Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 23

Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 71 En í sumum köflum Landnámu koma fram sjónarmið höfðingja 12. og 13. aldar til jarðeigna og tekna af þeim. Þetta kemur einna skýrast fram í landnámi Skalla- Gríms og á Snæfellsnesi. Langt mál væri að rekja það. Skilgreining Landnámu á jarð- eignum landsins er mjög miðalda- leg. Sjónarmið hennar er að telja fram sem skýrast tíundarein- ingarnar sem skatturinn var lagð- ur á. En kerfið er í fullu samræmi við það, sem tíðkazt hefur í land- inu um aldir. Jörðum var ekki skipt nema túnum og engjum, annað var óskipt. Höfuðból og stórjarðir á Suðurlandi veltu að nokkru tíundinni yfir á hjáleigu- menn. Torfuskipulagið sunnlenzka var notað í þessum greinum. Þegar landið komst undir Nor- egskonung, fóru Sunnlendingar tiltöiulega betur út úr skattinum til konungs en aðrir landsmenn. Skipulag þeirra var fastara, ein- ingarnar voru færri. Vísir að þessu var í fleiri héruðum, og eru þau einkennd af skipulagi þriggja hreppaþinganna, sem var félags- form úr forna sunnlenzka þjóðfé- laginu, áður en tíundarlögin voru lögleidd. En það er margt jákvætt í bók Haraldar Matthíassonar, Landið og landnáma. Hann mótar hana mjög af sjónarmiðum Ferðafélags Islands og verður hún því á stund- um nútimaleg um of. Mörg örnefni og staðarheiti í Landnámu hafa breytzt og það svo að sum eru óþekkjanleg. Á stundum tekst Haraldi mjög vel að leysa úr þessu. Hugmyndafræði Haraldar um mörg atriði Landnámu er mjög blönduð sagnfræði, staðfræði og málfræði. Þetta fer oft mjög vel saman. Staðarlýsingar hans eru margar mjög snjallar og hug- myndir hans um atriði sem aðrir hafa ekki komið auga á. Ég vil þar nefna skilgreiningu hans á Bárð- argötu og ferð Gnúpa-Bárðar suð- ur í Fljótshverfi. Þar kemur fram sérþekking hans á ferðalögum og öræfum landsins. Lýsingar hans á öræfum á miðhálendinu milli Norður- og Suðurlands eru fremur góðar, en ekki er ég alveg sammála honum um eignarréttinn á Auðkúluheiði. En eignarrétturinn á landinu í Árnesþingi fyrir innan Hvítá er réttur í skilgreiningu hans. En hins vegar kemur hann ekki auga á mismuninn á eignarrétti afréttanna, annarsvegar á svæð- inu milli Ytri-Rangár og Hvítár í Árnessýslu og landsins fyrir utan Hvítá, sem er í eigu stærstu jarð- anna við fjallgarðinn. Þessi skil- greining á örugglega upptök sín í fyrsta eignarrétti á landinu. Ég efast ekki um, að áfram verður haldið að rita um Land- námu, rannsaka hana og kanna. Margar heimildir í sambandi við hana eru enn ókannaðar. En hitt er ég líka viss um, að bók Harald- ar Matthíassonar verður alltaf álitin brautryðjendaverk í sam- bandi við staðfræði Landnámu og fleiri atriði snertandi hana. Ef til vill er það merkast við bók Har- aldar, að hann hefur sjáifstæða skoðun á verkinu og bregður hvergi af þeirri leið. Hann notar við rannsóknir sínar nýjar aðferð- ir með því að kanna sögustaði sjálfur. I því er mikill kostur, ferskur og heillandi. Lýsingar hans á landinu, sögustöðunum og leiðum, eru hrífandi. Málsnilld hans er mikil og stíll hans fagur og jafn í kunnáttu máls og fegurð- ar frá upphafi til endis. Bók hans er fagurt vitni um kostgæfni og sérstaklega góð vinnubrögð. Að lokum vil ég óska Haraldi, vini mínum, til hamingju með þessa fallegu og vel gerðu bók. Ég veit, að hann hefur reist sér minn- isvarða í garði íslenzkra fræða, óbrotgjarnan. Bókin, Landið og landnáma, er bezta ritið sem gert hefur verið um staðfræði í fornrit- um okkar. Allir munu virða það og viðurkenna. íslenzk alþýða mun lesa þessa bók, nema af henni mikinn fróðleik, kanna hana og skilja. Hún er merkur menning- arviðburður í íslenzkri bókaút- gáfu. yj fix Ný sending Vinsælu dönsku leöurinniskórnir aftur fáanlegir Hagstætt verð. Póstsendum. GEÍSÍP H Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. Albert Margrét Laugardaginn 20. nóvember veröa til viðtals Albert I^Guðmundason og Margrét 8. Einarsdóttir. Geturðu ímyndaó þó*moigun ánM •TSé&fS Pá geturðu eins vel ímyndað þér allan gang heimsmálanna eins og þauleggjasig t.d.ástandið í Póllandi,síðustu fréttir af átökum ráðamanna í austri og vestri um eldflaugar í Evrópu, stöðuna í olíulöndunum í Mið-Asíu, mis- réttið í Afríku o.s.frv. ímyndaðu þér líka hvað er að gerast heima fyrir, hvenær sláum við næsta verð- bólgumet, hver er staða frystiiðnaðarins, hvað kostar ein pylsa með öllu eftir síðustu hækkun, hvað er að gerast að tjaldabaki í stjórnmálunum. Svo skaltu ímynda þér eitthvað skemmti- legt: veistu t.d. hvaða nýjustu kvikmyndir er verið að sýna, hvaða sýningar og tónleikar eru væntanleg, hvaða íþróttaafrek voru unnin í gærkvöldi, hvernig stjörnuspáin þín er í dag, hvað allt forvitnilega fólkið er að aðhafast....? Geturðu ímyndað þér morgun eða jafnvel heilan dag án Moggans? Óskemmtileg tilhugsun, ekki satt? rSgjk V

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.