegar fréttir.
Auk fréttamiðlunar af kirkjulegu
starfi innanlands sem utan mun Víð-
förli fjalla um ýmis mál líðandi stund-
ar af kristnum sjónarhóli.
Söfnuðum landsins gefst kostur á að
fá eigið efni sérprentað á baksíðu Víð-
förla í svo mörgum eintökum sem þeir
óska eftir að kaupa. Slík safnaðarsíða
þjónaði þá sem einskonar safnaðar-
blað.
Safnaðarblöð hafa reynst mikil lyfti-
stöng fyrir kirkjulíf, en margir söfnuð-
ir búa ekki við þær aðstæður að auðvelt
sé að halda slíku blaði úti.
Með þessu samstarfi við Víðförla
ætti að vera auðveldara að koma safn-
aðarfréttum á framfæri heimavið, en
fá auk þess í tillegg hinar almennu
fréttir og umfjöllun mála á öðrum síð-
um Víðförla.
Efnt var til samkeppni um blaðheit-
ið. Um 80 tillögur bárust. Dómnefnd
sem fjallaði um þær skipuðu þeir Sæm-
undur Guðvinsson fréttafulltrúi, Guð-
mundur Einarsson framkvæmdastjóri
og sr. Jónas Gíslason dósent. Niður-
staða dómnefndar var sú að engin
þeirra tillagna sem bárust uppfyllti
það sem leitað var eftir.
Fyrir allmörgum árum gaf Sigur-
björn Einarsson biskup út guðfræðirit
með nafninu Víðförli. Hann hefur nú
gefið Skálholti blaðheitið.
Með því er minnst þess manns er
fyrstur flutti kristna boðun á landinu
hér, Þorvalds víðförla. Auk þess er
blaðinu ætlað að fara víða og víða leit-
að fanga.
Ritstjóri Víðförla verður sr. Bern-
harður Guðmundsson fréttafulltrúi,
sem áður stýrði Fréttabréfi Biskups-
stofu. Dagsprent á Akureyri annast
prentun en afgreiðsla er á Biskups-
stofu.
Pétur biskup Sigurgeirsson og sr. Bernharður Guðmundsson skoða fvrsta
tölublað Víðförla.
Bob
sófasettiö frá Ulferts
Ég óska eftir að fá sendan nýja ULFERTS myndalist-
ann ókeypis.
Nafn
heimili
staður
KRiSTJÚn
SIGGEIRSSOn HF
LAUGAVEGI 13. REVKJAVIK. SÍMI 25870
GÆDIFARA ALDREI ÚR TÍSKU