Morgunblaðið - 13.11.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.11.1982, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 Sagnagerð Hugvekjur um fornar bókmenntir eftir Hermann Pálsson ÚT ER komin á vegum Al- menna bókafélagsins bókin Sagnagerð — hugvekjur um fornar bókmenntir eftir Her- mann Pálsson, prófessor í Edinborg. Höfundur segir í formála fyrir ritinu: „Eins og heiti bæklings- ins ber meö sér, þá er hon- um ætlað að vekja athygli á sköpun fornsagna, og er drepið lauslega á ýmis at- riði, sem hvert um sig væri efni í heila bók, ef öllu væri til skila haldið. Hann er ekki ritaður í því skyni að rifja upp öll þau afrek, sem unnin hafa verið á sviði sagnarannsókna, þótt stundum sé vikið að þeim til glöggvunar, heldur eink- um í þeim tilgangi að minna á ýmislegt, sem nú er að gerast í þessum fræð- um, og einnig að benda á nýjar leiðir til betri skiln- ings á íslendingasögum en tíðkast hefur." Sagnagerð er 96 bls. að stærð. Pappírskilja. Bókin er unnin í Prentsmiðju Akraness. Jöfiiun atkvæðisréttar er forsenda framfara eftir Jón Magnússon Flestir eru sammála um að mik- ill vandi sé framundan í atvinnu- og efnahagsmálum. Þrátt fyrir það ríkir almennt mikill fram- farahugur og fólk er reiðubúið að leggja á sig meiri vinnu en tíðkast með nágrannaþjóðum okkar til að ná settum markmiðum. I raun virðist að veruleg samstaða ríki meðal almennings um það hvernig skuli á málum haldið. Það er þess vegna slæmt að Alþingi skuli ekki vera spegilmynd af þjóðarviljan- um. Við íslendingar eigum ekki við þann vanda að etja, að hann megi ekki leysa með skynsamlegum vinnubrögðum. Forsenda slíks er að meirihlutavilji þjóðarinnar sé virtur með því að koma á skyn- samlegri og réttlátri kosninga- skipan. Rökin fyrir núverandi kosningakerfi og ýmsum öðrum veigamiklum þáttum í stjórnkerf- inu virðast vera þau ein að mis- muna mönnum til að gera þá jafna. Þannig er talið, að menn megi súi minna í vissum lands- hlutum og svarið við því er að gefa þeim margfaldan atkvæðisrétt umfram þá sem kosið hafa sér búsetu annars staðar. Svo stór- felld mismunun á grundvallarrétt- indum í lýðræðisríki er óhæfa og tíðkast hvergi meðal lýðfrjálsra manna. Sú staðreynd að meiri- hluti þjóðarinnar skuli ekki eiga möguleika á því að kjósa fulltrúa á Alþingi, en um 40% kjósenda vel- ur um 60% þingmanna, er and- stæð lýðræðishugsjóninni. Það hugarfar sem hér liggur að baki hefur áhrif á alla stjórnar- hætti og er mesti hemillinn á vöxt og viðgang íslensks atvinnulífs. Um leið er þjóðinni allri bundnir skuldabaggar með erlendum lán- tökum til þess að hægt sé að við- halda atvinnustefnu sem samrým- ist ekki þeim möguleikum sem þjóðin á, til sköpunar auðs og nýrra atvinnutækifæra. Lengur verður ekki haldið áfram á þeirri braut án þess að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sé sett í hættu. Skiptir vilji almennings máli? Það er öllum ijóst að við núver- andi ástand í kosningamálum verður ekki unað öllu lengur. Um- ræða um breytingar hafa staðið að mestu leyti frá 1959 og er löngu orðið tímabært að gera þær. Hugmyndir sem helst eru ræddar af alþingismönnum fela hins veg- ar ekkert annað í sér en lítilshátt- ar lagfæringu á því óréttlæti sem nú ríkir. Þá virðast alþingismenn almennt sammála um að þessari lagfæringu skuli náð með því að fjölga þingmönnum. Sú megin- hugsun iýðræðisins um jafnan at- kvæðisrétt fólksins er því ekki það sem stefnt er að, heldur eingöngu að minnka óréttlætið nokkuð. Svo virðist sem almenningur sé því al- gerlega mótfallinn að fjölga þing- mönnum, en þingmenn virðast gleyma því að þingið er fyrir þjóð- ina en ekki þá sem hafa þar við- dvöl sem þingmenn hverju sinni. Það er hættulegt fyrir lýðræðið í landinu ef gjá myndast með þess- um hætti milli viðhorfa fólksins og þeirra sem kjörnir eru til að fara með æðsta vald í löggjafar- málum þjóðarinnar. „Teltir þannig nokkur maður að núverandi fyrirkomulag á kosningum til Alþingis tryggi það á viðhlítandi hátt að viðhorf meirihluta kjósenda nái fram að ganga? Sé svo, verður að telja þaö undarlega tilviljun ef vilji almennings endurspeglast á sem réttast- an hátt með því að láta suma menn hafa fimmfalt atkvæði meðan aðrir hafa aðeins eitt.“ Stjórnarkerfið á að endur- spegla vilja almennings Ef menn vilja að lýðræði ríki, verður í rökréttu framhaldi af því að búa til stjórnkerfi, sem endur- speglar vilja almennings, meiri- hluta þjóðarinnar. Á sama tíma hef stundum velt því fyrir mér verður að tryggja stöðugleika og hvort í rauninni sé til sá maður á styrk í stjórnkerfinu og gæta þess íslandi, sem telur að þessum að stjórnmálaflokkum og skoð- grundvallarskilyrðum sé fullnægt. anahópum sé ekki mismunað. Ég Telur þannig nokkur maður að nú- verandi fyrirkomulag á kosning- um til Alþingis tryggi bað á við- hlítandi hátt að viðhorf meiri hluta kjósenda nái fram að ganga? Sé svo, verður að telja það undarlega tilviljun ef vilji al- mennings endurspeglast á sem réttastan hátt með því að láta suma menn hafa fimmfalt at- kvæði meðan aðrir hafa aðeins eitt. Einnig mætti spyrja hvort stöðugleiki ríki og styrkur felist í íslensku stjórnkerfi. Það væri önnur undarleg tilviljun miðað við uppbyggingu þess og pólitískra hrossakaupa milli byggðarlaga. Sannleikurinn er sá, að vegna þeirra viðhorfa sem liggja að baki skömmtunar á lýðræðisréttindum í íslensku samfélagi, hefur stjórn- kerfið ekki þann styrk sem þarf til að leysa vandamál nútíma samfé- lags. Það hrekst undan hagsmuna- hópum af ýmsu tagi vegna þess að uppbyggingin er öðru fremur mið- uð við sérhagsmuni. í þessu efni búum við ekki ein- vörðungu við úrelt kerfi, heldur líka kerfi, sem er ekki í neinu rökrænu smhengi við það^ sem til var stofnað. Kerfið ýtir undir og viðheldur hugarfari, sem annað hvort gengur sér til húðar á næstu árum eða það dæmir upprennandi kynslóð íslendinga til verri lífs- kjara eða landflótta. Þó að það ætti að vera nóg að vísa til mann- réttinda og grundvallar lýðræð- ishugmynda í umræðu um jöfnun atkvæðisréttar, verða menn líka að gera sér grein fyrir þeim al- varlegu afleiðingum sem þetta misrétti hefur á allt þjóðlíf okkar íslendinga. Við eigum að setja okkur það markmið, að lífskjör á íslandi haldi áfram að vera álíka og best gerist. Skammtímasjónarmið og skammtímalausnir mega þá ekki ráða ferðinni, hvorki við breyt- ingar á kosningafyrirkomulaginu né í öðrum málum. Dekkri mynd efnahagsmála en um langt árabil blasir nú við okkur ÞEGAR Fiskiþing 1982 kemur saman blasir við okkur drekkri mynd af stöðu og horfum í efna- hagsmálum, heldur en við hefur hlasað um langt árabil. Má því segja með sanni, að skjótt hafi skipazt veður í lofti á þessu sviði. Ymis ytri skilyrði þjóðarbúsins hafa á skömmum tíma snúizt til verri vegar, samhliða auknum hraða í víxlgangi kauplags og verðlags. Við þetta hefir svo bæzt samdráttur í framleiðslu sjávaraf- urða og óhagstæð þróun gengis- mála fyrir ýmsar greinar sjávar- útvegsins. Allt þetta hefur gengið mjög nærri afkomu fyrirtækja í sjávar- útvegi — á það bæði við um fisk- veiðar og fiskvinnslu — og lamað fjárhagslega stöðu þeirra á und- anförnum mánuðum. Til að við- halda atvinnu í landinu og forða algjöru hruni fyrirtækjanna hefir verið gripið til gagnráðstafana ýmist í formi gengislækkana eða gengissigs. Þessar ráðstafanir hafa lagað stöðuna í bili, en vandi atvinnufyrirtækjanna hefir ekki verið leystur. Lausn vandans hefir aðeins verið slegið á frest. Þetta er sú staða, sem útflutningsfyrirtæki horfast í augu við í dag. Það virðist nokkuð augljóst, að sá vandi, sem við blasir, verður ekki leystur nema með samræmd- um aðgerðum. Það er því nauð- synlegt að þessi mál verði skoðuð í víðara samhengi, heldur en við höfum e.t.v. stundum gert, og fái vandaða umfjöllun á þessu Fiski- þingi. Framtíð sjávarútvegsins hlýtur að mótast af því, hvaða skilyrði honum verða búin á næstu mánuð- um. Stöðugur hallarekstur fyrir- tækja getur lamað svo þennan at- vinnuveg að ungt fólk vilji ekki starfa í honum og þeir sem fyrir eru hætti og leiti sér starfa á öðr- um sviðum, og hljóta allir að sjá, hvert slíkt leiðir. Það hlýtur að verða megin- markmið, að vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi skili eðlilegum hagn- aði og geti staðið sjálf undir veru- legum hluta af endurnýjun og uppbyggingu. Þetta þýðir, að horf- ið verði frá þeirri núil-afkomu- stefnu sem hér hefur verið ráð- andi um árabil. Þessu markmiði verður ekki náð, nema gengi krón- unnar verði á hverjum tíma rétt skráð, þar sem gengið er megin- þátturinn og sá, sem mestu ræður, í tekjumyndun sjávarútvegsins. Á undanförnum árum hafa geng- isbreytingar ávallt komið eftirá, til að leiðrétta það, sem þegar hef- ir gerzt, leysa til bráðabirgða upp- safnaðan vanda. Þær hafa aldrei miðað að því að skapa fyrirtækj- unum eðlilegan rekstrargrundvöll. Á þessu þarf nauðsynlega að verða breyting, ef ekki á illa að fara. Það er í sjálfu sér mjög æskilegt að halda gengi gjaldmiðilsins sem stöðugustu, en það markmið næst ekki á verðbólgutímabilum, án ill- bærilegra fórna. Þar af leiðir, að jafnhliða verður að gera nauðsyn- legar ráðstafanir, sem tryggi stöð- ugra gengi krónunnar. Höggva verður því að rótum vandans, sem felst m.a. í því verðtryggingakerfi, sem hér er við líði og tryggir yfir- leitt flest, nema sæmilega rekstr- arafkomu fyrirtækja. Þá má nefna ranga stefnu í fjárfestingarmálum Rœóa Jóns Páls Halldórssonar á fiskiþingi og skuldasöfnun erlendis. Allt þetta leiðir til lakari afkomu at- vinnugreinarinnar í heild, þegar fram í sækir. Þó að litið sé á það sem lang- tíma markmið, að halda genginu sem stöðugustu, getur það aldrei orðið ófrávíkjanlegt markmið í sjálfu sér. Jafnvel þótt innlend verðbólga sé lítil sem engin, geta hagsveiflur hjá erlendum ríkjum verið afgerandi í þessu efni. Við þær ráðum við ekki, sökum þess hve háð við erum erlendum mörk- uðum og tiltölulega einhæfri út- flutningsverzlun. Þetta ætti þróun gengismála á þessu ári að hafa sýnt okkur, en á fyrstu 9 mánuð- um ársins hækkaði verð erlends gjaldeyris mjög mismunandi í krónum. Gengi bandaríkjadollars hækkaði t.d. um 76%, þegar gengi sterlingspunds, þýzks marks og sænskrar krónu hækkuðu um 58%. Annar veigamikill þáttur, sem tengist framtíð og afkomumögu- leikum sjávarútvegsins mjög, er hvaða stefna verður ráðandi í lánsfjármálum á næstu mánuðum. Mikilvægt er, að sú stefna stuðli að aukinni innlendri fjármagns- myndun og fyrirhugaðar aðgerðir til samdráttar komi ekki niður á arðbærri fjárfestingu, er líkleg sé til að auka þjóðarframleiðslu og atvinnu á komandi árum. Þetta er vissulega ekki vandalaust verk, sízt á tímum almeiins samdráttar \

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.