Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 17. nóvember — Bls. 49—80 Mvndin er tekin fri húsinu í Aurdal, þar sem Hamsun skrifaði Viktoríu. Á henni sést yfir Valdres og hið fagra útsýni sem skáldið hafði. Ingólfur Johannessen tók myndina sumarið 1981. Á myndinni er skáldið Jul Haganæs sem skrifar bókina um llamsun. Á grónum götum Hamsun í Aurdal Snemma dags, vorið 1898. Á pósthúsinu í Árdal sit- ur Erik Frydenlund og les sundur póst dagsins. Eitt er til hans. Nafnið er skrifað fíngerðri rithönd og hann þekkir þessa skrift. Bréfið er frá Knut Hamsun. Erik les: „Það er ekki ósennilegt, að ég drífi í að gifta mig þann 13. maí. (Ef ekki þá, verður það ekki fyrr en 13. júni.) í öllu falli ætla ég að gifta mig fljótlega. Svo að nú er um að ræða að finna bráðabirgða- dvalarstað fram á haustið. Heldur þú, að slíkan stað sé að finna í Árdal? Eins og þú skilur, ætla ég að taka konuna með. Ég vil ekki vera á hóteli, því að ég ætla sem sé að vinna. Ég var að hugsa um, hvort ÞÚ gætir og vildir hýsa okkur. Þú hefur án efa húsnæði og mat fyrir tvo til viðbótar og við munum borga þér það sem þú set- ur upp — ég segi þetta í fullri hreinskilni og af alvöru. Konan er afskaplega elskuleg og falleg, lítil og kát og alltaf ánægð og vill ekk- ert umstang, það get ég fullvissað þig um.“ Hvar fá þau svo inni, rithöfund- urinn og brúður hans í Árdal? Ég ímynda mér, að móttakanda bréfsins hafi hlýnað um hjarta- rætur við tilhugsunina um að hitta nú aftur vin sinn og hugsað gott til glóðarinnar að hann og kona hans yrðu gestir á heimili hans. Samt varð það ekki svo í þetta skiptið. Fyrir valinu varð Onstadsmarken, lítill bær undir snarbröttum fjallshlíðunum. Þar bjuggu hjón, sem þeir báðir Fryd- enlund og Hamsun litu á sem góða vini. Berendine Hermane de Jong og Jul Haganæs. Þau hafa verið gift í sjö ár, þegar hér er komið sögu. Og eiga þrjú börn, einn dreng og tvær telpur. Draumur breiðir út vængina. Ég sé skáldið og konu hans, Bergljótu, fyrir mér, þegar þau koma til Onstadsmarken. Þau eru falleg hjón. Golan þýtur í laufkrónum trjánna í fjallshlíðinni. Gróður- angan líður fyrir vit mér. Öðru hverju fer titringur um linditrén og aspirnar við húsið á Onstads- marken. Kvöldið er milt og Ber- endine hefur lagt á borðið úti á flötinni. Hún ber fram allt það bezta sem hún og heimilið eiga. Og allir eru í hátíðarskapi og spari- búnir. Létt og ungæðisleg stemmning rikir og hópurinn er kátur. Endur- minningar frá fyrstu dvöl skálds- ins í Árdal eru rifjaðar upp. Það eru nú orðin þrettán ár, síðan hann kom hingað i fyrsta skipti. Þá var hann sjúkur af þreytu og vonbrigðum, uppgefinn af basli og streði, sem engan árangur virtist ætla að bera. í Ameríku hafði honum verið sagt, að hann væri haldinn bráðdrepandi berklum, svo að hann hélt heim til Noregs til að deyja. En í Kristjantu leitaði hann til annars læknis, sem tjáði honum, að þessi niðurstaða bandaríska læknisins væri alröng, hann þyrfti fyrst og fremst að hvíla sig og safna kröftum. Þá hafði Hamsun leitað til Árdals, meira fyrir tilviljun, að því er virðist. 1 Árdal bjó hann um sig á pensjónati sem Kari Frydenlund, móðir Eriks, rak árum saman. Hann dvaldi það sinnið í Árdal á annað ár, eignaðist þar vini, sem hann hélt tryggð við allar götur upp frá þessu. Vináttan við Erik Frydenlund varð honum sérstak- lega dýrmæt. Og í Árdal hafði hann einnig komizt í kynni við ýmsa sem síðar hafa ugglítið birzt í ýmsum verka hans í einni mynd eða annarri. Þetta var Hamsun góður tími og Knut Hamsun Myndin tekin um svipað leyti og hann kom í fyrsta skipti til Aur- dal. Kafli úr bók Jul Haganæs um dvöl rithöfundar- ins á Onstads- marken þegar hann skrifaði Viktoríu hann minntist þess þetta kvöld. Enn var þá hægt að spjalla rólega bak við limgerðið þar sem þjóð- vegurinn liggur nú. Og enn áttu margir dagar eftir að hverfa inn í stjörnunæturnar áður en tæknin umbylti þessu byggðarlagi. Enn er tími og rúm fyrir kyrrð- ina. Kyrrðina og drauminn. Og skáldið sem situr hér með konu sinni og í vinahópi, er sem fyrr hinn framandlegi ókyrri fugl. Skáldblómin eiga sér ból í hugar- fylgsnum hans. Vængir draumsins lyfta honum frá skrafinu við kaffiborðið og bera hann inn í land hugarflugsins, þar sem hann hittir herragarðsdótturina Vikt- oríu og Jóhannes, son malarans. Þau nálgast hann. Hann bærir á sér, eirðarlaus á hvítmáluðum garðbekknum. Hann heyrir radd- blæ þeirra, hann finnur skógar- ilminn sem umlykur hann ... Það er hér sem hún mun verða til, hin fræga bók um Viktoriu. Hann fær rúmgott herbergi á annarri hæð. Þar getur hann setið og unnið að prósaljóðinu sínu uin ástina. Þegar hann lítur upp, bein- ir hann sjónum út um gluggann, þar sem golan þýtur í öspinni. Og gerir enn, nú áttatíu árum síðar. Draumurinn sviptir burt blæju áranna og ég sé skáldið fyrir mér, hvar það situr. Hann er í sínum eigin heimi og setningar og orð óma innra með honum. Eins og áður er getið, áttu afi minn og amma þrjú börn, þegar Hamsun og kona hans voru gestir þeirra sumartíð. Gertrud var yngst. Júnídag einn 1974 kom Ger- trud í heimsókn til okkar og sagði mér þá ýmislegt, sem ég skrifaði niður og varð síðan kveikjan að þessari bók. Þó Gertrud væri ósköp lítil, þeg- ar Hamsun var hér og festi drauminn um Viktoríu á pappír-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.