Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Janúar-september: Söluaukning Innflutn- ingsdeildar SÍS 58,7% Afkoma flugfélag- anna mjög misjöfn AFKOMA flugfélaga er mjög misjöfn um þessar mundir. Samkvæmt fréttabréfi frá IATA, Alþjóðasamtökum flug- félaga, í október eru þrjú fiug- félög, sem nýlega birtu árs- reikninga sína með þokkalega afkomu. Flugfélögin eru Air India, brasilíska flugfélagið Varig og Singapore Airlines. Hins vegar eru mörg flugfélög rekin með gríðarlegu tapi. Meðal þeirra eru Japan Air- lines, sem tapaði 15,4 milljónum dollara á fyrri hluta ársins, Air New Zealand, sem tapaði 65,4 milljónum dollara á rekstri síð- asta árs. Þá tapaði Eastern um 55,8 milljónum dollara fyrstu átta mánuði ársins. HEILDARSALA Innflutningsdeildar Sambands íslenzkra samvinnufélaga var fyrstu níu mánuði ársins samtals upp á 527,8 milljónir króna og hafði aukizt um 58,7% milli ára. Lagersala var upp á liðlega 337 milljónir króna og bein sala upp á tæplega 191 millj- ón króna. Aukningin er mjög mismunandi milli deilda, en mest varð hún þó hjá kexverksmiðjunni Holti, eða 150,7%. Verðmæti sölunnar fyrstu níu mánuðina var liölega 4,4 millj- ónir króna, þar af allt saman í lag- ersölu. Búsáhaldadeild var með um 90,2% aukningu milli ára, en heild- arsala deildarinnar í ár er liðlega 39.7 milljónir króna, þar af liðlega 30.8 milljónir króna í lagersölu og tæplega 8,89 milljónir króna í beinni sölu. Hjá byggingarvörudeild er aukningin milli ára um 86,9%, en heildarsala deildarinnar í ár er um 118,9 milljónir króna, þar af um 1,7 milljónir króna í lagersölu og lið- lega 117,2 milljónir í beinni sölu. Vefnaðarvörudeild er með um 71,9% aukningu milli ára, en heild- arsala deildarinnar í ár er tæplega 26,4 milljónir króna, þar af er tæplega 22,8 milljónir króna í lag- Söluaukning á Holtakexi var rúm 150% ersölu og 3,6 milljónir króna í beinni sölu. Sala í starfsmannaafgreiðslu hefur aukizt ym 66,7% milli ára, en hún var samtals tæplega 11,5 milljónir fyrstu níu mánuðina í ár, þar af allt í lagersölu. Aukningin í byggingarvörudeild, smásölu, var um 56,4% milli ára, en heildarsalan í ár er um 55,9 milljónir króna, þar af allt í lag- ersölu. í birgðastöð varð um 54,7% aukning milli ára, en heildarsala deildarinnar í ár er upp á tæplega 157,3 milljónir króna, þar af um 149,8 milljónir króna sem lager- sala og um 7,5 milljónir króna í beinni sölu. Sala fóðurvörudeildar jókst um 31,7% milli ára, en heildarsala deildarinnar í ár er liðlega 111,2 milljónir króna, þar af 57,7 millj- ónir króna í lagersölu og 53,5 millj- ónir króna í beinni sölu. Loks má geta þess, að deild sem kallast „Innkaup í Reykjavík" hef- ur aukið sölu sína um 10% milli ára, en heildarsalan í ár er upp á liðlega 2,46 milljónir króna, þar af allt í lagersölu. Pappírsframleiðsla I Svíþjóð: Vonir um framleiðslu- aukningu hafa brugðizt FRAMLEIÐSLA á pappír í Svíþjóð stóð nokkurn veginn í stað á 2. ársfjórðungi í ár, miðað við sama tímabil í fyrra, þannig að vonir sænskra framleiðenda um allt að 10% aukningu hafa al- gerlega brugðizt. Ný bátadísilvél frá BMW á markað A DÖGUNUM kom á mark- aðinn ný dísilbátavél frá BMW, en vélin er 6 strokka, 3,95 lítra, með forþjöppu og kæli. Vélin skilar 165 DIN hestöfium og er 381 kg. Með drifhæl og öllum búnaði er hún hins vegar um 460 kg. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu Vélar & tækni hf., sem hefur umboð fyrir vélarnar, er hér um að ræða léttustu dís- ilvél á hestafl, sem komið hefur á markaðinn til þessa. Þá kom fram, að mál vélarinn- ar eru 1,22 metrar á lengd, breiddin er 0,70 metrar og hæðin er 0,76 metrar. „BMW Marine" byrjaði framleiðslu bátavélar árið 1977 og hefur síðan jafnt og þétt aukið markaðshlutdeild sína, að sögn forráðamanna Véla & tækni. Framleiddar eru benz- ínvélar í báta í stærðum 120 hestöfl, 165 hestöfl og 190 hest- öfl, en það eru í raun sömu vél- arnar og eru í .BMW-bílunum, með nokkrum breytingum þó. Dísilvélar eru framleiddar í stærðunum 6, 10, 30, 45, 136 og nú 165 hestöfl. Nú eru yfir 30 BMW dísilvélar í notkun í íslenzkum bátum. Á fyrri helmingi þessa árs hefur orðið um 14% samdrátt- ur í framleiðslu, sé miðað við sama tímabil í fyrra, en heild- arframleiðslan á fyrri helmingi þessa árs er í námunda við 1.489.000 tonn. Sænskir framleiðendur gera sér hins vegar vonir um að gengisfelling sænsku krónunn- ar í októbermánuði sl. muni laga samkeppnisstöðu þeirra það mikið, að heildarfram- leiðslan verði svipuð þegar upp er staðið í árslok, eins og hún var á síðasta ári. Heildarsala Innflutningsdeildar ISO.tMMI 140.000 1.10.1X10 120.000 110.OOO f 00.000 oo.ooo 80.000 70.000 Mi.ooo 50.000 40.000 .MI.tKMI 2l».tMKI Itl.tKKI Dcild 1982 l.agcrsaia þús. Bcirt sala þús. Samtals þús. Auk % 1981-82 410 foðurvörudeild 57.708 5.3.541 111.249 31.7 420 Búsáhaidadcild 30.834 8.865 .39.699 90.2 4.10 Vcfnaöarvörudeild 22.774 3.611 26.385 71.9 440 Byggingarvörudeild i .69.3 117.230 118.923, 86.9 450 Byggingav. smásala 55.904 0 55.904 56.4 460 Innkaupí Rvík 2.464 0 2.464 10.0 470 Birgðastöð 149.788 7.5(K) 157.288 .54.7 480 Kexverksmiðjan 4.4:39 0 4.4.39 150.7 490 Starfsmannaafgr. i 1.478 0 11.478 6(i.7 Samt: .3.37.082 190.747 527.829 58.7 10 ára afmæli fríverzlunarsamnings EFTA og EBE: Hefur leitt af sér verulega aukningu viðskipta og fram- leiðslu í Vestur-Evrópu — segir m.a. í yfirlýsingu ráðherrafundar EFTA „VEGNA 10 ára afmælis Fríverslun- arsamninganna við Efnahagsbanda- lagsríkin, leggja ríkisstjórnir EFTA- landanna áherslu á mikilvægi þess- ara samninga í nútíð og framtíð. Samningar þessir hafa örvað löndin til átaks og hafa reynst áhrifamiklir, jafnvel á timum efnahagslegra erfið- leika og vaxandi tilhneigingar til viðskiptahafta. Samningarnir eru skýrt dæmi um árangursríkt fríversl- unarsamstarf. Hin lipra framkvæmd þessara samninga hefur mjög stuðlað að góðri og hnökralausri sambúð milli EFTA-landanna og Efnahags- bandalags Evrópu og stuðlað að frí- verslun sem tekur til þjóða, sem hafa innan sinna vébanda 300 milljónir þegna. Þannig hafa samningarnir leitt af sér verulega aukningu við- skipta og framleiðslu í Vestur-Evrópu á grundvelli traustra viðskiptasam- banda,“ segir m.a. í yfirlýsingu ráð- herrafundar EFTA á dögunum. Þá segir ennfremur: Fríverslun Evrópu tekur til 17 þjóðlanda og 42% af heimsversl- uninni og myndar þannig náinn, eðlilegan en sérstakan tengilið milli hinna tveggja samtaka, sem eru mikilvægustu viðskiptavinir hvorra annarra. Ríkisstjórnir EFTA-landanna vilja nota tækifærið á þessu 10 ára afmæli til að lýsa yfir ánægju sinni með þann sameiginlega ár- angur, sem náðst hefur í fram- kvæmd þeirra markmiða, sem til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.