Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 37 In Memoriam: Kristján Guðlaugsson hœstaréttarlögmaður Fæddur 9. september 1905 Dáinn 2. nóvember 1982 „Saltus proles primae gentis poeta et genie" var á sínum tíma kveðið um Kristján Guðlaugsson (sem þýða mætti: Skati er af Skarðsætt frægri, skáldmenni og snillingur.) Þetta vísubrot minnir á að Kristján var af Skarðsætt, en amma hans í móðurætt var Elín- borg dóttir Kristjáns Skúlasonar Magnusen, kammerráðs, sýslu- manns og alþingismanns á Skarði á Skarðsströnd. Um ætt Kristjáns Guðlaugsson- ar að öðru leyti get ég verið stutt- orður, enda hefur hún verið rakin af öðrum, sem rita um hann eftir andlát hans. Foreldrar Kristjáns voru séra Guðlaugur Guðmunds- son, lengst af prestur á Stað í Steingrímsfirði og kona hans, Margrét Jónsdóttir. Kristján Guðlaugsson lauk laganámi við Háskóla íslands 1926, en starfaði síðan lengst af við ritstjórn og margskonar lögmannsstörf. Elsti bróðir Kristjáns var Jónas Guðlaugsson, skáld, sem fæddur var 1887, en lést erlendis 1916, tæplega þrítugur. Hefur hið svip- lega fráfall þessa gáfaða og glæsi- lega sonar og bróður orðið mikið Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. áfall fyrir fjölskylduna. Fljótt var mér ljóst, er kynni okkar Krist- jáns hófust, að draumur hans hefði verið sá frá barnæsku, að helga sig því starfi sem Jónasi bróður hans entist ekki aldur til að ljúka. Kristján var ágætlega ritfær og fróður. Hann sýndi mér eitt sinn safn af ljóðum, sem hann hafði ort, og spurði um álit mitt'á þeim. Eftir að hafa færst undan um hríð og borið fyrir fákænsku mína, lauk þó svo að ég sagði eitthvað á þá leið, að hann væri prýðilega hagorður, en ekki skáld. Urðum við sammála um að það væri tvennt ólíkt að vera skáld og hag- yrðingur. Spannst út af þessu löng og skemmtileg umræða um muninn á þessum tveimur listgreinum. Þetta litla dæmi sýnir vel, hvernig lyndiseinkunn Kristjáns var. Það var t.d. næstum sama hvaða mál kom upp veturinn 1972—’73 er sameining Flugfélags íslands hf. og Loftleiða hf. var rædd á nær hundrað fundum og Kristján var stjórnarformaður Loftleiða hf. og forystumaður þeirra á fundum. Svar hans var alltaf hið sama, eitthvað á þessa leið: „Það má auð- vitað ræða málið." Að hans dómi var hreinlega barnaskapur að skirrast við að ræða mál, jafnvel þótt það sýndist í fljótu bragði ekki vera í samræmi við höfuð- stefnu eða hagsmuni umbjóðand- ans. Oft gat slík umræða þróast þannig, eftir nokkurn tíma, að hún leiddi til lausnar máls. Það var einniitt þolinmæði Kristjáns sem átti hvað mestan hlut í, að málið leystist og félögin tvö, Flugfélag íslands hf. og Loftleiðir hf., sam- einuðust 1. ágúst 1973. Ég man líka vel eftir því, að þótt við værum báðir þreyttir, er við skildum, laust fyrir miðnætti 11. apríl 1973, er samkomulag náðist í meginatriðum eftir 15 klst. fund, að gott var þá að taka í þreytta hönd Kristjáns. Óþarft var að hafa mörg orð í það skipti. Það eru kynni mín af Kristjáni þessi ár, í samningum vestan hans og austan, sem ég seint mun gleyma Yfirleitt má segja um lyndiseinkunn Kristjáns að hon- um svipar mjög til Skarðverja hinna fornu eins og Steinn Dofri (Jósafat Jónasson) lýsir þeim í viðauka um Skarðverjaætt í II bindi sýslumannaæfa; „Skarðverj- ar voru hóglátir, búhöldar góðir, friðsamir við nágranna sína og vinsælir í héraði, þeir héldu sér lítt fram, en voru þó vitrir og harðir í horn að taka ef á þá var leitað og létu lítt hlut sinn fyrir óvinum." í einkalífi sínu var Kristján mjög farsæll. Hann kvæntist 7. október 1933 Bergþóru Bryn- júlfsdóttur, tannlæknis í Reykja- vík Björnssonar og konu hans Guðrúnar Önnu Guðbrandsdóttur. Þau Kristján eignuðust tvö börn; Önnu, gifta Hauki Steinssyni, tannlækni, og Grétar Brynjúlf, lögfræðing. Ég votta að lokum eftirlifandi ekkju Kristjáns, börnum og öðrum aðstandendum samúð mína og kveð virtan vin með kærri þökk og sárum söknuði. Brynjólfur Ingólfsson. Ósk Jenný Jóhannes- dóttir — Kveðjuorð Fædd 12. febrúar 1908 Dáin 22. október 1982 „Margs er aó minnast, margt er hér aé þakka. (iudi sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. (iuð þerri tregatárin stríð.“ Vald. Briem Það er erfitt að horfast í augu við þá sorglegu staðreynd að elsku Jenný sé farin frá okkur og komi ekki aftur. Föstudagskvöldið 22. október sl. var dyrabjöllunni hringt á heimili okkar, og fyrir utan stóðu Jóhann- es, dóttursonur Jennýjar, og ein- hver ókunnur maður, sem ég hafði aldrei áður séð. Það greip mig skelfing, svo alvarlegir voru þeir, eitthvað hafði komið fyrir. Jú, það var staðreynd. Með Jóa var maður frá rannsóknarlögreglunni, hann var að tilkynna okkur að Jenný hefði látist í bílslysi fyrr um kvöldið. Þetta kom svo óvænt, al- gert reiðarslag. Maður á erfitt með að trúa slíkum harmafregn- um, en ég veit að mín elskulega tengdamóðir er í góðum höndum þar sem hún er nú komin. Ég kynntist Jennýju í október 1979. Tók hún mér eins og við hefðum alltaf þekkst, og syni mín- um Sigurði Inga tók hún eins og hann væri hennar raunverulega barnabarn. Það var yndislegt að koma til Jennýjar, hlýjan og gestrisnin var ofar öllu í fari hennar, enda fórum við til hennar eins oft og við gátum. Það var svo sérstök tilfinning að koma inn á heimili hennar. Aldrei fórum við þaðan öðruvísi en að Siggi litli fengi epli, banana eða annað góð- gæti í poka í nesti. Það voru stórar stundir í lífi hans þegar hann fékk að sofa hjá ömmu, hún var svo stórt númer í augum hans, eins og okkar hinna sem þekktu hana. Okkur fannst enginn sunnudagur vera, nema að geta komist til hennar með litlu ömmubörnin, því það gladdi hana svo mikið að fá þau til sín. Það var stórkostlegt að fá að kynnast þessari góðu konu, sem átti svo stórt hjarta og mikla hlýju að gefa, hreinlega mannbæt- andi. Að lokum bið ég Jennýju bless- unar guðs, og þakka henni allt það sem hún var okkur Snævari og börnunum. Sigrún Sigurðardóttir Viinarkveðja: Hafliði Guðmunds- son frá Siglufirði Árin líða, en tíminn er eilífur. Vinir koma og fara og skilja eftir sig spor í minningunni. Að frétta lát fornvinar, sem ætíð var hrókur alls fagnaðar, leiðir af sér ákveðna tómleikatilfinningu. En lífið hlýt- ur að halda áfram og tíminn lækn- ar öll sár. — Ég kveð góðan vin minn, Hafliða Guðmundsson frá Siglufirði, með þessu ljóði Tómas- ar skálds Guðmundssonar: „f dag feldu blómin mín bloóin sín. — (>g húmid kom óvænt inn til mín. — Jeg hjelt ad enn væri sumar og sólskin! Jeg horfdi' út um gluggann. liausLsins blær um hlíðarnar lagóist en siifurskær kom máninn upp yfír austurfjöllin. Og lindirnar skinu í Ijóma hans. í laufínu stigu geislarnir dans en silfurhljómar um hvolfín lióu. (>g sál mín hlustaói, sál mína bar yfír sumar og haust, inn í landió þar sem dagarnir sofna og draumarnir vakna. Aó augum mjer bar eina bernskusýn: í r hlámanum hófust æskulönd min, — fjarlægar strendur fjarlægra daga. Og söngurinn Ijúfí, sem sveif yfír láó, var sá, er jeg mest hafói tregaó og þráó. Jeg nam hann ungur af vörum vorsins! — Og nú kom haustió! — Á knje jeg kraup! Aó köldum veggnum jeg höfói draup, og kysti blómin, sem bliknuó lágu! —“ Sig. Hanne8son. ! Illlllíil liiillll Trésmiöjan Víðir hf. auglýsir bjóðum nýja Ifnu f húsgögnum Arkitekt Akti Taskinen Seljum meöan birgöir endast þessi vönduöu húsgögn. Viö viljum koma til móts viö ykkur og auövelda ykkur kaupin meö vægri útborgun, aöeins 10% og eftirstöðv- ar á 8—10 mán. Gjöriö svo vel og lítið inn og skoðið okkar mikla húsgagnaúrval. Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best. Trésmiðjan Víðir hf., Síðumúla 23, s. 39700. Húsgagnaverslun Guðmundar, Smiðjuvegi 2, s. 45100. Opið laugard. frá 10—3. Húsgagnasýning sunnudag frá 2—5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.