Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: Kynning á skólastarfinu — STARFSEMI Fjölbrautaskólans í Breiðhnlti verður kynnt í dag, laug- ardaginn 13. nóvember, kl. 14—17. Fólki er gefinn kostur á að fylgjast með nemendum í kennslustundum auk þess sem kór skólans og nem- endur á tónlistarbraut koma fram og skemmta gestum. Loks verða veittar upplýsingar um starfsemi dagskóla og kvöldskóla. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hóf starfsemi sína 4. október 1975 Forsíða kynningarbæklings, sem gerður hefur verið um Fjölbrautaskólann í Breiðholti. RöfmaLTi FJOLBRAUTASKOLINN BREIÐHOLTI með 221 nemanda. Aðsókn að skól- anum hefur síðan aukist jafnt og þétt og í dag er hann fjölmennasti framhaldsskóli landsins. í skólan- um er bæði dagskóli, en nemendur hans eru í árslok 1982 1254, og kvöldskóli eða öldungadeild og eru nemendur hans 522. Rétt til inn- göngu í kvöldskóla hafa þeir sem eru tvítugir að aldri eða eldri. All- ur skólinn starfar á grundvelli anna- og áfangakerfis en það gerir nemendum mögulegt að ráða námshraða sinum. Námssvið Fjölbrautaskólans eru sjö og námsbrautir sviðanna þrjátíu. Sum námssviðin veita (einhver) réttindi eftir eins eða tveggja vetra nám en stúdents- prófi sem nemendur ljúka að jafn- aði á 3V4 —4 árum má ljúka á öll- um námssviðum skólans. Námssviðin eru: almennt bók- námssvið, heilbrigðissvið, hús- stjórnarsvið, listasvið, tæknisvið, uppeldissvið og viðskiptasvið. í tilefni kynningarinnar í dag hefur verið gerður sérstakur bæklingur, þar sem saga skólans er rakin, nokkur grein gerð fyrir námssviðunum og félagslífinu lýst. INNLENT, Vistfólkið að Asi, Hveragerði, við vinnu sína. Sölusýning vistfólks að Asi, Hveragerði llveragerdi, 9. nóvember. DVALARHEIMILIÐ As í Hveragerði verður með sölusýningu, basar, sunnudaginn 14. nóvember næstkom- andi klukkan 14 að Bröttuhlið 20 (Magnahúsinu). Þar verða til sýnis og sölu munir unnir af vistfólkinu á Ási. Þessar sölusýningar eru orðnar árviss viðburður og gera þar margir góð kaup, þar eð verði er stillt í hóf. Bíða margir eftir að kaupa þar hlý og góð föt til vetrarins, því að þarna er á boðstólum úrval af lopapeys- um, húfum, treflum, sokkum, vettl- ingum og fallegum sjölum. Þá er um margs konar útsaumsvörur að velja, svo sem jóladúka, vegg- myndir, púða o.fl. Einnig eru prjón- aðar brúður og bangsar. Kennarar í Ási eru þær Unnur Benediktsdóttir og Ólöf Haralds- dóttir. Að þeirra sögn vinnur vist- fólkið mjög mikið, en þær sjá svo um allar uppsetningar og lokafrá- gang. Á síðasta ári seldi vistfólkið framleiðslu sína fyrir 40 til 50 þús- und krónur. Daglega er salan opin að Bröttuhlíð 20 milli klukkan 13.30 og 17 fimm daga vikunnar. Allir eru velkomnir að koma þangað og verzla, heimamenn og þeir, sem leggja leið sína um Hveragerði. — Sigrún. Bazar Húsmæörafélagsins HÚSMÆÐRAFÉLAG Reykjavík- ur heldur árlegan bazar sinn að Hallveigarstöðum á sunnudag og hefst hann klukkan 14. í fréttatil- kynningu, sem borizt hefur segir, að meðal muna á bazarnum megi nefna ullarfatnað, prjónuð leik- föng, svuntur og ýmiss konar jóla- handavinnu að ógleymdum lukku- pokum. Húsmæðrafélag Reykja- víkur styrkir ýmis góð málefni og mun svo einnig verða að þessu sinni. s Ólympíunefnd íslands stillti happdrættisbifreiðum sinum upp á Lækjartorgi í gær til þess að minna á að nú fer hver að verða síðastur til að gera skil á miðum sínum til þess að eiga möguleika á að hljóta eina af þessum 12 bifreiðum, sem í boði eru. Dregið verður í happdrættinu á mánudag. Morgunblaðið/Emilia NEMENDAFÉLAG Flensborgar- skólans býður Hafnfirðingum í matsal skólans klukkan 15 í dag, i tilefni þess, að lokið er við innrétt- ingu nýs mötuneytis fyrir nemcnd- urna. Á boðstólum verða kaffi og pönnukökur. Nemendafélagið sótti til bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar um fjár- veitingu til að koma upp mötun- eyti fyrir nemendur og að sögn Jóns Páls Baldvinssonar, for- manns nemendafélagsins, veittu bæjaryfirvöld 50 þúsund krónur Mjólkurdagar 1982 verða um helgina NÚ UM helgina verða „Mjólkurdagar 1982“ haldnir í húsi Osta- og smjörsöl- unnar sf., Bitruhálsi 2. Þetta verður fjölbreytt sýning á mjólkurréttum og mjólkurvörum. Slíkir dagar hafa verið haldnir hér á landi nær árlega í 10 ár, eða allt frá því að fyrsta Mjóikurdags- nefndin var stofnuð. Sú nefnd er skip- uð fulltrúum ba-nda og mjólkuriðnað- arins. Tilgangur mjólkurdaganna er fyrst og fremst sá að vekja athygli á mjólk og mjólkurvörum, og þá kannski sérstaklega nýjungum. Húsið verður opið frá kl. 13.00—20.00 á laugardag og sunnudag. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu síðastlið- inn þriðjudag, þar sem skýrt var frá setningu kirkjuþings og talin upp nöfn þeirra látinna, sem biskup landsins minntist í upphafi þings- ins, misritaðist nafn Helga Rafns Traustasonar, fyrrverandi kaupfé- lagsstjóra. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessu. Á kynningunni nú verða sýnd fjögur veisluborð: hlaðborð, kvöld- verðarborð, síðdegiskaffiborð og „partý-borð“. Á þessum borðum verða fjölbreyttir veisluréttir úr mjólkurafurðum. Uppskriftir af þessum réttum eru í bæklingi sem gefinn hefur verið út í tengslum við „Mjólkurdaga 1982“. Bæklingurinn er skrifaður af húsmæðrakennurum sem starfa hjá Mjólkursamsölunni og Osta- og smjörsölunni, en þær hafa ennfremur gert alla þá rétti sem í honum eru kynntir og sýndir á veisluborðunum. Þá verða aðrir tveir hæklingar kynntir þessa daga; annar bæklingurinn er með ýmsum réttum úr skyri, en hinn er með uppskrift- um þar sem notaður er skafís. Margt fleira verður á sýningunni. Mjólkurdagsnefnd hefur nýlega látið gera tvær kvikmyndir um mjólk og mjólkuriðnað og verða þær frum- sýndar. Það er Framsýn hf. sem tók þessar myndir og í þeim er brugðið upp helstu þáttum mjólkurfram- leiðslunnar og síðan vinnslunni í mjólkurbúunum. Þá verða ýmsar nýjungar kynntar. Á markaði hér á landi eru nú yfir 200 mismunandi mjólkurvörur, en þrátt fyrir það eykst fjölbreytnin sí- fellt. Kynntir verða tveir nýir ostar frá mjólkursamlaginu í Búðardal, „Yrja“ og „Brie“. Einnig rjómaostar með nýjum bragðefnum. Þarna verða á boðstólnum nýjar ístegundir og margar tegundir af ídýfum. Það verður gerð könnun á því á sýning- unni hvaða ídýfa gestum finnst best. Þá fá þeir sem vilja tækifæri til að bragða á mörgum tegundum osta. Mjólkurvörumarkaður verður starfræktur af miklum krafti. Þar verða seldir kynningarpakkar með úrvali af mjólkurafurðum. Þeir eru á sérstöku tækifærisverði. Auk þess verður í gangi heilmikil hlutavelta, með margvíslegum vinningum, allt frá „mysupinnum" upp í stærðar osta. til framkvæmdanna með því skil- yrði, að nemendur legðu sitt af mörkum líka. Nemendafélagið annaðist svo smíðavinnu, sem nú er lokið, og verður mötuneytið vígt í dag með boðinu til bæjarbúa. Framkvæmdin fólst í stækkun matsalar og gamall kyndiklefi var innréttaður sem eldhús og af- greiðsla. Tannbursta- sala til styrkt- ar öldruðum Tannburstasala er ein af helstu tekjuöflunarleiðum Lionsklúbbs- ins Fjölnis í Reykjavík á þessu ári og verður lokaátak Fjölnismanna í tannburstasölunni nú um helgina. Ágóði fer allur til stuðnings öldr- uðum og til ýmissa líknarmála, segir í frétt frá Fjölni. Sá stuðningur sem Fjölnismenn standa fyrir með þessum hætti er yfirleitt veittur til ýmislegra að- stöðubóta, í búnaði og tækjum, segir ennfremur í fréttinni. Þessar konur eru húsmæórakennarar sem starfa hjá Mjólkursamsölunni og Osta- og smjörsölunni. Þær eru þarna með sýnishorn af nýjum ostategundum og skyrtertu. Frá vinstri: Dómhildur Sigfúsdóttir, Sigríður Hróðmarsdóttir og Benedikta Voge. Ragnar Lár sýnir í Gallerí Lækjartorgi RAGNAR Lár opnar sýningu í Gallerí Lækjartorgi í dag og eru á sýningunni 35 myndir, unnar í olíu, vatnsliti og túss. Ragnar Lár hélt sína fyrstu sýningu í Ás- mundarsal 1956, en hann er nú búsettur á Akureyri og starfar eingöngu við myndverk og mynd- skreytingar. Á meðfylgjandi mynd er Ragnar Lár við eitt verkanna á sýningunni í Gallerí Lækjartorgi. Flensborgarskóli Hafnarfirði: Nemendur vígja nýtt mötuneyti — bjóða bæjarbúum í kaffi og pönnukökur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.