Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 10

Morgunblaðið - 17.11.1982, Síða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Sagan af Mörtu Eftir Þórunni Elfu í reynd eru öll ár ár aldraðra, þó að árið 1982 hafi verið sérstaklega valið til að fjalla um vandamál þessa aldurshóps og leita lausnar þeirra. Af þessu tilefni hefur margt verið rætt og ritað, heilir greinaflokkar auk ótal erinda og stakra greina. Rithöfundurinn er gjarnt að leita söguforms og ætla ég að hafa þann háttinn á til að nálgast efni, sem mér finnst of lítið hafi verið fjallað um. — Fyrir nokkrum árum dvaldi ég að haustlagi í hóteli í Osló. Þar var einkar heimilisleg dagstofa, þar sem hótelgestir undu sér sam- an eftir eril í borginni. Auk þess að maður er manns gaman var þarna píanó og fleira til ánægju, en þar sem vandað var til sjón- varpsefnis var mikið að því gert að horfa á sjónvarp. Frá þessum tíma hefur mér orð- ið minnisstæð sjónvarpsmynd: Sagan af Mörtu. Þar sem ég veit ekki til að þessi mynd hafi verið sýnd í íslenzku sjónvarpi, vil ég reyna í sem stytztu máli að rekja efni hennar og blaðaskrif um hana, og víkja síðan að hugleiðing- um mínum. Myndin hefst á því að Marta kemur heim til sín frá jarðarför manns síns, svartklædd með ekkjublæju, börn hennar , tvö fylgja henni, þau gera stuttan stanz, léttur kveðjukoss á vanga og Marta er ein eftir í heimkynni sorgarinnar, svo að hátíðlega sé til orða tekið. Búningur Mörtu, samkvæmt landsvenju, undirstrikar hina breyttu lífsstöðu hennar. Hún er orðin ekkja, töluvert farin að eld- ast, hefur ekki að neinni vinnu að hverfa, er veiti henni tekjur, en þó umfram allt þann félagsskap, sem hún þarfnast mjög eftir að hafa stundað mann sinn sjúkan árum saman og ekki átt heimangengt. Börn hennar hafa nóg með heimili sín, börn og vini, sem eru á svip- uðu reki og þau og í samskonar þjóðfélagsstétt og þau, að ekki sé gleymt hve mikinn tíma störf þeirra út á við taka. Það hefur viljað sitja á hakanum hjá þeim að vitja foreldra sinna, nánast verið nauðungarskylda, þó að þeim hafi verið feginsamlega tekið og búnar spariveitingar. — Næst skal það nefnt, að Marta og sonur hennar sitja sam- an og yfirfara reikninga. Að því loknu sýnir sonurinn á sér far- arsnið, en Marta heldur aftur af honum, tjáir honum að hún hafi hug á að breyta til, fá sér minni íbúð, sem henti henni betur, þegar hún sé orðin ein, íbúðin hafi verið rúmgóð fyrir fjögurra manna fjöl- skyldu, en allt varð að haldast óbreytt meðan maður hennar lifði, hann var of sjúkur til þess að við nokkru væri hróflað, enda ófús til breytinga. Sonurinn verður undrandi og fár við, segir að þau systkinin vilji að æskuheimili þeirra verði með sömu ummerkjum og áður, þannig vilji þau geta séð það. Hægt er að hugsa sér, að svo skuli verða, með- an móðirin geti hjálparlaust séð um stóra íbúð og henni er ætlað að greiða öll þau gjöld, sem af því leiða að búa í dýru sambýlishúsi. „Þið lítið hér inn einstöku sinn- um, en mér finnst eins og ég búi í minjasafni," segir Marta. — Kvöld um háttatíma á heim- ili dóttur Mörtu. Hjónin ræða um samkvæmi, sem þeim hefur verið boðið í, en þá er þetta sífellda vandamál með börnin, sem eru of ung til að vera skilin eftir ein heima. Ekki auðvelt að fá æski- lega stúlku til að sitja hjá þeim, sumar vilja hafa partí, aðrar hafa gesti í leyfisleysi, veitingar á kostnað húsbænda og ýmislegt vill fara úr skorðum. „Hvað ertu að fjasa um þetta, kona, það er rétt eins og þú sért búin að gleyma því, að nú er mamma þín ekki lengur parrökuð yfir sjúklingi, hún hefur ekkert þarfara að gera en líta eftir börn- um, má vera fegin að hafa eitt- hvað við að vera og við laus við að greiða fyrir barnagæzlu. Við ætt- um að geta farið út hvenær sem okkur sýnist. Mamma þín fer varla út að vinna, þó að hún sé vel frísk, hún mundi ekki fá neitt al- mennilegt að gera, hefur bara ver- ið'húsmóðir frá unga aldri." Bara húsmóðir! Þar hefur mað- ur það, húsmóðurstarfið ekki virt sem almennileg vinna! — Seint að kvöldi situr Marta í stofu dóttur sinnar, döpur á svip, veit ekki hvað lengi hún þarf að bíða eftir að komast heim til sín, er orðin vön að taka snemma á sig náðir, en hún er ekki á „baby- sitter-samningi". Dótturdóttir hennar kemur til hennar, lokkabjört og íhugul á svip. Hún hefur ekki náð að sofna eða vaknað fljótlega aftur. Hún sezt hjá ömmu sinni og tekur að spyrja hana um dauðann, sem er ofarlega í huga hennar vegna ný- legs fráfalls afans. Hugnæmt samtal barns og ömmu er ein af óvefengjanlegum sönnunum fyrir því, hve gott sam- band myndast oft milli barna og aldraðs fólks, ef til þess gefst tækifæri. Marta líkir lífinu við leikvang, það getur verið, á að vera gaman að leiknum meðan leikendurnir eru frískir og færir til leikja, en þar að kemur, að þeir geta ekki leikið með lengur vegna veikinda og þreytu, þá er þeim fyrir beztu að fá hvíld. Dauðinn er lausnarinn ljúfi, sem tekur þá til sín, sem hafa lokið leik lífsins. Barnið spyr: „Amma, ert þú bú- in að ljúka þínum leik?“ Marta starir framundan sér, í svip hennar er spurn. Hefur hún lokið leik sínum, er nokkurs að vænta fyrir hana framar? Hefur hún ekki farið á mis við þann leik, sem hún hefði getað tekið þátt í, ef hún hefði ekki þurft að verja lífi sínu í þágu fjölskyldu, sem lagði undir sig tíma hennar og krafta, og í mörg ár verið innilokuð yfir sjúklingi, sem þarfnaðist hennar nótt sem dag? — Marta situr ein að morgun- verði en rennir augunum yfir dagblað. Undir dálkaheitinu Einkamál er auglýsing frá ekkju- manni, em óskar eftir að kynnast konu, sem hefur áhuga fyrir gönguferðum og kvikmyndum. Eftir stutta umhugsun sendir Marta svar við auglýsingunni, það getur ekki sakað, sennilega fær hún ekkert svar, en henni leiðist og þess vegna ... þrátt fyrir börn, tengdabörn og barnabörn er hún ákaflega einmana. Börnin láta frá sér heyra, þegar þau þarfnast hennar til barnagæzlu, barna- börnin eru of ung til þess að geta heimsótt hana ein. Konurnar í blokkinni, sem hún býr í, reyna að fá hana með í saumaklúbb, sem vinnur muni, sem seldir eru á baz- ar í góðgerðasemi. Maður verður að láta gott af sér leiða og það er líflegt í klúbbnum, konurnar vita svo margt. Þær vita um það, sem gerist í blokkinni og víðar. Það hlyti að stytta Mörtu stundir, hún hefði þá líka eitthvað fyrir stafni. Marta afþakkar boðið, kannski seinna. En hún veit að það verður ekki seinna, hún veit að konurnar í klúbbnum eru mestu skrafskjóð- ur og það, sem um er rætt, muni ekki falla henni í geð. í borginni þar sem Marta býr eru stórir almenningsgarðar, um- hverfi borgarinnar er vaxið trjám og öðrum gróðri, þar eru góðar gönguleiðir og litlir vinalegir veit- ingastaðir, í sumum er hægt að sitja við arineld á vetrum. Hún ætti að fara í gönguferðir en hefur Þórunn Elfa „Sagan af Mörtu er fínnsk mannlífsmynd, en Norðmönnum þótti hún bersýnilega geta átt við hjá þeim. Hvað þá með okkur íslendinga? Er ekki vert að Hta á vandamál aldraðra frá fleiri hliðum en mér virðist hafa verið gert? Hafa þeir verið teknir inn í myndina, sem mest hafa þegið af þeirri kynslóð, sem árið 1982 hefur verið helgað.“ ekki haft sig upp í að fara ein. Hún er grannvaxin og kvik í spori, vegna þess að hún er grannholda ber andlit hennar þess aðallega merki, að hún sé farin að eldast, nema augu hennar, þau varðveita enn ljóma sinn, eru svipbrigðarík og greindarleg. Klæðnaður hennar er vandaður en tilhaldslaus. — Marta fær svar, stefnumótsstaður er tiltekinn. Hún þekkir staðinn. Skógarbelti í borgarjaðri, gras- fletir, bekkir með jöfnu millibili, veitingastofa. Mörtu kemur til hugar, að tnað- urinn, sem hefur boðað hana til fundar við sig, skýli sér á bak við tré og virði hana þaðan fyrir sér, kæri hann sig ekki um að kynnast henni getur hann látið það vera að gefa sig fram. En maðurinn er kominn á undan henni, situr á bekk og er ekkert laumulegur. Hann er mesti myndarmaður, þrekvaxinn, sléttur í andliti, hann er í frakka, sem fer honum vel, með loðhúfu, hann er búinn að fá skalla, en Mörtu finnst það ekki til lýta. Þegar þau sitja við kaffi- drykkju spyr Marta: „Fékkstu mörg svör?“ Maðurinn kímir: „Svolítið forvitin?" Marta fer ofurlítið hjá sér, hún óttast að manninum þyki lítið til hennar koma, hann hlýtur að eiga betri kosta völ. Furðulegt að slík- ur maður skuli hafa auglýst eftir félaga. Hann biður Mörtu að nefna sig skírnarnafni sínu, Þorstein. Það þarf ekki að orðlengja það, að góð kynni takast með Mörtu og Þorsteini, þau fara í gönguferðir, Þorsteinn býður I bíó og velur þeim viðkunnanlega veitingastaði, þar sem þau sitja oft lengi saman við hressingu og arineld. Eitt sinn er þau sitja og hvíla sig eftir gönguferð segir Þorsteinn Mörtu frá því, hve þungt honum hafi fall- ið að hætta vinnu 65 ára, fullfrísk- ur og ekkert lát á starfsþreki hans. „Það ætti ekki að miða vinnulok við aldurstakmörk, það ætti að hafa annan mælikvarða." Fram að þessu höfðu Marta og Þorsteinn fátt rætt um einkamál sín, nú spurði hún hann, hvert starf hans hefði verið. „Eg er húsgagnasmiður." Sem handverksmaður tilheyrði Þorsteinn lægri þjóðfélagsstétt en Marta. Þau höfðu aldrei komið heim til hvors annars, nú eygði hún tækifærið. „Mikið kæmi sér vel, ef þú vildir koma heim til mín og gera við stól, sem þarf að líma.“ Þorsteinn kom fljótlega með verkfæri og gerði við stólinn. Þeg- ar vinirnir sátu að kaffidrykkju að loknu verki, bar að son Mörtu. „Vinur minn, Þorsteinn,“ kynnti Marta. Sonurinn varð fár við, en virti Þorstein fyrir sér i laumi. Er- indi sonarins var að biðja Mörtu að gæta barna þeirra hjóna um kvöldið. Aldrei þessu vant brá ekki Marta við að vanda, hún kvað ákveðið að hún færi í bíó, því yrði ekki breytt. „Ert þú farin að sækja bíó?“ sagði sonurinn, undrun og van- þóknun í röddinni. Þar sem honum skildist að ítrekun erindis hans mundi ekki bera árangur kvaddi hann stuttlega. Þorsteinn hafði fylgst með orða- skiptum mæðginanna, skildi að þarna fór fram hluti af þeirri bar- áttu fyrir einkafrelsi, sem Marta var að heyja. „Ja, svo þú ætlar í bíó í kvöld?" „Já, með þér.“ Marta gekk til Þorsteins og kyssti hann á ennið, þar með inn- siglaði hún vináttu þeirra, góður kunningsskapur breyttist í órjúf- anlegt vináttusamband. — Eftir þetta varð Þorsteinn tíður gestur hjá Mörtu, hann var hennar önnur hönd, fylgdist t.d. með henni í kjörbúð hverfisins, tók við vörum, sem hún valdi, og ók hjólakörf- unni fyrir hana. Marta sá augna- gotur og heyrði pískur kunn- kvenna sinna, hún vissi, að hún var milli tannanna á þeim, sem hún var í sambýli við og nágrenni, og kvittur bærist til barna hennar. — Systkinin komu sér saman um að fyrir hvern mun yrði að stöðva þessa ósvinnu, sem væri ekki aðeins móðurinni heldur þeim einnig til vanza og óþæginda. Þau gátu ekki lengur gengið að móður sinni vísri til barnagæzlu og annarrar aðstoðar — og svo var peningahliðin, gat ekki skeð að heimilishald móðurinnar yrði dýr- ara en áður og aukinn kostnaur við fatnað, jafnvel snyrtivörur? Systirin var send út af örkinni til að „koma vitinu fyrir móðurina“. — Dóttirin kemur til móður sinnar brynjuð rökum: öldruð kona, fyrir skömmu orðin ekkja, má ekki haga sér svona, vera fyrir allra augum í fylgd með manni, sem hún hlýtur að hafa hitt af tilviljun (veit ekkert um auglýs- inguna). Hann hefur ekki einu sinni skipað þá stöðu, sem henni er vegsauki að. Með því að sverta mannorð sitt varpi hún skugga á börn sín. Þau taki sárt til hennar, standi henni næst — og barna- börnin. Áfram í sama dúr. Marta svarar vel fyrir sig, hún hefur eignazt vin, sem veitir lífi hennar aukinn tilgang, hamingju og öryggi. Líf þeirra beggja hefur gjörbreytzt ömurleiki og einsemd eru horfin. Án hennar yrði líf Þorsteins tómt og tilgangssnautt. Tal móðurinnar um þá ástúð og umhyggju, sem Þorsteinn veitir henni rlfur dótturina svo upp, að hún segir móðurinni bitran sann- leikann um sitt eigið hjónaband, sú hamingja, sem móðir hennar hefur orðið aðnjótandi, ástúð og umhyggja góðs manns, er einmitt það, sem hana skortir og hefur kælt hana. — Þó að svona hafi til tekizt með fortölur móðurinnar eru systkinin ekki af baki dottin. Þau koma bæði heim til móður sinnar og segja henni, að þau séu búin að vera til skiptis hjá þeim systkin- unum, og njóta þeirrar ánægju að vera ein með barnabörnunum, því að hvorutveggja foreldrarnir hafa hug á sólarlandaferð. Og hún gæti verið lengur, heilar vikur, eftir að sumarleyfi barna hennar er lokið og þau yrðu í sumarbústaðnum um helgar. Mamma, sem alltaf hefur verið þessi frábæra húsmóð- ir, hlýtur að hafa gaman af að bústanga. Þetta ætti að geta orðið henni indælt sumar. Marta segir stutt og laggott að hún ætli til Italíu. Mamma til Ítalíu!! Nú kastar tólfunum! Hún, sem aldrei hefur farið út fyrir landsteinana. Nei, þá væri vitið meira að vera í sumar- bústað innanlands og njóta sam- vista við sína nánustu. Satt var það, hún hafði ekki gert víðreist, þar með ekki sagt, að hana hafi aldrei langað til þess. Framan af árum gátu þau hjónin ekki farið í dýra skemmtiferð, mikill kostnaður við að koma sér upp fullkomnu heimili, fannst hún ekki geta farið frá börnunum. Þegar þau höfðu fengið sína menntun og stofnað heimili var ekki lokið framlagi til þeirra, svo veiktist maðurinn hennar og yfir honum var hún bundin. Þetta sagði Marta ekki við börn sín heldur Þorstein, þegar hún ræddi við hann um löngun sína til Ítalíuferðar. Við þau sagði hún, að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur út af henni, hún færi með góðum ferðafélaga og hlakkaði til. Myndin endar með því, að Þorsteinn, sportklæddur og kvik- ur, stígur ut úr bíl við húsdyr Mörtu, sem kemur til hans fallega ljósklædd og vonglöð. Hann tekur hana í faðminn áður en hann hjálpar henni inn í bílinn, svo aka þau af stað fyrsta áfangann til fyrirheitna landsins í tvennum skilningi, þessi ferð þeirra er ekki aðeins Ítalíuferð, heldur ferð þeirra til framtíðarlandsins — sambúðar. — Eg hef séð allnokkrar sjón- varpsmyndir hérlendis, sem hafa fjallað um tilraunir aldraðs fólks til að brjótast út úr einsemd sinni, svo sem að leita sér dægrastytt- ingar í því að sækja samkomur, sem ætlaðar eru eldra fólki, þá hefur borið svo til einstaka sinn- um að karl og kona hafa kynnzt og stofnað til vináttu, sem hefur hrakið burt þann þrúgandi eyði- leika, sem fyrir var. Þessi sam- dráttur vekur oft illgirnislegt um- tal, börn hinna öldruðu para eru oft skæð með að stía þeim í sundur og ganga ekki til göfugar hvatir, þó að reynt sé að láta það í veðri vaka. Þegar ég fyrir nokkrum árum sá sjónvarpsmyndina Söguna af Mörtu minntist ég þess ekki að hafa lesið umfjöllun um slíkar myndir af prenti hér heima og því ekki bent á hvaða lærdóm mætti af þeim draga. En í Osló þótti myndin gefa tilefni til blaðaskrifa. Ég vil geta þess að ég las aðeins dagblöðin í Osló. Það þarf víst ekki að taka það fram að samband Mörtu og Þor- steins þeirra á milli gaf ekkert til- efni til blaðaskrifa. En í blöðum komu fram harðar ádeilur á eig- ingirni barna, um þetta mál var fjallað af hlífðarlausri hreinskilni í blaðaskrifum um sjónvarps- myndina. Mynd þessi er sterkt en einfaldlega uppbyggð, algerlega útúrdúralaus, sjáandi og heyrandi er ekki mataður heldur eru hæfi- legar eyður til þess að hann geti af skyggni sinni og skilningi útfyllt þær. Marta er dæmigerð eiginkona og móðir, sem gefur fjölskyldu sinni beztu ár sín, framlag hennar þykir sjálfsagt. Börnin fá mennt- un, sem býr þau undir að geta séð sér og sínum farborða. Þau fá allt frá bernsku út úr lífinu, það, sem viðgengst hjá þeim, sem njóta vel-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.