Morgunblaðið - 17.11.1982, Side 14

Morgunblaðið - 17.11.1982, Side 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Félagsmenn í lands- eigendafélaginu munu hafa ákveðið að fjölga félagsmönnum Eftir Valdimar Kristinsson Hið ótrúlega hefur heyrst, að þingmennirnir „okkar" ætli að fjölga sér úr 60 upp í 67, eða um 11,6%. Nú fer ekki á milli mála að meginhluti þjóðarinnar er mjög andvígur fjölgun þingmanna og myndi jafnvel kjósa að þeim væri fækkað. Þingmennirnir, sem virð- ast hafa stofnað eins konar lands- eigendafélag, munu hins vegar hafa ákveðið annað, sennilega til að auka atvinnuöryggi sitt. Svo á að heita, að með fjölgun þingmanna sé fyrst og fremst verið að jafna vægi at- kvæða eftir búsetu. En hugarfarið sést best á því, að ekki er hikað við að velja dýra og flókna leið, þegar önnur einfaldari blasir við. Ef miðað er við R-kjördæmin tvö, Reykjavík og Reykjanes, með sam- tals 59% iandsmanna, þá hafa þau núna (með uppbótarsætum) 12+5+5 þingmenn eða alls 22 af 60, sem ger- ir 36,6%. Með einfaldri leiðréttingu Valdimar Kristinsson „Kraian hlýtur aÖ vera sú, að hver maöur fái eitt heilt atkvæði, hvorki meira né minna. Engum er sæmandi að ætlast til þess, að samborgari hans veiti afslátt af grundvall- armannréttindum sín- um.“ á kosningalögum (varðandi ákvæð- in um uppbótarmenn), sem ekki þarf stjórnarskrárbreytingu til, mundu uppbótarsætin líklega öll koma í hlut R-kjördæmanna. Þing- mannatala þeirra yrði þá 12+5+11 eða alls 28 af 60, sem gerir 46,6%. Þetta þykir þingmönnum okkar of mikil réttarbót. Munu þeir vilja fjölga uppbótarmönnum um sjö og halda hlutfallstöluákvæðinu fyrir þriðjung þeirra! Dæmið lítur þá þannig út fyrir R-kjördæmin: 12+5+12 eða alls 29 þingmenn af 67, sem gerir 43,2%, eða 3,4% lakara en í fyrra dæminu. Hvort skyldi þarna sitja í fyrirrúmi, hagsmunir þingmanna eða þjóðarinnar? Svari hver fyrir sig. Arið 1874 „gaf“ danski konungur- inn íslensku þjóðinni stjórnarskrá með ýmsum réttindum þegnunum til handa. Aldrei hefur þótt stór- mannlegt að gefa fólki það sem það á sjálft með réttu. Hitt er þó sýnu verra að selja því eign sína. En þingmennirnir okkar ætla einmitt að selja þjóðinni dálitla leiðrétt- ingu á vægi atkvæða gegn fjölgun í sínum hópi og með meira málskrafi í sölum Alþingis, eins og þess sé einmitt sérstök þörf um þessar mundir. í ríkjum þar sem réttarfar er í viðunandi horfi þykir óhæfa að dómarar dæmi í málum, er snerta hagsmuni þeirra sjálfra. Sam- kvæmt eðli mála er þessu jafnað yfir á mörg önnur svið. Eitt þeirra hlýtur að vera framtíðarskipan Al- þingis, en í þeim efnum virðast þingmenn, innan og utan stjórn- arskrárnefndar, ætla að ráða öllu. Þetta er eins og með dæmigerða hagsmunahópa, sem nota og mis- nota aðstöðu sína og kemur að því leyti ekki á óvart. Hitt kemur á óvart, að enginn sextíumenning- anna skuli sjá sóma sinn í að mót- mæla þessum vinnubrögðum. Jafn- vel á stéttaþinginu í Frakklandi 1789 voru nokkrir aðalsmenn, er gengu í lið með þriðju stétt og ófullburða lýðræðinu, — getur verið að hér eigum við enga slíka? Auðvitað á þjóðin í heild að ráða stjórnarskrárbreytingum. Til þess mætti kalla saman þjóðfund (stjórnlagaþing), er kosið yrði til með almennum kosningum, þar sem allir kosningabærir menn hefðu sama atkvæðisrétt og í forseta- kosningum. Síðan yrðu niðurstöður lagðar fyrir þjóðina alla eins og gert var þjóðhátíðarárið 1944. Á slíkum fundi og í slíkum mál- um þolir þjóðin engan „Trampe greifa", ekki frekar nú en áöur, hvort sem hann birtist í einni per- sónu eða sextíu samtvinnuðum. Krafan hlýtur að vera sú, að hver maður fái eitt heilt atkvæði, — hvorki meira né minna. Engum er sæmandi að ætlast til þess, að sam- borgari hans veiti afslátt af grundvallarmannréttindum sínum. Vissulega eru kjör og aðstæður fólks mismunandi. Sumir eru sjúkir og aðrir aldraðir eða fátækir, og allt of oft sameinast þetta þrennt í sömui persónum. Samt hefur eng- um dottið í hug að fólk, sem býr við þessar aðstæður, ætti að hafa þyngri atkvæði en aðrir. Margar konur kvarta undan því að þær beri skarðan hlut frá borði í þjóðmála- baráttunni og efalaust oft með réttu. Þó hafa þær aldrei krafist meira en heils atkvæðis. Telji ein- hver sig geta leitt rök að því, að vegna erfiðari aðstöðu beri ísfirð- ingi fimmfaldur atkvæðaþungi á við Keflvíking, hversu þung þyrftu atkvæðin þá að vera í Árneshreppi? Tíu sinnum eða hundrað sinnum þyngri en í Keflavík? Spyr sá sem ekki veit. Það er sama hvernig þessu er velt fyrir sér, — málið væri hlægilegt, ef það væri ekki svona alvarlegt. Engin ástæða er til að gefast upp í baráttunni fyrir jöfnum atkvæðis- rétti, án tillits til búsetu, frekar en gert var í sams konar baráttu hér áður fyrr, að því er varðaði efnahag og kynferði. Vilji fólk aftur á móti bæta að- stöðu sína með því að sameina sveitarfélög, efla landshlutasamtök og færa sem mest af stjórnsýslunni heim í hérað, er ekki nema gott eitt um það að segja. Og ekki mun standa á þéttbýlisfólkinu að stuöla að því að allir landshlutar tengist sem fyrst með samfelldu góðvega- kerfi. Atkvæðisréttinn má jafna með fleira en einu móti. Undirritaður hefur, ásamt fleirum, hvatt til þess að einfaldasta leiðin yrði valin: að gera landið allt að einu kjördæmi. Til þess eru nú góðar forsendur. En í þessu máli er það ekki leiðin, sem er aðalatriði, heldur takmarkið, og fyrir því verður að berjast. Merkið má ekki niður falla. Ef núverandi stjórnmálaflokkar vilja ekki stuðla að fullum kosningarétti allra lands- manna, skal enginn halda, að úti- lokað sé að áhugasamir borgarar stofni flokk til að leiða þetta mál og fleiri fram til sigurs. Flestir leikaranna, sem taka þátt í sýningunni. MorminblaAið/KÖE. Sýna Galdrakarlinn í Oz í Mosfellssveit Leikstjórinn, Sigríður Þorvaldsdóttir, með þremur litlum dömum, sem allar taka þátt í leikritinu. „Þetta er fjölskyldusýning í tvenn- um skilningi. Bæði er þetta leikrit fyrir alla fjölskylduna og þá eru dæmi um að heilar fjölskyldur taki þátt i leikritinu", sagði Jón Sævar Baldvinsson, sýningarstjóri hjá Leikfélagi Mosfellssveitar, er Morgunblaðið ræddi við hann. Leikfélagið frumsýndi á sunnudag barnaleikritið Galdra- karlinn í Oz. Þetta er sjöunda viðfangsefni leikfélagsins í Mosfellssveit á jafnmörgum ár- um, en í vetur verða í fyrsta skipti tvö viðfangesefni á verk- efnaskranni. Galdrakarlinn í Oz er fyrra verkið á þessum vetri, en eftir áramót verður revía tek- in til sýningar. „Við höfum tvö dæmi um heil- ar fjölskyldur, sem annað hvort leika í leikritinu eða vinna að sýningunni á annan hátt", sagði Jón Sævar. „Birgir Sigurðsson, sem leikur galdrakarlinn, er t.d. fjölskyldufaðir. Upphaflega léku tvær dætur hans í hópatriðum og síðan bættist sonur hans inn í hópatriði. Eiginkonunni tók þá að leiðast svo mikið heima, að hún kom til að sauma með okkur búninga". Að sögn Jóns Sævars er þetta í annað skipti sem Leikfélag Mosfellssveitar tekur barna- leikrit til sýninga. Hið fyrra var Mjallhvít, sem sýnd var leikárið 1978. Sagði Jón að þeim hjá leik- félaginu hefði fundist fyllsta ástæða til þess að taka annað barnaleikrit til sýninga og því hefði verið ráðist í Galdrakarl- inn í Oz. Sigríður Þorvaldsdóttir leik- stýrir verkinu og er þetta í þriðja sinn sem hún leikstýrir í Mosfellsveitinni. Æfingar hófust fyrir sex vikum og hafa staðið linnulaust síðan. Sagði Jón að- standendur leikritsins hafa lagt óhemju vinnu í undirbúning. Dæmi væru um að unnið hefði verið í 17 tíma sleitulaust við undirbúning. Alls taka 29 leikar- ar þátt í leikritinu, en 45 manns koma við sögu á sýningunni. Aðalhlutverkin eru í höndum þeirra Guðnýjar Maríu Jóns- dóttur, sem leikur Dórótheu, Guðmundar Davíðssonar, sem leikur fuglahræðuna, Páls Sturlusonar, sem leikur pjátur- karlinn, Steinars Jónssonar, sem leikur ljónið, Birgis Sigurðsson- ar, sem leikur galdrakarlinn og Guðrúnar B. Elíasdóttur, sem leikur Tótó. Leikarar í leikritinu eru frá 5 ára og uppúr, að því er Jón tjáði Morgunblaðinu. Hluti búninga var fenginn að láni, en stærsti hluti þeirra var saumaður sérstaklega. Leik- myndina gerði Fanney Valgarðs- dóttir, auglýsingateiknari. Alls eru átta atriði í leikritinu og eru sviðsmyndirnar jafnmargar og sérlega vel heppnaðar, að sögn Jóns. Önnur sýning á Galdrakarlin- um í Oz í Mösfellsveit, verður á fimmtudag kl. 18. Þriðja sýning á laugardag kl. 14 og fjórða sýn- ing verður á sunnudag kl. 14. SSv. Dóróthea og Tótó óttaslegin þegar nornin hræðir þau.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.