Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982
25
Afganski flóttamaðurinn Mohammed Akbar Saifi:
„Tilgangur Rússa með innrás-
inni var að innlima Afganistan“
Mohammed Akbar Saifi fióttmaAur fri Afganistan ræðir við Vigdísi Finn-
bogadóttur, foraeta, að Bessastöðum. Morgunblaflið/ RAX
Frá blaðamannafundi Vöku-manna, sem buðu Mohammed Akbar Saifi til landsins. Saifi er lengst til vinstri, en
næstur boaum situr Sigurbjörn Magnússon, formaður Vöku og þá Gunnar J. Birgisson, formaður Stúdentaráðs.
AFGANSKUR fióttamaður, Mo-
hammed Akbar Saifi, heldur i dag
framsöguræðu á almennum borg-
arafundi í Félagsstofnun stúdenta,
og talar þar um frelsisbaráttu af-
gönsku þjóðarinnar. Fundurinn
hefst kl. 14.00 og verður þar jafn-
framt sýnd mvnd frá Afganistan. Sa-
ifi flýði til V-I»ýzkalands 1978 eftir
byltingu hersins í aprílmánuði, en
var áður framkvæmdastjóri verk-
smiðjusamsteypu í Kabúl. Hann er
hagfræðingur að mennt. Hann flýði
land eftir að bróðir hans var líflát-
inn i júní 1978.
„Afganska þjóðin þjáist, innrás
Rússa hefur valdið miklu róti. I
nágrannalöndunum, íran og Pak-
istan, eru 4,2 milljónir Afgana,
sem flúið hafa frá því á jólum
1979, og þrjár milljónir hafa
misst heimili sin í Afganistan, en
samtals fylla Afganir 17 milljón-
ir,“ sagði Saifi á fundi með frétta-
mönnum.
Saifi sagði að Rússar hefðu haft
þann tilgang einan.þegar þeir létu
til skarar skríða, að innlima Af-
ganistan í Sovétríkin og verða sér
úti um aðgang að Indlandshafi, í
næsta nágrenni við mikilvægar
siglingaleiðir tankskipa um
Hormuz-sund.
„Hvers vgna byggja þeir nýjar
herstöðvar og flugvelli í Afganist-
an og skotpalla fyrir SS-20 kjarn-
orkuflaugar í nágrenni Kabúl?
Það gera þeir varla til að verjast
áhlaupi frelsisaflanna. Þeir eru að
búa um sig til langframa.
Afganir héldu í fyrstu að Rúss-
ar hefðu aöeins ætlað að tryggja
nýja stjórn í sessi, en þjóðin er
farin að gera sér ljóst hvað í raun
og veru liggur að baki innrásinni.
Það er í raun óskiljanlegt hvers
vegna Rússar réðust inn. Fyrir
byltinguna var samband Afgana
og Rússa með miklum ágætum.
Leiðtogar skiptust á heimsóknum,
og jafnan lögðu Rússar á það
áherzlu að vinsamleg sambúð
Rússar hafa kom-
ið SS-20 fyrir á
skotpöllum í Afg-
anistan. Ógnaröld
færist í aukana
ríkjanna gæti orðið öðrum þjóð-
um með ólíka stjórnarhætti til
fyrirmyndar. Rússar sögðust ein-
vörðungu sækjast eftir vinsam-
legum samskiptum, og því trúðum
við. Þeir byggðu vegi og brýr og
aðstoðuðu okkur á ýmsan annan
hátt, en aldrei óraði Afgani fyrir
því að seinna ætluðu þeir að nota
þessa vegi fyrir skriðdrekana
sína, sem sendir skyldu til að
murka lífið úr Afgönum.
Ég held að bæði byltingin í apr-
íl 1978 og síðar innrásin í desem-
ber 1979 hafi verið mikil mistök,
því Rússar voru vinir okkar og
nutu virðingar, en nú eiga þeir 17
milljónir Afgani að óvinum. Allir
viðskiptalegir hagsmunir Rússa í
Afganistan voru tryggir og við
lögðum jafnan ríka áherzlu á
hlutleysi okkar, en það stuðlaði á
sinn hátt að jafnvægi í þessum
heimshluta.
Byltingarstjórnin, sem lét til
skarar skríða í apríl 1978 að boði
Rússa, lofaði velferð og frelsi, en
allt annað hefur verið upp á ten-
ingnum, og nú fjórum árum
seinna hafa aftökur aldrei verið
fleiri og ógnaröldin í landinu
magnazt.
Afganir eru íhaldssamir og
heittrúaðir að upplagi. Þeir mátu
frelsi sitt mikils og því er ekki við
öðru að búast en þeir reyni til
hins ýtrasta að brjóta rússneska
innrásarliðið á bak aftur, þótt við
hernaðarlegt stórveldi sé að etja.
Helzta von Rússa er að þeir geti
snúið afgönsku æskunni til liðs
við sig með áróðri sínum, en það
tekst þeim örugglega ekki á eitt
þúsund árum, þannig að hin öfl-
uga mótspyrna heldur áfram.
Láta mun nærri, eftir því sem
bezt verður vitað, að rúmlega 600
þúsund manns hafi verið líflátnir
á fjórum árum í Afganistan.
Efnahagur landsins er í rúst, í
þeim efnum stöndum við verr að
vígi en fyrir 40 árum.
I innrásinni hafa þúsundir
rússneskra hermanna týnt lífi, en
atburðir af þessu tagi eiga sér
enga hliðstæðu í veraldarsögunni.
Það er vitað, að í upphafi innrás-
arinnar var innrásarliðinu sagt að
það væri sent til að hrekja út-
lenda innrásarheri frá Afganist-
an.
Afganir meta mikils þann póli-
tíska stuðning sem frelsisbarátta
þeirra hefur hlotið meðal frjálsra
ríkja. En við þurfum áfram á
þessum stuðningi að halda, og það
miklum. Rússar hafa til dæmis
ekki látið sér segjast þótt flestöll
ríki, sem aðild eiga að Sameinuðu
þjóðunum, hafi ályktað að þeim
bæri að draga innrásarliðið til
baka.
Efnahagslegum refsiaðgerðum
var hætt of fljótt, nú fá Rússar
eins mikið korn og hveiti og þeir
vilja. Það hefði ef til vill verið
hægt að knýja einhverja lausn
fram ef refsiaðgerum hefði verið
haldið til streitu. En ef Rússar
hafa í raun og veru áhuga á friði
meðal þjóða, þá gætu þeir bezt
sýnt það í verki með því að draga
heri sína á brott frá Afganistan."
Aö tjaldabaki í Luzern:
Meö nýjum mönnum nýir siðir
Krá llalli Ilallssyni, blaöamanni Mbl. í Luzern.
FALL FRIÐRIKS Ólafssonar af forsetastóli FIDE — Alþjóða-
skáksambandsins — er liður í þróun sem átt hefur sér stað í
alþjóðlegum samtökum síðustu árin — í krafti fjöldans hafa
þróunarlönd náð undirtökunum í mörgum alþjóðlegum samtök-
um og stofnunum.
I sjálfu sér er ekkert við þessu að segja — en það sem
gerðist hér í Luzern var miklu meira en að forseti væri
felldur og vestræn ríki yrðu að lúta í lægra haldi. Þingið
einkenndist af pólitískum hrossakaupum — baktjalda-
makki og mútum. Og sífellt er að koma betur í ljós hvernig
samið var og hverjir það gerðu.
Sovétmenn gerðu samkomulag við Campomanes — og
það var gert áður en til Luzern var komið. Sovétmenn voru
óánægðir með sjálfstæði það sem Friðrik sýndi í forseta-
stóli — Korchnoi-málið er skýrt dæmi um það. Vitað er að
um langt skeið hefur Florencio Campomanes verið mjög
hallur undir Rússa. Viktor Korchnoi sakaði Campomanes
um að draga taum Anatoly Karpovs í heimsmeistaraeinvíg-
inu í Baguio 1978. Hluti af samkomulagi Campomanes og
Rússa var að Campomanes tók að sér að styðja Sovétmann-
inn Krogius í framkvæmdaráð FIDE og að Averbach, sem
er sovéskur en hefur hingað til sýnt sjálfstæði og ávallt
látið skákleg sjónarmið ráða, skyldi bolað burtu. Og í gær
var Krogius — kerfismaðurinn — kosinn í framkvæmda-
ráðið en Averbach var ýtt til hliðar. Hann hefur verið
settur út í kuldann.
Af kosningum innan FIDE í Luzern í dag má ráða hvern-
ig einstakir menn hafa gert samkomulag við Campomanes
og greitt honum atkvæði sitt og öfugt. Austurríkismaður-
inn Jungwirth var kjörinn í framkvæmdaráð. Jungwirth
studdi Campomanes — það er ljóst. Þó allir velsku skák-
mennirnir vildu að Walesbúinn Clues styddi Friðrik, þá
gerði hann það ekki. Hann fór yfir á Campomanes og hefur
fengið sína dúsu — gjaldkerastöðu FIDE. Kanadamaðurinn
Prentiss fór yfir á Campomanes — hann fékk stuðning
Campomanes til varaforsetaembættis FIDE að launum og
var kjörinn. Þannig notuðu einstakir fulltrúar tækifærið til
að komast til valda í FIDE þegar þeim varð ljóst hvert
stefndi.
Afstaða araba var lengi óljós — það var ekki fyrr en
daginn fyrir þingið að Campomanes tókst að tryggja sér
stuðning þeirra. Það var gert með samkomulagi. „Við gát-
um orðið vitni að þessu samkomulagi þegar á þessu þingi —
og að þetta samkomulag beinist gegn Israel. Þetta er skelfi-
legt,“ sagði Hollendingurinn Jan Donner eftir kosninguna.
FLorencio Campomanes varði gífurlegum fjármunum til
kosningabaráttu sinnar. Hann ferðaðist til 65 landa til að
freista þess að tryggja sér stuðning. Sagt er að hann hafi
varið hálfri milljón dala í kosningabaráttu sína og hér er
hann með fjölmennt lið aðstoðarfólks. Manna á meðal er
sagt, að Marcos styðji dyggilega við bakið á Campomanes,
en einnig hefur heyrst að Khadafy, forseti Líbýu, hafi stutt
hann með stórfé.
Hvað hæft er í því skal ósagt látið, en miklum fjármun-
um var varið. Blöð til stuðnings Campomanes voru gefin út
og þar var á ósmekklegan hátt vegið að Friðriki, plaköt
voru prentuð og þau má sjá víða hér í Luzern — Campo-
manes, framkvæmdamaðurinn. Kjósum Campomanes, stóð
á öskubökkum og á sjálfu þinginu gengu menn um með
mikla vindla — á þeim stóð: Kjósum Campomanes.
Á þinginu hér í Luzern eru fulltrúar ýmissa þjóða sem
ekki senda skáksveitir. Það er vitað að Campomanes greiddi
fargjald fulltrúa og þeir honum atkvæði sitt. Og mútum var
beitt ef atkvæði fengust ekki með góðu — þannig skýrði
fulltrúi Grikklands frá því hvernig reynt var að múta hon-
um til þess að kjósa Campomanes í 2. umferð, en Grikkinn
studdi Kazic í fyrri umferð. Honum voru boðnir sex þúsund
dalir — tvö þúsund fyrirfram og fjögur þúsund eftir kosn-
inguna — ef Campomanes hlyti kosningu.
Grikkinn hafnaði þessu boði, en hætt er við að aðrir hafi
ekki sýnt slíka staðfestu. Campomanes fór á fund Ineku
Bakker, ritara FIDE og burðaráss í starfi samtakanna um
langt skeið, eftir kosninguna og reyndi að fá hana til þess
að halda áfram en hún neitaði þessu boði. Nýr ritari var
kosinn — frá Singapore.
Byltingin í FIDE tókst fullkomlega — Campomanes hef-
ur verið kjörinn forseti. Hvaða afleiðingar þetta hefur í för
með sér er erfitt að spá um. Er þetta upphafið að endi FIDE
—‘kljúfa vestræn ríki síg út úr FIDE og stofna sérsam-
band? Höfuðstöðvar FIDE verða fluttar frá Evrópu til
Asíu. Fulltrúi Sviss tók mjög nærri sér að þessi bylting
skuli hafa verið gerð í Sviss, heimalandi hans. Það fannst
honum miður.
Allir sterkustu skákmenn heims studdu Friðrik Ólafsson.
Þegar dr. Max Euwe, fyrrum forseti FIDE, dró sig í hlé, þá
fór hann fram á það við Friðrik að hann tæki við. Megin-
sjónarmið hans var að treysta betur tengsl skákmanna og
FIDE. Oft hefur komið til deilna, og hafa skákmenn oft
harðlega gagnrýnt FIDE og ýmsar ákvarðanir sem þar hafa
verið teknar. Telja sig hafa verið setta til hliðar.
Campomanes hefur aldrei verið öflugur skákmaður,
skákmenn hafa aldrei stutt hann. Þvert á móti — meðal
skákmanna er altalað að hann hafi staðið gegn málum, sem
skákmenn vildu fá fram. Benda má á, að í ár var fyrirkomu-
lagi millisvæðamóta breytt og lýstu skákmenn andstöðu
sinni við það. Þeir sendu Friðriki bænarskjal og báðu hann
að breyta reglum. Friðrik beitti sér fyrir breyttum reglum
en á fundi framkvæmdaráðsins voru hugmyndir hans felld-
ar — mest fyrir tilstilli Campomanes.
Því virðist ljóst, að vaxandi spennu muni gæta milli
skákmanna og FIDE. Friðrik Ólafsson hafði á prjónunum
að stofna sérstaka ráðgefandi nefnd skákmanna — og hafði
meðal annars viðrað þessar hugmyndir við Anatoly Karpov,
sem tók vel í þær. Campomanes mun lítt beita sér í þessu —
hann mun beina sjónum sínum fyrst og fremst að skák í
þróunarlöndunum. „Evrópa er fær um að sjá um sig sjálf,“
sagði Campomanes við blaðamann Mbl.
Búast má við að deilur innan FIDE muni fara vaxandi —
ríki V-Evrópu muni verða harðari í afstöðu sinni gagnvart
FIDE — að sérstakt samband rikja V-Evrópu verði stofnað,
og FIDE klofni. Meðal skákmanna hafa þær raddir heyrst,
að fall Friðriks gæti orðið upphafið að betri tíð — nú sé lag
til að kljúfa sig úr FIDE. Með klofningi losnuðu ríkin við að
hafa Rússa sem mjög hafa beitt sér gegn margvíslegum
breytingum innan FIDE — ekki síst mótafyrirkomulagi og
keppnisreglum. Því takist að halda skemmtilegri mót —
með þeim kæmu meiri peningar inn í skákina og hærri
verðlaun og Sovétmenn yrðu nauðbeygðir að fylgja þróun-
inni.