Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Sierra heitir sá nýjasti frá FORD Straumlínulaga Ford-menn segjast hafa haft það að leiðarljósi, að framleiða rúmgóðan fjölskyldubíl, sem væri jafnframt straumlínulaga Mælabordið er „samþjappað", þannig að stjórntæki og eyðslugrannur. Þeim hefur eru í góðri fjarlægð fyrir bilstjórann. óneitanlega tekizt vel upp í þessu efni, því vindstuðull Sierra er 0,34 Cw, sem er um 22% betri straumlínulögun, en þekkist að meðaltali á þeim fjölskyldubíl- um, sem eru á Evrópumarkaði í dag. Stærð Bíllinn er boðinn í þriggja og fimm dyra „Saloon" útfærslu og 5 dyra „Wagon“ útfærslu. „Saloon" Sierra er 4.394 mm á lengd, breiddin er 1.720 mm, hæðin 1.362 mm, hjólhafið 2.608 mm. Fótarými frammi í er 1.034 mm, loftrými er 977 mm, en fót- arými aftur í er 902 mm og loft- rými er 963 mm. Heildarlengd „Wagon“ Sierra er 4.491 mm, breiddin 1.720 mm, hæðin 1.393 mm og hjólhafið 2.608 mm. Fót- arými frammi í er 1.034 mm, loftrými 986. Fótarými aftur í er 902 mm og loftrými 994 mm. Þyngd Sierra er á bilinu 970—1.195 kg eftir útfærslu, en burðargeta er á bilinu 445—505 kg, en auk þess er boðið upp á sérstakarn „burðarklár" fyrir fyrirtæki, sem hefur 575 kg burðargetu. Vél Varðandi benzíneyðsluna, segjast Ford-menn hafa komið henni mjög neðarlega, en boðið er upp á átta mismunandi vélar í bílinn, allt frá 4 strokka, 1,3 lítra benzínvél, upp í 6 strokka 2,8 lítra benzínvél, auk þess að bjóða 4 strokka, 2,3 lítra dísilvél. 4 strokka vélarnar eru fjórar og 6 strokka vélarnar þrjár og síðan ein dísilvél. Hestaflatala vél- anna er á bilinu 60—150 DIN, en þær eru á bilinu 1.294—2.792 rúmsentimetrar. Ford segir for- senduna fyrir þessu vélarúrvali vera þá staðreynd, að bíllinn er afturdrifinn, sem hefur reyndar vakið töluverða athygli, á sama tíma og margir bílaframleiðend- ur eru að fara yfir í framdrif. Um benzíneyðsluna segir fram- leiðandi, að hún sé frá 7,3 lítrum upp í 11,7 lítra á hverja 100 km, sé um bæjarakstur að ræða, hins vegar sé hún 5,4—8,7 lítrar sé ekið á jöfnum 90 km hraða á klukkustund. Hámarkshraði bílsins er á bilinu 152—200 km á klukkustund, eftir útfærslu. Fjöðrun — gírkassi í Sierra hefur verið hönnuð ný sjálfstæð fjöðrun á öll hjól og hafa sérfræðingar farið mjög lofsamlegum orðum um hana. Segja hana svara mjög skemmti- lega og bíllinn sé hæfilega stífur. Hann leggist t.d. lítið niður í hornin í kröppum beygjum. Sierra kemur „Standard" með fjögurra gíra kassa, en síðan er boðið upp á 5 gíra kassa og sjálfskiptinu eftir óskum hvers og eins. Reyndar kemur 2,8 lítra bíllinn með 5 gíra kassa „Stand- ard“. Það tekur Sierra á bilinu 9,3—18,1 sekúndu að ná 100 km hraða á klukkustund, eftir út- færslu, en eins og áður sagði er hámarkshraði bílanna á bilinu 152—200 km á klukkustund. — Hefur vakið hvað mesta athygli nýrra bíla í haust — Hefur vindstuðulinn 0,34 Cw — Boðinn með 8 mismunandi vélum — Rými innandyra mjög gott Rými innandyra er mikið og íburður sömuleiðis. „Wagon“ Sierra, 5 dyra. Sierra XR4, flaggskipið, 3ja dyra. þýzka segir t.d., að Sierra sé rúmgóður 5 manna bíll, þ.e. ágætlega fari um þrjá fullorðna aftur í, sem verður að teljast mjög gott af svona millistærð- arbíl að vera. Sierra verður i raun boðinn í fimm mismunandi útfærslum, þótt vélarúrvalið sé meira, en það er Sierra, Sierra L, GL, Ghia og XR4, sem verður flaggskip flotans. Reyndar segja Ford- menn að á næsta ári verði hann boðinn með lítilsháttar breyt- ingum, þannig að vindstuðull Bílar Sighvatur Blöndahl FORD SIERRA er án efa sá nýi bíll, sem hefur vakið hvað mesta athygli bílaáhugamanna á þessu hausti, en hann hefur verið á teikniborði sérfræðinga Ford um langt árabil og er ætlað að taka við af Cortinu og Taunus, sem hafa verið í framleiðslu um áraraðir. Hafa nokkrir bílasérfræðingar jafnvel gengið svo langt, að segja Sierra bezta bílinn, sem Ford hef- ur framleitt í áratugi. Sierra var formlega kynntur á bílasýningunni í París i októberbyrjun, en fyrstu bílarnir eru ekki væntanlegir hingað til lands fyrr enn eftir ára- mótin. Rými Evrópskir bílasérfræðingar virðast á einu máli um að vel hafi tiltekizt í sambandi við rými inni í bílnum. „Auto Motor und Sport“ bílablaðið vestur- hans verði aðeins 0,32 Cw á móti 0,34 Cw. Afturdrif Eins og áður sagði vakti það töluverða athygli, að bíllinn skyldi vera afturdrifinn, en Ford-menn segja þá ákvörðun tekna að vel athugðu máli. „Ef bjóða ætti margar gerðir véla, var t raun nauðsynlegt að hafa bílinn afturdrifinn. Þá hefur löngum verið talað um nauðsyn þess að hafa bílana framdrifna til þess að auka rými innandyra. „Þetta atriði á fullan rétt á sér í minni bílum, enda framleiðum við Fiesta og Escort framdrifna. Sierra er hins vegar orðinn það stór bíll, að þetta atriði skiptir minna máli,“ segja Ford-menn. Kostar frá 270.000 krónum Samkvæmt upplýsingum Úlf- ars Hinrikssonar hjá Sveini Eg- ilssyni hf., sem hefur umboð fyrir Ford hér á landi kosta bíl- arnir frá 270 þúsund krónum, en fyrstu bílarnir eru væntanlegir eftir áramótin. CcáourcArt yhotp Kæru vidskiptavinir! Vegna mikils annríkis biöjum viö ykkur um aö leggja inn eftirpantanir á stofumyndum okkar sem afgreiöast eiga fyrir jól sem fyrst. Meö því er hægt aö foröast tafir og veita bestu mögulega þjónustu. UÓSMYNDAÞJÓNUSTAN £ ■ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.