Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 77 berum ábyrgð á því að vissu marki við hvað þau skemmta sér. Mig langar ekkert til að banna bíóferð- ir eða aðra skemmtun, sem þykir eðlileg í nútímanum, til handa börnum, en mig langar til að geta treyst því að vandað sé til vals þess efnis sem þau sjá, á sama hátt og flest kvikmyndahús reyna yfirleitt að sýna einhverjar sæmi- lega bitastæðar myndir handa fullorðnum öðru hverju. — (Nei, nei, ég hef ekki gleymt t.d. Leik- brúðulandi, fjöruferðum, söfnum, heimsóknum og uppátækjum heimafyrir til skemmtunar. En mín börn vilja auðvitað líka fara í bíó eins og aðrir krakkar, og það er hart að segja, jafnvel helgi eftir helgi: því miður, ég sé bara ekkert almennilegt í blaðinu — og enda svo með að leyfa ferð á einhverja ruslmyndina.) Hvað ég kalla góðar myndir handa börnum? Það er hreint ekki svo þröngt svið: Spennandi myndir, sæmilega ofbeldissnauðar, ævintýramyndir, myndir um krakka sem komast í hann krappan, teiknimyndir og grínmyndir (þá á ég ekki við elli- hrum eintök af þriðjaflokks myndum, sem voru sýndar þegar ég var lítil, fyrir tuttugu og fimm árum). Það eru framleiddar myndir á Norðurlöndunum fyrir börn, bara svo minnt sé á það sem nærtækast er. Sama gildir t.d. um Tékkóslóv- akíu og ýmis önnur Evrópulönd. Eða hefur enginn áhuga? Er allt í lagi að halda áfram þessu virð- ingarleysi við börnin og skilja svo ekki neitt í neinu, þegar áhrifa þessa rusls fer að gæta, t.d. í ofbeldi, húmorlausum fíflalátum og fleiru? Þá stendur venjulega ekki á því að við fulorðnir rífum okkur niður í rass og örvæntum um æskuna. Mér er það ljóst, að við getum aldrei búið til einhverja jólakortaengla úr börnum, og vor- um það heldur ekki sjálf, en við gætum reynt að sýna þeim svolítið meiri virðingu og gert vissar kröf- ur fyrir þeirra hönd, og hugsað þær sem lið í uppeldi þessara ein- staklinga, í stað þess að láta fleygja í þau einhverju og ein- hverju, sem á má græða, og vera þeirri stund fegnust þegar þau hafa sig á brott á sunnudagsbíóið sitt svo við getum átt rólega stund. Reynum að hugsa svolítið um þetta og jafnvel gera eitthvað." Þau færa okkur „Gull í mund“: Stefán Jón Hafstein, Hildur Eiríksdóttir og Sigríður Arnadóttir. Og fæturnir urðu tólf Þóra Jóhannsdóttir, Sauðárkróki, skrifar: „Velvakandi minn góður! Af því að þú hefur svo oft upp- lýst mig þegar ég hef verið að leita að vísum eða kvæðum, sem mig hefur vantað meira og minna í, þá geng ég auðvitað á það lagið. Nú sendi ég þér brot úr kvæði sem ég kann aðeins örlítið úr, en langar til að ná því öllu. Þú sérð nú nokkurn veginn hvað kvæðið er gamalt, en ég man ekki, hvort ég las það í Mogganum eða Speglin- um í gamla daga. Og gaman væri að vita um höfundinn, ef hann skyldi finnast. Með kveðju og fyrirfram þakk- læti.“ Um ríkisstjórn sem mynduð var undir forsæti Ólafs Thors 21. október 1944: Útvarpið hefur fitjað upp á mörgum nýjungum Jóhanna Axelsdóttir, Brekku- götu, Vogum, skrifar: „Kæri Velvakandi! Mig langar til að koma á verði að gefa fólki kost á að fá skiptimiða. Ég álít að þeir séu ómissandi í okkar stóru borg. Ég vona að borgarstjóra og borgar- stjórn takist með einhverjum hætti að bæta fjárhag SVR án þess að hætta við skiptimiðana. Sama er hver á í hlut og á hvaða aldri hann er, hvort það eru aldr- aðir, skólabörn í úthverfum eða vinnandi fólk sem stundar atvinnu sína í fjarlægum borgarhverfum; allir þessir væru verr settir en áð- ur, ef skiptimiðanna nyti ekki við. Það eru ekki allar fjölskyldur svo vel stæðar að eiga bíl. Það væri nær að auka þjónustu SVR um alla borgina og reyna að fá fólk til að nota þá meira en einkabílana minna. Við það mundi t.d. sparast bensín og þar með peningar. Ann- ars er ég ákaflega ánægð með SVR og held að fólk geri sér almennt ljóst hvað við værum illa sett án þeirra. framfæri þakklæti til Stefáns Jóns Hafstein fyrir þátt hans á morgnana, „Gull í mund“. Stef- án er skemmtilegur og lifandi útvarpsmaður og alltaf höfum við þörf fyrir tilbreytingu og nýjungar. Samstarfsfólk hans er einnig til sóma. Útvarpið hefur fitjað upp á mörgum nýjungum í vetrar- dagskránni; það sýnir að það vill gera vel við hlustendur sína. Ég hef þá m.a. í huga þætti fyrir aldraða, fræðsluþætti um eitt og annað, til að mynda um hjóna- skilnaði og alkóhólisma o.fl. Einnig eru skemmtilegir og fjöl- breyttir þættirnir eftir hádegið. Þökk fyrir birtinguna." Sex ráöherra stjórnin Hún stendur á föstum fótum og fæturnir uröu tólf. Pétur er kominn meö kassann og kringlótta nokkra i og flestir flokkarnir eru svo fúsir aö eyða því. Finnur er ft'nasti herrann; hann fer meö áfengismál; hann er viöfelldinn maöur aö vanda, þessi vestfirska gæöasál. Hann er séni í sildinni og grútnum. um sild snýst allt hans skraf. En í dómsmálin komu þeir karli, því hann kann ekki i lögum staf. (Og i lokin:) Vor stjórn stendur föstum fótum þó fái hún áföll þung. Því hyllum vér fögnuöi fullir vorn frægasta tólffótung. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hann átti ekki annars úrkosta en að fara. Rétt væri: ... ekki annars úrkosti... (Ath.: Það voru hans úrkostir; hann átti ekki úrkosti neins annars.) Einnig væri rétt: Hann átti ekki annað úrkosta. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 28.-29. 11. 1982 SKRIFSTOFA STUÐNINGSMANNA PÉTURS SIGURÐSSONAR SKIPHOLTI 31, GÖTUHÆÐ (Vestan viö Tónabió) VERÐUR OPIN KL. 12 - 23 ALLA DAGA. SÍMAR: 25217 OG 25292 w<yjuw - I Polaroid augnabliksmyndirnar eru hrókur alls fagnaðar Polaroid660 myndavélin tryggir fallegri, litríkari og skarpari augnabliksmyndir ■ Rafeindastýri leifurljós gefur rétta blöndu af dagsbirtu og „Polaroid"-ljósi hverju sinni, úti sem inni. ■ 660 vélin hefur sjálfvirka fjarlægðarstillingu frá 60 cm til óendanlegrar, 640 vélin er með fix focus og 650 vélin með fix focus og nærlinsu. ■ Óþarft að kaupa flash og batteri því batteri ersampakkað filmunni. ■ Notar nýju Polaroid 600 ASA litmyndafilmuna, þá hröðustu í heimi! helmingi Ijósnæmari en aðrar sambærilegar filmur! ■ Algjörlega sjálfvirk. ■ Á augabragði framkallast glæsilegar Polaroid litmyndir sem eru varanleg minning líðandi stundar. ■ Polaroid 660 augnabliksmyndavélin er metsölu augnabliksmyndavélin í heiminum í ár! Tökum gamlar vélar upp í nýjar Polaroid vélar. Kynntu þér kjörin! Polaroid filmur og vélar fást í helstu verslunum um land allt. Polaroid Einkaumboð: Ljósmyndaþjónustan m., Reykjavík. fHftrgissiIiIfifrtfe Áskríftarsinwm er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.