Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 254. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 Prentsmidja Morgunblaðsins Lík Leonid I. Brezhnevs, fyrrum forseta Sovétríkjanna, hvíldi í gær á viðhafnarhörum í húsi sovésku verkalýðssamtakanna í Moskvu. Núverandi ráðamenn, með Andropov í broddi fylkingar, vottuðu honum þar sína hinstu virðingu en útförin mun fara fram á mánudag. ~ ap. „Aðeins máttur Rauða hersins tryggir friðinn“ — sagði Yuri Andropov þegar hann hafði verið kjörinn aðalritari kommúnistaflokksins Moskvu, 12. nóvember, AP. YURI V. Andropov, fyrrverandi yfirmaður KGB, rússnesku öryggislög- reglunnar, var í dag, aðeins rúmum sólarhring eftir að skýrt hafði verið frá láti Leonid I. Brezhnevs, kjörinn aðalritari kommúnistaflokksins og mestur valdamaður í Sovétríkjunum. Kennedy kominn í leitirnar Aþenu, 12. nóvember. AP. EDWARD M. Kennedy, öldunga- deildarþingmaður, sem verið hefur i skemmtisiglingu á Eyjahafi, kom í dag til Mykonos-eyjar en ekkert hafði frést af honum og förunautum hans í tvo daga. „Öldungadeildarþingmaðurinn og samferðamenn hans komu til hafnar seint í gær og eyddu kvöld- inu á lítilli hafnarkrá," sagði borgarstjórinn í Aþenu, Matthew Apostolou, í dag. Kennedy lagði úr höfn á eyjunni Ios í versta veðri sl. miðvikudag en í stað þess að halda til Santorini-eyjar eins og fyrir- hugað var, var stefnan tekin á Mykonos í Hringeyjunum. Kennedy, sem er í Grikklandi í boði skipakóngsins Yannis Latsis, hefur á prjónunum að eiga fund með fulltrúum grísku sósíalista- stjórnarinnar, að því er grísku blöðin sögðu í dag. Minnsta verð- bólga í tíu ár London, 12. nóvember. AP. VERÐBÓLGAN í Bretlandi er á hröðu undanhaldi og fer minnkandi með hverjum mánuði sem líður, að því er tilkynnt var í London í dag. í síðasta mánuði var hún 6,8%, sú minnsta í rúm tíu ár, og ber öllum saman um, að i þessum efnum hafi rikisstjórn Margaret Thatchers náð umtalsverðum árangri. Síðustu fimm mánuðina hefur verðbólgan í Bretlandi minnkað stöðugt og komu fréttirnar í dag á hæla annarra góðra tíðinda fyrir breskan almenning. Byggingarfyr- irtæki og bankar ákváðu í dag að lækka vexti á lánum húsbyggj- enda um tvö prósentustig, úr 12% í 10%. Örkumálaráðherrann breski tilkynnti svo í dag, að engar hækkanir yrðu á rafmagnsverði á næsta ári. Ríkisstjórnin spáir því, að verðbólgan verði komin niður í 6% fyrir árslok og 5% í vor. Norman Tebbit, atvinnumála- ráðherra, sagði í dag, að minni verðbólga muni óhjákvæmilega koma til með að draga úr atvinnu- leysinu í Bretlandi, sem nú er 13,8%, þegar fram í sækir. Hann sagði þó, að skilyrðið fyrir því væri, að þjóðin sneri sér að því að efla samkeppnishæfni sína og hætti að berjast innbyrðis. í ræðu, sem Andropov hélt eftir að miðstjórnin hafði einróma val- ið hann aðalritara, kvaðst hann í störfum sínum mundu hafa stefnu Brezhnevs að leiðarljósi og sagði, að „heimsvaldasinnar munu aldrei verða við óskum okkar um frið. Friðurinn í heiminum verður að- eins tryggður með ósigrandi mætti Rauða hersins". Talið er, að sá óvenjulegi flýtir, sem hafður var á kjöri Andropovs, sé fyrst og fremst til að fullvissa Sovétmenn og umheiminn um að stöðugleiki og eining ríki meðal Kremlverja. Á miðstjórnarfundinum í morg- un var það Konstantin Chernenko, sem talinn hefur verið helsti keppinautur Andropovs um völd- in, sem bar upp tillöguna um að Andropov yrði kjörinn aðalritari og er getum að því leitt, að sjálfur stefni hann að því að verða forseti en því embætti gegndi Brezhnev einnig. Úr því verður skorið á fundi æðstaráðsins, sem fyrir- Yuri Andropov, aöalritari sovéska kommúnistaflokksins. ap hugaður var 23. þ.m. en jafnvel er talið að hann verði um helgina. Þótt Andropov héti því í ræðu sinni í dag að vinna í anda Brezhnevs heitins vakti það at- hygli erlendra fréttamanna, að hann minntist hvorki á slökun spennu né afvopnunarmál, sem voru meginstefin í málflutningi Brezhnevs um utanríkismál. Ræða hans var í raun aðeins upprifjun á æviferli Brezhnevs og kom þar ekkert fram, sem benti til neinna breytinga í bráð. Útför Brezhnevs mun fara fram nk. mánudag en þangað til mun fólki gefast kostur á því að votta honum hinstu virðingu þar sem hann hvílir á viðhafnarbörum í húsi sovésku verkalýðsfélaganna í Moskvu. Fram eftir degi máttu hermenn og lögreglumenn heita einir í miðborg Moskvu og fékk enginn að nálgast húsið nema gegn framvísun passa. Ekkja Brezhnevs, Viktoria, grét hljóð- lega þegar forystumenn kommún- istaflokksins gengu hjá kistunni, svartklæddir og með armbindi í svörtu og rauðu. Viðbrögðin við láti Brezhnev3 eru með ýmsum hætti en aliir eru sammála um, að einn af mestu valdamönnum heimsins sé geng- inn. í Austur-Evrópu og öðrum kommúnistaríkjum er hann tregaður sárt í opinberum fjöl- miðlum sem mikill baráttumaður fyrir „hinum háleitu hugsjónum kommúnismans" en annars staðar er bent á, að hann hafi ekki verið neinn tímamótamaður í sovéskum stjórnmálum. Margt stórmenna mun verða við útför Brezhnevs. Æðstu menn kommúnistaríkjanna munu verða þar samankomnir en Reagan, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið að senda George Bush, varafor- seta. Af öðrum vestrænum ráða- mönnum lííá nefna Francis Pym, breska utanríkisráðherrann, Hans-Dietrich Genscher, vestur- þýskan starfsbróður hans, Pierre Mauroy, forsætisráðherra Frakka, og Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Sjá bls. 24, „Skipaói andófs- mönnum á bekk með glæpa- mönnum." Lech Walesa laus úr haldi Varsjá, 12. nóvember. Al*. LECII Walesa, leiðtogi Samstöðu, hefur verið leystur úr haldi að því er pólska sjónvarpið skýrði frá í kvöld. Fyrr i dag hafði innanríkisráðherr- ann pólski tilkynnt, að tilskipunin um varðhald Walesa hefði verið numin úr gildi en vildi þá ekki segja hvenær Walesa fengi að fara heim til sín. Formaður pólsku sendinefndarinnar á Öryggisráðstefnunni í Madrid sagði i dag, að herlögunum yrði aflétt fyrir jól. Wlodzimierz Konarski, sendi- herra og formaður pólsku sendi- nefndarinnar á Öryggisráðstefn- unni í Madrid, sagði í dag í við- tali, sem fréttamaður belgíska útvarpsins átti við hann, að her- lögunum í Póllandi yrði aflétt fyrir jól enda myndi þá verða komin á full kyrrð í landinu. Hann sagði ennfremur, að Wal- esa myndi eiga fund með Jaruz- elski hershöfðingja strax þegar hann hefði verið látinn laus. Innanríkisráðherra Póllands tilkynnti í dag, að tilskipunin um fangelsun Walesa hefði verið afturkölluð en embættismenn vildu þó ekki segja frá því á þeirri stundu hvenær Walesa fengi að fara frá Arlamow, við sovésku landamærin, þar sem hann hefur verið hafður í haldi að undanförnu. Seinna í kvöld sagði svo í pólska sjónvarpinu, að Walesa væri laus úr haldi en þess þó ekki getið hvort hann væri kominn heim til sín í Gdansk. Walesa skrifaði fyrir nokkru bréf til Jaruzelskis hershöfð- ingja þar sem hann bauðst til að taka upp viðræður við stjórnvöld og vilja sumir rekja ákvörðunina um að leysa hann úr haldi til þessa bréfs. Aðrir segja þetta fremur benda til að stjórnvöld séu nú nokkuð örugg um sinn hag og telji sig hafa í fullu tré við Samstöðu. Til þess bendir einnig ákvörðun þeirra á dögun- um um að leyfa páfa að koma til föðurlands síns á næsta sumri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.