Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Kappreiðar 1982: Hestar Valdimar Kristinsson Nú þegar lokið er keppnistímahili kappreiðamanna og hesta er ekki úr vegi að líta til baka og kanna árang- ur sumarsins. í heildina var þetta frekar dauft keppnistímabil þrátt fyrir að góður árangur næðist í hest- um greinum. Það sem því veldur er fyrst og fremst atburðir er áttu sér stað i vor á nokkrum kappreiðum. Á síðasta ársþingi LH voru samþykkt lög sem ekki áttu rétt á sér eins og sannaðist í vor. Má þar nefna lög um aldursmörk knapa, en samþykkt var að aðeins sextán ára og eldri mættu hleypa á kappreiðum og kom það illa niður á nokkrum ungum en þó reyndum knöpum. Voru sumir þeirra með þriggja eða fjögurra ára reynslu að baki og höfðu sýnt mikið öryggi á sínum keppnisferli. Með þessum lögum var einnig verið að bjóða hættunni heim því mikill hörg- ull var á léttum knöpum og freistuð- ust margir til að nota óreynda ungl- inga. Einnig var deilt um ný ákvæði í kappreiðalögum sem segir að nota bæri opnanlega lása fyrir ístaðsólar hliðstætt og er á öllum venjulegum hnökkum. Strax í vor kom í ljós að þessir lásar voru stórhættulegir því þeg- ar hleypt er á stökki á kappreiðum standa knapar í ístöðunum og spyrna fótum örlítið aftur. Leiddi notkun lásanna til þess að ístaðs- ólarnar runnu aftur úr og þar með voru ístöðin á bak og burt. Þarf ekki að lýsa því nánar hvaða hættu þetta býður upp á. Þessum ólögum vildu knapar, eigendur og forráðamenn hesta ekki una og létu reyna á það hvort stjórnendur kappreiða treystu sér til að snið- ganga þessi lög, en ekki var látið undan kröfum þeirra og var því umtalsverður fjöldi hesta dreginn úr keppni í mótmælaskyni á nokkrum kappreiðum. Leit oft út fyrir að kappreiðar myndu leysast upp vegna þessa. Auðvitað eru þessar aðgerðir umdeilanlegar því lög eru lög og þeim ber að hlíta. En á hitt ber að líta að með þess- um aðgerðum tókst að vekja menn til umhugsunar um galla þessara laga. Allt þetta uppistand olli því að öll spenna virtist á bak og burt framan af keppnistímabilinu, en heldur fór þetta batnandi þegar á leið. Einnig virðist þreyta þeirra er standa í þessu kappreiðastússi valda því að þetta var ekki eins spennandi og áður. Er það í sjálfu sér kapítuli út af fyrir sig. Mikil vinna liggur að baki þjálfunar hvers hests og þegar keppnin byrj- ar að vori þurfa knapar og eigend- ur hrossanna að borga sig inn á allar kappreiðar og í ofanálag að greiða þátttökugjald. Það þætti sjálfsagt skrýtið ef „Sumargleðin" þyrfti að borga sig inn á böllin og þar ofan á að borga fyrir að fá að skemmta. Væri ekki sanngjarnt að fylgifiskar (eigandi og knapi) keppnishrossanna fengju nú frítt inn en greiddu þátttökutryggingu sem þeir fengju endurgreidda þeg- ar sýnt væri að hesturinn mætti til leiks? Það er annars furðulegt hvað sumir menn hafa enst í þessu, því mikil vinna og peningar fara í þetta, en það vita bara þeir sem reynt hafa. Betri tímar en áður Þegar litið er á afrekaskránna kemur í Ijós að árangur er betri í flestum greinum nú en í fyrra. Þegar þetta er skrifað hefur eitt met verið staðfest en hugsanlega gætu þau orðið þrjú. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort árangur Torfa frá Hjarðarhaga verður viðurkenndur sem Is- landsmet en eins og kunnugt er var keppt eftir nýjum reglum í 150 m skeiði, þannig að aðeins sjö vetra hestum og yngri er heimil þátttaka í þeirri grein. Spurningin er hvort eldri árangur Barkar frá Kvíabekk verði látinn gilda, en hann hljóp á 14,2 sek. á sínum tíma. Að öllu líkindum verður árangur Fengs í 300 metra brokki viðurkenndur sem met þar sem þetta er ný keppnisgrein. Annars var jöfn keppni í flestum greinum og enginn gat verið viss um sigur fyrirfram nema ef vera skyldi Villingur en hann var nær ósigr- andi í sumar. Tvær fljótustu hryssur sumarsins þær Hylling og Spóla í karóri keppni. Hylling er til vinstri, en knapi er Jón Ólafur Jóhannesson, knapinn á Spólu er María Dóra Þórarinsdóttir. Fengur eða „Afi“, eins og hann er kallaður, náði bestum tíma í 300 metra brokki og ef að likum lætur, verður hann fyrsti íslandsmethafinn í þessari nýju keppnisgrein. Reynir Aðalsteinsson var með marga nýja hesta í skejðinu í sumar. Hér situr hann einn þeirra, Sprota frá Torfastöðum, en hann keppti í 250 metra skeiði og náði fjórða besta tíma sumarsins á þessari vegalengd. Ljdwn. vk. Skeiö Skeiðið hefur verið í stöðugri framför sl. áratug, en heldur virð- ist hafa hægt á þirri framför því aðeins tveir hestar náðu tíma und- ir 23,0 sek. Má geta þess hér að eitt árið hlupu hvorki meira né minna en sex hestar undir þessum tíma. Eins og áður segir var Vill- ingur í sérflokki og var hann að- eins sekúndubroti frá metinu. Þrír nýir hestar eru meðal tíu fljótustu ársins, þeir Sproti, Hjörtur og Fjölnir. Verður fróðlegt að fylgj- ast með þessum vekringum á næsta ári. Methafinn, Skjóni, er neðarlega á blaði, en hann var lít- ið reyndur í sumar og vildu sumir meina að hann væri búinn í fótum, en það leiðir tíminn einn í ljós. í 150 metra skeiöinu voru að sjálf- sögðu allt nýir hestar sem ekki höfðu unnið frægðarverk á hlaupabrautinni fyrr en í sumar. Tímar voru lakari en oft áður en hafa ber í huga að allt eru þetta ung hross. Torfi frá Hjarðarhaga er með bestan tíma, en hann var yfirleitt í verðlaunasætum þegar Cesar frá Björgum er með besta tímann í átta hundruð metrunum annað árið í röð. hann keppti. Ekki er þorandi að veðja á neitt eitt af þessum hross- um en fjögur efstu hrossin voru nokkuð sigursæl og sennilegt að þau eigi eftir að láta að sér kveða. Stökk I stökkinu náðust yfirleitt góðir tímar og var eitt íslandsmet sleg- ið. Þar var að verki hin unga og efnilega Hylling frá Nýja-Bæ og var það í þrjú hundruð metrunum. Er hér á ferðinni eitt efnilegasta hlaupahross sem fram hefur kom- ið hin síðari ár. Var hún aðeins sekúndubroti frá gildandi meti í unghrossahlaupinu og með besta tíma í fjögur hundruð metra stökki ásamt Spólu sem er frá Máskeldu en ekki Brunná eins og sagt hefur verið. En Spóla var einnig atkvæðamikil í sumar, hún er efst á blaði í 350 metrunum og með sama tíma og Hylling í 300 metrunum, en Hylling var dæmd sjónarmun á undan og þar með telst hún methafi. Hinsvegar var Spóla sjónarmun á undan í 400 metrunum og þar með efst á blaði. Mörg þekkt hross eru á afreka- skránni og yrði of langt mál að telja þau öll upp hér en þó er ekki hægt annað en að minnast á gott „come back“ svo notað sé fótbolt- amál, hjá Loku sem var eitt fljót- asta hlaupahrossið fyrir nokkrum árum, er hún þriðja á blaði í 350 metrunum ásamt þeim Mannsa og Don. En þrátt fyrir að góður tími næðist í styttri vegalengdunum var ekki það sama upp á teningn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.