Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 mumm ■pé-Q víldi cu> þú keL)pt'>r ck.k.i pesscx. ódCjru fcóirvcvksdsu." Ég bíð hérna hjá bílnum meðan þú sækir bensínið? HÖGNÍ HREKKVÍSI 2-7.7 ... að finna til ör- yggis í hálkunni. TM Reg U S Pat Off — all rights reservad ® 1979 Los Angetos Times Syndicate etT io» Gætum sýnt börnunum svolítið meiri virðingu H.Á. skrifar: „Ágæti Velvakandi! Mig langar að koma á framfæri eftirfarandi til eigenda kvik- myndahúsa og foreldra barna á barnaskólaaldri: Er ekki kominn tími til að at- huga möguleika á að sýna betri myndir við hæfi barna en nú tíðk- ast? Þegar ég vil kæta son minn og bjóða honum að fara í bíó, rek ég mig á, að á þrjú- og fimm-sýn- ingum kvikmyndahúsanna á sunnudögum er slíkt samsafn af dóti og drasli, að ég á bágt með að leyfa honum kinnroðalaust að eyða vasapeningunum sínum í slíka „skemmtun". Að sjálfsögðu veit ég að ég er ekki einhlítur dómari á efni handa börnum og börn verða líka að fá að fylgjast með þeim tímum sem þau lifa á, en fyrr má nú aldeilis ... Hér fylgir upptalning á flestum þeim myndum sem á boðstólum voru kl. þrjú og fimm síðastliðinn sunnudag: Rakkarnir, bönnuð innan 16 ára. Ásinn er hæstur (vestri, meira að segja hörkuspennandi), bönnuð innan 14 ára. Roller Boogie (diskódans á hjólaskaut- um). Nýliðarnir (skv. auglýsingu fjallar hún um „viðbjóðslegt" stríð), bönnuð innan 16 ára. On any Sunday, kaflar úr æðisgengn- um mótorhjólakeppnum (flt. skv. auglýsingu). Hellisbúinn (jú, við höfum reynt hana, hún skilur álíka mikið eftir og sósan fræga, sem gerð var af skugganum af horfallinni rjúpu). Löggan bregð- ur á leik (í hundraðasta skipti). Lassý (líka í hundraðasta skipti). Töfrar Lassý (kannski er ekki búið að sýna hana áður). Emil og grís- inn, fyrir þau alyngstu, og trúlega er það vel. Hæ, pabbi (Hvernig líð- ur pabbanum þegar hann upp- götvar að hann á uppkominn son sem er svartur á hörund?). Kvartmílubrautin (... að skyggn- ast inn í innsta hring % mílu- keppninnar og sjá hvernig trylli- tækjunum er spyrnt \ mílunni undir 6 sekúndum). Porky’s, óskilgreind grínmynd skv. enska textanum í auglýsingunni. Þetta er svona h.u.b. allt, sem var á borð borið á nefndum sýningum á höf- uðborgarsvæðinu sunnudaginn 7. nóvember ’82. Ætli ég sé nú bara ein af þess- um hundleiðinlegu, sínöldrandi kerlingum, sem hafa hvorki kímnigáfu né fylgjast neitt með tímanum og láta sennilega börnin sín ganga í koti og klukku með brúna bmullarsokka dinglandi í teygjuböndum? Ég held ekki, alla- vega er ég ekki það slæm að ég sjái ekki að allt er breytingum undir- orpið og börnin geta ekki verið í dag eitthvað sem mig minnir, að hafi verið gott og alheilagt þegar ég var lítil. Hins vegar tilheyri ég þeim hópi foreldra, sem vilja ekki láta fleygja einhverju handa- hófskenndu drasli í börnin mín. Börn eru þakklátir áhorfendur — og áhrifagjarnir. Við foreldrarnir Ríkisstarfsmenn gangi á und- an með ráðdeild og sparnaði Hallgrímur Árnason skrifar: „Velvakandi! Vinsamlegast ljáðu mér rúm í dálkum þínum til þess að koma á framfæri aðkallandi máli í sam- bandi við bruðl á almannafé í þessu landi. í frétt á baksíðu Dagblaðsins- Vísis 5. nóvember sl. er sagt frá endurbótum á eldhúsi Fram- kvæmdastofnunar. Fyrirsögnin var: „íbúðarverð fyrir heitan há- degismat". Þar kemur fram, að matur, sem áður var keyptur í matarbökkum handa starfsfólki Framkvæmdastofnunar og Þjóð- hagsstofnunar, sem er einnig í hinu fokdýra húsi, hafi þótt leiði- gjarn og oft verið volgur en ekki heitur. Endurbæturnar voru svo fáheyrðar framkvæmdir að slíks munu fá dæmi og er maður þó ýmsu vanur í þeim efnum. Mér er spurn: Hver gefur forstjóra Fram- kvæmdastofnunar, og öðrum er að þessum stofnunum standa, leyfi til.að bruðla svo með fé almenn- ings, og það nú, þegar allt berst í bökkum vegna bágborins fjárhags á öllum sviðum. Þessir menn telja að þjóðin verði að spara við sig og er það augljóst mál að svo þarf að gera nú á dögum. En er þá ekki kominn tími til að reka þá menn frá störfum sem bera ábyrgð á slíku bruðli með almannafé? Hvað halda þessir menn að þeir og þeirra starfsfólk sé, að geta ekki borðað mat frá fyrirtækjum úti í bæ eins og annað fólk gerir í stórum stíl? Nei, slíka spjátrunga og ábyrgðarlausa menn á að reka frá störfum á stundinni. Okkur vantar ábyrga og heið- arlega menn í stöður opinberra stofnana, en ekki slíka menn sem hér eru að verki. í áðurnefndri frétt er sagt, að tækin, sem verið er að kaupa í nefnt eldhús, kosti um 300 þús. kr. og uppsetning þeirra kosti annað eins, eða samtals um 600 þús. kr. (60 milljónir gkr.). Ef rétt er með farið í frétt DV, er hér á ferð eitt meiriháttar hneyksli sem yfirvöld þessarar þjóðar verða að hindra að nái fram að ganga. Fyrst ég er nú búinn að taka mér penna í hönd, þá langar mig til að koma að öðru máli, sem líka á að taka föstum tökum. Á ég hér við að á sömu dögum og togara- floti landsmanna var stöðvaður í haust vegna fjárskorts og ríkið varð að leysa það mál í bili, sjálf- sagt af engum mætti, þá var í blöðum sagt frá og birtar myndir af nýjum bíl, sem forsetaembættið var að fá til notkunar. Kostaði gripurinn sá aðeins 700 þús. kr. (70 milljónir gkr.). Hvað finnst nú almenningi um svona ráðslag? Ég er þess fullviss, að sómasamlegan bíl fyrir emb- ættið hefði mátt fá fyrir helming þessarar upphæðar. Eg vil krefj- ast þess, að þeir menn, sem taka slíka brjálæðisákvörðun, verði settir af með skömm. Finnst mér að forsetinn eigi að neita að taka við bíl á þessu verði til embættis- nota. Við erum þjóð, sem á nú við að stríða þá mestu fjárhagserfiðleika sem um getur um langt árabil og því verður að gera þá kröfu til rík- isstarfsmanna, að þeir gangi á undan með ráðdeild og sparnaði. Þá fyrst geta þeir búist við að al- menningur gæti hófs í kröfum sín- um og sýni einnig sparnað í verki. Mér verður oft hugsað til þess hvað erlendir þjóðhöfðingjar, sem hingað koma, hugsi um flottræf- ilshátt okkar íslendinga. Þeim er sjálfsagt vel kunnugt um að um I leið og við bjóðum þeim í dýrar , veislur og ökum þeim í dýrustu bílum, þá erum við svo á hausnum, að við verðum alltaf við og við að senda menn til annarra þjóða til þess að slá lán svo við getum enn um sinn sýnst vera fínt fólk. Að endingu þetta; Nú, er ég hripa þessar línur, er í sjónvarp- inu viðtal við forstöðumann Námsgagnastofnunar og þar kem- ur fram að stofnunin hefur ekki getað látið skólum landsins í té lögboðnar skólabækur í haust. Og hver er svo ástæðan? Algjör fjár- skortur Námsgagnastofnunar. Hefðu áðurnefndar 600 þúsund- ir og 700 þúsundir ekki getað hjálpað til að skólabörn landsins fengju sómasamlegan bókakost á réttum tíma? Á þetta er bent, en sjálfsagt er af mörgu öðru að taka sem þarflegra hefði verið að veita fé í, en í þetta fræga eldhús og forsetabíl." Þessir hringdu . . . Slæm ábending Gömul kona hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: — Mér finnst ákaflega skemmtilegt að lesa Velvakanda, því að þar eru svo margar góðar ábendingar. En það var ein undir yfirskriftinni „Ábending til SVR“, sem ég var svo leið að sjá, og þess vegna hringi ég. Mér fannst þetta slæm ábending, að leggja til að hætt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.