Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 • Roberto Mancini var keyptur á 42 milljónir ísl. króna en hann verður 18 ára 27. nóv. nk. Hann er dýrasti knattspyrnumaóur Ítalíu. Hér að neöan má sjá 10 dýrustu leikmenn á Ítalíu. Frá Til ísl.kr. Roberto Mancini . . FC Bologna UC Sampdoria . 42.000.000 Zbtgniew Boniek . . Widzew Lodz ... Juventus FC ... 24.000.000 Pietro Vierchowood Fiorentina AS Roma 21.000.000 Ramon Diaz . River Plate SSC Napoli.... 21.000.000 Massimo Mauro . . Catanzaro Udinese 21.000.000 . Catanzaro AC Torino 21.000.000 Daniel Passarella . River Plate Fiorentina 16.500.000 Pietro Fanna . juventus FC Verona 16.500.000 Michel Platini ... . AS Saint Etíenne juventus FC ... 16.500.000 TVevor Francis ... . Mancheater City. US Sampdoria . 15.000.000 v #**..■. ■ j np • Stuðningsmannafélag Lokeren kaus í vikunni Arnór Guöjohnsen leíkmann síðasta keppnistíma- bíls hjá félaginu. Var Arnóri hald- ið hóf og honum færð stór og mikil mappa full af myndum og biaðaórklippum frá síðasta tíma- bHi. • Per Rontved landsliösfyrirliði Dana f knattspyrnu hefur fengið tilboð um aö fara til Bandaríkj- anna og leika þar innanhúss- knattspyrnu. Hann segist hafa mikinn áhuga á slíku en Rontved er nú á síðasta snúning sem knattspyrnumaður sökum aldurs. • Paolo Rossi varð þjóðhetja á Ítalíu eftir HM-keppnina á Spáni síö- astliðið sumar. Og það þótti við hæfi að hann fengi áheyrn hjá Jóhann- esi páfa. Hér má sjá hvar Jóhannes Páll tekur á móti knattspyrnu- stjörnunni. Það fór vel á með þeim og páfi sagðist hafa leikiö mikið knattspyrnu þegar hann var lítill drengur heima í Póllandi. Og jafnan haft gaman af. • Thorbjörn Nilsson fyrrum miðherji IFK Gautaborg sem skoraði í hverjum leik liðsins í UEFA-keppninni í knattspyrnu á síðasta ári leikur nú meö Kaiser- lautern í V-Þýskalandi. Nilsson var um daginn kjörinn besti knattspyrnumaður Svíþjóðar fyrir síðasta keppnistímabil. Honum hefur ekki gengið sem best hjá Kaiserlautern. Tíundi hver íslendingur kom á Laugardalsvöllinn Á morgun, sunnudag, verður birt önnur greinin um fræg knatt- spyrnufélög í Morgunblaðinu. Sú fyrsta í greinaflokknum var síðasta sunnudag og þá var sagt frá enska liöinu Tottenham. Á morgun veröur sagt frá Benfica frá Portúgal. Árið 1968 kom lið Benfica til Islands og lék hér í Evrópukeppninni í knattspyrnu gegn Val. Er það svo merki- legt? Já, að vissu leyti. Því þá var sett aösóknarmet í laugardal. Tíundi hver íslendingur kom á völlinn. Ætlaö var að um 19 þús. manns hafi verið á Laugardalsvellinum og horft á leíkinn. í bókinni Valur vængjum þöndum, sem kom út í sambandi við 70 ára afmæli félagsins, er þannig greint frá þessum merka leik: Fregnin flaug um landiö, þegar kunngert var um dráttinn í fyrstu umferö keppninnar. Benficall Áhugi allra var vakinn. Þetta liö var skipaö eintómum snillingum í knattspyrnulistinni og bar nafn Eusebio aö sjálf- sögöu hvaö hæst. Aldrei, hvorki fyrr né síöar hefur annar eins áhugi skapast hér á landi fyrir einum knattspyrnuleik. Dagblööin skrifuöu spalta upp og niöur um Benfica og Val. Hvar sem komið var ræddu menn um komu Benfica. Hér heima störfuöu móttökunefnd, áróöursnefnd og fjár- öflunarnefnd aö því aö undirbúa komu meistaranna. Löngu fyrir leikinn var fariö aö selja miöa og þaö var í rauninni barist um miöana í þaö skiptiö. Allt hjálpaöist aö. Jafnvel veöriö, sem getur brugöiö til beggja vona í septembermánuöi, reyndist Valsmönnum einstaklega hliöhollt. Koma Benficamanna til landsins var gerö aö meiriháttar fréttamáli. Jafn- vel æfing Benfica á Valsvellinum dró aö sér þúsundir manna. Viö hótelið var oftast svarmur af aðdáendum sem reyndu að nálgast goöin sín. í þetta sinn reyndist leikvangurinn í Laugardal alltof lítill. Áhorfenda- stæöi og stúka voru meira en full. Hvarvetna gat aö líta áhorfendur og jafnvel markataflan var notuö til hins ítrasta af ungum áhugamönnum, sem vildu fá gott útsýni yfir völlinn. Hin opinbera tala yfir áhorfendur aö leiknum var 18.243, en þaö er nær lagi aö þeir hafi veriö yfir 19 þúsund, — eöa tíundu hver Islendingur. Er þaö einstæö tala og sýnir best hversu mikla athygli þessi leikur vakti. Stemmningin á leiknum var líka eins og best verður á kosið. Valsmenn voru hvattir til dáöa af áhorfendum í blíöviðrinu og þeir létu ekki á sér standa aö svara þessum hvatningum. Þeir böröust sem best þeir kunnu, — og hafi lið einhverju sinni gert betur en þaö gat, þá var þaö einmitt í þessum leik. Ef tala á um eina eöa tvær „stjörnur" Valsliösins umfram aöra leik- menn, þá dettur víst flestum í hug Siguröur Dagsson í markinu, — og Páll Ragnarsson.Þessir tveir voru á varöbergi öðrum fremur gagnvart hinum baneitraöa markaskorara Eusebio. Páli tókst aö „skyggja“ þessa hetju Portúgalanna svo vel aö hann átti ekki margra kosta völ í leiknum. Tækist hinum aö skjóta, þá var Siguröur Dagsson þar fyrir. „Ég haföi nóg aö gera í þessum leik gegn Benfica," segir Siguröur Dagsson. „En mér tókst aö halda markinu hreinu þessar níutíu mínútur og þaö haföi víst engum dottiö í hug aö viö mundum gera. Leikurinn allur og aödragandi hans var annars hreinasta ævintýri. Þaö er annars margs aö minnast frá þessum leik, en eitt er þó alltaf Ijóslifandi fyrir augunum á mér. Snillingurinn mikli, Eusebio kastaöi sér fram af miklum krafti og tókst aö skalla á markiö. Ég fleygöi mér umsvifalaust út í horniö eftir boltanum og tókst aö góma hann. Seinni leikurinn í Portúgal var miklu erfiöari fyrir mig og okkur alla, 8:1 fyrir Benfica. Samt held ég aö ég geti fullyrt aö ég hafi ekki staðið mig síöur í þeim leik,“ sagöi Siguröur Dagsson aö lokum. Hann keppti annars í 8 leikjum meö Val í Evrópubikarkeppni og var oft sá maðurinn sem mest var í sviðsljósinu. Hermann Gunnarsson, fyrirliöi Vals í þessum stóra leik sagði: „Þessi leikur viö Benfica hlýtur náttúrulega aö vera hápunkturinn í leikjum mínum með Val. Ég var eiginlega hræröur er ég tók í höndina á Coluna fyrirliða Benfica meö svo marga áhorfendur í Laugardalnum. Þaö þarf svo sem ekki aö fara mörgum orðum um þennan leik, hann er mörgum í fersku minni enn þann dag í dag. Súperstjarnan SHILTON • Hann er talinn vera besti markvörður í Englandi og er búinn að vera þaö um nokkurn tíma. Margir eru á því að hann sé einn af bestu markvörðum heims- ins. En hvað um það, Peter Shilton er bæði litríkur og mikið umtalaður maður. '• Hann er oft og iöulega í fréttunum fyrir hliðarspor sín. Hann var eitt sinn meö giftri konu í bifreið sinni árla morguns er eigínmaður konunnar kom að þeim. Shilton setti sportbíl sinn á fulla ferð og ætlaði sér að sleppa en ekki tókst honum betur til en svo að hann ók beint á Ijósastaur. Hann var tekinn í yfirheyrslu og í Ijós kom aö hann var undir áhrifum áfeng- is. Hann gerir mikið af því að slappa af frá knattspyrnunni með því að leika fjárhættuspil. Hann hefur líka efni á því, því hann er auðugur maður. Hann velur vini sína og bíla jafnt sem klæðnað af kostgæfni. í íþróttablaði Morgunblaðsíns á þriöjudag segjum við frá þessum litríka knattspyrnumanni sem á svo marga aðdáendur. IS vann stóran sigur IS VANN yfirburðasigur, 105—58, á slökum Grindvíking- um í 1. deild karla á fimmtu- dagskvöldið. Fyrri hálfleikur var alger ein- stefna á körfu Grindvíkinga og var staöan í hálfleik 55—28 fyrir ÍS. I seinni hálfleik var sama upp á teningnum og lokatölur uröu því eins og áður segir 105—58. Stigahæstir hjá ÍS voru Pat Bock 20, Gísli Gíslason 20, Guö- mundur Jóhannesson 19, Árni Guðmundsson 18, Tryggvi Þor- steinsson 11 og Árni Sigurlaugs- son 9 stig. Hjá UMFG skoraði Mike Sailes 34 stig og jafnframt yfirburða- maöur í sínu liði, einnig var Ingv- ar Jóhannesson, meö 12 stig, seigur. KR SIGRAÐI ÍS 69—48 í 1. deild kvenna á fimmtudagskvöldiö. KR-stelpurnar höföu góöa for- ystu í hálfleik, 38—17, og leyföi „Stu" Johnson, þjálfari KR, því öllum stúlkunum að spreyta sig í seinni hálfleik. Viö þaö jafnaöist leikurinn og lokatölur uröu 69—48. Stigahæstar hjá KR voru Linda 26, Erna 18 og Emilía 10 stig. Stigahæstar hjá ÍS voru Vigdís 23 og Þórdís 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.