Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 61 Stórkostleg hljóm- plata Mezzoforte 4 Arni Johnsen Hljómplatan Mezzoforte 4 er í einu orði sagt stórkostleg. Líklega hefur engin íslenzk dægurhljóm- sveit fyrr gefið út eins góða plötu, ' tónlistarlega séð. Mezzoforte 4 hefur allt til brunng að bera sem ein plata þarf í hópi þeirra sem eru án söngs þótt raddir komi ei- lítið við sögu plötunnar og það til góða. Mezzoforte er fjölbreytt, lióðræn, taktföst og listilega vel útfærð og leikin plata. Þegar Deep Purple voru upp á sitt bezta sýndu þeir á sér sígilda hlið og sama er að segja um þessa nýj- ustu plötu Mezzoforte, hún er sí- gild og full af góðri tónlist sem hlýtur að hrífa mjög breiðan hóp tónlistarunnenda. Ég býzt við að þessi plata eigi eftir að koma mörgum á óvart sem ekki hafa fylgst með ferli Mezzoforte, en láta það vonandi ekki sitja á hak- anum lengur. Fyrir skömmu héldu meðlimir Mezzoforte 5 ára afmæli hljóm- sveitarinnar hátíðlegt með vel heppnuðum tónleikum í veitinga- húsinu Broadway. í tilefni af þessum tímamótum sendi hljómsveitin frá sér þessa hljómplötu og er titill hennar ein- faldlega 4. Mezzoforte er skipuð 5 ungum tónlistarmönnum sem eru allir liðlega tvítugir að aldri. Þeir eru: Eyþór Gunnarsson (hljómborð), Friðrik Karlsson (gítar), Jóhann Ásmundsson (bassi), Kristinn Svavarsson (saxófónn) og Gunn- laugur Briem (trommur). Hljómplatan 4 var hljóðrituð í Lundúnum í ágúst og hljóðblönd- un var gerð í septembermánuði. Það var Geoff Calver eiginmaður Shady Owens, sem annaðist upp- tökustjórn og hljóðblöndun plöt- unnar. Allmargt aðstoðarmanna lagði Mezzoforte lið við gerð plöt- unnar og má nefna ásláttarleikar- ann Louis Jardin og þau Shady Owens og Chris Cameron, en Chris er meðlimur hinnar þekktu hljómsveitar Hot Chocolate. I byrjun næsta árs ráðgerir Steinar hf. að gefa plötuna út í Bretlandi og það kæmi ekki á óvart þó Mezzoforte ætti eftir að ná vinsældum, því þeir standa fyllilega jafnfætis og heldur framar en flestar hljómsveitir á þessum vettvangi tónlistar í Evr- ópu. Hitt er svo annað mál að það eru ekki alltaf gæðin sem ná lengst í bransanum, en Mezzo- forte býr vissulega yfir stíl sem er í senn vandaður og með þeim titr- ingi sem þarf til að hræra fjöld- ann. Sérstaklega má vekja athygli á snilldarmeðferð þeirra félaga þannig að hin ýmsu hljóðfæri njóta sín til fulls. Hér eru á ferð tónlistarmenn á heimsmæli- kvarða. Svo nefnd séu nokkur lög á 4 má fyrst nefna Sprett úr spori eftir Eyþór Gunnarsson, dúndurgott lag, Undur vorsins, sem er með sígildum tón og undurfallegt, Fönksvíta þeirra félaga nr. 1 fyrir trommur og hljómsveit er stór- glæsilegt tónverk sem blandar saman gamni og alvöru á öldum hljómanna, ótrúlega fjölbreytt tónverk og einnig nefni ég Tilhugalíf í gamla bænum eftir Friðrik Karlsson, sérlega fallegt lag og yfirvegað, en á hinn bóginn eru flest lögin mjög góð að mínu mati og leikur og upptaka tær sem lindin í haga. Það er engin lognmolla yfir túlkun Mezzoforte, bullandi landsiag og veðrabrigði við hvert fótmál, líf og fjör í tusk- unum og full ástæða til að óska þeim félögum til hamingju með 5 ára afmælið og nýju plötuna. P.S. Það væri skemmtilegt og vel til fallið að heyra Mezzoforte leika með Sinfóníuhljómsveit ís- lands á tónleikum í Háskólabíói. Clark, hljómborð, í stað hans og Davids. Clark og Lindes eru núna orðnir fastir meðlimir í hljómsveitinni. Það fyrsta sem vekur athygli er að lögin eru að- eins fimm. Samanlagt er platan rúmlega fjörtíu mín. löng og telst það vera í lengra lagi. Tón- listin er beint áframhald af „Making Movies", og heldur hljómsvetin áfram að þróa þann stíl sem þeir voru komnir inná. Gítarplokkið hans Marks er að mestu horfið. Aðeins örlar á því ennþá og vonandi dettur það ekki alveg út í framtíðinni, því það hefur verið einn skemmti- legasti þátturinn í tónlist flokks- ins. Á hlið 1 eru tvö lög. „Tele- graph Road“ er lengsta lag plöt- unnar. Frekar rólegt og gæti allt eins átt heima á „Making Mov- ies“. Seinna lagið heitir „Private Investigations" og var það gefið út á lítilli plötu skömmu fyrir útkomu stóru plðtunnar. Lagið fékk frábærar viðtökur og fór strax mjög hátt á vinsældalist- ann. Það verður að teljast frem- ur undarlegt því að lagið er ró- legt og við fyrstu hlustun virðist það ekki þesslegt að vera vin- sælt. Á hlið 2 eru þrjú lög. „In- dustrial Disease" er rokkari af þeirri gerð sem „Dire Straits" ein getur gert. Skemmtileg lag- lína og smellinn texi ásamt frá- bærri rödd Marks senda lagið inn í hóp bestu laga ársins. Til að byrja með olli titillagið „Love Over Gold“ nokkrum vonbrigð- um. Lagið vanh svo stöðugt á og varð fljótlega hluti af frábærri heild. Síðasta lagið „It Never Rains“ er kannski daemigert fyrir þá stefnu sem hlómsveitin hefur tekið. Þegar öllu er á botninn hvolft er hér um frábæra plötu að ræða. Hún virðist við fyrstu hlustun vera dálitíð öðruvísi og erfitt að sætta sig við hana. Hún er vissulega dálítið öðruvísi en hinar þrjár. Hinsvegar vinnur hún fljótt á og að lokum ættu allir að vera sammála um að fyrstu tvær plöturnar eru frá- bærar, þriðja platan best og „Love Over Gold" smeygir sér á milli þeirra. FM/AM. in.illi..i.. .. . . . kráarknöll Á r/s í/4tv Nú eru þaö ensk kvöld — engu ööru lík, — enda búlö að gjörbreyta borðaskipan í Súlnasal, smiöa enskan bar í Bláa salnum og fá fjölda enskra skemmtikrafta í heimsókn. Og nú bjóöum við Lundúnafarþega sérstaklega velkomna. Móttökuathöfn Tekiö veröur á móti gestum með fordrykkjum og tilheyrandi „serimóníum" aö hætti enskra heið- ursmanna. „English pub“ Þegar upp í Súlnasal kemur blasir viö enskur bar með öllum tilheyrandi veitingum eins og viö eigum þeim bestum aö venjast. Andrúmsloftið veröur í takt viö ósvikna kráarstemmningu, söngur og hljóöfæraleikur, eöa eins og þeir ensku segja: „Just like home“. Matseðill OXTAtt. SOUP ROASTED LEG OF PORC VORKSHIRE WITH: ROASTEO POTATOES YORKSHIRE PUDDING GREEN PEAS WITH MINTFIAVOUR DEEP FRIED CAUUFLOWER CUMBERLAND SAUCE APPLES SAUCE AND PORC GRAVY PLUMB PUDDING WITH ENGLISH CREAM VERD ADEINS KR. 290. Heiðurs- gestur V: I Skemmtí- atriði Við fáum óvænta gesti og skemmtikrafta í heimsókn, m.a. töfra- manninn og eldgleypir- inn Nicky Vaughn, söngkonuna Anne Edwards, harmónikku- leikarann David Holling- ton og galdrakarlinn Will Yorkstein. Tískusýning Model 79 undir stjórn Sóleyjar Jóhannsdóttur sýna fatnaö frá Blondie. Tískusýningin veröur meö óvenjulegasta móti og skemmtikröftunum að sjálfsögöu uppálagt að gefa sviöinu frí og ganga í staðinn á milli borð- anna og taka þátt i stemmningunni í salnum. Bingó kl. 11.45. Glæsilegir feröavinningar. Hljómsveitin Upplyfting leikur ekki bara fyrir dansi, heldur lagar sig að enskum siöum á margan hátt og ábyrgist dúndr- andi fjör á dansgólfinu og úti i salnum. Fjöldasöngur Enskt kvöld veröur varla haldiö meö reisn nema heiðursgestur veröí á staðnum. Við létum okkar ekki eftir liggja og fengum Anneke Dekker frá Feröa- skrifstofunni Scancoming, í heimsókn. Hún hefur annast alla fyrirgreiöslu Lundúnafarþega okkar á liönum árum og þeir sem reynt hafa, þekkja af frá- bærri reynslu „stílinn" hennar. Fararstjórarnir við stjórnvölinn Fararstjórar okkar í London, þeir Magnús Axels- son, Óli Tynes og Siguröur Haraldsson, veröa við stjórnvölinn þetta kvöld. Þarf þá nokkuð að fjöl- yröa um fjöriö meira? Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Stjórnandi Birgir Gunnlaugsson og píanóleikari Jón Ólafsson. Áskorun! Nú skorum viö hér með á alla Lundúnafarþega aö fjölmenna í „enska“ Súlnasalinn, hittast þar á nýj- an leik undir hárréttum kringumstæðum og rifja upp gamla eða nýlega góöa daga. Allir eru samt velkomnir — en eins gott er aö hafa húmorinn í lagi og söngröddina á sínum stað. Klæönaðurinn er auövitaö frjáls og þægilegur — rétt eins og t Englandinu góöa! Föstudagskvöld: Húsiö opnar kl. 20.00. — Dansað til kl. 03.00. Sunnudagskvöld: Húsið opnar kl. 19.00. — Dansað til kl. 01.00. Miöasala og boröapantanir (dag sftir kl. 16.00 í Súlnasal. Uppl. í síma 20221. Vid þökkum Flugleidum samstarfið viö skipulagningu kvöldsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.