Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 Ljóðstafir tilfinninganna Bókmenntír Erlendur Jónsson Ásgeir Þórhallsson: HALLÓ! 71 bls. Frjálst orð. Rvík, 1982. Ásgeir Þórhallsson skrifar eft- irmála sem prentaður er aftan á kápu bókar þessarar. Þar segir meðal annars: »Eg kann ekki stuðla og höfuðstafi. Skrifa bara það sem mér býr i hjarta á minn máta.« Það er nú gott og blessað. Það, sem kemur frá hjartanu, fer til hjartans., En einhver hefði þurft að fara yfir textann með skáldinu því fyrir koma smávegis málvillur sem auðvelt hefði verið að leiðrétta. Að öðru leyti er margt gott um ljóð Ásgeirs að segja. Hann er hreinskilinn, opinskár, óragur og stundum notalega fyndinn. Skáldið gefur tilfinningu sinni lausan tauminn. Þó hann segist ekki kunna stuðla og höfuðstafi kann hann það tungumál tilfinninganna sem er hverjum ljóðstöfum nauðsynlegra til að ljóð verði að lífvænlegum skáldskap. í raun og veru er þetta allt prósaljóð, flest fremur stutt, fáein þó nokkuð löng. Ég býst við að skáldið sé að yrkja um sjálfan sig í eftirfarandi ljóði sem heitir stutt og laggott — Ásgeir: Kf mér finn.st ekki gaman ad því sem skrifa, þá Hnnst lesendum þaó ekki. fcg er ekki aA skrifa til að vera álitinn snillinjrur, heldur aðeins til að vekja gleði. Oj{ mundu það. Mín t*ki eru þekkinj; ojj sUerst af öllu tilfinninj;. Ásgeir Þórhallsson Eitt ljóðið heitir Kennslustund í kossum. »Ég var á Óðali* — þann- ig byrjar það. Þó nú væri að skemmtistaðirnir í Reykjavík komi fram í Ijóðum ungra skálda. Þar má fikra sig áfram eftir staf- rófi ástarinnar. En stundin líður þar jafnt sem annars staðar. Og þegar hún er liðin er henni komið fyrir á minningasafninu. Til Helgu heitir ljóð sem er á þessa leið: Kg vil bara að þú vitir ad mér þótti vcnt um þig, og enga aðra á meðan. I*ú varst mitt Ijós í gegnum myrkrið. Kg fór frá þér, en þú skalt athuga að ég er jafn einmana og þú. Leiður um dimmar nctur naga ég handarbökin. Vertu scl, og ég vona að þú finnir leið í gegnum haf lífsins. Kg mun geyma góðu minningarnar um þig. Ásgeir yrkir líka ljóð sem heitir The Beatles. Það endar á orðunum: »Komið saman og syngið fyrir brotið hjarta mitt.« En Ásgeir gengur varla með brothættara hjarta en aðrir ungir menn. Hann leitast við að skoða heiminn eins og hann er, honum er ljóst að til- finningin verður að hafa einhverja stoð í skynseminni. Og það sem er tíska eða venja leiðir ekki sjálf- krafa til gæfu og farsældar. Síð- asta ljóð bókarinnar, Rísandi fjall, felur í sér eins konar stefnuskrá: Ég er eins og lítil ejrðieyja sem ríu hcgt úr hafinu. Kn í Ijós kemur að ég er risastórt fjall. Vinir mínir, ýmist drekka of mikið og lenda í veseni, eða reykja hass og fá rangar hugmyndir um lífið. Sumir kaupa íbúð tilbúna undir tréverk, byrja að basla og eltast við lífsgcðakapphlaupið, og sjást aðeins á hlaupum niður í bc. Hinir hreinlega gefast upp, líkt og þeir hafi ekki fleiri spil á hendinni. Kg sé leynda aðdáun í augum þeirra þegar þeir horfa á mig. Þetta er vegna þess ég á haldgóðan draum. »Haldgóðan draum* — vonandi rætist sá draumur. Það er erfitt að vera ungt skáld ef ætlunin er að sækja á brattann, gera betur. Ás- geir geymir ef til vill í huga sér efni í fleiri bækur, margar bækur. Og vafalaust hefur hann einurð til að segja það sem honum liggur á hjarta. Én hann þarf líka að hyggja að forminu. Og hann þarf að vanda betur mál sitt. Geri hann það á hann að geta sent frá sér betri bók, betri bækur. Rómantík í skammdeginu Bókmenntír Jenna Jensdóttir Evi Bögenæs: Stefán og María Andrés Kristjánsson þýddi. Iðunn, Reykjavík 1982. í bókinni Aprílást, sem kom út í fyrra, kynntust lesendur stúlk; unni Maríu, geðþekkri stúlku. I sögu þessari er hún aðalpersónan og margar persónur úr Aprílást fléttast hér inn í atburði, þótt eng- ar séu þær áberandi. María er orðin 17 ára og er enn við nám. Hún býr með móður sinni. Faðirinn, Hólm lögmaður, gafst upp í erfiðu hjónabandi með sálsjúkri drykkjuhneigðri konu sinni. Þær mæðgur leigðu síðan hjá leiðinlegum hjónum, sem gjanan vilja losna við Maríu þegar móðirin fer á geðsjúkrahús eftir að hafa selt húsgögn sin og fleira, sökum drykkjuskapar. María er þrúguð af fátækt og einsemd, en reynir samt að mæta erfiðleikum sínum af skynsemi. Hún á traustar vinkonur, Önnu Betu og sérlega Evu, og foreldrar þeirra reynast henni vel. Einn góðan veðurdag kemur ungur maður óvænt inn í líf henn- ar. Hann hefur að vísu átt heima hinum megin götunnar — 23 ára og heitir Stefán. — Fyrirgefðu, sagði einhver vinsamlegri röddu. — Mér datt aðeins í hug, að þú værir á leiðinni heim. — Já, og hvað kemur þér það við? svaraði hún snúðugt og sneri sér undan. — Heyrðu, þú hlýtur að kann- ast við mig. Við eigum þó heima hvort gegn öðru við sömu götuna". Stefán er hrifinn af Maríu og tínir henni blóm. Hann lagði blómin í kjöltu hennar um leið og hann settist undir stýri aftur. Hún leit undrandi á hann. — Þykir þér prestakragar ekki fallegir? spurði hann. — Eg kann svo vel við þá. Þetta eru líka stór og þroskamikil blóm. Ég sá þau langt til.“ ... Hún laut höfði yfir blómin og dró að sér ilm þeirra. Þetta voru blóm úr haga og skógi. Stefán hafði vafalaust tínt þau handa henni á leiðinni hingað ... Stefán tjáir henni jafnan að- dáun sína með blómagjöfum. María verður að flytja frá hjón- unum. Stefán útvegar henni hús- næði hjá foreldrum sínum. Hólm lögmaður heimsækir dótt- ur sína og segir henni lát móður- innar. Þá er hann frjáls að eiga konu, sem hann hefur verið í tygjum við. María hefur aldrei séð þá konu, en hefur myndaö sér mjög neikvæða skoðun á henni. I sumarvinnu á skrifstofu hjá Dahl lögmanni kynnist María stúlkunni Rigmor sem á eftir að hafa mikil áhrif á líf hennar og samferð þeirra verður nánari en Maríu grunar ... Ég hefi áður sagt að rómantík og hlýja einkennir sögur Evi Böge- næs. Henni tekst mörgum betur að gera þá eiginleika samofna raunum og lífsreynslu söguper- sóna sinna — lætur þá alltaf skína í gegn og að lokum sigra. Ég tel að það sé hollt — þeim er áhuga hefur — að lesa slíkar bæk- ur í kuldalegu neikvæðu umhverfi nútíma samfélags, þar sem þegn- arnir eru feimnir við að segja hlý og góð orð um menn og málefni, en þykjast og þykja menn að meiri ef þeir geta sagt sem flest neikvætt og fundið sem mest að. Því mæli ég með bókum sem þessari þar sem jákvæð öfl ráða mestu um framvindu mála. Að vanda er þýðing Andrésar ágæt — sem og frágangur bókar- innar allur. Glaðningur og glatt smáfólk Bókmenntir Jenna Jensdóttir Virgill litlí. Saga og myndir eftir Ole Lund Kirkegaard. Þorvaldur Kristinsson þýddi. lóunn, Reykjavík 1982. Virgill litli er fyrsta bókin sem hinn ágæti, danski höfundur sendi frá sér, en hún kom út 1966. Litli drengurinn Virgill á heima í hænsnakofa í litlu - þorpi. Ein- fáettur hani er félagi hans í kofan- um og sá galar hátt og mikið á morgnana. Vinir Virgils eru strákarnir Óskar og Karl Emil, sem „borðaði meira en nokkur annar drengur í bænum". Og Öskar á svo stóra mömmu að hún er kannski stærsta mamman í bænum. Þetta er býsna skrýtin þrenn- ing, strákarnir, raunar er sú þrenning óútreiknanleg í öllum sínum strákapörum og uppátækj- um. Margir kynlegir kvistir koma við sögu og nægir að nefna kaup- manninn, svarta smiðinn, föru- sveininn og kolakarlinn, sem óvilj- andi lagði til efnivið í turninn, sem þeir félagar smíðuðu handa Virgli í stað hænsnakofans. Ekki eru þessir litlu karlar vel að sér í lífsvenjum ýmsum: Karl Emil á afmæli og auðvitað ætlar hann að bjóða félögum sínum tveim — og þeir eiga að koma með gjafir. „ . . Karl Emil tók upp gjöfina frá Óskari. Þegar hann hafði lyft lokinu horfði hann stundarkorn niður í kassann. — Þú hefur víst gleymt að setja gjöfina í hann. Ég get ekki séð að það sé neitt í kassanum. — Hah, sagði Óskar og ljómaði af gleði. Það er samt svolítið í kassanum. — Ég get ekki séð að það sé neitt í honum, sagði Karl Emil. — Það er af því að gjöfin er ósýnileg, hrópaði Óskar og ljómaði eins og heimsins hamingjusamasti drengur. Þetta er ósýnilegt epli...“ Þessi saga er alveg bráð- skemmtileg frá upphafi til enda. Þýðingin er lipur og að mínu mati kemur hún efninu til skila á þann gamansama hátt sem eðli sögunn- ar vísar til. Frágangur ágætur og myndir hressandi. Bitið fast í vitið“ Hljóm plotur Finnbogi Marinósson Tappi Tíkarrass Bitið fast í vitið SPOR4 Fyrsta platan sem útgáfufyr- irtækið Spor gaf út var með Grýlunum. Hún seldist með ágætum og í dag eru þær ein af stærri hljómsveitum landsins. Næsta plata fyrirtækisins var með Bodies og í dag er hún ein sú minnsta á landinu. Þriðja platan var skráð á fjóra unga pilta sem kölluðu sig Ulvarnir. í dag virð- ast þeir ekki vera til eða hvað? Fjórða og nýjasta platan sem Sporið gefur út er með yngstu, efnilegustu og einhverri bestu hljómsveit sem starfandi er á ís- landi í dag, Tappa tíkarrassi. Tappinn var stofnaður fyrir um það bil einu og hálfu ári og starfaði að mestu leyti eftir formúlu „Bílskúrsgrúppanna", eða inni í sínu æfingarplássi. Einhvern tímann um haustið ’81 hætti flokkurinn störfum en var síðan endurreistur um síðustu jól. Ef til vill var þetta einungis hvíld. Hvernig sem það nú var þá urðu þessu samfara nokkrar mannabreytingar og frá endur- reisn hefur Tappinn verið skipaður þeim: Jakobi „Kobba“ Magnússyni bassa, Eyjólfi „Blackmore" Jóhannssyni gítar, Björk Guðmundsdóttir söngur og Guðmundi „Limbó" Gunn- arssyni trommur. Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru þau fædd ’64, ’64, ’65, ’63, en þar sannast mál- tækið „margur er knár þótt hann sé smár“. Eins og fyrr segir hafa þau sent frá sér fimm lög á 45 snún. plötu og kalla hana „Bitið fast í vitið". Lögin eru frábærlega góð og ekkert er betra en annað sem sýnir vel hvað fastmótaða tónlist þau spila. Þau eru ekki ráðvillt og leitandi eins og títt er með ungar hljómsveitir heldur ákveðin og skapandi. Tónlistin er nýbylgja sem blönduð er með þungarokki. Það sem kemur ókunnugum sennilega mest á óvart er hversu góðir hljóðfæraleikarar piltarnir eru. Guðmundur er frekar ein- faldur í trommuleik sínum en spilar af miklu öryggi. Kobbi er orðinn mjög góður bassaleikari og er mikill munur að heyra hann spila í dag en fyrir ári síð- an. Hann hefur tekið miklum framförum og ef fram heldur sem stefnir verður hann orðinn sá besti áður en langt um líður. Eyjó er hinsvegar orðinn einn besti gítarleikari landsins. ör- uggur, með skemmtilega tækni og blandar „Blackmore" áhrifun- um frábærlega inn í nýbylgju- rokk hljómsveitarinnar. Þá er Björk að verða ein besta íslenska söngkonan í dag og án efa sú allra skemmtilegasta. Að hugsa til þess hversu góð en ung þau eru, þá má búast við einhverju meiri, meiriháttar frá þeim í framtíðinni. Með sér í Hljóðrita tóku þau Tony Cook og saman hefur þeim tekist að gera stórgóða hljóm- plötu. Sándið er gott og þá sér- staklega trommurnar. Það sem mætti hinsvegar betur fara er söngsándið, en það er frekar óskýrt. Plötuna ættu sem flestir að eignast þó það væri ekki til annars en að hlusta á Björk syngja inn í litlu trommunni sinni í laginu „Ilty-ebni“ Bestu lögin: Sjáðu Tappann á hljómleikum og keyptu síðan plötuna. AM/FM Léttara en búast mátti við Bad Company Rough Diamonds Swan Song/Steinar hf. Hljómsveitin „Bad Company" var stofnuð seint á árinu 1973 af: Paul Rodgers gítar og söngur og Simon Kirke trommur, úr hljómsveitinni „Free“; Mick Ralphs gítarleikari úr hljóm- sveitinni „Mott The Hoople" og Boz Burrell sem plokkar bassann hafði spilað eitthvað með „King Crimson“. Fyrsta litla platan, Can’t Get Enough“, varð feiki- vinsæl og frami hljómsveitar- innar var ótrúlega hraður. „Bad Company" var „nýjasta" breska bandið sem mest kom á óvart í Bandaríkjunum árið 1974. Nokkrar plötur fylgdu í kjölfarið en engin þeirra varð eins vinsæl og fyrsta platan. Árið 1979 sendi hljómsveitin frá sér sína síðustu plötu í bili. í þrjú ár heyrðist hvorki hósti né stuna frá þeim. Eða þar til í haust er þeir sendu frá sér nýja hljómplötu sem þeir kalla „Rough Diamonds". Á henni eru 10 lög og á Paul Rodgers söngvari flest þeirra. Hann þykir snjall lagasmiður og enn betri söngvari. Og þannig er því einnig farið, hann syngur eins og engill og á stóran þátt í því að gera plötuna jafn góða og hún er. Tónlistin er létt popp með miklum áhrifum frá tónlist suðurríkja Bandaríkjanna. í henni má einnig finna „country-" og jafnvel blúsáhrif. „Rough Diamonds" fór strax á „top 10“-listann í Ameríku og án efa situr hún þar lengi enn hún er fyllilega þess virði. Lagið „Electricland" komst einnig strax mjög hátt á vinsældalista yfir einstök lög. Það er áreiðan- lega ekki það eina sem kemst á vinsældalistann því á plötunni eru a.m.k. þrjú önnur lög sem án efa eiga eftir að gera það gott. Á heildina litið kom platan nokkuð á óvart. Hún er mun létt- ari og rólegri en gert var ráð fyrir, en vel heppnuð þrátt fyrir það. Til að forðast misskilning þá skal það tekið fram hér að gömlu góðu „Free“-plöturnar og þessi nýja „Bad Company“-plata eiga ekkert sameiginlegt. Bestu lögin: „Electricland", „Ballad Of The Band“, „Cross Country Boy“ og „Painted Face“. AM/FM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.