Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐYIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982
39
Lionsklúbbur Borgarness 25 ára:
Gefur Dvalarheimili aldraðra
200 þúsund I tilefni afmælisins
Borgarnesi, 14. október.
í TILEFNI af 25 ára afmæli
Lionsklúbbs Borgarness hefur
klúbburinn ákvediö að gefa Dvalar-
heimili aldraöra í Borgarnesi 200
þúsund krónur. Fjárhæöinni skal
variö til byggingar sundlaugar og
baöaðstööu, ásamt gróöurskála við
Dvalarheimiliö. í 25 ára afmælishófi
klúbbsins, sem haldin var nýlega,
afhenti Haukur Gíslason, fráfarandi
formaöur klúbbsins, Húnboga
Þorsteinssyni, formanni stjórnar
Dvalarheimilisins, gjafabréf þessu
til staöfestingar. Jafnframt afhenti
hann 50 þúsund í peningum til aö
hægt sé að hefjast handa um
hönnum byggingarinnar. Þaö sem
eftir er, 150 þúsund krónur, verður
afhent þegar verklegar framkvæmd-
ir hefjast.
Lionsklúbbur Borgarness var
stofnaður 2. apríl 1957. Aðalhvata-
maður klúbbstofnunarinnar var
Sigurður Gíslason og var hann
jafnframt kosinn fyrsti formaður
hans. Á þessum 25 ára starfsferli
hafa klúbbfélagar unnið af mikl-
um krafti í anda hugsjóna Lions
að margháttuðum líknar- og
menningarmálum í heimabyggð-
inni og víðar. Klúbbfélagar hafa
„MIKLAR umræöur hafa átt sér staö
um fjölmiðla og ekki síst myndbanda-
væöingu þá, sem náð hefur fótfestu
hér á landi. Ekki þarf að fjölyrða um
áhrif sjónvarps, sem er máttugasti
fjölmiöill okkar i dag, og gefur auga
leiö aö börn eru viðkvæmust fyrir
þcssum áhrifum," segir í fréttatil-
kynningu frá Fóstrufélagi íslands
sem Morgunblaöinu hefur borizt.
„Myndbandavæðing ógnar börn-
um þjóðarinnar. Sá tími, sem börn
notuðu til heilbrigðra starfa og
leikja, fer nú í sjónvarpsgláp og
getur gengið svo langt að þau njóti
vart nægilegrar hvíldar. Ógnvæn-
legast er þó að efnið, sem boðið er
upp á, er misjafnt að gæðum og
sjaldnast við hæfi barna. Börn eru
óvarðasti neytendahópurinn í okkar
samfélagi og heimilin eru misvel í
stakk búin til að stýra sjónvarps-
notkuninni. Fóstrur hvetja foreldra
til að vernda börnin sín og gera þá
kröfu til ráðamanna þjóðarinnar,
að hagsmunir barna sitji í fyrir-
rúmi fremur en gróðasjónarmið
fárra manna."
Tvær bækur frá Æskunni
/ESKAN, bókaútgáfa, hefur gefið út
tvær bækur; Neyðaróp hjá stálsmiðj-
unni, barna- og unglingabók eftir
Kagnar Þorsteinsson og Ævintýri
æskunnar í þýðingu Rúnu Gísladótt-
ur.
Neyðaróp hjá stálsmiðjunni er tí-
unda bók Ragnars Þorsteinssonar.
Aðalsögupersónurnar eru Þorlákur
Vilmundarson, verkamaður og sjó-
maður í Reykjavík, og tveir drengir,
en það er einmitt neyðaróp annars
þeirra, sem er upphafið að kynnum
þeirra. Þorlákur fær svo drengina
til liðs við sig við sjómennsku frá
höfuðborginni til Breiðafjarðar-
eyja.
Ævintýri Æskunnar eru 29 tals-
ins frá 17 löndum, en í fréttatil-
kynningu útgefanda segir, að bókin,
sem er myndskreytt, hafi verið
ófáanleg í nokkur ár.
notið mikils velvilja hjá samborg-
urum sínum við fjáraflanir svo og
önnur verkefni sem hefur gert
þeim mögulegt að verða verulega
að liði þar sem þörf hefur verið
hverju sinni.
Á síðasta starfsári var unnið að
ýmsum líknarverkefnum auk stór-
gjafarinnar til Dvalarheimilis
aldraðra. Félagsstarf var einnig
blómlegt en umdæmisþing Lions á
íslandi, sem Lionsklúbbur Borg-
arness sá um í vor, bar þó hæst í
félagsstarfinu. Við þetta þinghald,
sem þótti takast mjög vel, sýndu
klúbbfélagar mjög mikla sam-
stöðu og góðan félagsanda.
Starfsemi Liönsklúbbs Borgar-
ness í haust hófst með 25 ára af-
mælishófi, perusölu til fjáröflunar
og móttöku fyrir Borgnesinga 67
ára og eldri. Þessi fyrstu verkefni
vetrarins sýna starfsemi klúbbs-
ins í hnotskurn sem og reyndar
allra Lionsklúbba. Formaður
Lionsklúbbs Borgarness á nýbyrj-
uðu starfsári er Birgir Guð-
mundsson.
Jón fsberg, Blönduósi, umdæmisstjóri B-umdæmis, ásamt eiginkonu sinn. í
miöiö meö Birgi Guömundssyni, formanni Lionsklúbbs Rorgarness, og frú.
-4
Eyvindur Ásmundsson syngur einsöng.
Nokkrir at stotnfelögum Lionsklúbbs Borgarness I 25 ára afmælishófinu. Frá
vinstri; Jóhann Kr. Jóhannesson, Eyvindur Ásmundsson, Jón Kr. Guðmunds-
son, Baldur Bjarnason, Siguröur Gíslason, fyrsti formaður klúbbsins, Þorkell
Magnússon, Jón Einarsson og Guðmundur Ingimundarson.
J'
Fóstrufélag Islands:
„Myndbandavæðing ógnar
börnum þjóðarinnar“
I u
Það kostar Md að borða
í London
02 það er ótrúlegaódýrt
að fljúga þangað!
Helgarfargjald kr. 4.405.-
Sumir hlutir breytast aldrei. Þann-
ig er því varið með ensku bjórstof-
urnar, pöbbana vinsælu. Það er
varla hægt að segja að þeir hafi
breyst nokkuð í áratugi.
íslendingar, sem hafa ferðast til
London hafa kunnað að meta bjór-
stofurnar og hið sérkennilega and-
rúmsloft þeirra. Margur ferðalangur-
inn hefur notfært sér staðgóðan og
ódýran mat, sem fæst á hverri
bjórstofu í hádeginu. Pub lunch
getur verið allt frá ítölskum kjúklinga-
rétti til enskrar pylsu og bakaðra
bauna - auðvitað með tilheyrandi
bjórkollu. Verðið er nánast hlægi-
legt, - tvö sterlingspund er algengt
verð.
Helgarfargjöld Flugleiða til
áfangastaða vestan hafs og austan
veita fólki óendanlega möguleika til
stuttra skemmtiferða í skammdeg-
inu fyrir lágt verð. Flugleiðir og
ferðaskrifstofurnar veita alla fyrir-
greiðslu við útvegun hótelgistingar
og bílaleigubíla. Þannig kostar 5
nátta helgarferð til London með
gistingu á Hótel Y t.d. aðeins 5.840
kr. og 3ja nátta ferð með gistingu á
úrvalshótelinu London Penta að-
eins 5.581 kr. Miðað við gistingu í
2ja manna herbergi.
Bílaleigubílar eru líka ótrúlega
ódýrir, t.d. má fá bíl í 3 daga með
ótakmörkuðum akstri, VAT-skatt-
inum og tryggingum fyrir aðeins 1.300
krónur. Það gerir 325 kall á mann
ef 4 eru um bílinn!
Kannaðu málið fyrir næstu helgi.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi