Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 53 Bréf til vina barst um allt með vetrarstormum frá kofum og kotum, sem nú þættu varla hæf sem hundakofar. Þarna birtust englar líknar og hjálpar frá kirkjunni. En sé litast um í kirkjunni sjálfri, blasa við helgigripir og skart ásamt umhverfi, sem telja verður Guði til dýrðar. Altaris- taflan með orðum Meistarans: „Komið til mín“, skírnarfontur úr hvítum marmara og gullnu loki, myndir af fyrrverandi kenni- mönnum Fríkirkjusafnaðarins og ótal margt sem of langt yrði hér upp að telja. Allt eru þetta tákn um menn- ingarstarf Kvenfélagsins og göfgi þeirra, sem þar hafa ráðið ferð um áratugi. Þær eiga nöfn sín skráð í sögu Kvenfélagsins, sem aldrei skyldi gleymast. Þar gengur Bryndís Þórarinsdóttir, ekkja sr. Árna Sigurðssonar, enn um garða. En sr. Árni var prestur safnaðar- ins í 27 ár við frábæran orðstír. En allir leiðsögumenn í stól og við altari kirkjunnar, hafa reynzt hin- ir ágætustu. En þeir eru frá upp- hafi: sr. Lárus Halldórsson, sr. Ólafur Ólafsson, sr. Árni Sigurðs- son, sr. Þorsteinn Björnsson og sr. Kristján Róbertsson. Nú stendur val leiðtoga fyrir dyrum í þessum afmælismánuði. Fortíð þessa forystuhóps á frelsisbrautum mannúðar, fram- taks, tónlistar og -eldmóðs, sem þessi söfnuður var í upphafi, er sem viti lífs á láðum. Má aldrei fyrnast né förlast. Enn „brosir við dýrðin allt um kring", hvort sem litið er yfir tjörnina, sem speglar fegurð, ljós borgarinnar og stjörnur himins í ásjónu sinni, eða horft inn um dyrnar á helgigripi og gjafir Kvenfélagsins, hlustað á hjartslög Guðs frá orgelinu. . En æðst og stærst til 'áð sám- eina þetta allt er mynd Krists yfir altarinu, þar sem kropið er að fót- um hans í lotningu, þrá og bæn- um, líkn og leiðsögn. Og orð hans, aðeins þrjú, eru yfirskrift alls, sem aldrei má gleyma til blessunar, einingar og heilla um allar framtíðarbrautir hins frjálsa liðs Fríkirkjunnar í Reykjavík: „Komið til mín.“ Þar talar rödd Guðs í þögn helgidómsins. Sé þessu kalli ekki hlýtt, er allt í voða. En heill hverjum, sem heyrir og hlýðir. Reykjavík, 2. nóv. 1982 Árelíus Níelsson. eftir Guðjón R. Sigurðsson Á ævikvöldi eða áttræðisárinu, þá er hollt að biðja þeirrar bænar, að sá sem sendi mig hingað leiði mig inn í framhald lífsins, því bið ég hann: Vert þú hjá mér, halla tekur degi. Og svo kemur spurningin: Hvernig hefur þú varið þeim ár- um, sem þú varst í þessum skóla lífsins? Hefi ég ávaxtað þá góðu hæfileika, sem mér voru gefnir? Hefi ég gefið mínum innra manni þá andlegu næringu, sem þarf til andlegs þroska? Ég leitaði að þeirri næringu, og fannst hún vandfundin. Ég spurði vini, en þeir voru einnig að leita að friði í hjarta og hinni sönnu hamingju, sem býr í okkur sjálfum. Að finna guð í öllu lífi í kringum okkur, þar býr hamingja sú hin æðsta. En ekki í Gullkálfinum, sem barist er um. Hefi ég hugleitt, að innri mað- urinn þarf næringu rétt eins og blómið, því að hinn ósýnilegi lífs- neisti er rótin, sem okkar þroski byggist á. Sumir menn leitast við að sá óhollum hugsunum í barnasálir og meðbræðra sinna. Þar ráða oftast auður og slíkir hagsmunir, þeir eru tegundir, sem Kristur bað guð að fyrirgefa, því þeir vita ekki, hvað þeir gera og hið sama skeður daglega í okkar lífi. Það er hollt að horfa til himins á heiðu vetrar- kvöldi og sjá ótal stjörnur, sem eru hlekkir í hinni ógurlegu stóru keðju lífsins, og ég og þú erum líka í þessari keðju. Þótt við gleymum oft okkar æðstu skyldu að vera sjálfum okkur trú, og um leið föð- ur lífsins, sem gaf okkur frækorn- ið, sem ég átti að þroska. Hér á jörðu hættir okkur til að vefja okkar litlu andlegu þekkingu í umbúðir af kreddum og að leiða aðra í svona skilningsleysi og menn sjálfir hafa á tilverunni. Þar leiðir sá blindi hina blindu. Menn telja öðrum trú um að þeir viti, því þeir lærðu þetta og annað í skól- um, fengu þar alla sína þekkingu úr bókum, sem aðrir ófullkomnir menn skrifuðu. Það er eftirtekt- arvert, að allt líf hefur sinn vissa stíl. Laufin á blómunum og sól- kerfin sem stjórnast af mikilli snilld af ósýnilegum krafti. Hvert barn getur bent á margt, sem menn vita ekki, t.d. með fugl- inn að rata yfir höfin, og eins með fiskinn, sem ratar á sínar hrygn- ingarstöðvar eftir að hafa flakkað víðs vegar um hafið. Fuglar og önnur dýr fara ekki í skóla til að læra að bjarga sér. Þau hafa sina þekkingu frá fyrra lífi. Þó er margur sá maðurinn, sem trúir ekki, að lífið sé ódauðlegt og hafi framhald. En það er víst, að með hverri okkar daglegu hugsun erum við að móta okkar framtíðarmann. Menn vitna daglega í hvað okkar besti kennari sagði, hinn háþroskaði maður, sem okkur var sendur frá æðri tilveru. En samt trúa þeir ekki, né láta hans kenn- ingar verða sitt leiðarljós í lífinu. Mörg eru þau listaverk skaparans úti í náttúrunni, sem ættu að vera manni lærdómur og til bendinga um hið æðra, sem öllu stjórnar. En það er maginn og kaupið, sem allt snýst um — að geta skemmt sér, flakkað út um lönd í leit að hamingjunni. En hún finnst ekki nema við finnum hana fyrst í okkur sjálfum. Menn verða oft fyrir alls konar áhrifum og undrast svo hvaðan þau koma. Skyggnt fólk hefur sagt, að í bjórsölum og öðrum slikum hús- um sé fullt af verum, sem reyni að sameinast sálum manna, drekka í gegnum þá og síðan leiða í alls konar ógöngur. Austrænir vitr- ingar segja, að andrúmsloftið sé þrungið af hugsunum, sem ætíð séu á sveimi, leitandi að farvegi eða sálu, þar sem þessar hugsjónir geti fest rætur. Þar sannast, að allar frumur hafa skilning, t.d. frumurnar í okkar likama, sem græða sárin, og sameinast í að halda okkur lifandi. Nú mundu sumir hinir lærðu segja, að þetta sé eðlishvöt. En það er engin skýring. Ég man vel árin frá 1915—1928, þá voru oft mikil frost á vetrum. Þá sáust oft fagrar frostrósir á hinum einföldu rúðum. Þær voru oft fagrar sem listaverk, og málararnir hefðu tæplega stælt þær. Hver var sá sem myndaði þessar frostrósir? Þar var hugsun á ferðinni, hver svo sem var höfundurinn. Það er sorglegt, að við á þessari plánetu skulum láta auðvaldið og ágirndina leiða okkur í þær ógöng- ur, sem nú blasa við. Höfum við ekki lært nóg af styrjöldum og að Guðjón R. Sigurðsson hnefarétturinn felur aldrei í sér frið á jörðu. — Hermaðurinn er menntaður í að drepa bræður sína. Og deyjandi á vígvellinum spyr hann: Hvaða tilgang hafði þessi lífsfórn mín? En spyrjið þá sem stjórna auðvaldinu á jörðu. Þeir vita, því þeir stjórna okkur. Það er mikill peningur í styrjöldum. En þar er ekki ræktaður friður né hamingja. Þá eru þjóðir bundnar hver annarri að fara út í þann hildarleik. Menn hugleiða ekki tilgang lífs- ins eða finna hamingju í lífinu. Nú getum við lært af fuglinum, sem syngur svo sætt um lífið. Ekki drap hann alla loðnuna. Og ekki fundu menn þar hamingjuna. — Það er gott að minnast þess, sem skáldið sagði: Nú á dögum er komið fram það sem spáð var. Að það sem í leynd- um skeður í samkomuhúsum mun kunngjört verða. Og þarf ekki til, því að allt sem við gerum ber ávöxt, hvort sem hann er góður eða illur, og af eplunum skuluð þér þekkja þá. Okkar innri maður lætur ekki glepjast, þótt við getum hagnast um einhverja aura á að halda röngu fram. En allra síst glepjum við hinn almáttuga sem er okkar leiðarljós, ef við þá ekki elskum myrkrið meira en ljósið. Ef við gætum lært að opna hjartað aðeins fyrir því góðá og með því fundið hamingju, sem við öll erum að leita, þá höfum við ekki komið hingað til einskis. Ég trúi, að hin æðsta hamingja felist í því að skilja og vita, að sá sem gaf okkur hinn andlega neista, er hér í öllu lifi, og hans heilagleiki er jafnt á þessari plán- etu sem og í öllum hans verkum. Því ættu menn að bera virðingu fyrir okkar móðurjörð eins og fyrir sjálfum okkur. Við blekkjum ekki okkar innri mann né kaupum við okkur inn- göngu í æðri heima. Höfum því hugfast, hvað okkar kennari sannleikans sagði: Nema þú komir sem lítið barn, þá adeins mun opnad fvrir þér. Og að lokum skulum við muna heilræði Hallgríms Péturssonar: Bænin má aldrei bresta þig. Búin er freisting ýmislig. I»á líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. Friður sé með þér. Hvorki gleði, hryggð né hagur heitir takmark lífs um skeið heldur það að hver einn dagur hrífi oss lengra fram á leið. Sverð frá Víkingaöld finnst BRESKA BLAÐIÐ Daily Telegraph skýrði frá því fyrir skemmstu, að fundist hefði sverð frá Víkingaöld i tvennu lagi i Bath í Suður-Englandi. Er þetta fyrsti fornleifafundur þar frá Víkingaöld, en Bath-bær er kunn- ur fyrir leifar bygginga frá tímum Rómverja. Hefur því þeirri getgátu verið varpað fram, að e.t.v. sé hér um sverð að ræða, sem einfaldlega hafi verið í eigu einhvers íbúa Bath á fyrri öldum, en standi ekki endi- lega í tengslum við ferðir vikinga. Er einhver áletrun öðru megin á sverðsblaðinu, sem ekki hefur enn tekist að ráða til fullnustu. Við rannsóknir á sverðinu virðist svo sem á það sé ritað „Ulfbercht". Talið er að áletrun þessi sé ein- hvers konar vörumerki, hugsan- lega gæðastimpill á sverð þess tíma. Hefur þessi áletrun fundist á sverðum frá 9. og 11. öld. Er vitað til þess að þau hafi verið flutt frá Rínarlöndum á Víkingaöldinni. Hafa önnur keimlík fundist í Thames, Noregi og við austur- strönd Eystrasaltsins. Sverð það, sem um ræðir, er 65 sm langt og með ílagðri silfur- skreytingu við hjöltun og einhvers konar krossmynstri á hinni hlið blaðsins. Kunnáttumadurinn kýs KNORR í dag kynnir Skúli Hansen Léttreyktar fiskibollur með kartöflusalati og kaldri Potpourrisósu. Uppskrift fyrir 4 TfhoVi Efni: 500 g. smálúðuflök 300 g. reyktýsuflök 1 bolli hveiti 2 egg 2 dl. mjólk 1 dós sýrður rjómi 2 pakkar KNORR Creme Fraiche Sauce Potpourri 1 lítil dós majones ’/4SÍtróna Krydd: Salt, pipar, laukduft og muskat Matreiðist: Fiskurinn hakkaður, settur í skál og blandað vel saman, hveiti, eggjum og mjólk hrært varlega saman við. Kryddað með ofangreindu kryddi. Bollurnar mótaðar með matskeið og steiktar í smjöri á pönnu í 2-3 mm. á hvorri hlið. Sósa: Sýrðum rjóma og majonesi hrært saman. Potpourrisósunni síðan blandað saman við. Bragðbætt með sítrónu og kælt. Kartöflusalat: 1 dós sýrður rjómi,1 dós majones, 1 msk. dökkt sinnep hrært saman. Kryddað með KNORR Condi-Mix og laukdufti. 250 g soðnar kaldar kartöflur brytjaðar niður og settar saman við ásamt f ínt söxuðum lauk. Einnig graslauk ef vill. Borið fram kalt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.