Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Ný viðhorf til Landnámu- ritunar Eftir Jón Gíslason Haraldur Vlatthíasson: LANDIÐ OG LANDNÁMA Bókaútgáran Örn og Örlygur 1982 Landnáma er ein merkasta bók íslenzk, ekki sökum fagurfræði, heldur af hinum mikla og marg- víslega fróðleik, sem hún inniheld- ur um íslenzkt þjóðfélag, þróun þess og uppbyggingu. Eins og nærri má geta hefur mikið verið um hana ritað og margar getur verið uppi um ástæðuna til þess að hún var rituð. Hér er á ferðinni sérstaklega fögur bók, vel unnin og gerð af fremstu listum íslenzkrar bóka- gerðar. Bókin er vel prentuð, fag- urlega bundin í hentugt og smekklegt band, í fögrum öskjum. Allur frágangur er eins góður og fremst jverður kosið. Teikningar eru nokkrar í bókinni og falla sæmilega að efninu, kort og mynd- ir eru til skýringar á stöðum og landnámunum. Haraldur Matthíasson hefur ferðazt um allt land ásamt konu sinni til að kynna sér örnefni og staðhætti landnámanna og land- námsjarðanna. Haraldur er í þess- ari bók að vinna brautryðjenda- starf. Þekking hans er um margt haldgóð og skilrík, staðfræði hans er um margt mikil, en fleira verð- ur að skoða. Það er nefnilega ann- að að sjá og sigra, en að álykta og skilja. Þegar ég las bókina, Landið og landnám, varð ég fyrir þeirri óþægilegu staðreynd að sjá skil- greind söguleg dæmi, sem ég hafði dregið allt aðrar ályktanir af og á stundum þveröfugar. Ég hef yfir þrjátíu ár rannsakað og kannað sögulegar staðreyndir viðkomandi sunnlenzka hreppaskipulagið og þar hafa orðið á leið minni mörg atriði, sem snerta landnámin, takmörk þeirra og ástæðuna fyrir því að Landnáma var rituð um og eftir 1100. Niðurstöður mínar eru marg- þættar en hníga allar í sömu átt, að Landnáma hafi verið rituð með eignarsjónarmið fyrir sjónum, og hún hafi verið rituð af hagrænum tilgangi. Hún er sterkasti hlekkur- inn í því að íslenzkt þjóðfélag varð skipulegt og hagrænt, mótað í form þjóðfélags eins og bezt var á kosið á miðöldum. Að þessu vík ég síðar í þessu greinarkorni. Haraldur hafnar algjörlega eignarkenningunni í upphafi bók- arinnar, og af þeim sökum tekst honum ekki að gera þá skilgrein- ingu sem liggur í verki hans í raun og sann. Að nema land merkir að fornu og nýju að slá eign sinni á land. Landnám merkir landareign eða landnámsjörð. Landnámsmað- urinn er eigandi landnámsins. Réttur hans er bundinn venjum ættsveitarþjóðfélagsins í árdögun Islandsbyggðar og kemur það fram í Landnámu, en bezt og skír- ast í sögunni um örskotshelgina í sambandi við Örn í Vælugerði í Flóa. Réttur landeiganda var mjög tryggður í sambandi við kristni- tökuna árið 1000, nokkrum árum síðar voru sett lög í framhaldi af löggjöfinni um trúskiptin, sem tryggði mjög rétt landeigenda. Framhald af þessum lögum urðu svo tíundarlögin 1097. En með þeim var tíundarskatturinn lagð- ur á jarðeignaheildir, landnámin, og þau skráð í bók, Landnámu. Eignarréttarsjónarmið Land- námu kemur víða fram. I stóru landnámunum skiptu landnáms- mennirnir landnámunum milli barna sinna, skyldmanna, vina sinna og fylgdarliðs. Urðu þeir sjálfstæðir jarðeigendur og jarðir þeirra lögbýli. Lítill hluti land- námsjarðanna varð höfuðból að réttum lögum. Islenzka tíundin var eignar- skattur, lagður á allar jarðeignir í landinu. En til þess að hægt yrði að framkvæma skattálagninguna, þurfti að hafa grundvöll til álagn- ingarinnar. Grundvöllurinn varð fundinn með að safna saman öll- um landnámum í landinu, skrá- setja þau. Þannig varð frumland- náma til. Þetta var miðaldaleg að- ferð, hagkvæm og raunhæf. Hún gekk fram hjá ströngustu reglum trúar- og guðfræði samtíðarinnar. Þegar tíundarlögin voru sam- þykkt á Alþingi árið 1097, var ekki búið að samræma lög alþjóðlegu kirkjunnar í Róm, en eftir að það var gert í byrjun 13. aldar, áiitu sumir biskupar landsins og sendi- menn erkibiskups íslenzku tíund- ina ólöglega, þar sem eftir lögum kirkjunnar mátti ekki taka vexti af fé, hvorki lausu né föstu. Reyndu þeir mjög að fá tíundina ógilta, en þeim tókst það aldrei. Eignarsjónarmið skattlagn- ingarinnar kemur víða glögglega fram í Landnámu og hef ég fundið fjölda dæma um það. En hvergi er þetta jafnglöggt og í Austfirð- ingafjórðungi, enda munu land- námafrásagnir þar vera uppruna- legastar. Haraldur tekur til með- ferðar í bók sinni dæmi til að af- sanna eignarsjónarmiðið. En þetta dæmi fann ég fyrir löngu og tel það sanna það gagnstæða. Þorsteinn leggur son Bjarnar blátannar, fór úr Suðureyjum til Islands og nam lönd öll fyrir norð- an Horn til Jökulsár í Lóni og bjó í Böðvarsholti þrjá vetur, en seldi síðan löndin og fór aftur til Suður- eyja. Landnám hans er skýrt af- markað og enginn vafi um það. Landnáma greinir að hann seldi landið. Hann átti það. Landnáma getur ekki um bændur eða jarðeig- endur í landnámi Þorsteins, enda var það óþarfi, þar sem hún er aðeins að greina tíundareining- una, jarðeignina, sem tíundin átti að greiðast af. Hér er eignarsjón- armiðið allsráðandi. í frásögn Landnámu af land- námi Þorsteins leggs kemur ekki fram neitt ættarstolt eða kyngöfgi neinnar ættar á Islandi. Hann var eini landnámsmaðurinn er fór aft- ur til heimalands síns. Það hefur verið algengasta skoðun Landnámufræðinga, að landnámuritunin sé gerð í þeim tilgangi að sýna ættir og uppruna frumbyggja landsins og greina frá þeim og ættum þeirra og afkom- endum. Landnáma er venjulega skilgreind frá þessu sjónarhorni, án þess að kanna frekari ástæður til ritunar hennar. En hið rétta er, að hún er rituð í ákveðnum til- gangi þjóðfélagslegum og raun- hæfum eins og þegar er komið fram í máli mínu. Allt bendir til, að skipulagið er tíundarlögin íslenzku eru byggð á, hafi verið komið til framkvæmda í nokkrum hluta landsins fyrir árið 1097. Á sunnlenzka hreppasvæð- inu var fyrir hendi slíkt skipulag, mótað og fest af reynslu og raunsæi. Stjórn hreppanna var föst og gerð með samningi. Hún hafði á hendi fátækramál, fjall- skilamál og ágreining milli bænda um félagslega árekstra. Skipulag hreppanna var fest og tryggt með vissum ákvæðum, er voru arfur frá ættsveitarþjóðfé- lögunum. En það var líka styrkt og fest með fyrirmyndum frá hinu nýja þjóðskipulagi miðalda, léns- fyrirkomulaginu. Það er skýrast í einingarákvæðum hreppaskipun- arinnar, endurnýjun á eignarrétti er varð við viss skilyrði. Þetta kemur fram í Landnámu, þó Land- námufræðingar hafi ekki komið auga á það. Að þessu verður vikið síðar. Með tíundarlögunum var sunn- lenzka hreppaskipulagið lögfest. Hreppunum var falið að annast fátækraframfærið og innheimta einn fjórða af tíundinni. Hreppa- skipunin reyndist vel á Suður- landi. Árangurinn varð tvíþættur. í fyrsta lagi var komið svo á 15. öld, að ekkert þurfamannafram- færi var í Hrunamannahreppi og ef til vill fleiri hreppum. I öðru lagi, bændurnir á hinu forna hreppasvæði stóðu fastar saman en aðrir landsmenn móti konungi og kirkjuvaldinu eins og sést í Áshildarmýrarsamþykkt. Það er ekki hægt að skilgreina landnámin í Árnes- og Rangár- vallasýslum, nema að skilja hreppaskipunina fornu. Jarð- eignaskipunin er þar föst og ör- ugg, einkennd af föstum og ná- kvæmum landamerkjum. Þetta er því eftirtektarverðara að landið er víða einkennasnautt. En sunn- lenzkir bændur í lágsveitunum komu á kerfi í þessu efni, sem er mjög athyglisvert. Það væri hægt að taka það nákvæmlega upp enn þann dag í dag, ef fé væri veitt til þess. Miðaldamenn kunnu vel að setja mörk milli jarða, og aðferð þeirra er föst og örugg. Víða í Flóa og Landeyjum er notuð sjónhending, líkt og þegar fiskimenn tóku mið á sjó. Ár, vötn og lækir mörkuðu ákveðin og föst atriði, en rennsli til þeirra voru líka aðalatriði. Enda stendur í Landnámu: „svo vítt sem vötn deila". Vatnaskil voru þýðingarmikið atriði í 3kil- greiningu landsins, og í mörgum tilfellum þýðingarmesta atriðið. Haraldur reynir á nokkrum stöð- um að skilgreina vatnaskilin en það er ekki samræmi í því hjá honum og vík ég nú að því. Hann telur réttilega, að mörk milli Kjósarhrepps og Þingvalla- sveitar greinist við vatnaskil. Sama gerir hann um mörk hins forna Holtamannahrepps og Landmannahrepps. Og tel ég það rétt eftir því sem ég veit bezt. En þegar hann kemur út í Hruna- mannahrepp verður annað upp á teningnum, þrátt fyrir orð Land- námu um landnám Bröndólfs og Más: „Þeir námu Hrunamanna- hrepp svá vítt sem vötn deila." At- hugum þetta betur. Már nam efri hluta hreppsins fyrir ofan landnám Þorbjörns jarlakappa í Hólum, það er að austanverðu frá Litlu-Laxá og austur fyrir Stóru-Laxá svo vítt sem vötn deila. Land hans austan Stóru-Laxár voru jarðirnar Lax- árdalur, Miðfell, Arnórsstaðir og Grímsstaðir tvennir, og voru þær í Hrunamannahreppi og átti kirkjusókn að Hruna. Hér hefur vatnasvæði eða vatnaskil Stóru- Laxár ráðið og laxveiðin í Stóru- Laxá verið undirstaðan að eign- arhaldi Más að þessu góða og fagra landi. En landnám Bröndólfs var aftur á móti ytri hluti Hrunamanna- hrepps svo vítt sem vötn deila, það er vatnasvæði Litlu-Laxár upp að Skörðum. En land varð eftir með- fram Hvítá, Auðsholtsland, sem var í landnámi Ketilbjarnar gamla á Mosfelli og í Biskups- tungnahreppi og átti Auðsholt kirkjusókn að Skálholti og var á vatnasvæði Hvítár. Sama sagan varð fyrir neðan Stóru-Laxá, jarðirnar Iða, Ei- ríksbakki og Helgastaðir, sem Jón Gíslason „Ég efast ekki um að áfram verður haldið að rita um Landnámu, rann- saka hana og kanna. Margar heimildir í sam- bandi við hana eru enn ókannaðar. En hitt er ég líka viss um, að bók Har- aldar Matthíassonar verð- ur alltaf álitin brautryðj- endaverk í sambandi við staðfræði Landnámu og fleiri atriði snertandi hana.“ vatn rennur af til Hvítár, urðu í Biskupstungnahreppi og áttu kirkjusókn að Skálholti, og hafa verið í landnámi Ketilbjarnar gamla á Mosfelli. Haraldur víkur að þessu og telur, að Skálholts- valdið hafi hér um vélað. En það er ekki rétt, því kirkjusókn til Skálholts náði lengra niður á Skeið, Fjall á Skeiðum og Útverk áttu þangað kirkjusókn. Ketilbjörn hefur notfært sér ákvæði ættsveitarþjóðfélaganna í þessu efni og aðferð ýmissa land- námsmanna og jarðeigenda um skilgreiningu landsins svo vítt sem vötn deila. Laxveiðin hefur hér verið undirstaðan, en hún er einhver sú bezta er getur í sunn- lenzkum ám í þessari grennd með hinni miðaldalegu veiðiaðferð. En lítum á fleira. Flóamenn eignuðust landið fyrir ofan byggð- ina í Gnúpverjahreppi og álít ég að það hafi orðið af félagslegum ástæðum en ekki með venjulegum landnámsaðferðum. Þetta land er afréttur Flóamanna enn þann dag í dag, þó ef til vill ekki alveg sama landið. Þorbrandssynir í Haukadal fóru að fyrirmynd Flóamanna og námu efsta landið í utanverðum Hruna- mannahreppi, það er núverandi Tungufellssókn, en þar renna vötn til Dalsár og rennur hún síðan í Hvítá, en vatn úr Haukholtslandi rennur í Hvítá eins og af Auðs- holtslandi. Tungufellssókn sam- anstendur á líðandi stund af bæj- unum Jaðri, Tungufelli, Fossi, Hlíð og Haukholtum. Vatnaskil hafa hér ráðið en fleira er sér- kennilegt við þetta landnám. Þorbrandssynir miðuðu land- nám sitt í Hrunamannahreppi þannig: sjónhendingu úr Múla í Biskupstungum í Ingjaldsnúp fyrir ofan Gyldurhaga. Þetta eru skýr mörk, það er „fyrir ofan Skörð" eins og það heitir í sveit- inni. Sjónhendiílg er aðferð til að taka mið, aðallega á sjó. Er hún notuð mjög til marka í Flóa, Holt- um og Landeyjum. Að taka sjón- hendingu er örugglega gömul að- ferð og hefur verið þekkt fyrir ís- landsbyggð. Haraldur tekur mið af ýmsum heimildum síðari alda, en hann minnist ekki á merkasta fræði- mann um landeignir í Hruna- mannahreppi, en það er Gísli Sveinsson í Miðfelli í Hruna- mannahreppi. Dr. Sveinbjörn Rafnsson telur í ritgerð sinni um Landnámubók, að höfundur Landnámu geti ekki um Heklugosið 1104. Þetta er senni- lega ekki rétt. Það er sagt frá Heklugosinu 1104, en með aðferð miðalda. Þetta kemur fram í frá- sögnum Landnámu í Gnúpverja- hreppi og í landnámi Más Nadd- oddssonar. Frásögnin um land- námin í Gnúpverjahreppi eru óvenjulega óglögg. Það er eins og frásögnin sé ófullkomin af ásettu ráði. En eins og kunnugt er eyði- lagðist mikið af landi í landnámi Þorbjarnar laxkarls landnáms- manns í Haga. Tíundareiningin er rýrð. Eftir heimild í Fornbréfasafni fór hluti af landnámi hans undir jarðir í Flóa eftir fornum lögum. Sama gerðist síðar um hluta af landnámi Más Naddoddssonar. Þetta eru atriði sem ber að athuga í sambandi við landnámin í Hreppunum. Haraldur minnist á þingstaði í Árnesþingi að fornu. Hann telur þingstað í Villingaholti í Flóa, en það er rangt. Þingstaður Villinga- holtshrepps var í Vælugerði allt framundir 1950 en var þá fluttur í barnaskóla sveitarinnar og síðar í félagsheimili hennar í Þjórsár- veri. Þingstaður var því aldrei í Villingaholti. Einnig er að mestu rangt sem hann segir um þingstaðinn í Hraungerðishreppi. Hann var upphaflega í Hraungerðisheiðinni skammt fyrir austan land- námsbæinn Hraungerði, en Hraungerði var flutt þangað sem það er nú síðasta aldarfjórðung 17. aldar. Síðast varð þingstaður heima I Hraungerði, en var svo fluttur í Þingborg. Haraldur segir að landamerki milli landnámsjarðanna í Hraun- gerðishreppi séu ónákvæm. Þetta er algjörlega rangt. Þau eru mjög greinileg frá fyrsta tíma eins og flest mörk milli stjórjarðanna í Flóanum, það er tíundareining- anna þar. Dr. Haraldur ræðir mjög um búsetu landnámsmanna, og grein- ir frá þeim sem bjuggu utan land- náma sinna. Þessi atriði eru mjög mikilsverð og skýra mjög vel eign- arsjónarmið Landnámu og gildi jarðanna sem tíundareiningar. í þessu koma fram rök þess, að eignarréttargildi landnámaritun- arinnar er algilt. Þetta kemur fram í eignarréttinum á jörðunum Leirá og Saurbæ, sem bræðurnir Hróðgeir spaki og Oddgeir seldu. Efnaðir bændur eftir 1100 gátu átt jarðir utan landnáms síns. Þær voru tíundareiningar í sambandi við greiðslu tíundarinnar. Þetta er einmitt sterkt atriði í kenningu minni. Sjónarmið kirkjunnar gagnvart jarðeignaskipulagi tíundarlag- anna var alls ekki eins heilt og virðist við fyrstu kynni. Gissur ís- leifsson biskup var samningamað- ur mikill og sannur stjórnmála- maður. Hann gerði samninga við höfðingja landsins um helm- ingaskipti tíundarinnar. En þeir sem harðastir voru í fylgi við hina alþjóðlegu kirkjustefnu, hafa álit- ið að gengið hafi verið of langt. í þennan mund var nýstofnaður biskupsstóll á Hólum í Hjaltadal og var þar biskup Jón Ögmunds- son, sem var sannur fylgjandi al- þjóðlegu kirkjustefnunnar. í Skagafjarðarsýslu kemur fram ýmislegt í sambandi við land- námaritunina, er stingur talsvert í stúf við það sama á Suðurlandi. Sé þessi saga könnuð næstu aldirnar á eftir að landið komst undir kon- ung, kemur í ljós, að sumir Hóla- biskupar gengu feti lengra í skattheimtu en lög leyfðu og á ég þar sérstaklega við Ólaf biskup Rögnvaldsson, og hina miklu auð- söfnun hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.