Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
Hvernig höfum
við fjárfest?
eftir Birgi Isl.
Gunnarsson
Allir vita að grundvöllur þess
að unnt sé að halda hér uppi góð-
um lífskjörum er blómlegt og
öflugt atvinnulíf. Það er því
frumskylda stjórnvalda á hverj-
um tíma að stuðla að því að fjár-
festingar gangi til arðbærra
verkefna, sem auki tekjur þjóð-
arinnar, treysti grundvöll efna-
hagslífsins og bæti lífskjör
okkar.
Fjármunamyndunin
Það hefur oft verið rifjað upp
að undanförnu, að sl. tvö ár hafa
verið óvenjumikil góðæri. Aukn-
ar tekjur hafa hins vegar ekki
verið notaðar til að treysta
grundvöll atvinnulifsins. I þessu
sambandi er rétt að athuga
hvernig fjárfestingu hefur verið
háttað í meginatriðum á undan-
förnum árum. Allar tölur um ár-
ið 1982 eru miðaðar við láns-
fjáráætlun.
Meðfylgjandi mynd sýnir
hvernig háttað hefur verið fjár-
magnsmyndun í nokkrum mik-
ilvægum þáttum fjárfestingar
hér á landi undanfarin ár. A
myndinni kemur fram hvernig
fjármagnsmyndun hefur breyst í
þessum greinum frá ári til árs.
Aukning í opinberum
byggingum
Efsta línan sýnir opinberar
byggingar. Bygging þeirra dróst
saman árin 1978 og 1979, en síð-
an hefur þessi þáttur fjárfest-
ingar í landinu aukist frá ári til
árs eða um 6,1% 1980, 9,7% 1981
og 6,8% 1982.
Ibúðarbyggingar
dragast saman
íbúðarhúsabyggingar hafa
dregist saman á hverju ári síðan
1978. Samkvæmt myndinni er
reiknað með að þær standi í stað
á þessu ári, miðað við sl. ár, en
þá drógust þær saman um 5%.
Nýjustu upplýsingar benda þó til
að samdráttur muni enn verða á
þessu ári í íbúðarbyggingum.
Stórvirkjanir
og stóriðja
Næsta lína þar fyrir neðan
sýnir fjárfestingu í stóriðju og
stórvirkjunum. Árin 1978—’80
varð aukning á hverju ári, en ’81
hófst samdráttur í slíkum fram-
kvæmdum og á þessu ári hrapar
fjárfesting á þessu sviði um
43,5% frá síðasta ári. Vanræksl-
an á þessu sviði er einn svartasti
bletturinn á starfi þessarar rík-
isstjórnar, en einmitt þarna eiga
að geta legið möguleikar okkar
íslendinga til aukinna fram-
leiðslu og aukinna tekna.
Hitaveitu-
framkvæmdir
Framkvæmdir í hitaveitum
hafa dregist saman undanfarin
tvö ár, lítillega á sl. ári, en um
nær þriðjung á þessu ári. Á því
er eðlileg skýring, þar sem nú er
nær fullvirkjað á þeim stöðum,
þar sem borgar sig að virkja
heitt vatn til upphitunar, a.m.k.
í bili. Hitt er slæmt að Hitaveita
Reykjavíkur skuli með stjórn-
valdsákvörðunum hafa verið
meinað að vinna að frekari
virkjunarframkvæmdum og á sú
skammsýni örugglega eftir að
koma okkur í koll.
Fjárfesting í atvinnu-
vegunum minnkar
Neðasta lína á myndinni sýnir
breytingar í fjármagnsmyndun í
atvinuvegunum. Þar kemur fram
að aukning varð árið 1980, en
bæði á þessu og síðasta ári er um
samdrátt að ræða. Það er því
ljóst, að fjárfesting í atvinnu-
Magnbreytingar fjármunamyndunar r/.fra fyrraén)
OPINBERAR -1Q9 -1Q1
BVGGINGÁR L 'L •6,1 ♦9,7 +6,8
ÍBÚÐARHÚS
-5
Ö
-0-
ATVINNUVEGIR -4.3 „ 9811 _ -9.1
ALLS T | 0 tí,8 TJ L
78 79 '80 '81 '82
vegunum hefur farið minnkandi,
en þó hefði mátt ætla að þörf
hefði verið á auknu fjármagni til
atvinnuveganna til að treysta
frekar grundvöll okkar atvinnu-
lífs. Hitt er svo annað mál, að
ekki hefur alltaf verið um arð-
bærar fjárfestingar, þegar fjár-
magni hefur verið varið til nýrra
atvinnutækja, en það er önnur
saga sem ekki verður fjallað
frekar um hér.
Dæmigerð
vinstristefna
Niðurstaðan af þeirri mynd í
heild er sú, að fjárfesting í at-
vinnuvegum hefur dregist sam-
an að undanförnu og það mest á
því sviði, þar sem framtíð-
armöguleikar okkar eru mestir,
þ.e. orkuframleiðslu og iðnaði í
tengslum við hana. íbúðarbygg-
ingar dragast saman, enda stór-
hækkar íbúðarverð á markað-
num og húsnæðisleysi gerir í
vaxandi mæli vart við sig. Sú
grein fjárfestingar, blómstrar
eru byggingar hins opinbera.
Það er dæmigerð vinstristjórnun
að þangað skuli fjármagni vera
beint, þegar dregið er saman á
öðrum sviðum.
Smámyndir
Nínu
Myndlist
Valtýr Pétursson
Það er óþarfi að kynna Nínu
Tryggvadóttur fyrir listunnend-
um hér á landi. Nína var afar
virk í listalífi okkar allt fram á
síðustu stund, og það er merki-
legt að ekki hafa verið haldnar
fleiri sýningar á verkum hennar,
en margir munu minnast sýn-
ingar, er Listasafn íslands hélt á
verkum hennar árið 1974. Nú
hefur Listasafn ASÍ fengið
hingað til lands sýningu á smá-
myndum eftir Nínu, og er hún
forvitnileg um margt. Þessi verk
eru flest til sölu og munu í eigi
erfingja Nínu, því er hér ein-
stakt tækifæri til að eignast
verk eftir þessa merkilegu lista-
konu, og vonandi kann fólk að
notfæra sér slíkt tækifæri.
Á þessari sýningu eru ein-
göngu smámyndir eins og undir-
titill sýningarinnar bendir til.
Nína hafði þann háttinn á að
gera oft litlar myndir, er hún
síðar vann í stærri verk, en hún
var afar frjó listakona, sem átti
það til að láta gamminn geisa og
síðan skeði það oft á tíðum, að
verkin urðu á allt annan hátt en
til var ætlast í byrjun. Þannig
varð mikið til af smámyndum,
sem ekki voru frummyndir í
þeim eiginlega skilningi, en þess
í stað urðu að sjálfstæðum litl-
um listaverkum, sem mörg eru
sannkallaðar perlur. Og þessar
myndir eru einmitt uppistaða
þeirrar sýningar, sem nú stend-
ur við Grensásveginn. Það eru
mestmegnis abstraktar myndir
á þessari sýningu, en samt eru
þar nokkuð margar myndir eftir
Nínu frá hennar fígúratíva
tímabili og sumar þeirra mjög
einstæðar. Má þar til nefna
portrett af Sigurði Nordal og
nokkrar götumyndir frá Reykja-
vík, og einnig eru þar myndir frá
skólaárunum í Danmörku og
sjálfsmyndir, ásamt Reykjavík-
urhöfn. Ég nefni þessi viðfangs-
efni eingöngu til að gefa lsesend-
um hugmynd um, hve fjölbreytt
efnisval Nínu er á þessari sýn-
ingu, en ég held að fullyrða megi,
að þarna séu sýnishorn frá flest-
um tfmabilum í list Nínu. En
Nína var þannig úr garði gerð,
að hún var alla tíð leitandi fyrir
sér í málverkinu, og hún var vart
búin að ná árangri á einu sviði,
er hún lagði annað fyrir sig,
hvort heldur um aðferðir eða
verkefnaval var að ræða. Hún
notaði krít, olíu, vatnsliti og
grafík til að koma hug sínum á
blað og það liggja eftir hana
kirkjurúður og mosaik Þessi
upptalning ætti að gefa hug-
mynd um, hve margþætt hennar
starf að myndlist var. Hún orti
einnig kvæði og bjó til barna-
4
bækur. Nína varð aðeins 55 ára
að aldri. Þegar þessir þættir all-
ir eru skoðaðir í samhengi, verð-
ur lífsstarf Nínu Tryggvadóttur
miklu meira en maður gerir sér
yfirleitt gréin fyrir.
Ég rifja þessi atriði hér upp til
að minna á hve margslungin
listakona Nína var. Þessi sýning,
sem nú stendur, er gott vitni um
hvernig Nína vann og hvernig
hún notfærði sér ýmsar stílteg-
undir án þess að ánetjast nokk-
urri þeirra til fullnustu. Hver
veit, hvernig hún hefði málað í
dag? Þessar litlu myndir eru
margar hverjar afar lifandi og
hafa sinn persónulega svip, sem
ætíð er finnanlegur í list Nínu.
Hún var mjög ákafur og vel
menntaður málari sem kunni
fullkomlega að notfæra sér þá
þekkingu og möguleika er hún
var í sambandi við. Margar af
þessum smámyndum gefa svo
góða hugmynd um Nínu sem
málara, að ég vil jafnvel halda
því fram, að margar hverjar séu
þær gæddar meiri hreyfingu og
lífi en sumar stærri myndir
hennar. Það má vera stuttorður
og segja: Megnið af þessum
myndum eru tvímælalaust lista-
verk. Ekki skal ég þreyta lesend-
ur með langri lofrullu að sinni,
en samt vil ég vekja máls á ein-
um þætti þessarar sýningar, sem
mér finnst einna merkilegastur:
Það eru klippimyndir Nínu, sem
að mínu áliti eru algerlega í sér-
flokki, og einmitt í þeim má á
stundum finna uppsprettu
margra veigameiri verka, sem til
eru frá hendi Nínu.
Persónulega hafði ég afar
gaman af að sjá þessi verk eftir
Nínu. Ég hef ætíð verið upptek-
inn af smámyndum eftir hina og
þessa listamenn. Ég man hér á
árunum er ég sá smámyndasýn-
ingu í fyrsta skiptið, hve hissa ég
var á að svo miklir meistarar
skyldu til á þessu sviði, og hve
hægt var að gera skemmtilega
sýningu af ekki stærri verkum.
Eg gæti nefnt mörg heimsþekkt
nöfn í þessu sambandi, en látum
það liggja milli hluta hér. Hver
veit nema fólk upplifi það sama
á þessari sýningu Nínu? Það er
mögulegt, ekki vantar gæðin, og
þær 123 myndir sem sýndar eru,
standa sannarlega fyrir sínu.
i