Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 69 Myndin sýnir part af hraðbraut, sem hefir engin vegamót. Hún liggur þvert yfir eða undir 652 samgönguæðar á landi eða skipaleiðum. Hvernig nú — ef? Eftir Friðrik Þor- valdsson Það er maklegt að áklaga fyrir ódáðaverk. En eignarrétturinn er friðhelgur. Þess vegna verða engir ákærðir fyrir eðlislæga grunn- hyggni, en „dæma“ má þá. Þetta hefir oft leitað í hugann, einkum í seinni tíð. Ég ætla því að rifja upp sögulega reynd, sem sýn- ir hvað það er skaðlega vitlaust að vera þröngsýnn. Sagan er engin fornaldarsaga. Hún getur talist byrja 1964 þó eldri sé, en 5. des. þ.á: skrifaði eg í Morgunblaðið grein, sem eg kallaði Viðfangsefn- ið Hvalfjörður. Hún byrjaði svona: „Ef forsjónin hefði séð fyrir hvernig byggð yrði háttað á Akra- nesi, Borgarnesi og Reykjavík og hversu samskipti þeirra eru brýn, myndi hún sennilega hafa tekið Hvalfjörðinn til leiðréttingar eins og hverja aðra prentvillu." Og áfram sagði ég: „En nú er hann þarna í allri sinni lengd með fjallatrafalann á báðar hliðar. Sem eðlilegt er ræða margir hvernig yfirstíga megi þennan ill- víga farartálma, en eðlilegasta lausnin — brú ...“ Ég gagnrýndi hugmyndir um ferjur og flugbáta og færði rök gegn þeirri vitleysu, sem nú hefir sannast undantekningalaust. Jafnvel þá féllu mér úr penna ákjósanleg orð, því í greininni stendur: „... gerlegt að leggja veg og brú yfir víkina sunnan kaup- túnsins." Þar er nú Borgarfjarð- arbrúin komin. í ljósi tímasparnaðar og verð- mæta rökstuddi ég að taka léttbær umferðargjöld. Ræddi hversu óhræddir Bandaríkjamenn eru við slíka krónuveltu á vegum úti. Og nú sýnist mér til fyrirmyndar hvernig hlutafélagið Lofotbroene lætur það sem þar kallast bom- penger byggja upp stórkostlegt samgöngukerfi. Ég ræddi hvernig atorka hugsandi manna lætur blöskrunarlaust stórfé í einskonar sjálfvirkar samgönguæðar í því trausti að útsjónarsemi skili því aftur, bæði beint og margfaldlega óbeint. Út frá því sjónarmiði lagði eg til að tekinn yrði partur af gjaldeyr- issjóðnum til að smíða þá brú, sem ég vildi fá yfir Hvalfjörð. Mér var ekki áreynslulaust að segja skor- inort að vegna stjórnleysis, þekk- ingarleysis, reynsluleysis, tækja- skorts o.þ.h. væri sjálfgert að fá erl. verktaka til framkvæmdanna, sem um leið orkaði sem ókeypis námskeið í landinu. Frá þessum tíma get ég nefnt brýr, 6 km, 30 km, 40 km langar og marga búta, sem mulið hafa og mylja nú gull í lófa þeirra þjóða, sem þekkja vitjunartímann. Ég les nú í Tímanum frá 1965 í greinum, sem heita Hvalfjörður — Brú eða ferja og Kallast á yfir Hvalfjörð, að rök mín hafa verið þung. Brúin myndi árlega spara mikinn gjaldeyri svo skarðið yrði auðfyllt aftur, auk þess myndi hún spara 12—15% venjulegs vinnu- dags, og eitthvað af þeim tíma kæmi til arðs í auknum afköstum. Ég andmælti þeim hugsunarhætti, sem vill láta meta gildi okkar eftir „innblikkaðri valútu“ án tillits til þess hvernig fólkinu líður og hvert ástand landsins er. Hann væri sneypulegur út á við og sýkjandi inn á við, enda emjuðu flest þjóð- veldi um efnahagsvanda. Ég brá á svo veikan ís að dylgja um að enginn gæti fullyrt að inn- stæða væri endalaust örugg hvernig sem heimsmál skipuðust og vitnaði í bréfavin minn, dr. G. Manhardt í Gestemúnde, sem sagði mér frá gamalmenni er safnað hafði til elliáranna, en „inflasjónin“ hafði leikið fjárhlut hans svo grátt, að hann dugði ekki fyrir matarögn heldur fyrir stöngli til að stanga úr tönnum, sem þá voru einnig farnar. Svo taldi ég að arðurinn af svitadropum þjóðarinnar væri betur kominn í lifi og starfi henn- ar sjálfrar en í erlendu banka- hólfi. Hugmyndinni um að skerða gjaldeyrissjóðinn andmælti dr. Benjamín Eiríksson bankastjóri. Taldi að þann sjóð mætti ekki minnka heldur auka árlega og beitti fræðilegum og viti bornum rökum máli sínu til farnaðar. Hann áleit þó að brú væri fram- tíðarlausn, aðeins ótímabær enn. Eg hefi mikið álit á lærdómi, vitsmunum og hagfræðilegu mati dr. Benjamíns, ekki síst vegna um- sagna sona minna, sem voru hon- um samtímis í Minnesota-háskól- anum. Annars fékk mál mitt sérlega lítinn hljómgrunn. Margir sáu þó neistann, aðrir töldu mig vera að tala upp í skýin og elskulegir ráða- menn ypptu öxlum í embættislegri ró. Má yfirleitt segja að valds- menn gættu vel séreinkenna sinna, og sá hugsunarháttur, sem þá forpestaði andrúmsloftið, hefir ekki náð „að lofta sig út“ síðan. Og svo liðu árin. Áfram var dýrmætur gjaldeyrir í síauknum mæli látinn „deyja“ í striti fjöl- margra farartækja á löngum, krókóttum koppagötum Hval- fjarðar. Og á ýmsan annan hátt skoppuðu verðmætin. Loks rann upp sú stund, sem ekki varð um- flúin, og kom það í hlut hins mæta fjármálaráðherra, Magnúsar Jónssonar, að tilkynna að gjald- eyrissjóðurinn væri uppurinn — þessi höfuðskepna tilverunnar — og enginn vábrestur kvað við. Að- eins hafði tekist að berjast um nokkrum mánuðum lengur en ella, hefði sjóður þessi verið skertur til innri búningsbóta. Raunsæir stjórnendur og átaka- vilji þjóðarinnar, sem á ófyrír- segjanlegan auð í vötnum og varma, jarðvegi og sjó, var sá gjaldeyrissjóður, sem nýttist henni til að yfirstíga áföllin. Slíkir stjórnendur voru samir menn til að taka þau tökum í hvaða mánuði sem var. Lítum á atburðarásina. Tæplega 10 árum eftir tillögugerð mína var keypt aflóga ferja, sem nú stendur ríkisábyrgðarsjóði að veði sem verðlaust ræksni fyrir óbotnandi skuld. Hefir þar á ofan í ofdýrkun ferðamáta, styrkjum og eftirgjöf- um hjálpað til að sólunda hátt upp í brúarverð ásamt Hval- fj arðarrekstrinum. Svo varð á sl. ári að bæta tugum milljóna við erl. skuldir til að viðhaida forneskjunni, sem síðan á eftir að vinda upp á skuldahal- ann með óheyrilegum kostnaðar- ferli, því það er mannlegum mætti ofvaxið, jafnvel ágætu starfsliði þarna, að komast hjá peningaþörf, sem er í ósamræmi við allt verðlag umhverfisins, og verkar því eins og prentvilla í samræmdu lesmáli. Svo munu aftur líða nokkur ár við vonda drauma. Hvað þá? Allt þetta fossandi ráðdeildar- leysi hefði brú fyrirbyggt, og nú stæði hún sem gjaldeyrissparandi, verðmætaaukandi, tímadrýgjandi, sjálfvirk, verkfallafrí, sítilgeng samgönguæð án eltingaleiks við náungann og klukkuvísinn. Ég skrifaði eitt sinn ritkorn bit- urt um þetta mál, sem eg kallaði Nú vorkenni ég. Ég áfellist engan, en allir draga sinn dóm með sér. Friðrik Þorvaldsson Lækninga- bók fyrir sjófarendur Siglingamálastofnun ríkisins hefir gefið út að nýju aukna og endur- bætta lækningabók fyrir sjófarend- ur. Bókin er gefin út í samvinnu við landlækni og með góðri aðstoð frá Lyfjaeftirliti ríkisins. Bókin er pappírskilja i DIN A5 broti, 152 blaðsíður að stærð og með fjölda skýringamynda. Henni er skipt í 15 kafla, og eru þeir fyrstu um aðbúnað í skipum, heil- brigði skipverja, hreirlæti, matar- æði o.fl. Fjallað er síðan um skoð- un á sjúklingi og sjúkdómslýsingu, hjúkrun, björgun úr dauðadái og slysi og hvernig við þeim skal brugðist. Áfram fjallar bókin um farsóttir, kynsjúkdóma, óþrifa- sjúkdóma, ígerðir og bráðar bólg- ur, sjúkdóma í höfði, brjóstkassa, meltingarfærum, þvagfærasjúk- dóma og sjúkdóma í útlimum og annað. Síðasti kaftinn fjallar um fæð- ingu, og hvernig við henni skal brugðist, miðað við aðstæður á sjó. Þessi nýja lækningabók er að miklu leyti sniðin eftir síðustu út- gáfu (1967), en hefir verið endur- skoðuð, breytt og lagfærð í sam- ræmi við þekkingu í dag. Einnig hefir nýlega verið gefin út ný reglugerð um lyf og læknis- áhöld í íslenskum skipum. Er þessi nýja reglugerð prentuð aftan við þessa lækningabók. Lyf og læknisáhöld, sem nefnd eru í lækningabókinni, eru í samræmi við reglugerðina. Lækningabókin fæst hjá Sigl- ingamálastofnun rikisins. ísafirÁi, II. nóvembvr. HJÁLPARSVEITIN, fyrsta leikrit ungs ísfirsks lista- manns, Jóns Steinars Ragn- arssonar, verður frumsýnt hjá Litla Leikklúbbnum nk. þriðjudag. Hjálparsveitin er gaman- leikur sem fjallar um eldri hjón, sem verða leiksoppar gustukaverka félagsmála- frömuða á ári aldraðra. Tekst gömlu hjónunum að losa sig við hjálparsveitina? Gamla konan segir unglingunum draugasögu og gamli maðurinn eykur á áhrifin með draugagangi. Blómlegt leiklistarlíf á ísafirði Þetta er annað leikritið, sem Litli Iæikklúbburinn frumsýnir á þessu ári. Hið fyrra var Úr aldaannál eftir Böðvar Guð- mundsson. Böðvar samdi það verk sérstaklega fyrir Litla Leikklúbbinn. Jón Steinar var einn af leikendunum í því verki og það var einmitt á meðan á uppfærslu þess stóð, að hug- myndir af Hjálparsveitinni fóru að fæðast í huga Jóns Steinars. Þegar hann kom heim eftir sýn- ingarferð með Úr aldaannál í Danmörku sl. sumar hóf hann að skrifa. Vann hann þá við húsasmíðar á daginn, en skrif- aði á kvöldin og fram eftir nóttu. Stjórn Litla Leikklúbbsins ákvað að taka verkið til sýn- ingar strax og það var tilbúið, en erfiðlega gekk að fá leik- stjóra. En að sögn Höllu Sig- urðardóttur, formanns leik- klúbbsins fengu þau að lokum mjög góðan leikstjóra, Jill Brook Árnason, en hún leik- stýrði síðast Tvíleik hjá Þjóð- leikhúsinu. Jón Steinar Ragnarsson er aðeins 23 ára, en hefur þó víða komið við á listasviðinu, sem teiknari, tímaritsútgefandi og ljóðskáld. Kemur fjölhæfni hans víða fram í verkinu. Hann hannaði og smíðaði leikmynd- ina, samdi fjölda ljóða, sem sungin eru í leikritinu, auk þess leikur hann eitt af 12 hlutverk- um leiksins. Aðalhlutverkin í leikritinu, gömlu hjónin, eru í höndum margreyndra leikara, þeirra Sigrúnar Vernharðsdóttur og Péturs Svavarssonar, en flest hinna hlutverkanna eru í hönd- um nýliða. Magni Guðmundsson er ljósameistari, en hljómlist- ina sömdu Júlíus Kristjánsson og Samúél Einarsson. Leikurinn verður sýndur í Félagsheimil- inu í Hnífsdal og hefjast sýn- ingar eins og fyrr sagði á þriðjudag 16. nóvember. Úlfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.