Morgunblaðið - 13.11.1982, Side 13

Morgunblaðið - 13.11.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 13 Ritsafn Sverris Kristjánssonar HJÁ Máli og menningu er komið út annað bindi Ritsafns Sverris Krist- jánssonar, en fyrirhugað er að gefa út úrval af verkum hans í.fjórum bindum. Ritgerðirnar í þessu bindi eru um íslenska sögu og félagsfræð- ileg efni. Fyrstu ritgerðirnar fjalla um sögu 19. aldar og Jón Sigurðs- son, en meginefnið er um sögu þess- arar aldar, menn og málefni, og ber þar hæst greinar um verkalýðsmál og samtök alþýðunnar. Á bókarkápu segir m.a.: „Þessar greinar eru flestar styttri en greinarnar í fyrsta bindinu og þær eru persónulegri, þar sem hann fjallar um menn og málefni sem hann þekkir af eigin raun, sem hann hefur barist fyrir eða barist á móti. Hér kynnumst við mati hans á því sem gerist í íslensku þjóðfélagi sem hefur hamskipti á nokkrum áratugum, frá Benedikt á Auðnum til Benna í leyniþjón- ustunni, hugleiðingar um þjóðfé- lagið og skáldið, en jafnframt um söfnun og varðveislu íslenskra söguheimilda. Hér er því litið um öxl til Iiðinnar aldar, lifað með á Sverrir Kristjánsson líðandi stund og horft fram á veg til komandi tíma.“ Aðalgeir Kristjánsson, Jón Guðnason og Þorleifur Hauksson sáu um útgáfu bókarinnar, sem er 287 bls., prentuð og bundin í Hól- um. Skátafélagið Kópar heldur hlutaveltu til styrktar félagsstarfsemi sinni sunnudaginn 14. nóv. kl. 14.30 í Hamraborg 1, Kópavogi. Á hlutaveltunni verður fjöldi vinninga, Ld. innanlandsferðir, reiðhjól, gastæki, ábreiður, fatahreinsanir, klippingar, myndatökur o.fl. Engin núll. Einnig verður köku- sala á staðnum. AUKIN TRYGGINGAVERND BÆNBAÁN IÐGIALDSHÆKKUNAR RT'TFF! FHDTTJ? EIN TRYGGING1STAÐ MARGRA Samvinnutryggingar hafa nú aukið gildi Hey- og búfjár- tryggingarinnar og bjóða nú nýja samsetta brunatryggingu fyrir bændur í hefðbundnum búgreinum. Hún veitiraukna tryggingavernd og tryggir nú allt í senn: búfé, fóður og tæki (ökutæki þó undanskilin). Kostirnir eru augljósirþví miklir fjármunir eru bundnir í tækjum sem eru mjög oft ótryggð og fást því ekki bætt er tjón verður. IÐGJALDSTAXTINN LÆKKAR Um leið og gildi tryggingarupphæðarinnar eykst lækkar ið- gjaldstaxtinn þannig að útgjaldaaukning verður engin fyrir bóndann. KYNNIÐ YKKUR ÞESSA AUKNU TRYGGINGAVERND HJÁ NÆSTA UMBOÐSMANNI. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411 UMBOÐSMENN UM LANDALLT 3 3 VÉLASÝNING HJÁ ISELCO hefur sýningu í húsakynnum sínum aö Skeifunni 11/D, 108, Reykjavík, laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. nóvember kl. 1—5 e.h., og áfram mánudaginn 15. — föstudagsins 19. nóvember á venjulegum opnunartíma kl. 9—12 f.h., og 1—5 e.h. Á sýningunni verða sérstaklega kynntar trésmíðavélar frá LASM og GRIGGIO, Ítalíu. Einnig sýnum við loft- og rafmagnshandverkfæri frá Desoutter, ELU o.fl. Þetta er gott tækifæri til að kynnast góðum og hentugum vélum fyrir tréiönaöinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.