Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 „Virgill litli“ Ný barnasaga eftir Ole Lund Kirkegaard IOIINN hcfur gefiA út nvja harnasöjru eftir danska höfundinn Ole Lund Kirkegaard. Ncfnist hún Virgill litli »l> er sjötta hók þessa höfundar sem út kemur á íslensku. Kirkejraard var kunnur höfundur barnabóka. Hann myndskreytti jafnan söjjur sínar sjálfur og eru teikningar hans afar spaugilegar, svo að saga og myndir mega hvor- ugt án annars vera. Þessi nýja bók, Virgill litli, fjaiiar um lítinn dreng og tvo vini hans. Við sögu koma einnig storkur, dreki með átta lapp- ir og kaupmaður sem borðar kasp- íra-fræ. Líka er sagt frá afmælis- veislu og leit að földum fjársjóði, að því er segir á kápubaki bókarinnar. Virgil litla þýddi Þorvaldur Krist- insson. Bókin er 102 blaðsíður. Prisma prentaði. Eskifjörður: Erlent sem inn- lent adkomufólk í síldarvinnu Kskifirrti, 21. októb<*r. í IIAG hafa liorist hingað til Eski- fjarðar um 3.500 tunnur af síld, af 13 bátum, og er mikið saltað hér þessa dagana í öllum söltunarstöðv- unum. Heildarsöltun hér nemur nú rösklega 20 þúsund tunnum, og hafa þeir hjá Auðbjörgu saltað mest, um 10 þúsund tunnur, hjá Kriðþjófi hafa verið saltaðar 4.300 tunnur, Sæbergi 3.800 og Eljunni 2.100. Veiði reknetabátanna hefur glæðst, og voru þeir með upp í 200 tunnur eftir nóttina. Geysileg at- vinna er því við síldarverkunina, og inikill fjöldi aðkomufólks, innlends sem erlends, er kominn til að vinna í síldinni. — Ævir llér ræðast hestu ökumennirnir við að lokinni keppni. Hafsteinn Hauksson (t.v.), Omar og Jón Ragnarssynir og Birgir V. Ilalldórsson, höfðu allir gaman af hinni miklu keppni, sem á milli þeirra var. I.jósmyndir: (.unnlauL'ur K. „Strákur- inn kann að keyra“ MOKGUNBLAÐIÐ spjallaði stuttlega við þá keppendur, sem lentu í verðlaunasætum í Varta- rallinu og spurði þá hvernig gengið hefði og hverjar framtíðaráætlanir þeirra væru. Birgir V. Halldórsson, annar sigurvegaranna, kvað rallið hafa verið mjög spennandi og virki- lega gaman að keppa loksins við Omar án bilana. Þess má geta að Birgir hefur keppt í fimm röllum á árinu sem aðstoðarökumaður og sigrað í þeim öllum. Má segja að hann sé ókrýndur íslands- meistari aðstoðarökumanna. „Markmið okkar Hafsteins í rallinu var að vinna Ómar og það tókst. Við ókum innan skynsamlegra marka, ef Ómar jók ferðina þá gerðum við slíkt hið sama, bilið hélst ætíð hið sama," sagði Birgir. Akstursmáti Hafsteins var stórkostlegur á að horfa og hefur hann náð mjög góðum tökum á hílnum, sem er sá best búni hér- lendis. Aðeins einu sinni mis- tókst þeim félögum Hafsteini og Birgi í akstri. Þá komu þeir að afleggjara á fullri ferð og valdi Ilafsteinn rangan veg. Birgir lýsti þessu þannig. „Við komum fyrir hæð og var ég búinn að ,jl*ú tekur þá hara næst, Ómar minn,“ gæti faðir Omars, Kagnar Kðvaldsson, verið að segja við Ómar í endamarkinu. Spjallað við ökumenn í Varta-rallinu segja vinstri beygja, en Haffi hélt beint áfram á tvískiptum veginum. Hrópaði ég þá vinstri, vinstri, og sveigði þá Haffi bíl- inn til vinstri, en við það drapst á vélinni og billinn rann útaf og upp á stein. Þar sátum við og vélin startaði ekki. Síðan kom mótorhjólakappi skyndilega að- vífandi útúr myrkrinu og hjálp- aði okkur úr sjálfheldunni og eftir að bíllinn startaði héldum við áfram. Það var furðulegt að sjá mótorhjólakappann koma þarna útúr myrkrinu á miðju Reykjanesi," sagði Birgir að lok- um hlæjandi. Éftir þetta ævin- týri náði Ómar forystu, en Haf- steinn komst fram úr honum á næstu sérleið. Ómar Ragnarsson sagðist hafa haft gaman af rallinu og væri þetta í tólfta skiptið, sem hann og Hafsteinn skiptust á fyrstu tveim sætunum. Mark- miðið í rallinu hefði verið að tryKgja sér íslandsmeistaratitil- inn og lenda af þeim sökum ekki neðar en í þriðja sæti. Þegar í endamark rallsins kom kvað Ómar ekki dónalegt að tapa fyrir ökumanni eins og Hafsteini. Minnti hann Hafstein á það að þegar að loknu Ljómarallinu á sl. ári, sagði Hafsteinn að „helv. kallinn kynni að keyra", og átti við Ómar. Bætti Ómar við þetta: „Já, strákurinn kann bara að keyra," og átti þá við tilþrif Haf- steins í Varta-rallinu. — GR. l,oka.staðan i íslandsmeistara- keppninni: 1. Omar Kajrnarsson 50 Nti{; 2. Ilafsleinn llauksson 46 Nti^ 3. Oskar Olafsson 3.1 stijj 4. Ilafstnnn AAalsteinsson 20 stif; Jóhann lllöóversson 20 stif{ Kaupfélag Skagfirðinga: Meðalþungi dilka meiri í haust en á síðasta ári SLÁTRUN sauðfjár hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga lauk miðviku- daginn 20. október. Alls var slátrað 54.178 kindum, 47.898 dilkum og 6.280 fullorðnum kindum. Er það 6.102 dilkum færra en 1981, en aftur á móti 386 fleiri fullorðnar kindur. Meðalþungi dilka nú varð 13,965 kg, en var í fyrra 13,604 kg. Heildarmagn innlagðs kjöts nam 820 tonnum, á móti rúmum 873 tonnum 1981. Þyngsta dilkinn átti að þessu sinni sem svo oft áður Leifur bóndi Þórarinsson í Keldudal, 34,9 kg. Eins og fram kemur af ofan- greindum tölum, er samdráttur í bústofni hér um slóðir, og kemur það fram í færri innlögð- um dilkum vegna stofnfækkun- ar haustið 1981, sem og mikilli slátrun fullorðins fjár. Geta ber þó þess, að frjósemi ánna mun hafa verið verulega miklu minni nú vegna lélegra heyja og ein- dæma slæms veðurfars sl. haust, sem leiddi til þess að fé kom í verra ásigkomulagi á hús en búast má við í meðalári. Slátrun stórgripa hefst nú þegar að lokinni sauðfjárslátr- un, en ekki liggur enn fyrir, hversu umfangsmikil hún verð- ur. (Fréttatilkynning) Keppa á heims- móti barþjóna ÞKÍK íslenzkir barþjónar taka þátt í heimsmeistaramóti barþjóna, sem fram fer í I’ortúgal þessa dagana, 24.—30. október. Alls taka 30 þjóðir þátt í mótinu, þrír frá hverju landi. Islendingarnir, sem keppa á mótinu, eru Kristján Runólfsson, Björn Vífill Þorleifsson og Sveinn Sveinsson. Þá verða tveir stjórn- armenn í Barþjónaklúbbnum viðstaddir keppnina. Arnarflug flýgur tvisvar í viku til Amsterdam í vetur V17TKAKÁÆTLIIN Arnarflugs gekk í gildi fyrir nokkru, en i vetur verður notuð í millilandaflugi féiagsins ný- leg Boeing 737— 200-farþegaþota. Klogið er tvisvar í viku milli Islands og Amsterdam í llollandi, eða á þriðjudögum og fostudögum. Þessar upplýsingar komu fram á blaða- mannafundi Arnarflugs, þar sem Halldór Sigurðsson, sölu- og mark- aðsstjóri, og Stefán Halldórsson, markaðsfulltrúi, voru í forsvari. Boeing 737—200-þota Arnarflugs tekur 120 farþega, auk þess sem unnt er að sinna ýmsum vöruflutn- ingum til og frá landinu. Flugvélin hefur aðsetur í London, þar sem hún sinnir leiguflugsverkefnum Arnarflugs fyrir Britannia Air- wáys. Amsterdam-flugið er því hrein viðbót við nýtingu þessarar vélar og er hagræðingin af þessu fyrirkomulagi umtalsverð fyrir fé- lagið, að sögn þeirra Arnarflugs- manna. „Allt frá því að Arnarflug fékk áætlunarleyfi til Amsterdam hefur mikil áherzla verið lögð á íslands- kynningu í Hollandi og víðar um Evrópu. Engu að síður dróst ferða- mannastraumur frá meginlandi Flvrópu til Islands saman í sumar og má þar einkum kenna um versn- andi efnahagsástandi, sem m.a. olli því að mun færri Þjóðverjar komu hingað. Hjá Arnarflugi er árið þó ekki á enda ennþá. Skipulagðar hafa verið stuttar haust- og vetrar- ferðir til íslands. Þegar hafa selst um 200 sæti í þessar helgarferðir til Islands," sagði Halldór Sigurðs- son. Á blaðamannafundinum kom fram, að farþegum frá Hollandi Frá blaðamannafundi Arnarflugs, f.v fulltrúi. hefur fjölgað um 11,6% á þessu ári, en hins vegar hefur Þjóðverjum fækkað um 7% og Svisslendingum eitthvað meira. Arnarflugsmenn kynntu á blaða- mannafundinum samvinnu sína við ferðaskrifstofurnar Atlantik, Ferðamiðstöðina og Sögu um hóp- llalldór Sigurðsson sölu- og markað.- ferðir til Kanaríeyja í vetur. I boði eru 11, 18 eða 25 daga ferðir með brottför alla þriðjudaga. Vetraráætlun Arnarflugs inn- anlands gekk í gildi í september sl. Helzta breytingin frá fyrra ári er sú, að nú er flogið alla daga vik- unnar til Rifs og Stykkishólms, í Ljósmynd Mbl.: Kristján Kinarsson jóri og Stefán Halldórsson markaðs- stað fimm daga vikunnar áður. A blaðamannafundinum kom fram, að Grundarfjörður fellur út sem áætlunarstaður, þar sem flugmála- stjórn hefur ekki nægilegt fjár- magn í ár til að ráða flugumsjón- armann til starfa þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.