Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Japönsk framsýni - íslensk skammsýni Lönd »em verja miklum fjármunum til r og þ Próaent at vergri þjóóar- framleióalu 3.0 2.8 2.6 2.4 2.2 2.0 1.8 1.6 1.4 1.2 1.0 0.8 0.6 0.4 0.2 0.0 Lönd aem verja minni fjárhæöum til r og þ 67 69 71 73 75 77 79 (a) ekki hugvísindi Seinni grein eftir Baldur Pétursson Eins og áður hefur komið fram var Japan eina landið frá ’79 sem gat ráðið niðurlögum verðbólgu og aukið atvinnu á sama tíma, auk þess að stórauka framleiðni sem er aftur ein af forsendum aukins kaupmáttar launafólks. Athyglisvert er því að skoða nánar hvað liggur að baki slíkri þróun. Þess má geta að Japan er um þrisvar sinnum stærra en ís- land að flatarmáli, þeir hafa eng- ar náttúruauðlindir, flytja inn öll sín hráefni, íbúafjöldi 117 milljón- ir og stærð íbúðarhúsnæðis pr. fjölskyldu er svipað og hér á landi. Verðbólga þar er 3% og atvinnu- leysi er um 2%. Svar Japana við seinni olíu- verðshækkuninni var tæknivæð- ing á öllum sviðum atvinnulífsins, njeð áðurnefndum árangri, ásamt því að verkafólk fluttist úr erfið- um og óþrifalegum störfum í létt- ari og þrifalegri. En hvað er það þá sem liggur að baki því að slík tækniþróun er möguleg? Ein meginforsenda slíkrar þróunar er rannsóknar-, þróunar- og skipulagsstarfsemi atvinnuveg- anna (nýting mannlegra auð- linda). Á undanförnum árum hafa Jap- anir því stóraukið framlög sín til rannsóknar- og þróunarstarfsemi, sbr. línurit sem síðan hefur skilað sér*I tækninýjungum og endurbótum í þágu atvinnulífsins. Það er ekki aðeins að þessar tækninýjungar hafi skilað aukinni framleiðni, heldur hefur útflutn- ingur stóraukist í Japan undan- farin ár, s.s. í útflutningi háþró- aðra iðnaðarvara, sbr. línurit bíla og fl., sérstaklega vegna hins lága verðs, sem þeir gátu boðið, og gæða, en ekki síst vegna þess að þeir eru yfirleitt fyrstir með tækninýjungar á markað. Þegar talað er um heildarút- gjöld til rannsóknar- og þróunar- starfsemi þá eru rannsóknir til hernaðar- og varnarmála með- taldar en hluti ríkisins í mörgum löndum er einmitt í þágu slíkra rannsókna og/ eða annarra þátta sem tengjast ekki hinum almennu atvinnugreinum nema á óbeinan hátt. Koma þær rannsóknir því ekki til með að skila tækninýjung- um til þeirra atvinnugreina nema að litlu leyti og kemur því launa- fólki í þeim stéttum lítt til góða. Aftur á móti þegar atvinnufyr- irtæki (ekki í eigu ríkis) nota fé til rannsóknar- og þróunarstarfsemi, fer það fjármagn nær eingöngu í þá starfsemi sem fyrirtækið stundar. Þannig skilar það fjár- magn sér tiltölulega fljótt í formi tækninýjunga til atvinnugreinar- innar, og kemur því launafólki til- tölulega fljótt til góða. í Japan eiga atvinnufyrirtæki verulega stærri þátt í fjármögnun til rannsóknar- og þróunarstarf- semi en ríkið borið saman við önn- ur lönd. í Japan er hlutfall þetta 1979: atvinnufyrirtæki um 70%, ríki 30%. í USA: atvinnufyrirtæki 48%, ríki 52%. í Frakklandi: at- vinnufyrirtæki 44%, ríki 56%. Á íslandi er þetta hlutfall aftur: at- vinnufyrirtæki um 24%, ríki 76%. Um 1981 var hlutfall þetta í Japan komið í: atvinnufyrirtæki 77%, ríki 23%. Japönsk atvinnufyrirtæki eiga verulegan hluta í fjármögnun rannsóknar- og þróunarstarfsemi þar ásamt hinni gífurlegu aukn- ingu þess undanfarin ár og er það stór hluti þeirrar skýringar hvernig þeim hefur tekist að tæknivæða sínar helstu atvinnu- greinar undanfarin ár. Einnig kemur fleira til, s.s. frjálst mark- aðskerfi, efnahagsaðgerðir þeirra o.fl. Athyglisvert er að sjá hve fjár- magn til rannsóknar- og þróunar- starfsemi er lítið hér á landi borið saman við önnur lönd. Flokkast ís- land þar með löndum sem gefa rannsóknar- og þróunarstarfsemi lít- inn sem engan gaum. „í nýlegri skýrslu OECD er dregið í efa að svo litil aðföng til rannsókn- ar- og þróunarstarfsemi geti jafnvel gert mönnum kleift að fylgjast með og nýta sér tækninýjungar erlendis frá“ hvað þá meir. Ef litið er á hluta atvinnufyrirtækja hér á landi eru þau einungis með um 24% en svo lágt hlutfall þekkist varla erlendis. Á grónum götum Hamsun í Aurdai inn, lifir minningin um þessar löngu liðnu stundir í huga Ger- trud. Ekki sízt vegna þess, að amma mín sá til þess að börnin geymdu minningarnar og ræktuðu þær með sér. Því gat Gertrud nú sagt mér frá indælis dögum þegar hún fékk að sitja inni í herberginu hjá Hamsun, þegar hann var að vinna. Hún átti brúðu sem henni þótti vænt um og með brúðuna sat hún á litlum skemli inni hjá hon- um. Rithöfundurinn var mjög við- kvæmur fyrir hvers kyns truflun- um, en það var honum síður en svo til ama, þótt litla stúlkan sæti inni hjá honum og hjalaði við brúðuna. Þegar Hamsun fékk sér göngu- túra, leyfði hann telpunni oft með sér og leiddi hana þá við hönd sér. „Ég man hvað hann hafði stóra og hlýja hönd,“ segir hún. Gertrud var uppátektarsöm eins og óvitum er títt. Og á því fékk Hamsun einu sinni að kenna, þeg- ar hann skildi hana eina eftir meðan hann fór út að ganga. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum síðar, að afi minn fékk að vita, hvað hún hafði tekið sér fyrir hendur. Það var eftir að skáldverk Hamsuns höfðu vakið aðdáun víða um lönd, að hann hitti aftur afa minn og ömmu í Árdal. Þá var Gertrud orðin fullorðin og flutt að heiman. Hamsun spurði eftir henni og sagði þeim frá því, að hún hefði einhverju sinni klifrað upp á stólinn við skrifborðið, tekið blýantinn og leyft sköpunargleði sinni að fá hressilega útrás. Þegar Hamsun kom aftur, sagði Gertrud litla: „É var a hjálpa þé að skifa." Þegar Hamsun sagði frá þessu, bætti hann við að hann hefði geymt handritablöðin með krassi telpunnar. Og hann klykkti út með því að segja glettnislega, að Ger- trud hefði hjálpað sér að skrifa Viktoríu. Gertrud segir frá. Hún hverfur með mig aftur til kvölds eins löngu liðins, þegar skáldið og kona hans voru hjá foreldrum hennar. Sumarið hefur senn runnið sitt skeið, það haustar brátt. Knut Hamsun er úti að ganga. Hann er einn með sjálfum sér og hugsun- um sínum. Öðru hverju nemur hann staðar og hlustar. Þá gerist það, að afi minn kemur gangandi. Og mælir vingjarnlega þessi hversdagslegu orð: „Jæja, svo að þú ert líka úti að ganga." Afi minn veit ekki að með orð- um sínum splundrar hann draumi. En hann grunar hvað hefur gerzt, þegar skáldið svarar: „Æ, nei, hvers vegna gerðirðu þetta, Haga- næs. Nú hvarf mér þetta." Föðurbróðir minn, Einar, var elzta barn afa míns og ömmu. Hann var sex ára þetta sumar. Og eins og börnum er lagið, þurfti hann að spyrja margs, um allt milli himins og jarðar. Afi minn var önnum kafinn og gaf sér ekki tíma til að gefa svör við öllum þeim margbreytilegu spurningum, sem drengurinn varpaði fram. Og sagði það við drenginn. Hamsun féll ekki í geð að afi minn reyndi ekki að svala fróð- leiksþorsta drengsins. Hann sagði, að hann ætti að skýra vel út fyrir honum, þegar hann spyrði. Afi minn svaraði því til, að það gæti á stundum verið erfitt að svara spurningum Einars. „En í næsta skipti sendi ég hann þá til þín,“ sagði afi. Það leið auðvitað ekki á löngu unz Einar kom að máli við föður sinn: „Heyrðu pabbi, hvað er þetta bláa fyrir ofan okkur?“ Hann var sendur til Hamsuns. Bærinn Onstadsmarken í Aurdal. Hann var í viðarskálanum og tálg- aði spýtu, þegar Einar kom og bar I upp spurninguna. — Ja, það er loft, drengur minn. Það er barasta loft, skal ég segja þér. — Er það bara loft? En þá er skrýtið, að guð og engiarnir skuli ekki detta niður á jörðina. — Nei, sjáðu nú til, drengur minn: Guð er ekki eins og maður. Guð er andi, skal ég segja þér. — Er hann andi? En heyrðu mig, Hamsun, hvað er andi? Að þessum spurningatíma lokn- um sagði Hamsun við afa: „Þú hafðir líklega á réttu að standa. Það er ekki alltaf auðvelt að út- skýra fyrir þeim.“ Við göngum saman inn í her- bergið sem Hamsun skrifaði í. Frænka mín bendir á stað á veggnum og segir, að hér hafi Hamsun gert tvær teikningar. Önnur var af skeggjuðum sjó- manni með sjóhatt og hin af ein- hverju kynjadýri. Fyrir slysni var síðar málað yfir þessar teikn- ingar, og afa mun hafa fundizt það mjög leiðinlegt. Ég sit með gamalt vasaúr í hendinni. Það átti afi minn. Á það er grafið: Haganæs bankastjóri — frá vinum í Valdres á sextugsaf- mælinu. Og ég hugsa um það, sem Ger- trud hefur sagt mér: Meðal þeirra sem stóðu að þess- ari gjöf var Hamsun. Þegar afi minn skrifaði þakkarbréf til hans, gerði hann það af svo mikilli lotn- ingu, að tónninn í bréfinu var ósköp stirðlegur. Honum fannst líklega ekki við hæfi að segja „þú“ við jafn frægan mann og Hamsun var þá, svo að hann þéraði hann. í svarbréfi leysti rithöfundurinn málið á hispurslausan hátt: „Það er naumast þú ert orðinn fínn með þig eftir að þú varðst bankastjóri, svo að þú getur ekki þúað gamlan vin.“ En Knut Hamsun var ekki bara andans jöfur. Hann var einnig verkmaður góður og ólatur við að vinna. Því kynntust afi og amma vel þetta sumar. Milli þess sem hann skrifaði, tók hann óspart til hendi og meðal annars um slátt- inn. Dugnaður hans varð þeim eft- irminnilegur. Og maðurinn sjálfur og allt sem honum viðkom, tryggð hans og vinfengi við þau alla tíð, mátu þau meðan þau lifðu. (Jóhanna Kristjónsd. þýddi lauslega.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.