Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1982 15 Nýtt jólakort frá Asgrímssafni JÓLAKORT Asgrímssafns 1982 er komið út. Það er prcntað eftir vatnslitamyndinni Hver í Námafjalli í Mývatnssveit. Myndin, sem var máluð 1951, er nú til sýnis á haust- sýningu safnsins. Kortið er í sömu stærð og fyrri listaverkakort safnsins (16x22 sm) og er með íslenskum, dönskum og enskum texta á bakhlið. Grafik hf. offsetprentaði. Listaverkakortið er til sölu í Ásgrímssafni, Berg- staðastræti 74, á opnunartíma þess, sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13.30—16.00 og í Rammagerðinni, Hafnar- stræti 19. Basar- og kaffisala Kvenfélags Kristskirkju MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi: „Á morgun, sunnudag- inn 14. nóvember, mun Kvenfélag Kristskirkju (Paramentfélagið) halda bazar og kaffisölu í Landa- kotsskólanum. Hefst það kl. 14.30. Þetta er orðinn árlegur viðburð- ur í starfsemi félagsins. Þar verða á boðstólum ýmsir góðir munir sem hægt er að nota til jólagjafa og verða þeir seldir á mjög hagstæðu verði. Einnig verða seldir lukkupokar og potta- blóm, og svo geta menn gætt sér á kaffi og gómsætum kökum. Vildi ég því hvetja alla til þess að koma og styrkja málefni kven- félagsins, og ég bið þess að algóður Guð megi styrkja starfsemi þess. Séra Ágúst K. Eyjólfsson, sóknarprestur." í alþjóðaviðskiptum. Sjávarútveg- urinn hefir margoft varað við margvíslegri óarðbærri fjárfest- ingu á undanförnum árum og hvatt til aðhalds í þeim efnum, en þær aðvaranir hafa því miður ekki fengið hljómgrunn, fyrr en e.t.v. nú. Sú stefna, sem ráðið hefir í þessum efnum, hlýtur að vera velflestum, sem í sjávarútvegi starfa, verulegt áhyggjuefni. Yfirráð íslendinga yfir fiski- miðunum umhverfis landið eiga, ef rétt er á haldið, að geta leitt til hagkvæmari nýtingar og lægri til- kostnaðar við veiðarnar en áður. Margt bendir því miður til þess, að stækkun flotans og óhjákvæmi- legar veiðitakmarkanir hafi haft gagnstæð áhrif og tilkostnaður fari fremur vaxandi en hitt. Þetta er mjög óæskileg þróun, sem sjáv- arútvegurinn verður að hamla á móti, þar sem hún hlýtur beint og óbeint að bitna á rekstursafkomu fyrirtækjanna. Athyglisvert er, að á síðasta ári jókst fjárfesting atvinnuveganna um 6%, og varð aukningin einna mest ! fiskiskipaflotanum, og svo mun vætnanlega einnig verða á þessu ári, þrátt fyrir ítrekuð and- mæli samtaka sjávarútvegsins gegn frekari fjárfestingu í nýjum fiskiskipum. Leggja verður áherzlu á, að í framtíðinni verði stefnt að sem beztri samræmingu milli sóknargetu fiskiskipastólsins og afrakstursgetu fiskistofnanna. Það þýðir óhjákvæmilega, að næstu árin verður að takmarka verulega nýsmíði fiskiskipa og stefna að hóflegri endurnýjun, þannig að um sinn dragist heild- arafköst hans nokkuð saman frá því sem nú er. Lánafyrirgreiðsla Fiskveiðasjóðs og annarra sjóða þarf að miðast við þá tryggingu, sem skynsamleg fiskiveiðistefna og þar með stöðugri og jafnari af- rakstur fiskiskipastofnanna hefir í för með sér, en ekki hugsanlega verkefnaþörf íslenzks skipasmíða- iðnaðar. Á hinn bóginn er full þörf á að gera ýmsar endurbætur til auk- innar framleiðni og betri rekstr- armöguleika hjá fiskvinnslunni, en að undanförnu hefir fiskvinnsl- an verið í algjöru lánsfjársvelti. Eins og ávallt áður, þegar þjóð- in hefir staðið frammi fyrir mikl- um efnahagslegum vanda, verða atvinnuvegunum settir harðir kostir, þegar að því kemur að leysa þennan vanda. Slíkt er engin nýlunda. Það er því mikilvægt, að þær ráðstafanir, sem gerðar verða, miði að því að treysta af- komu fyrirtækjanna til lengri tíma og atvinnugrundvöll þeirra sem í sjávarútvegi starfa. Sjávar- útvegurinn er og mun verða um langa framtíð höfuðstoð íslenzks efnahagslífs. Þessa stoð verður að treysta svo, að þjóðin geti byggt á henni áframhaldandi batnandi lífskjör. Mikil aukning á íslands- ferðum Bandaríkjamanna Kandaríkjamanna hingað til lands í framhaldi af kynningarherferð Ferða- málaráðs og fleiri aðila á íslandi í Bandaríkjunum. Að sögn Heimis Hannessonar, formanns Kerðamála- ráðs, varð til dæmis 13% aukning á ferðum Randaríkjamanna hingað til lands á þessu ári fram til 1. september, miðað við árið áður. Þessa aukningu sagði Heimir vera því athyglisverðari, þegar þess væri gætt að á sama tíma jukust ferðir Bandaríkjamanna til ann- arra Evrópulanda aðeins um 4%: Þessa þróun sagði Heimir mega merkja á nánast öllum sviðum er snertu ferðamannastraum Banda- ríkjamanna til íslands og fyrir- spurnir Bandaríkjamanna um ís- land. Fram til 1. september sl. miðað við sama tíma í fyrra varð til dæmis 50% aukning á ferðum í svonefndum „pakkaferðum“ þar sem fólk kaupir í einu lagi ferðir, hótel, fæði og skoð- unarferðir. Þá varð 90% aukning á bréfum þar sem óskað var upplýs- inga um ísland og íslandsferðir, og um 30 til 40% aukning varð á öðrum fyrirspurnum. „Við teljum þessa aukningu í beinu framhaldi af kynningarher- ferð okkar vestanhafs," sagði Heim- ir, „og ég tel að rétt sé að halda áfram á sömu braut. Þróunin hefur verið mjög jákvæð, og þess er einnig að geta að enn eru ekki komin fram áhrif Skandinavíusýningarinnar og ferð forseta íslands til Bandaríkj- anna. DÖMU GARÐURINN _____opnar í Aóalsöæti 9 Erla Ólafs hefur opnað nýja kvenfataverslun í Aðalstræti 9. Erla er reyndar eiginkona herra Garðars í Herragarðinum, þannig að það kom aðeins eitt nafn til greina á nýju búðina: __________ Dömuaarðurinn. _______________ Dömugarðurinn er fullur af fötum og skóm fyrir dömur á öllum aldri. Fötum sem ekki eru valin af handahófi, heldur fengin hjá virtustu og frægustu fataframleiðendum heims. Meðal beirra eru: Cl, ristian Di íor Cristian Dior Paris, óumdeilanleoa eitt þekktasta merkið í tískuheiminum. Við verðum með Dior kvenskó í mjög góðu úrvali. Jaeqer, klassískar vörur sem aldrei verða gamlar. Jaeger er sérstaklega þekkt fyrir úrvals ullarvörur og frábæra hönnun. _______damel hechter_„ DanielHechter bekktur tískukóngur í París sem gjarnan fer ótroðnarslóðir. í Dömugarðinum verður áherslan sem sagt á vönduðum fatnaði, framleiddum úr úrvals efnum eftir fyrirsögn færustu fatahönnuða. Erla hefur fengið til liðs við sig sem verslunarstjóra Svölu Haukdal og saman eru þær ákveðnar í að veita viðskiptavinum sínum bestu biónustu í bænum. Aðalstræti 9-Sími 16600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.