Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
Mannréttindayfírlýsing SÞ
og jafin kosningaréttur
eftir Elínu
Pálmadóttur
íslendingar eru aðilar að
Mannréttindayfirlýsingu Sam-
einuðu þjóðanna, sem samþykkt
var á allsherjarþinginu í París
10. des. 1948. Þar ræðir um
„grundvallarréttindi manna,
virðingu þeirra og gildi, jafnrétti
karla og kvenna og allra þjóða,
hvort sem stórar eru eða smáar.
En í inngangsorðum segir: „Það
ber að viðurkenna, að hver mað-
ur sé jafnborinn til virðingar og
réttinda, er eigi verði af honum
tekin, og er það undirstaða frels-
is, réttlætis og friðar í heimin-
um.“
I umræðum sem orðið hafa af
því tilefni að meirihluti íslenzku
þjóðarinnar hefur allt uppundir
fimm sinnum minni atkvæðisrétt
en hópur þegna, hefur mannrétt-
indayfirlýsingin lítt verið fram
dregin. En þar segir í 2. grein:
Hver maður skal eiga kröfu á
réttindum þeim, og því frjáls-
ræði sem fólgin eru í yfirlýsingu
þessari, og skal engan greinar-
mun gera vegna kynþáttar, lit-
arháttar, kynferðis, tungu, trúar,
stjórnmálaskoðana eða annarra
skoðana, þjóðernis, uppruna,
eigna, ætternis eða annarra að-
stæðna.
I 7. gr. segir: Allir menn skulu
jafnir fyrir lögunum og eiga rétt
á jafnri vernd þeirra, án
manngreinarálits. Ber öllum
mönnum réttur til verndar gegn
hvers konar misrétti, sem í bága
brýtur við yfirlýsingu þessa, svo
og gagnvart hvers konar áróðri
til að skapa slíkt misrétti.
í 21. grein segir: 1) Hverjum
manni er heimilt að taka þátt í
stjórn lands síns, beinlínis eða
með því að kjósa til þess fulltrúa
frjálsum kosningum. 2) Hver
maður á jafnan rétt til þess að
gegna opinberum störfum í landi
sínu. 3) Vilji þjóðarinnar skal
vera grundvöllur að valdi ríkis-
stjórnar. Skal hann látinn í ljós
með reglubundnum, óháðum og
almennum kosningum, enda sé
kosningaréttur jafn og leynileg at-
kvæðagreiðsla viðhöfð eða jafn-
gildi hennar í frjálsræði.
I lokagrein, 30. greininni, seg-
ir: „Ekkert atriði þessarar yfir-
lýsingar má túlka á þann veg, að
nokkru ríki, flokki manna eða
einstaklingi sé heimilt að aðhaf-
ast nokkuð það, er stefni að því
að gera að engu nokkur þeirra
mannréttinda, sem hér hafa ver-
ið upp talin.
Getur svo í landi, sem er aðili
að slíkri yfirlýsingu, setið hópur
manna í nefnd til að úthluta ein-
staklingum misstórum atkvæð-
isrétti. Og hvert á að leita réttar
Elín Pálmadóttir
síns? Á íslandi er ekki til neinn
stjórnlagadómstóll. í öðrum
19
löndum eru slíkir dómstólar, sem
raunverulega verja þegnana
fyrir lögum, sem brjóta gegn
stjórnarskrá og mannréttindum.
Þjóðverjar, sem af eðlilegum
sögulegum ástæðum eru ákaflega
varkárir í slíkum málum, hafa
virkan stjórnlagadómstól til
varnar þegnunum. Og hefur oft
orðið að ónýta lög, sem talin eru
brjóta gegn rétti einstaklinga í
landinu.
I stjórnarskrá, sem er leiðbein-
andi rammi, á einfaldlega að
standa, eins og í mannréttinda-
sáttmála SÞ, að kosningaréttur-
þegnanna skuli vera jafn og at-
kvæðagreiðsla leynileg. Hvernig
það er svo tæknilega leyst, með
mörkum á kjördæmum, einu
kjördæmi eða hve miklum fjölda
þingmanna, á svo heima í al-
mennri löggjöf, sem þingmenn
setja og verða svo að svara fyrir
á fjögurra ára fresti í kosning-
um. Kosningar eru sá hemill sem
fólkið í landinu hefur í okkar
stjórnarfari til að láta í ljós vilja
sinn. E.t.v. kann að þurfa að
breyta þessu í það horf, frá
stjórnarskrá til almennra laga í
tveimur áföngum, en markmiðið
og stefnumarkið verður þá að
vera klárt við fyrri breytinguna.
Mannréttindi eru eitt heilt at-
kvæði á hvern mann. Ekkert
annað.
Vefnaðarsýning
á Hofsvallagötu
LAUGARDAGINN 13. nóvember
opnar Elin Th. Björnsdóttir sýningu
á vefnaði. Elín hefur unnið við vefn-
að i 30 ár á Vefstofunni Ásvallagötu
lOa sem hún hefur rekið sjálf í 10 ár.
Upp á síðkastið hefur hún verið
að brydda upp á nýjungum í
munstri og reyna fyrir sér í gerð
veggstykkja. Allt garn sem hún
notar er íslenzkt.
Sýningin verður opnuð á Hofs-
vallagötu 16, laugardaginn 13. nóv.
kl. 14.00, og stendur til 21. nóv.
Opið er alla virka daga frá kl.
19.30—22.00 og um helgar frá kl.
14.00—22.00. Sýningin er sölusýn-
ing.
Aldraðir leiða
sönginn við
messu í Bú-
staðakirkju
VELÞEKKT er sú staðreynd, að
söngurinn ómar hvað glaðast hér á
landi í hópferðabílunum. Sú var lika
raunin í ferðalagi aldraðra úr Bú-
staðasókn á liðnu hausti.
í framhaldi af því fæddist sú
hugmynd að halda áfram að
syngja með skipulegra móti en
fyrr og gefa kirkjukórnum frí frá
störfum við eina messu eða svo.
Og nú hefur söngflokkur aldraðra
haft söngæfingar í miðvikudags-
starfinu og ætlar að leiða sönginn
við messuna í Bústaðakirkju á
sunnudaginn kemur kl. 2.00 síð-
degis. Er ekki að efa, að margir
gleðjast yfir þessu framlagi hinna
öldruðu og vilja fá meira að heyra.
(Frá Bús(ada.sókn.)
VJterkurog
k3 hagkvæmur
auglýsingamióill!