Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 Japönsk framsýni - íslensk skammsýni eftir Baldur Pétursson FYRRI GREIN Verðbólga hefur hrjáð flestar þjóðir seinustu árin, mismunandi mikið þó. Verðbólga til lengri tíma hefur mjög alvarleg stöðnunaráhrif á allt atvinnulíf. Kostnaður hjá fyrirtaekjum vex meira en tekjur og þau verða brátt ósamkeppnis- hæf við erlend fyrirtæki og missa markaðshlutdeild. Þjóðarfram- leiðsla og hagvöxtur minnka og kaupmáttur launafólks fer minnk- andi vegna minnkandi verðmæta- sköpunar. Forráðamenn fyrirtækja reyna stöðugt að minnka kostnað og auka framleiðni (framleiðsluverð- mæti pr. unninn tíma) og arðsemi til að geta haldið þeim gangandi. Eru slíkar ráðstafanir oft í formi uppsagnar starfsfólks. Helstu orsakir þessarar verð- bólguöldu (1970—82) voru olíu- verðshækkanirnar tvær, 1974 og 1979. Fyrri olíuverðshækkunin hefði átt að kenna stjórnendum (fyrir- tækja og þjóðfélaga) að einhverju leyti hvernig ætti að bregðast við slíkri verðbólgu. Seinni olíu- verðshækkunin gaf þeim síðan tækifærið á að sanna mátt þess- ara aðgerða sinna og árangurinn kom síðan í ljós í alm. verðlagi, (verðbólgu). Af meðfylgjandi línuritum sést þróun í iðnaði (aukning eða minnkun framieiðni, atvinnu og alm. verðlags frá 1979—82 í nokkrum lönum en því miður ekki frá íslandi nema frá 1978—81, þar sem upplýsingar frá Þjóðhags- stofnun eru ekki tilbúnar. Mætti ætla að svipuð þróun sé í öðrum atvinnugreinum. Hvernig hefur síðan þróun alm. verðlags verið í þessum löndum? Alm. verðlag hefur hækkað minnst í Japan um 17% frá 1979—82 (verðbóiga nú um 2% frá ári til árs), í USA um 40%, í Frakklandi um 43%, í V-Þýska- landi um 18% á tímabilinu 1978—82. Alm. verðlag hefur hinsvegar hækkað um 224% á Is- landi á tímabilinu 1978—81. Flest löndin hafa aukið fram- leiðni á kostnað atvinnu. Japan er þó í algjörri sérstöðu þar sem framleiðni hefur aukist um 22% 1979—82 og fer stöðugt vaxandi. Á sama tíma hafa þeir getað aukið atvinnu um 2%. Önnur lönd hafa aðallega getað aukið framleiðni á kostnað at- vinnu og þannig m.a. haldið verð- bólgunni í skefjum. Island er þó undantekning þar sem atvinna hefur aukist meira en framleiðni. Árangurinn er á sama hátt óðaverðbólga. Iðnaður á ís- landi og í Japan skiptir mismun- andi miklu máli í þjóðarbúskapn- um, en þar sem fiskistofnar hér eru fullnýttir, verður aukin verð- mætasköpun að koma frá iðnaðin- Baldur Pétursson um í framtíðinni og gerir það hann því mikilvægari hér en áður. Árangur Japana er augljóslega langmestur, þar sem verðalg hækkar langminnst á þessu tíma- bili ásamt aukinni atvinnu og stór- lcga aukinni framleiðni, sem aftur er ein af forsendum aukins kaup- máttar launafólks. Hvernig fara þeir að þessu er stór spurning og athyglisvert væri að fá upplýsingar um, til að þjóðir eins og íslendingar geti hagnýtt sér eitthvað af vinnuaðferðum þeirra, til að vinna bug á þeirri óðaverðbólgu sem hér ríkir og skapa auknar forsendur fyrir auknum kaupmætti launafólks. Ekki er ætlunin að fara út í efnahagsaðgeðrir ríkisstjórna þessara landa hér. Geta má þess að í Japan er frjálst markaðskerfi og hefur verið um margra ára skeið og þeir flytja inn alla sína olíu og gas og um 90% af öllum sínum hráefnum. Eitt af því fyrsta sem Japanir gerðu sér grein fyrir við fyrri olíu- verðshækkunina var að allur iðnað- ur varð aö vera hagkvæmari og full- komnari bæði að því er varðar sam- setningu hlutanna og einnig aö því er varðar efnasamsetningu hráefn- anna. Svarið var í stuttu máli tæknivæð- ing á öllum sviðum atvinnulífsins, ásamt þeim efnahagsaðgerðuim sem gerðu fyrirtækjum þetta mögulegt. Fyrirtæki eyddu síðan gífurlegum fjárhæðum i rannsóknar-, þróunar- og skiplagsstarfsemi sem síðan hef- ur skilað sér með þessum mikla árangri. Hér á landi eru menn aftur á móti önnum kafnir við að bjarga fyrirtækjum (og þjóðfélaginu yfir- leitt) fyrir horn frá degi til dags, og mega ekki vera að því að hugsa lengra fram í tímann, og bæta þau atriði sem raunverulega skipta máli til lengri tíma litið. Einnig skortir fjármagn til rannsóknar- og þróunarstarfsemi hér á landi. Menn ættu að beina augunum í auknum mæli til þeirra staða þar sem tekist hefur að ráða niðurlög- um verðbólgu og skapa auknar forsendur fyrir auknum kaup- mætti launafólks frekar en að endurtaka alltaf sömu gagnslausu aðferðirnar. / Iðnaður i / 150 145 1 Vísitölur / framleiðni, 140. / atvinnu og / alm. verðlags 135- 130. / ÍSLAND 125 j 120, /k I alm. verðlag 115, 110. Atvinna 105. Framleiðni 100 H 95. F 90. 78 79 80 81 85. Ringulreið og óvissa í Bonn Bonn, 25. oklóber. Al*. RINGlILREIf), sem á sér naumast nokkra hliðstæðu, rikir í vestur- þýzkum stjórnmálum i kjölfar stjórn- arskiptanna í Bonn í þessum mánuði. flelmut Kohl kanzlari lofaði því þegar hann tók við af Helmut Schmidt að kosningar yrðu haldnar 6. marz. Hann lofaði líka nýrri efna- hagsstefnu og nýju andrúmslofti í samsteypustjórninni með frjálsum demókrötum, sem sneru baki við Schmidt. En enginn veit hvort nokk- uð af þessu verður að veruleika. í dag vissi enginn hvort Schmidt yrði leiðtogi sósíaldemókrata í næstu kosningum. Blaðafréttir hermdu að Schmidt mundi senni- lega tilkynna samstarfsmönnum sínum ákvörðun sína seinna í dag og segja þingmönnum frá henni á morgun. Talsmaður sósíaldemókrata, Jurgen Itzfeld , kallaði þessar fréttir „hreinar vangaveltur". Hann kvað fráleitt að Schmidt segði fjölmiðlum frá ákvörðun sínni áður en hann tilkynnti flokknum hana og sagði að hann hefði frest til að taka ákvörðun til 18. nóvember, þegar þing flokksins kemur saman. Framtíð Frjálsa demókratafl- okksins (FDP) og leiðtoga hans, Hans-Dietrich Genschers utanrík- isráðherra, er í algerri óvissu. Sú ákvörðun hans að snúa baki við Schmidt hefur valdið miklum klofningi í flokknum og á þingi flokksins í Vestur-Berlín í næsta mánuði fer fram mikilvæg kosning um stöðu flokksleiðtoga. Kosning fulltrúa á þingið fór fram um helgina og úrslitin benda til þess að Genscher verði endur- kjörinn. En flestir fréttaskýrendur efast um að Genscher geti samein- að flokkinn nógu vel til þess að hann vinni aftur hylli meðal kjós- enda og fái meira en 5% lág- marksfylgi í marz til að halda þingsætum sínum. Eina stjórnskipulega leiðin fyrir Kohl til þess að efna til kosninga áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur 1984 er að stjórnin bíði ósig- ur í atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina og að Karl Carst- ens forseti samþykki að rjúfa þing. Ólíklegt er talið að slík klækja- brögð falli kjósendum vel í geð. Tillögur hafa komið fram um breytingu á stjórnarskránni til að auðvelda þinginu að ákveða þing- rof, en erfitt yrði að koma slíku til leiðar. I sjónvarpsumræðum í síð- ustu viku voru 82% þátttakenda andvígir breytingum á stjórnar- skránni. Litlar breytingar hafa orðið á efnahagsstefnunni. Tillaga um lækkun ellilífeyris reyndist óframkvæmanleg vegna stjórn- skipunarreglna. Erlendar lántökur, sem hafa verið miklar, munu jafn- vel enn aukast undir stjórn Kohls að sögn Gerhard Stoltenbergs fjár- málaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.