Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 Unnið að viðgerð á kútter Sigurfara. Gunnlaugur Haraldsson, safnvörður í Görðum, við stigann. Ljósmynd II.Bj. Söfnun vegna Sigurfara: Viðgerð og varðveizla kútters Sigurfara er eitt sameiginlegra verkefna þjóðarinnar - segir Gunnlaugur Haraldsson, safnvördur í Görðum Stýrishjólið (rattið) af Sigurfara. Trúlega hefur þetta stýrishjól verið sett á hann eftir að hann var seldur til Færeyja 1920. Nokkru síðar var byggt á hann stýrishús. Þetta stýri verður ekki sett á hann heldur hið upprunalega. Ljósmynd H.Bj. Ilm 1970 hóf hugsjónamaðurinn sr. Jón M. Guðjónsson, sóknarprest- ur á Akranesi, máls á því að fá keyptan hingað til lands frá Færeyj- um einhvern hinna gömlu íslensku kúttera, sem seldir voru þangað fyrr á öldinni. Yrði þaö sameiginlegt verkefni þjóöarinnar að varðveita slíkan kútter sem minjagrip og minnisvarða um um eitt merki- legasta timahil í atvinnu og útgerð- arsögu landsins, — skútuöldina. í ársbyrjun 1972 reifaði sr. Jón þessa hugmynd við félagsmenn í Kiwan- isklúhbnum Þyrli á Akranesi. Leiddi það til þess, að klúbbfélagar gengust fyrir kaupum á Sigurfara vorið 1974, en þá hafði skipið legið ónotað í höfninni í Klakksvík í 3 ár. Vélbát- urinn Sæberg SU tók Sigurfara í tog og dró hann til Neskaupstaöar. Það- an tók varðskipið Ægir við og dró Sigurfara til Akraness. Hinn 7. júlí 1974 lagóist Sigurfarinn að bryggju á Akranesi, þar sem Örnólfur Þor- leifsson forseti Kiwanisklúbbsins Þyrils afhenti Byggðasafninu í Görð- um Sigurfara til cignar við hátíðlega athöfn og að viðstöddu fjölmenni. Nokkrum dögum síðar var stað- fest skipulagsskrá sérstaks sjóðs, Sigurfarasjóðs, sem stofnaöur var i því skyni að standa straum af kostn- aði við endurbætur á Sigurfara. Var þ<‘gar hafin söfnun í sjóðinn og létu fjölmargir einstaklingar peninga af hendi rakna. Ilinn 30. sept. var Sigurfari tekinn upp í slipp Þorgeirs & Ellerts á Akra- nesi, þar sem tekin var úr honum vél, stýrishús, beitningarskýli, möst- ur o.fl. og skipið undirbúið til flutn- ings upp að Görðum. Hér var lítillega sagt frá því hvernig kútter „Sigurfari" komst að nýju í hendur íslendinga eftir „útlegð" í Færeyjum. Tilefni þessa kafla er það, að enn stendur yfir viðgerð á Sigurfara við Byggða- safnið í Görðum. Umsjónarmaður verksins er Gunnlaugur Haralds- son, safnvörður. A næstunni verð- ur hafin fjársöfnun til styrktar viðgerðinni og er stefnt að því að henni verði lokið fyrir 100 ára af- mæli kúttersins 1985. Vegna þessa ræddi Morgunblaðið við Gunnlaug og bað hann að rekja gang við- gerðarinnar og segja stuttlega frá sögu Sigurfara. „I næsta mánuði mun Sigur- farasjóður á Akranesi gangast fyrir víðtækri fjársöfnun meðal einstaklinga og fyrirtækja um land allt til styrktar viðgerð á kútter Sigurfara, sem varðveittur er við Byggðasafnið i Görðum. Bindur stjórn sjóðsins miklar von- ir við þessa söfnun, sem verður forsenda þess að unnt verði að halda áfram viðgerð Sigurfara af fullum þrótti. Hafa forsvarsmenn Sigurfara sett sér það mark að koma kútternum í upprunalegt horf fyrir 100 ára afmæli hans sumarið 1985,“ sagði Gunnlaugur. „Kútter Sigurfari var smíðaður í bænum Burton-on-Stather á Englandi árið 1885 og gerður út frá Hull næstu 12 árin. Hét skipið þá „Bacchante". Árið 1897 var kútterinn síðan keyptur til íslands og gerður út á handfæraveiðar hér við land næstu 23 árin, — fyrst frá Hafnarfirði og Seltjarnarnesi, en síðast frá Reykjavík. Á þessum ár- um bar Sigurfari einkennisstafina GK 17 og síðar RE 136. Skipið var raunar fyrst í stað skírt „Guðrún Blöndahl", en árið 1900 var því gefið heitið „Sigurfari", en það nafn höfðu opnir bátar á Seltjarn- arnesi lengi borið. Kútter Sigur- fari var síðast í eigu Duus-versl- unarinnar í Reykjavík og seldur þaðan til Færeyja árið 1920, líkt og margir hinna íslensku kúttera og seglskipa. Eigendur Sigurfara í Klakksvík héldu skipinu út til veiða allt til ársins 1970, og reynd- ist það alla tíð hin mesta happa- fleyta og var á sínum tíma meðal aflahæstu þilskipa á Faxaflóa- svæðinu. Viðgerð á Sigurfara á sér einnig nú þegar nokkra sögu, en eins og kunnugt er var kútterinn keyptur hingað til lands á Þjóðhátíðarár- inu 1974. í þetta stórvirki var ráð- ist í því skyni að forða frá glötún minjum frá einhverju mesta og merkilegasta framfaraskeiði í at- vinnu- og úterðarsögu landsins, — skútuöldinni. Fyrir þessu stóðu hugsjónamaðurinn sr. Jón M. Guðjónsson og félagar í Kiwan- isklúbbnum Þyrli á Ákranesi. Var Sigurfari tekinn á land og komið fyrir til framtíðarvarðveislu við Byggðasafnið í Görðum. Eftir kostnaðarsama flutninga hófst viðgerð á Sigurfara sumarið 1979 og hefur staðið siðan, eftir því sem fjárreiður hafa leyft hverju sinni. Stofnaður var sér- stakur sjóður, — Sigurfarasjóður, — til að annast söfnun fjár og standa straum af kostnaði við að koma Sigurfara í upprunalegt horf. Fjölmargir einstaklingar hafa lagt sjóðnum til styrki á und- anförnum árum, og má í því sam- bandi sérstaklega geta gamalla sjómanna og skútukarla, sem eiga minningar tengdar þessu skipi eða öðrum kútterum frá fyrri hluta aldarinnar. Þessi stuðningur ber vott um einstaka ræktarsemi og skilning á málefninu. í krónum talið hefur þó mest munað um framlög úr fjórum opinberum sjóðum þ.e. Þjóðhátíðarsjóði, Byggðasjóði, bæjarsjóði Akraness og ríkissjóði. Samtals nema þessi framlög í ár um 260 þús. kr. og gerði sú tiltölulega góða fjár- hagsstaða Sigurfarasjóðs í ár kleift að ráða tvo fasta skipasmiði að verkinu. Enda hefur nú í sumar fyrst komið verulegur skriður á viðgerðina og Sigurfari byrjaður að taka á sig upphaflegt svipmót. En viðgerð á Sigurfara er dýrt og tímafrekt fyrirtæki. Þótt vel hafi miðað að undanförnu er langt að lokatakmarkinu, sem bundið er við sumarið 1985. Fjárframlög þessa árs eru nú til þurrðar geng- in og fyrirsjáanlegt að gera verður sérstakt átak í fjáröflun, ef takast á að halda verkinu gangandi. Þess vegna hefur stjórn Sigur- farasjóðs ákveðið að efna til alls- herjar söfnunar meðal einstakl- inga og fyrirtækja um land allt í næsta mánuði, í þeirri góðu trú að landsmenn sýni þessu mikilsverða menningarmáli stuðning. Með til- komu gömlu kútteranna var lagð- ur hornsteinn þeirrar atvinnu- byltingar, sem ætíð síðan hefur verið undirstaðan að því velferð- arþjóðfélagi, sem íslensk þjóð býr við í dag. Sú skylda hvílir á herð- um okkar nútímamanna að leggja rækt við sameiginlegan menning- ararf. Viðgerð og varðveisla á kútter Sigurfara, — eina íslenska kútternum sem eftir er, — er eitt slíkra sameiginlegra verkefna þjóðarinnar," sagði Gunnlaugur að lokum. Á næstu vikum verða sendir út gíróseðlar til fyrirtækja og ein- staklinga víðs vegar um land. Engin upphæð er færð á gíróseðil- inn, en þess vænst að viðtakendur bregðist vel við, minnugir þess að margt smátt gerir eitt stórt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.