Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982
65
Aldarmiiming Jóhann-
esar Friðlaugssonar
Bókmenntír
Jóhann Hjálmarsson
Gróin spor
Jóhannes Friðlaugsson.
Aldarminning.
Teikningar eftir Hring Jóhannesson.
Útgefandi: Jóna Jakobsdóttir og
börn. 1982.
Sumar bækur koma skemmti-
lega á óvart. Ein slíkra bóka er
nýkomin út og nefnist Gróin spor,
gefin út í aldarminningu Jóhann-
esar Friðlaugssonar, kennara og
bónda í Haga í Aðaldal.
Ég skal játa að ég hafði aldrei
heyrt Jóhannesar Friðlaugssonar
getið þegar ég hóf lestur Gróinna
spora. Engu að síður komu út eftir
Jóhannes nokkrar bækur, einkum
dýra- og jólasögur. I inngangi ger-
ir Andrés Kristjánsson grein fyrir
efni bókarinnar: „Það sjónarmið
réð mestu um valið, að yfírsýn
fengist um það sem hann skrifaði,
fremur en þar væri að finna allt
hið besta sem hann ritaði. Hér er
því ekki um strangt úrval að ræða
í þeim skilningi heldur nokkur
sýnishorn. Þess vegna eru hér
sundurleitir efnisþættir — dýra-
sögur, smásögur, greinar, erindi
og ljóð.“
Smásögur Jóhannesar eru í
anda raunsæisstefnunnar, lýsa
samúð með lítilmögnum, erfiðu
hlutskipti þeirra sem fátækir eru,
einstæðingum, ungum og gömlum
sem eiga í vök að verjast. Yfir-
skrift sögunnar Steinmóður gamli
er dæmigerð fyrir Jóhannes: „Það
sem þér gerið einum af yðar
minnstu bræðrum, það gerið þér
mér.“
Sögurnar eru einkum við hæfí
barna, fást sjaldan við fíókin
vandamál, en í einfaldleik sínum
og hjartahlýju birta þær okkur sí-
gild sannindi.
Steinmóður gamli segir frá
gömlum bláfátækum hjónum sem
taka að sér stúlkubarn sem hefur
misst foreldra sína og ekkert ann-
að biður en fara á sveit. í Englun-
um færir boðskapur jólanna móð-
ur veiks drengs vissuna um að
honum muni batna. í Einstæð-
ingnum er það lítil stúlka sem tel-
ur það meira um vert að heim-
sækja gamlan mann og vera hjá
honum á jólunum en fara til
kirkju með hinu fólkinu. Bjarney
I’étur Gunnarsson
Punktar gefa
út bók
eftir Pét-
ur Gunnarsson
BÓKAUTGÁFAN Punktar gefur it
skáldsöguna Persónur og leikendur
eftir Pétur Gunnarsson.
Persónur og leikendur er
sjálfstætt verk í flokki sem hófst
með Punktur punktur komma
strik og Ég um mig frá mér til
mín.
Sögusviðið er ísland undir lok
viðreisnaráratugarins.
Persónur og leikendur er fjórða
bók Péturs Gunnarssonar, 160 bls.
og fæst bæði innbundin og heft.
Myndskreyting eftir Hring Jóhannesson við þittinn Hvítabjarnaveiðar i
Þingeyjarsýslum. Úr bókinni Gróin spor eftir Jóhannes Friðlaugsson.
Jóhannes Friðlaugsson
litla í samnefndri sögu og Freyr
sem hermt er frá í Stórhríðinni
eru bæði hetjur hversdagsins,
hvort með sínum hætti.
Um dýrasögur Jóhannesar segir
Andrés Kristjánsson: „Þar fer
saman afar næm skynjun, ástríki
á dýrum og hugtækur frásagnar-
háttur sem ratar beint að hjarta
lesandans. Hann segir oftast frá
dýrum sem hann þekkir úr ís-
lenskri náttúru og söguefnið vafa-
lítið ósjaldan úr reynslusjóði hans
sjálfs eða sögumanna sem hann
þekkir. Þessar sögur eiga sér jafn-
an þríþættan tilgang. Þær eiga að
vera skemmtun lesendum, vekja
ást og umhyggju fyrir dýrum og
náttúru landsins og auka þekk-
ingu á söguefninu.“
Mest dýrasagnanna er Hreinn
konungur. Þar segir frá ævi og ör-
lögum hreinkáifs sem siðar verður
stór og glæsilegur tarfur og kjör-
inn til forystu hjarðarinnar. Að
lokum fellur hann fyrir veiði-
mönnum, sem með hjálp hunda og
vopnaðir hnífum leggja til atlögu
við hreindýrahjörðina.
Hreinn konungur er átakanleg
saga og nýtur þekkingar höfund-
arins á lífsbaráttu hreindýra og
umhverfi þeirra.
í öðrum dýrasögum Jóhannesar,
eins og til dæmis Hörmulegri
heimkomu, er lýst miskunnarleysi
manna gagnvart dýrum.
Svo eru sögur þar sem Jóhannes
glímir við hina myrkari þætti
mannlífsins eins og Guðrún
gamla, Sonahefndin og Við arin-
eldinn, en sú saga bendir til þess
að hann hefði getað náð góðum
árangri í gerð slíkra sagna.
í Grónum sporum eru einnig
dæmi um þjóðlegan fróðleik:
Hreindýraveiðar í Þingeyjarsýslu
á 19. öld, Hvítabjarnaveiðar í
Þingeyjarsýslum og Björgun Jóns
Guttormssonar.
Sérstakur fengur er í þættinum
um hvítabjarnaveiðar, þar er
miklu og forvitnilegu efni safnað
saman og þvi gerð ítarleg skil.
Málfar og frásagnarstíll Jó-
hannesar Friðlaugssonar er af
þjóðlegri rót og ber vandaðri
sveitamenningu vitni.
Ljóðasýnishornin sýna hag-
mælsku Jóhannesar, en ekki það
aö skáldskapur í bundnu máli hafi
átt við hann.
Gróin spor er með teikningum
eftir Hring listmálara, son Jó-
hannesar, og eiga þær sinn þátt í
að gera þessa bók sérstaklega að-
laðandi. Geðfellt er allt sem í
henni er að finna. Bestu sögurnar
eru skáldskapur sem vert er að
gefa gaum.
Jóhann Hjálmarsaon
i
Með Ajax þyottaefiii
verður misliti þvotturinn alveg
jafii hreinn og suðuþvotturinn.
1. Skjanna-hvítur suðuþvottur
Ajax þvottaefni inniheldur virk efni sem ganga alveg
inn í þvottinn og leysa upp bletti og óhreinindi strax
í forþvottinum. Þannig eróþarft að nota sérstök for-
þvottaefni.
2. Tandurhreinn mislitur þvottur
Ajax þvottaefni sannar einnig ótvíræða kosti sína á
mislitum þvotti, því að hin virku efni vinna jafn vel
þó að þvottatíminn sé stuttur og hitastigið lágt.
Þvotturinn verður tandurhreinn og litimir skýrast.
3. Gegnumhreinn viðkvæmur þvottur
Viðkvæmi þvotturinn verður alveg gegnumhreinn
því að hin virku efni vinnna jafnvel, þó að hitastig
vatnsins sé lágt. Blettir og óhreinindi leysast því
vandlega upp. Ajax þvottaefni hentar því öllum
þvotti jafnveí ...
Effektivt vaskepulver
til ajle vaskeprogrammer
Lágfreyðandl Ajax þýðir: gegnumhreinn þvottur með öllum þvottakerfum.