Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 51 % 100 90 80 60 50 40 30 20 10 Hlutfallsleg skipting fjármögnunar ríkis til rannsókna og þróunarstarfsemi nokkurra landa 1979 Japan USA Frakkl. Island Þaö eru ýmsar spurningar sem vakna við slíka athugun. Ætli þaö sé tilviljun að ýmsar atvinnu- greinar hér á landi séu svo van- þróaðar sem raun ber vitni, sem kemur best fram í minnkandi markaðshlutdeild þeirra, eða eðli- leg afleiðing fjárskorts til rann- sóknar- og þróunarstarfsemi? Ætli þaö sé tilviljun að fundist hafa svo oft gallar og skemmdir i fiskafuröum okkar erlendis, eða eðlileg afleiðing fjárskorts til rann- sóknar-, þróunar- og skipulags- starfsemi? Ætli það sé „eðlileg íslensk þróun" að í okkar aðalatvinnuvegi t.d. saltfiskvinnslu ríki nánast sömu vinnubrögðin og fyrir 200 árum eða meir, nema komnar eru hausinga- og flatningsvélar? Á sama tíma setja Japanir saman heilu bílana algerlega í vélum, með áðurnefndum árangri. Islendingar sem og aðrar þjóðir eiga í vaxandi samkeppni hver við aðra, þar sem verð og gæði var- anna skipta hvað mestu máli. Þess vegna ættu menn að beita í auknu mæli vinnuaðferðum þeirra þjóða sem hefur tekist þetta hvað best, ásamt árangri í baráttu við verð- bólgu, atvinnuleysi og framleiðni og skapa þannig auknar forsendur fyrir auknum kaupmætti launa- fólks til lengri tíma litið. Þaö er viöurkennd staðreynd aö Bandaríkjamenn framleiöa kælitæki í hæsta gæöaflokki. Með vandláta kaupendur í huga bjóðum viö pví núna ameríska PHILCO kæliskápa í mörgum stæröum og litum. Hér fara saman fallegt útlit og haganlegar innréttingar ásamt vandaðri hönnun sem tryggir mikla endingu. PHILCO kæliskáparnir eru pví gæddir öllum peim kostum sem prýöa fyrsta flokks kæliskápa. Sjón er sögu ríkari — komiö í verzlanir okkar og kynnist af eigin raun amerísku PHILCO kæliskápunum. PHILCO FYRIR VANDLATA heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 -15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.