Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.1982, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1982 ALGENGUSTU KRABBAMEIN HJA ÍSLENSKUM KÖRLUM ALGENGUSTU KRABBAMEIN HJÁ ISLENSKUM KONUM Staðlað 1956 1961 1966 1971 1976 Staðlað 1956 1961 1966 1971 1976 miðað við 100.000 -60 -65 -70 -75 -80 miðaö við 100.000 -60 -65 -70 -75 -80 1. Blöðruhálskirtill 20.4 25.2 32.9 41.0 44.1 17% 1. Brjóst 37.9 48.4 46.9 55.3 57.4 24« 2. Magi 77.0 67.7 46.8 45.4 32.6 12« 2. Lungu 7.7 7.2 11.3 12.7 20.4 8% 3. Lungu 12.7 13.2 18.2 19.2 27.0 10% 3. Magi 36.8 28.3 23.5 19.2 16.3 7% 4. Ristill 11.4 13.9 12.0 15.4 18.4 7% 4. Ristill 12.5 14.8 18.3 19.4 15.6 6% 5. Blaðra 6.8 7.2 10.6 12.2 17.7 7% 5. Eggjakerfi 12.2 13.2 13.7 11.9 14.7 6% 6. Nýru 7.1 13.3 14.0 10.5 13.9 5% 6. Skjaldkirtill . . . 6.6 8.5 17.0 17.4 14.4 6% 7. Briskirtill 8.9 7.3 9.7 10.0 11.1 4% 7. Legbolur 6.9 9.7 12.6 13.8 12.4 5% 8. Endaþarmur 5.1 6.8 9.2 . 7.4 9.5 4% 8. Heili 6.4 5.5 7.0 9.0 8.9 4% 9. Heili 8.3 7.2 6.9 10.9 9.2 3% 9. Legháls 16.0 17.8 24.9 14.9 8.5 4% 10. Hvitblæði 10.2 8.3 6.0 8.4 8.9 3% 10. Nýru 6.2 7.3 8.4 7.6 7.2 3% öll mein 225.3 231.9 228.0 240.7 264.8 öll mein 202.8 222.2 250.4 252.2 242.0 Rætt viö Hrafn Tulinius, yfirlækni krabba- meinsskrár Krabbameins- * félags Islands * Prófessor Hrafn Tulinius er yfir- læknir krabbameinsskrár Krabba- meinsfélags íslands. Hann er læknir mcð meinafræði sem sérgrein og stundaöi framhaldsnám í Þýzkalandi og Bandaríkjunum á árunum 1962—67. Kom þá til starfa hér á landi, en árið 1969 hóf hann störf i faraldsfræðideild Alþjóðakrabba- meinsrannsóknastofnunarinnar í Lyon í Frakklandi og hefur síðan starfað að rannsóknum á faralds- fræði krabbameins. Hrafn sneri aftur til starfa hér á landi 1975 og gerðist yfirlæknir krabbameinsskrárinnar. Árið 1976 var hann skipaður prófess- or i heilbrigöisfræðum við lækna- deild Háskóla íslands. Blaðamaður Mbl. ræddi við Hrafn og spurði fyrst um hvað far- <0tMsf-ræðin fjallaði. „Faraldsfræði er fræðigrein sem fjallar um orsak- ir sjúkdóma með það fyrir augum að finna leið til að koma í veg fyrir þá. Hér er átt við orsakir í víðri merkingu, ekki bara beinar orsak- ir, heldur einnig alla þá orsaka- þætti, sem hafa áhrif á hvenær og hjá hverjum sjúkdómurinn kemur fram,“ sagði Hrafn. Krabbameinsskráin er upplýsingabanki — Hvað er krabbameinsskrá? „í krabbameinsskrána er safnað upplýsingum um öll krabbameins- tilfelli hér á landi og byggir skráin á upplýsingum frá læknum og sjúkrahúsum en þó fyrst og fremst á upplýsingum frá rannsóknar- stofu Háskóla íslands í meina- fræði. Ólafur Bjarnason prófessor, hóf að safna upplýsingum um krabb- amein í kring um 1950. Það var á þeim árum, sem verið var að koma krabbameinsfélögunum á laggirn- ar. Elsta krabbameinsskráin í heiminum, sem nær til heillar þjóðar, er hin danska, sem komið var á fót árið 1947. Norðmenn og Finnar hófu starfsemi sinna skráa 1953. íslenzka skráin var stofnsett 1954 og fyrirmyndin er danska skráin. Tilgangur krabbameinsskrárinn- ar er að veita alla hugsanlega að- stoð í baráttunni við krabbamein, en ég nota þetta orð alltaf í fleir- tölu. Krabbamein eru sjúkdóma- flokkur, æxli sem yfirleitt vaxa inn í annan vef þó það sé ekki einhlít skilgreining. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir skaðsemi krabbameina og hvernig þau verka, en þó öllu framar að komast fyrir orsakir krabbameina, sem eru mjðg fjöl- breytilegar. Það er okkar hlutverk að veita lið á öllum vígstöðvum. Það er mikilvægt, að krabbameins- sjúklingar fái albeztu umönnun og lækningu. Miklar framfarir hafa orðið þar á og batahorfur krabba- meinssjúklinga hafa aukist. Sjúk- dómsgreiningu hefur fleygt fram og það hefur tekist að greina krabbameinin fyrr, sem er ákaf- lega mikilsvert. Hópskoðanir hafa gefist vel hér á landi. Þá, eins og gefur að skilja, finnast krabbamein á mismunandi stigi. I sumum tilfellum langt gengin, öðrum á byrjunarstigi og einnig, til allrar hamingju, á for- stigi. Mein sem leiða á síðari stig- um til krabbameins, en eru ekki greind sem krabbamein. Það er oft áætlað að 20 ár líði frá því krabbamein skjóta rótum þar „Árlega greind krabba- meinsæxli í rúmiega 600 einstaklingum“ til þau komast á sjúkdómsstig. Mikilvægasti vígvöllurinn í barátt- unni við krabbamein er í rannsókn- arstofum; að finna orsakirnar sem að baki krabbameinum liggja. Það er gott að lækna og mikilvægt að greina sjúkdómana snemma en al- best væri að finna orsakir krabba- meina, svo unnt reynist að koma í veg fyrir þau. Krabbameinsskráin leggur sitt af mörkum til allra þessara þátta; greininga, lækninga og rannsókna. Það er mikilvægt að vitneskja liggi fyrir um þá sjúklinga, sem eru á lífi með krabbamein. Krabba- meinsskráin kemur þarna inn sem óbeinn aðili, er upplýsingabanki." Megintilgangur að stuðla að rannsóknum „Það er mikil samvinna milli okkar og þeirra, sem vinna að leit- arstarfinu hjá Krabbameinsfélagi íslands. Það segir sig sjálft, að án vitneskju um krabbameinstilfelli og innbyrðis skiptingu krabba- meina, er ekki hægt að taka skyn- samlegar ákvarðanir um leitar- starf. Skráin er mikilvægt tæki til að fá staðfesta vitneskju um árang- ur af hópskoðun og lækningu. Fyrir tilstilli skrárinnar má benda á, að það hefur tekist að hefta uppgang leghálskrabbameins hér á landi. Einnig að dauðsföllum af völdum leghálskrabbameins hefur fækkað verulega. Það má færa gild rök fyrir því, að hópskoðun að leg- hálskrabbameini hafi bjargað lífi margra kvenna. Vegna góðrar skráningar allar götur til 1955 hef- ur tekist að sýna fram á, að leitar- starf hér hefur borið góðan árang- ur.. En megintilgangur krabba- meinsskrárinnar er að stuðla að rannsóknum á orsökum krabba- meina, það er þýðingarmesta hlut- verk hennar. A fyrsta ári krabba- meinsskrárinnar voru maga- krabbamein algengust hjá báðum kynjum, en síðan hefur orðið mikil breyting á. Magakrabbamein hafa verið á stöðugu undanhaldi og eru ekki lengur algengust. Meðal karla eru nú algengust krabbamein í blöðruhálskirtli, um 17% tilfella á árunum 1976—80 en magakrabba- mein um 12%. Þá hefur verið stöð- ug aukning á krabbameini í lung- um, ristli og blöðru. Meðal kvenna er brjóstakrabba- mein algengast, 24% á árunum 1976—80. Við vitum að frá því á 19. öld hefur brjóstakrabbamein verið í stöðugri sókn og virðist ekkert lát þar á. Krabbamein í lungum hefur aukist jafnt og þétt en með hóp- skoðun hefur góður árangur náðst í baráttunni við leghálskrabba- rnein." — Hve mörg krabbameinstilfelli eru árlega greind hér á landi? „Árlega eru greind krabbameins- æxli í rúmlega 600 einstaklingum. Fjöldi tilfella hefur vaxið á undan- förnum árum. Árið 1970 voru greind krabbamein í 230 körlum og 250 konum, en árið 1980 í 340 körl- um og 330 konum. Þessar tölur sýna aukningu en þar með er ekki allur sannleikur sagður og kemur tvennt til. Annars vegar, að fólks- fjöldi eykst og hitt að fólk eldist; aldursflokkaskiptingin í þjóðfélag- inu færist stöðugt ofar og það er vel þekkt, að hættan á krabbameini eykst eftir því sem aldurinn færist yfir. Aukning krabbameinstilfella er mælanleg en ekki veruleg." — Hverjar eru lífslíkur fólks, sem er með krabbamein? „Það er mælanleg aukning á langlífi sjúklinga allar götur síðan krabbameinsskráin hóf starfsemi sína. Tekist hefur að greina krabbamein fyrr og einnig koma til bættar lækningaraðferðir. Það er yfirleitt talað um, að lækning hafi tekist, ef einstaklingur lifir í fimm ár eftir greiningu. Þetta er mikil einföldun, en ágæt viðmiðun. Af þeim körlum sem greindir voru með krabbamein á árunum 1956—60 lifðu 17% í fimm ár eða AMMA 1,2 'r--------^ MÓÐURSYSTIR 1,5 MÓÐIR 2,0 SYSTIR 3,0 Fjölskyldufylgni brjóstakrabhameins. Kona sem á systur sem fengið hefur brjóstakrabbamein er í þrisvar sinnum meiri hættu að fá þennan sjúkdóm en kona sem ekki á ættingja með sjúkdóminn. Athugasemdir stjórnar Landsambands iðnaðarmanna vegna fyrirhugaðra skuldbreytinga útgerðarinnar Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi athugasemd frá stjórn Landssambands iðnaðarmanna vcgna fyrirhugaðra skuldbreytinga útgerðarinnar: Fyrir skömmu auglýsti Seðla- banki íslands eftir umsóknum útgerðarfyrirtækja vegna fyrir- hugaðra breytinga á vanskilum og lausaskuldum útgerðar í lán til lengri tíma. Jafnframt því hefur Seðlabankinn samið reglur um framkvæmd skuldbreytingar þessarar. Er þetta gert í sam- ræmi við óskir ríkisstjórnarinn- ar. Af þessu tilefni vill stjórn Landssambands iðnaðarmanna koma eftirfarandi athugasemd- um á framfæri: 1. Gert er ráð fyrir því að við skuldbreytinguna skulu van- skila- og lausaskuldir við inn- lánsstofnanir ganga fyrir. Þá er ekki útilokað að skuldbreyting á viðskiptaskuldum við aðra en innlánsstofnanir geti komið til greina að vissu marki. Ástæða er þó til að ætla, að fyrirgreiðsla til útgerðarinnar vegna almennra viðskiptaskulda hennar, t.d. vegna viðhalds og viðgerða skipa og á veiðarfærum, verði engin í raun. Skýringin á því er sú, að svo er fyrir mælt, að hámarks- skuldbreyting verði 7% af húf- tryggingarverði fiskiskips. Van- skila- og lausaskuldir útgerðar við innlánsstofnair eru um þess- ar mundir svo miklar að þetta 7% hámark hrekkur vart fyrir því að koma málum á hreint við innlánsstofnanir að þessu leyti nema e.t.v. hjá örfáum útgerð- arfyrirtækjum, sem best standa. Ekkert verður því til skiptanna fyrir iðnfyrirtæki sem veita út- gerðinni alla nauðsynlega þjón- ustu, en vitað er, að vanskil út- gerðarinnar við þessa aðila eru mikil. Svo virðist sem með skuldbreytingunni sé ekki aðeins verið að leitast við að tryggja hagsmuni útgerðar, heldur einn- ig hagsmuni viðskiptabanka og sparisjóða. Um hagsmuni þjón- ustuaðila útgerðarinnar er á hinn bóginn lítið sem ekkert skeytt. Skuldir útgerðarinnar við innlánsstofnanir eru gerðar upp, en aðrir viðsemjendur út- gerðarinnar eru nánast dæmdir til að vera lánardrottnar þeirra sömu útvegsmanna, sem inn- lánsstofnanir vilja ekki lána fé nema til komi sérstök fyrir- greiðsla Seðlabankans. 2. Ekki skal í efa dregið að mjög var tekið að sverfa að út-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.