Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1982, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1982 Garðyrkja er tiltölulega ung sem atvinnugrein hér á landi. Fyrsta gróðurhúsið var byggt árið 1924 á Reykjum í Mosfellssveit. Útbreiðsla og þróun garðyrkjunnar hefur verið ör frá þeim tíma. 1938 var t.d. um 3.500 m2 „undir gleri“ í landinu en í ársbyrj- un núna í ár um 150.000 m2 undir gleri og um 130 garð- yrkjubændur starfandi í landinu, sem að mestu eða öllu leyti lifa á framleiðslu garðyrkjuafurða. Um eftirfar- andi framleiðslu er að ræða: í fyrsta lagi ræktun ávaxta og matjurta en þetta svið get- ur spannað bæði útirækt og ræktun í gróðurhúsum. í öðru lagi blómaræktun, sem heita má alfarið að sé í gróð- urhúsum. í þriðja lagi rækt- un sumarplantna, fjölærra plantna, trjáplantna og runna. Og í fjórða lagi skrúð- garðyrkja. Morgunbladið/HBj. Á árinu 1981 voru tómatar ræktaðir í u.þ.b. 45.000 m2 og heildaruppskeran var um 650 tonn og gúrkur voru ræktaðar í u.þ.b. 20.000 m2 og heildaruppskera þeirra var um 450 tonn svo dæmi séu tekin af helstu tegundum grænmetis sem ræktað er í gróð- urhúsum. Áætlað söluverð blóma- framleiðslunnar 1981 er um 40 milljónir króna og áætlað sölu- verðmæti sumarblóma, fjölærra plantna, trjáa og runna í fyrra er um 6 milljónir króna svo önnur dæmi séu tekin af framleiðslunni. Oft hefur í ræðu og riti verið haft orð á því að sjálfsagt væri að auka framleiðsluna til að nýta jarðhitann o.s.frv. Á móti hefur verið sagt að ekki ætti að vera að basla við þetta eins og veðurfarið væri hérna, ódýrara og betra væri að flytja þessar vörur inn frá þjóðum sem byggju við hentugra veðurfar. Mbl. leitaði til Kristjáns Kristján Benedikts- son formaður Sambands garðyrkjubænda: Kristján BenedikLsson í garðyrkjustöð sinni. Skynsam- legra að stækka stöðv- Hluti af garðyrkjustöð Kristjáns í Víðigerði í Reykholtsdal. Eins og sjá má stendur Víðigerði við Deildartunguhver og í fjær sést til Kleppjárnsreykja. komið til leiðar í vor, eftir mikla baráttu, að pottaplönturnar voru teknar út af frílista nokkra mán- uði á ári á svipaðan hátt og hefur verið með afskornu blómin í nokk- ur ár. Við erum ekki alfarið á móti innflutningi heldur viljum við að stjórn sé á því hvað flutt sé inn og ekki sé verið að flytja inn vörur sem við framleiðum og getum framleitt hér heima. Við erum alltaf með tollamálin í athugun og að berjast í þeim. Við höfum í mörgum tilfellum fengið hlutina lagaða og er ástandið í tollamálum okkar ekki svo slæmt núna. Ég gerði athugun á þessu á garð- yrkjusvæðum sem hafa sameigin- lega hitaveitu. Þar -reyndist hita- kostnaður ekki undir 20% af rekstrarkostnaði. Sambærileg tala hjá Dönum er 30% og hafa þeir af því þungar áhyggjur, þeir eiga erf- itt í samkeppninni við t.d. Holl- endinga sem búa við niðurgreitt gas og eru þeir með enn lægra hlutfall. Þarna munar því ekki eins miklu og margir virðast halda. Þetta liggur m.a. í því að við þurfum að kynda miklu meira en þessar þjóðir. Þetta allt gerir það að verkum að blóm hér á landi eru dýrari í framleiðslu og því dýrari út úr búð en erlendis." en að fjölga þeim Þannig er hægt að auka framleiðnina til að mæta verðlækkunum vegna aukins framboðs arnar Benediktssonar, garðyrkjubónda í Víðigerði í Reykholtsdal, en hann er formaður Sambands garðyrkju- bænda, til að fræðast um ýmislegt í sambandi við þessa atvinnugr- ein. Kristján var fyrst spurður um uppbyggingu Sambands garð- yrkjubænda. „Samband garð- yrkjubænda var stofnað árið 1955 en það eru 4 félög garðyrkju- bænda sem mynda það. Þau eru á helstu ræktunarsvæðum græn- metis, Garðyrkjubændafélag upp- sveita Árnessýslu, Garðyrkju- bændafélag Hveragerðis og ná- grennis, Garðyrkjubændafélag Mosfellssveitar og Garðyrkju- bændafélag Borgarfjarðar. Það eru rúmlega 100 garðyrkjubændur í þessum 4 félögum en nokkrir menn, t.d. á Norðurlandi, við ísa- fjarðardjúp og í Reykjavík, hafa ekki með sér félög og eru því ekki formlega í samtökunum ennþá. Þeir teljast garðyrkjubændur sem hafa aðalatvinnu sína af garð- yrkju og er þá sama hvaða ræktun þeir stunda." Með varúð til frelsisins — Hver eru helstu baráttumál Sambandsins? „Þau eru býsna margþætt og spanna hverskyns hagsmunamál stéttarinnar. Við höfum barist mjög fyrir því, garðyrkjubændur, að fá að hafa einhverja stjórn á innflutningi, og er þá fyrst og fremst átt við afskornu blómin og pottaplönturnar. Við fengum því í fyrra fengum við óveðurs- tryggingu í gegn og geta garð- yrkjubændur núna tryggt gróð- urhúsin sjálf, það er að vísu ekki nema skref fram á við því ég tel ekki síður þörf á að menn geti einnig keypt sér einhverskonar ræktunartryggingu. Menn geta orðið fyrir miklu tjóni þegar rækt- unin skemmist t.d. í óveðrum eða vegna sjúkdóma. Við eigum fulltrúa í tilrauna- ráði Tilraunastofnunar landbún- aðarins. Þar eru alltaf einhver verkefni í gangi og við fylgjumst mjög náið með þeim. Við teljum tilraunastarfsemi í garðyrkju mjög mikilvæga fyrir þessa grein landbúnaðar, sérstaklega þar sem það virðist gert ráð fyrir því að garðyrkjubændum haldi áfram að fjölga stórlega. Ég tel að það þyrfti að vera maður í fullu starfi við Garðyrkjuskólann sem stjórn- aði allri tilraunastarfsemi í garð- yrkju. Samband garðyrkjubænda er samningsaðili við Félag garð- yrkjumanna og virkum við í því tilliti sem atvinnurekendur og þurfum að semja á hverju ári.“ íslenskur staöall fyrir gróöurhús Eitt má nefna sem verið hefur okkar baráttumál lengi. Það er að gerður verði íslenskur staðall fyrir gróðurhús. Við höfum átt viðræður við Byggingastofnun landbúnaðarins um þetta en þeir hafa þar til nú nýlega ekki getað sinnt því vegna tímaleysis. Nú hefur aftur á móti verið byrjað á þessu verki af fullum krafti og verður því komið í viðunandi horf fljótlega. Hér á landi hafa verið byggð gróðurhús að ýmsum gerð- um en því miður misjafnlega hentugum miðað við íslenskar að- stæður. Þó gerður yrði íslenskur staðall, sem væntanlega yrði strangari en tíðkast erlendis, ætti það ekki að hindra það að menn geti haldið áfram að kaupa erlend tilbúin hús, því í flestum tilfellum er um minni háttar breytingar að ræða sem framleiðendur hafa ver- ið fúsir til að gera. Á hverju ári hefur Sambandið gefið umsagnir um ýmis laga- frumvörp sem hafa verið í smíð- um. Verulegur áhugi hefur t.d. verið hjá þingmönnum að breyta lögunum um Framleiðsluráð land- búnaðarins í þá átt að auka mjög frelsi í heildsölu á grænmeti. Við lögðumst á móti slíkum breyting- um því við töldum frumvörpin ganga of langt, við viljum fara með varúð í að gefa þetta frjálst." — Hvernig er sölumálum hátt- að á framleiðsluvörum ykkar? „Ef við lítum á blómin fyrst, þá er megnið af öllum blómunum, bæði afskornum blómum og potta- plöntum, selt í gegnum 2 heildsölufyrirtæki, Blómamiðstöð- ina hf. sem er í eigu nokkurra garðyrkjubænda og er með 75—80% af sölunni og Magnús Guðmundsson er með 20—25% sölunnar. Salan fer þannig fram að söluaðilarnir ákveða verðið í samráði við garðyrkjubændurna en síðan er verð gjarnan lækkað þegar mikið framboð er. Þó mörg- um finnist blóm dýr þá hafa þau ekki hækkað eins mikið og margt annað. Blómasalarnir ná í blómin á bílum og aka þeim í verslanir á höfuðborgarsvæðinu." — Okkar blóm eru dýrari en erlendis, af hverju? „Framleiðslutíminn hér er a.m.k. þrem mánuðum styttri vegna birtunnar. Rekstrarein- ingarnar eru mun minni og óhagkvæmari fyrir bragðið, allur flutningskostnaður er dýr en við þurfum að flytja allar okkar rekstrarvörur inn og einnig fram- leiðsluvöruna á markaðinn. Því hefur verið haldið fram að hitinn okkar væri ókeypis eða mjög ódýr. Aldrei tekst að selja allt af öllu „Svo við höldum áfram að tala um sölumálin þá er þeim þannig háttað á grænmetinu að flestir garðyrkjubændur sem framleiða grænmeti eru í Sölufélagi garð- yrkjumanna. Allt grænmetið er sent til höfuðstöðva Sölufélagsins í Reykjavík. Þar eru vörurnar flokkaðar, þar er gæðamat fram- kvæmt og vörunni ekið í verslanir. Við viljum alltaf vera að herða gæðamatið og leggjum metnað okkar í að ekki slakni á því. Meiri- hluti garðyrkjubænda telur þetta sölufyrirkomulag gott, þó ekki séu nærri allir ánægðir. Verðlagning- in fer þannig fram að stjórn Sölu- félagsins, sem er skipuð mönnum af öllum framleiðslusvæðunum, ákveður verðið. Það er byrjað með nokkuð hátt verð á vorin og síðan fer það lækkandi eftir því sem framboðið eykst. Það heildsölu- verð sem nú er á tómötum er það sama og lækkað var niður í vor þrátt fyrir hækkanir á nánast öll- um vörum og þar á meðal öllum okkar rekstrarvörum. Þrátt fyrir að verðið sé lækkað tekst ekki að selja allt af öllu og þá hefur verið gripið til þess þegar kúfarnir eru mestir að hafa skyndisölur og þá er verðið gjarnan lækkað um helming. Þá hefur salan aukist verulega fyrstu dagana. En þegar líður á skyndisöluna minnkar sal- an og áhrifin hverfa og þá er verð- ið hækkað aftur í sumarverðið. Þrátt fyrir þetta hefur verið veru- leg offramleiðsla á ýmsum fram- leiðslutegundum t.d.á tómötum í sumar. Efnagerðin Valur hefur alltaf tekið mikið af þessari of- framleiðslu til tómatsósugerðar og gúrkurnar hafa líka farið eitthvað í niðursuðu en aldrei er hægt að búa til verðmæti úr alveg öllu og verður það því að fara á haugana. Mér skilst að mjög erfitt sé að byggja vinnslu á svona of- framleiðslu og verður því að leita annarra leiða til að koma offram- leiðslunni í verðmæti. Það sem helst kæmi til greina og er í at- hugun núna er að frysta græn- metið og koma því á markað síðar. Þrátt fyrir að ekki séu alveg allir grænmetisframleiðendur í Sölufé-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.