Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Eldvarnarvika í Árbæj- arhverfi í Reykjavík Eftir Þf)ri Hilmarsson brunamálastjóra Þessa dagana, eða vik'una 12. til 18. nóvember, er haldin sérstök eldvarnarvika í Arbæjarhverfi. Að henni standa Junior Chamber og Skátafélagið Árvakur. Þess ber að geta, að um hreint sjálfboða- starf er að ræða og leggja þar margir hönd á plóginn og horfa ekki til efnislegra launa í því efni. Þessu ágæta fólki nægir ánægjan af því að eiga hlutdeild í sam- stilltu átaki til verndar lífi og eignum samborgara sinna. Þetta er göfugt starf í þess orðs fyllstu merkingu og stuðlar að samhug manna til að byggja gott þjóðfé- lag. Dagskrá eldvarnarvikunnar hefur verið kynnt í fjölmiðlum og því óþarft að bæta þar við. Vel mun vera að verki staðið í hví- vetna af miklum áhuga og mynd- arskap. Allar líkur eru á, áð slíkir eldvarnardagar, þar sem fjallað er um brunavarnir fyrir almenning í iandinu, muni koma að góðu gagni. Á það bæði við um hið já- kvæða samstarf manna að góðu málefni og einnig er varðar aukna fræðslu og þekkingu á brunavörn- um. Á undanförnum árum hefur talsverð vinna verið lögð fram til varnar eldsvoðum hér á landi. Að hluta til er þetta gert með marg- háttaðri upplýsingastarfsemi og að hluta til með setningu laga og reglugerða um brunavarnir og brunamál. Loks er aukin áhersla lögð á reglubundið eldvarnareft- irlit og þjálfun til brunavarna. Samhiiða þessu starfi, sem er bæði vandasamt og erfitt í strjál- býlu landi, er sífellt unnið að því að auka þekkinguna á eðli elds og orsökum eldsvoða og hvernig best megi vinna bug á þessum vágesti. Lögð er áhersla á að efla rann- sóknir í þágu brunamála, en í því efni eru Islendingar vafalaust eft- irbátar þeirra þjóða, sem við helst viljum bera okkur saman við. Á hinum almenna markaði er nú fjöldi efna er áður ekki þekkt- ust, sem auka mjög á hættuna af eldi og reyk, langt umfram það sem áður var vitað um eða reynsla fyrir. Einkum er um að ræða ým- iss konar plastefni í húsgögnum, byggingarhlutum og búnaði. Mik- ill munur er á hinum ýmsu gerð- um plastefna, hvað varðar eigin- leika í bruna. í mjög vaxandi mæli er nú fylgst með þróun þessara mála um allan heim og einnig hér á landi. Þrátt fyrir ýmsar varúðarráð- stafanir verður ekki komið í veg fyrir að eldar kvikni og eldsvoðar eigi sér stað. íslendingar hafa á undanförnum árum ekki orðið fyr- ir stóráföllum af völdum eldsvoða. Vera má, að forsjónin hafi verið þjóðinni hliðholl og sjálfsagt má einnig skírskota til heppilegs byggingarmáta í landinu almennt og þeirrar staðreyndar, að lítið er um olíukynt hús hér á landi. Starfsemi íslenskra slökkviliða og brunatryggingafélaga á að sjálfsögðu sinn ótvíræða þátt í hinu tiltölulega góða ástandi, sem í dag ríkir í brunamálum hér á landi. Við viljum halda því fram, að íslendingar séu engir eftirbátar annarra þjóða í góðum brunavörn- um, nema síður sé. Því fer þó fjarri, að brunamál á íslandi séu í fullkomlega og nægi- lega góðu lagi. Að vísu er þarna nokkur munur á eftir hinum ýmsu stöðum á landinu. Manntjón af völdum elds eða reyks hefur ekki verið mjög mikið hér á landi á undanförnum árum. Á hverju ári deyr fólk þó af völd- um elds, sem að sjálfsögðu er til- finnanlegt fyrir fámenna þjóð. Þar sem margt fólk kemur saman er mikillar aðgátar þörf og þarf að hyggja enn betur að í því efni en nú er gert. Eignatjón af völdum eldsvoða á árinu 1981, sá hluti tjonsins er brunatryggingafélögin bættu, varð um 26 milljónir króna eða um kr. 115 á hvert mannsbarn í land- inu. Ekki verður allt tjón bætt með fé, en erfitt er að meta raun- verulegt heildartjón. Samkvæmt sænskum heimildum segir, að bæta megi við yfir 50% sem myndi þýða, að brunatjónið á ár- inu 1981 hefði orðið alls um 40 millj. króna á verðlagi þess árs. Mörgum kann að sýnast, að þessar tölur sem hér eru nefndar séu tiltölulega viðráðanlegar og gætu látið sér í hug koma að vel mætti spara kostnaðinn við brunavarnir í landinu. Að sjálf- sögðu kemur slíkt ekki til mála. Það eru mun hærri upphæðir sem sparast með góðum brunavörnum, svo ekki sé talað um þau mörgu mannslíf sem bjargað verður með fyrirbyggjandi brunavörnum eða af slökkviliðunum í landinu. Óþarft ætti að vera að rökstyðja það mál hér, en minna mætti á stórbrunann er varð í miðbæ Reykjavíkur í apríl 1915, en þá brunnu til grunna 10 hús, þar á meðal mörg stórhýsi. Auk þess skemmdust tvö önnur hús illa og tveir menn fórust í eldinum og þótti það mikil mildi, að ekki fór verr í því efni. Við skulum nú bera okkur lítil- lega saman við aðrar þjóðir. Vil ég í því efni leyfa mér að taka mið af opinberri könnun, sem Banda- ríkjamenn stóðu fyrir og er mjög vandlega unnin, enda stóð Eld- varnarstofnun ríkisins (NFPA) þar í landi að könnuninni. Niður- stöðurnar eru birtar í hinu virta riti „Fire Technology" í ágúst síð- astliðnum. Enn verður miðað við Þórir Hilmarsson tölur og verðlag á síðasta ári, þ.e. árið 1918, enda eru engar tölur ennþá til fyrir árið sem er að líða. Vilji menn umreikna tölurnar til erlends gjaldeyris, þá skal nota meðalverðlag viðkomandi gjald- miðils á árinu 1981. Hér verða töl- urnar þó gefnar í íslenskum krón- um. Samkvæmt bandarísku könnun- inni varð brunatjónið hæst í Nor- egi, eða um 280 kr. á mann, og lægst í Japan, eða um 30 kr. á hvern íbúa. Sem fyrr segir voru „bein brunatjón" á íslandi um kr. 115 á hvern landsmann. Eftirtald- ar þjóðir höfðu brunatjón undir 70 kr. á íbúa: Japan, Bretland, Aust- urríki, Ástralía, Belgía og írland. Meðaltal allra þjóða, sem athug- aðar voru, var um kr. 125 á hvern íbúa. Tekið skal fram, að þessar tölur, sem nefndar eru hér, eru allt meðaltalstölur fyrir nokkurra ára tímabil, nema fyrir ísland sem á einungis við um árið 1981. Segja má því, að Islendingar séu í „góðu meðallagi", hvað varðar eignatjón í brunum. Athuganir leiða í ljós, að svo er einnig, hvað varðar tjón á fólki, þ.e. töpuðum mannslífum og heilsutjóni af völd- um eldsvoða. Engu að síður hlýtur það að vera markmið okkar og stefnumál, að verða þarna fremst- ir í flokki, bæði hvað varðar lágt brunatjón og verndun mannslífa. Minna dugir ekki og því má betur, ef duga skal. Staðreyndin er því miður sú, að flestir eldsvoðar verða af mann- legum mistökum, vanþekkingu, hirðuleysi eða óvarkárni. Af þess- um sökum kviknar eldurinn oftast og þá ríður á, að menn kunni að bregðast skjótt við og á réttan hátt. I samfélagi okkar í dag kemst hver einstaklingur og sérhvert heimili í snertingu við sífellt flóknari tækjabúnað og stöðugt fleiri eldfim efni en áður var til- fellið. Þess vegna ber að leggja enn ríkari áherslu á upplýsinga- starf og leiðbeiningu um orsakir og afleiðingar eldsvoða og um varnir gegn eldi og reyk. Þetta á við um heimilin, en einnig stofn- anir og atvinnufyrirtæki, hvar sem er á landinu. Segja má, að hættan af eldinum leynist allsstaðar. Hún gerir ekki boð á undan sér. Þess vegna ber að halda vöku sinni. í þessu ljósi vill brunamálastjóri fyrir hönd allra þeirra, sem að brunamálum starfa, þakka JC í Árbæ og Skáta- félaginu Árvakri fyrir hið já- kvæða starf, sem þeir nú leggja af mörkum. Sérstaklega leyfi ég mér að þakka þessu fólki fyrir hönd brunatryggingafélaganna í land- inu, slökkviliðsmanna og sveitar- félaganna, en það eru þessir aðilar er einkum standa að þeirri stofn- un, sem brunamálastjóri veitir forstöðu. Ekki tekur því að nefna nöfn í þessu sambandi. Ef gera ætti því atriði einhver skil, yrði nafnalist- inn mjög langur. Forystumenn fé- laganna hafa lagt mikið af mörk- um, á því er enginn vafi, en ein- stakir menn aðrir hafa einnig lagt fram mikið starf. Hverjum og einum, sem eitt- hvað leggur af mörkum til fram- gangs góðu málefni, ber að þakka. Ibúar í Árbæjarhverfi eru hvattir til að taka fullan þátt í eldvarnarvikunni og einnig eru þeir hvattir til að kaupa „rauða boltann" og líma hann inn á svefnherbergisgluggana hjá sér og auka þannig eigið öryggi um leið og þeir styðja gott málefni. Þórir Hilmarsson, brunamálastjóri ríkisins. Amnesty International: Samviskufangar nóvembermánaðar USSR — Anatoly MARCH- ENKO Anatoly Marchenko er giftur og á einn níu ára son, Pavel. Hann er 44 ára gamall og afplánar nú 15 ára fangelsisvist og útlegð fyrir and-sovéskan áróður. Hann byrj- aði afplánunina ’81. Dagana 2.-4. september 1981 var Anatoly leiddur fyrir rétt í Vladimir Region Court, — og var það i sjötta sinn síðan 1958 sem hann var leiddur fyrir rétt. Hann tjáði kviðdómendum að hann væri á vissan hátt „ánægður" með að vera nú leiddur fyrir rétt, því að í þetta sinn væri verið að fjalla um það sem hann hafi raunverulega gert, þ.e. að dreifa efni eftir sig, þar á meðal bók, greinum, bréfum o.n. Dómurinn sem hann fékk hljóðaði uppá 10 ára vist í þrælk- unarbúðum og fimm ára útlegð í landinu. Eftir að Anatoly Marchenko hafði verið tvisvar í fangelsi og vinnubúðum, á árunum '58—’60 og ’60—’66, þá gaf hann út bókina „My Testimony" („Vitnisburður minn“). Bókin er talin vera fyrsta skráða heimildin um aðbúnað sov- éskra fanga eftir að Stalín-tíma- bilinu lauk. I fyrstu var bókinni dreift leynilega — samizdat — án opinberrar' heimildar. Um það leyti sem bókin kom út erlendis var hann handtekinn aft- ur, og dæmdur til eins árs vistar í þrælkunarbúðum fyrir brot á „passport rules“, vegabréfalög- gjöfinni. Kom þetta til vegna j opins bréfs er hann skrifaði í júlí i '68, þar sem hann fordæmdi inn- ■ rás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu. Á meðan hann var í þrælkunar- . l.C /11 1 l l I J 'r t I > I t U-i búðunum að afplána sinn dóm var hann lengdur um 2 ár vegna þess að hann hafi haft í frammi and- sovéskar hugmyndir. Eftir að hann var látinn laus 1971, gerðist hann ötull talsmaður samviskufanga í Sovétríkjunum. Þann 26. febrúar ’75 var hann handtekinn að nýju, sakaður um brot á reglum varðandi gæslu sem höfð var á honum. Þá hóf hann hungurverkfall, sem hann hélt í 53 daga, en þá var hann fluttur með- vitundarlaus í útlegð til Chuna. í útlegðinni skrifaði hann bók um handtöku sína, réttarhöldin yfir sér, hungurverkfallið og flutninga. Bókin heitir „From Tar- usa to Chuna“ (Frá Tarusa til Chuna). Þessi bók er meðal þess efnis sem hann, dagana 2.—4.sept. ’81, var ákærður fyrir að hafa skrifað og dreift. Nú er Anatoly Marchenko í Perm vinnubúðum no. 35. Hann hefur þjáðst af heilahimnubólgu, hefur misst mikið heyrn, og hefur 2svar þurft að gangast undir kvið- arholsuppskurð — nú síðast '79. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf, og biðjið um að hann verði látinn laus. Skrifið til: B.V. Kravtsov Procurator of the RSFSR Prokuratura RSFSR Kuznetsky Most 13 103031 Moskva USSR. Chile — Calvarino IRIGO- YEN Alfaro Galvarino Irigoyen Alfaro er málmiðnaðarmaður, giftur og 2ja barna faðir frá Anatofagasta í Chile. Þann 30. maí 1980 var hann, einn af 33 manns í Anatofagasta, Calama og Taltal, handtekinn af leynilögreglu Chile — Central Nacional de Informaciones, CNI. Engin heimild hafði verið gefin fyrir þessum handtökum. Þau voru flutt til leynilegra varð- haldsstaða, og skv. heimildum AI voru þau pyntuð þar. Sagt er að þau hafi verið látin hanga á fótun- um nakin úti í kuldanum klukku- stundum saman, var jafnvel hellt þar yfir þau ísköldu vatni, og sum þeirra neydd til þess að borða saur. Ellefu þeirra var sleppt lausum um síðir, en þau 22 sem eftir voru, voru ákærð fyrir að vera meðlimir Kommúnistaflokksins og fyrir þátttöku í byltingu. Ákærurnar voru bornar fram undir „Decree Law 77“ og „The Internal State Security Law“. AI telur að ekkert þeirra hafi tekið þátt í og/ eða skipulagt neitt þar sem ofbeldi var beitt. í þá sjö mánuði sem réttarhöld- in yfir þeim stóðu yfir, var þeim haldið í Anatofagasta-fangelsi, — síðasti dómurinn féll í jan. ’81. Tveir sakborninganna voru látnir lausir vegna skorts á sönn- unargögnum, hinir voru dæmdir í útlegð í landinu. Galvarino Irigoyen Alfaro var sendur til afskekkts þorps, San Felix, um 250 km frá heimili hans, og dæmdur til 4ra ára vistar þar. Hann hefur fengið fjölskyldu sína þangað til sín, en kona hans er sjúkíingur, og honum hefur gengið erfiðlega að útvega sér vinnu. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf, og biðjið um að hann'verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: General Augusto Pinochet Ugarte Presidente de la República Palacio la Moneda Santiago. CHILE. Zaire — Kabakisa MATUKA Kabakisa Matuka er foringi stúdentasamtaka innan Kins- hasa-háskólans, en samtök þessi eru innan stjórnarflokks landsins, Jeunesse du Mouvement populaire de la Révoiutions. f janúar 1982, rúmu ári eftir að Kabakisa var kosinn foringi sam- takanna, hófu stúdentar við há- skólann og nokkrar aðrar æðri menntastofnanir í Kinshasa 2ja daga verkfall til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um hærri námslán. Stjórnvöld brugðust þannig við verkfallinu að þau létu loka bæði háskólanum og hinum mennta- stofnunum, og sendu flesta stúd- entana heim, en létu handtaka Kabakisa og 97 aðra, aðallega stúdenta, og gáfu þeim að sök að hafa skipulagt verkfallið. Voru þeir af stjórnvöldum landsins taldir „skaðsamlegir". Þann 4. febrúar ’82 var tilkynnt að þeir væru nú skráðir í herinn til næstu 2ja ára (en fram að þessu höfðu stúdentar verið undanþegnir her- skyldu). Kabakisa Matuka var ásamt 14 öðrum í varðhaldi í Kinshasa í meira en mánuð. Á þeim tíma var hann margoft yfirheyrður, barinn illa, gefið raflost, og var hann sakaður um að vera í tengslum við öfl andstæð stjórninni. Siðan var hann sendur til hinna stúdent- anna, þar sem þeir voru í sérstakri herþjálfunarstöð í Kota-Koli sem er á svæði í Zaire, norðan mið- baugs. Stúdentarnir fá ekki að hafa samband við aðra hermenn í stöð- inni, fjölskyldur þeirra mega ekki heimsækja þá, og bréf þeirra eru ritskoðuð. Vitað er til að nokkuð margir stúdentanna hafi veikst illa eftir að þeir komu til Kota-Koli. Vinsamlegast sendið kurteis- lega orðað bréf, helst á frönsku, og biðjið um að Kabakisa Matuka og hinir stúdentarnir verði leystir frá herþjónustu. Skrifið til: Son Excellence le General Mobutu Sese Seko Président-Fondateur du MPR Président de la République Présidence de la République REPUBLIC of ZAIRE. Skv. fréttabréfi Amnesty Int- ernational í október sl. þá hafa þrír af samviskuföngum samtak- anna verið látnir lausir í ágúst og september síðastliðnum. Þeir eru: Gustavo WESTERKAMP, 29 ára Argentínumaður, sem hefur verið í haldi í u.þ.b. 7 ár, án þess að mál hans hafi komið fyrir rétt eða hann hlotið dóm. Hann var látinn laus í byrjun ágúst, ásamt 29 öðr- um pólitískum föngum. Dr. POH Soo Kai, og Dr. LIM Hock Siew, báðir 51 árs og fyrr- verandi stjórnmálamenn í Singa- pore. Þeir hafa samanlagt verið í meira en 35 ár í fangelsi. Þeir voru látnir lausir þann 26. ágúst og 6. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.