Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Fríkirkjan 1 eftir sr. Arelíus Níelsson „Þar brosti við dýrðin allt um kring," varð mér efst í huga og ósjálfrátt á vörum, er ég að morgni „allra heilagra messu" stóð við gluggann í Fríkirkjunni í Reykjavík og horfði yfir Tjörnina, sem var spegilskyggnd og signd morgunsól nóvemberdagsins, sem minnir á ljósin, sem skína í myrkrinu og vekja hjörtum heit- astan fögnuð. Þarna var sannarlega hjarta- staður höfuðborgarinnar, með vingjarnlegu gömlu húsin og garð- ana í brekkunni beint á móti, Hljómskálagarðinn og Norræna húsið, ásamt gosbrunninum góða til vinstri, flugvöll og háskóla í nánd, en til hægri elsta barna- skóla bæjarins í seilingarfjarlægð við fyrsta menntaskóla, leikhúsið Iðnó, Alþingishúsið, Austurvöll og Dómkirkjuna, sem varð þó að láta sér lynda allt annað og þrengra umhverfi og útsýni innan hrings af húsveggjum. Vissulega var frjálsara um allt þarna, „vatnið", þar sem fuglarnir verða vinir barnanna og hólmur- inn iðar af lífi. Allt er einhvern veginn frjálst og fagurt, eins og það gæti hafa verið á vegi lands- föðurins Ingólfs Arnarsonar, trúmannsins mikla, sem vildi láta anda og leiðsögn guðanna ráða bústað sínum og framtíð og kenndi niðjum sínum að fela sig þeim, er sóíina skóp, Alföður alda. Það er því frjálst um Fríkirkj- una á táknlegan hátt, enda þýðir þetta danskættaða heiti auðvitað: Hin frjálsa kirkja. Það er að segja, guðshúsið, sem er frelsinu helgað í hugsun og störfum. Þetta tignarlega guðshús við Tjörnina, hjartastað Reykjavík- urborgar, er, að því talið er ennþá, sú kirkja landsins, sem rúmar flesta einstaklinga í einu innan veggja. Svo sem ekkert undur, hugsar einhver, sem ekki man hve torf- kirkjurnar voru þröngar á Islandi allt til síðustu aldamóta. En hvílík feikn verður samt ekki sá samanburður, sé litið til upp- hafs þessarar kirkju með turninn, sem teygir sig inn í geisladýrð morguns á messudegi hinna heil- ögu. En þessi kirkja var einmitt byggð í byrjun 20. aldar, okkar tímabils og starfsferils á vegum þjóðarinnar, þegar aðeins Dóm- kirkjan ein gat keppt við hana og náði þó vart jöfnuði. Þar voru þó þúsundir innan vébanda safnaðar. En við stofnun Fríkirkjusafnað- arins 19. nóvember 1899 er aðeins getið um 250 manns, sem hafi gengið í söfnuðinn. Og þrem árum síðar, eða árið 1902, eru atkvæð- isbærir menn 250, væntanlega allt karlmenn, því frelsi kvenna var nú vægast sagt takmarkað enn á ís- landi, þótt frelsisboðskapur Krists hefði þá verið kenndur í kirkjum landsins í níu aldir. En það var ekki út í bláinn, sem söfnuðurinn var kenndur við frels- ið. Hann var fæddur og vígður frelsinu frá fyrstu sporum. Raun- ar getinn og eiginlega fæddur austur á Reyðarfirði, og fluttur í reifum hugsjóna í hjörtum nokk- urra frelsishetja, nær eða alveg ósýnilegur hingað suður. Það varð að semja ný lög til þess að hann dæi ekki, áður en hann fæddist, og vissulega voru margir, sem vildu eyða þessu fóstri menn- ingar við þröskuld 20. aldar. En sú saga verður aldrei sögð í örstuttri grein. Þar koma samt þekktra og frægra manna nöfn við sögu: Jón Ólafsson, ritstjóri á Austurlandi, sr. Þórarinn Böðvarsson í Görðum og Þorsteinn Erlingsson, skáld sannleikans og kærleikans, jafn- aðar og bræðralags íslenzkra ljóða. En fyrst og síðast var það samt sr. Lárus Halldórsson, fríkirkju- presturinn frá Reyðarfirði, sem varð alþingismaður, fluttist hingað árið 1899, hóf útgáfu tíma- rits, sem nefndist „Fríkirkjan," barðist fyrir því, að söfnuðir fengju frelsi til að velja sjálfir presta sína og allri kirkjulöggjöf var breytt í frjálsara horf. Vorblær frelsis og leysinga leið yfir landið, að vísu nokkuð hvass í fyrstu. En drungi og loftleysi, kyrrstaða og lognmolla sem hafði einkennt íslenzku kirkjuna um aldaraðir voru að breytast í vöku og starf. Sr. Ólafur Ólafsson, sem lengi var Fríkirkjuprestur hér og tók við af sr. Lárusi Halldórssyni 1903, lýsir þessu ástandi í minn- ingarriti á 25 ára afmæli Fríkirkjusafnaðarins og segir: „Mönnum var farið að þykja dauft og tómlegt í tjaldbúðum þjóðkirkjunnar. Það væri því reynandi að opna glugga, þótt koma kynni dragsúgur um stund." Þetta tókst. Öloftið og aðgerð- arleysið, sem einkennt hafði loftslagið í gömlu torfkirkjunum öldum saman, varð að víkja í þess- um vorstormum og eldmóði and- ans, sem einkenndi flesta í forystuliði aldamótanna. Skærasta táknið og stjarnan á þessum hugsjónaheimi minninga og fortíðar er Fríkirkjan, guðshús- ið sjálft í morgundýrð við tjörn- ina. Hvernig örfáar sálir gátu reist sér slíkt musteri með him- ingnæfandi turni á fimm árum, þótt síðar væri bætt um betur, er undur, sem aðeins bjartsýni, guðs- trú, dáðir og fórnir gátu gjört að veruleika. Svo var öruggt „gengið til góðs, götuna fram eftir veg“ undir for- ystu ágætra presta og samtaka- mætti frábærra foringja og úrvalsliðs. Ekki skyldi gleyma einu, sem Guðs forsjón gaf að leiðarljósi við Fríkirkjuveg á þessum fyrstu ára- tugum safnaðarins og segir mikið án orða. Sr. Haraldur Nielsson, sem var ljósberi og spámaður frjálslyndis og starfandi kærleika og leiðarljós á vegum guðfræðinnar í átt til fólksins, fékk einmitt aðstöðu og húsnæði til að flytja boðskap sinn í hinni nýju kirkju „við vatnið". Og um allt land bárust þau tíð- indi, þrátt fyrir allsleysi í fjölmiðlun, án útvarps og sjón- varps, enga eða ófullkomna vegi og erfiðar póstgöngur, að Fríkirkj- an, sem rúmaði mörg hundruð, já, að minnsta kosti þúsund manns, væri alltaf yfirfull út úr dyrum, þegar prestur holdsveikraspítal- ans í Laugarnesi, sem einnig var prófessor við guðfræðideild Há- skólans í Alþingishúsi, stigi þar í stólinn. Hinar ódauðlegu predikanir, „Árin og eilífðin," voru að festa rætur í hjörtum íslenzku þjóðar- innar. Hinn frjálsi boðskapur meistarans mikla við Hörpuvatnið — Genezaretvatnið — var að letra ljóð sín og tóna, sitt „Faðir vor“ fegurðar, gleði og friðar í sálir fólksins. En þessi fagnaðarboðskapur frelsisins leið yfir landið á vængj- um nýrra tóna, sem fæddust í Frí- kirkjunni undir fingrum snillings- ins frá Stokkseyri og Eyrarbakka, Páls ísólfssonar, tónskálds og meistara. Um áratugi héldust þeir í hendur í kirkjunum við Tjörnina Páll og Sigfús Einarsson, frænd- urnir af ströndinni, sem báru ei- lífðarnið og unaðshljóma hafsins inn í vitund fólksins, sem var orð- ið þreytt á síbyljum grallarans, þótt gott þætti á sinni tíð. Enn hljóma þessir ómar upp- hafsins, frelsisómar fegurðar og lotnrngar, tilbeiðslu og trúar, hvergi skærar frá löndum minn- inganna en frá orgelinu mikla í Fríkirkjunni og frá höndum og hjartslætti Sigurðar ísólfssonar, bróður Páls tónskálds. En sá snill- ingur hefur í öllu sínu yfirlætis- leysi og af frábærri snilli um ára- tugi og til þessa dags látið fólkið finna hjartslátt alföður í morgun- og kvöldblæ kirkjunnar við tjörn- ina. En samt hefur fátt eða ekkert mótað meiri markaskil á starf- semi guðsríkis í söfnuði þessarar kirkju en fórnarstörf Kvenfélags Fríkirkjunnar, fyrsta safnaðar- kvenfélags í Reykjavík. Það vann og vinnur enn ótrauðlega sem líknar- og menningarfélag. í örbirgð og allsleysi hinna fyrstu áratuga aldarinnar var það í sannleika útrétt hönd hins guð- lega kærleika til að bæta úr böli margra allslausra einstaklinga og fjölskyldna, sjúkra og særðra þjóða og einmana. Þá var enginn spítali, fáir læknar og hjúkrandi hendur. Rödd neyðar og allsleysis Sitthvað um Fríkirkjuna og prestskosningar þar eftir Ragnar G. Bernburg, formann Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík Eins og kunnugt er lét sr. Kristján Róbertsson, safnaðar- prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík af störfum hinn 1. október sl. og hafði þá þjónað við söfnuðinn í rétt fjögur ár. Sr. Kristján hefur verið kjörinn prestur við Háls- prestakall í Fnjóskadal. Sr. Kristján kvaddi söfnuðinn með hátíðlegri guðsþjónustu þann 26. september sl. og voru honum og prestsfrúnnim, frú Auði, þökkuð ágæt störf við söfnuðinn. Sr. Árelíus Níelsson, sá mæti og vinsæli prestur, valinkunnur fyrir sín fórnfúsu góðu verk að mann- úðar- og líknarmálum, tók að sér að gegna starfi Fríkirkjprests, þar til kjörinn prestur tekur við. Umsóknarfrestur um prests- starfið rann út þann 24. október sl. og sóttu tveir ungir og mjög hæfir prestar um starfið, þeir sr. Gunn- ar Björnsson, Bolungarvík og sr. Jón A. Baldvinsson, Staðarfelli, S-Þing, en sr. Jón dró síðan um- sókn sina til baka. Prestskosning fer fram 20. og 21. nóvember þ.e. laugardag og sunnudag í Miðbæjarskólanum kl. 10 til 18 báða dagana. Söfnuðurinn telur um 6000 manns og um 4500 eru á kjörskrá. Oft er spurt, hvað er Fríkirkja, því er rétt að koma eftirfarandi atriðum úr grundvallarhugsun Fríkirkjunnar í Reykjavík á fram- færi: Fríkirkjan í Reykjavík eru sam- tök frjálslynds trúaðs fólks. Kirkjufélag var stofnað 19. nóv- ember 1899. Fríkirkjan var byggð árið 1902, fyrir fé, sem safnaðarfólk lagði fram af frjálsum vilja. Fríkirkjan var brautryðjandi kristilegs frelsis á Islandi. Fríkirkjan hefur ekki notið neinna frjárframlaga frá ríkinu, en er starfrækt eingöngu af tillög- um safnaðarfélaga. Sr. Gunnar Björnsson Grundvallarhugsun hinna fáu fyrstu stofnenda Fríkirkjunnar (28) felst í eftirfarandi setningum: „Náist 10 menn einu sinni í viku, til að lyfta huganum frá hinu hversdagslega til hærri viðfangs- efna, þá vinnst mikið og því fleiri sem koma því betra". Þetta má lesa í anddyri kirkj- unnar í stofnskrá Fríkirkjusafn- aðarins í Reykjavík. Ennfremur segir svo í lögum safnaðarins, — að hann viður- kenni höfuðjátningar evangelisk- lúthersku kirkjunnar. Að guðs- þjónustur og aðrar kirkjulegar at- hafnir fari fram samkvæmt helgi- siðabók íslensku þjóðkirkjunnar sem þó má breyta ef þurfa þykir. Fríkirkjufólk er hvatt til að kynna sér hvort það er á kjörskrá safnaðarins. í Ijós hefur komið, að mjög margir sem hafa verið og telja sig enn í Fríkirkjusöfnuðin- um og vilja vera í honum, hafa í þjóðskrá verið skráðir í annað trúfélag af einverjum ástæðum. Með því að hafa samband við skrifstofu kirkjunnar, sími 14579, þar sem kjörskrá liggur frammi milli kl. 17 og 18 fram að kjördegi, er hægt að ganga úr skugga um þetta og fá leiðréttingu. Safnaðarstjórn vill sérstaklega hvetja og leggja áherslu á, að Frí- kirkjufólk bjóði sr. Gunnar Björnsson velkominn til starfa með því að fjölmenna á kjörstað og gera kosningu hans sem glæsi- legasta. Styrkjum hann í starfi og þjónustu við Kirkju Krists og söfnuðinn. Séra Gunnar Björnsson fæddist í Reykjavík 15. október 1944, sonur hjónanna Björns R. Einarssonar hljóðfæraleikara og Ingibjargar Gunnarsdóttur hárgreiðslukonu. Hann varð stúdent frá Verslun- arskóla íslands 1965, lauk ein- leiksprófi í sellóleik frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík vorið 1966 og kandídatsprófi í guðfræði frá Háskóla íslands haustið 1972. Séra Gunnar hefur stundað framhaldsnám í sellóleik við Frans Liszt-tónlistarháskólann í Weimar, leikið á selló í útvarp og sjónvarp og haldið opinbera hljómleika víða um land ásamt Jónasi Ingimundarsyni, píanó- leikara og fleirum. 15. október 1972 vígðist hann til Bolungarvíkurprestakalls, þar sem hann hefur þjónað síðan. Aukaþjónustu hafði hann á hendi í Staðarprestakalli í Súgandafirði. í íslenskri þýðingu hans hafa komið út bækurnar „Dauðabúð- irnar við Kwaífljót" eftir Ernst Gordon og „Með kveðju frá Kölska" eftir C.S. Lewis og á næsta ári er væntanleg bókin „Höfundur kristindómsins" eftir C.H. Dodd. Eiginkona séra Gunnars er Ág- ústa Ágústsdóttir, söngkona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.