Morgunblaðið - 19.11.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.11.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 27 Kveðjuorð: Hafþór Helgason kaupfélagsstjóri Fæddur 12. janúar 1945 Dáinn 26. október 1982 Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Hafþóri á ungl- ingsárum og átti með honum sam- leið um árabil í skóla og frístund- um. Það vakti fljótlega athygli okkar félaganna hversu Hafþór var fljótur til ákvörðunartöku og allra framkvæmda. Hann var fæddur leiðtogi og því sjálfkjörinn foringi okkar í skátastarfi um ára- bil og að sjálfsögðu fór hann ekki troðnar slóðir í því embætti frekar en öðrum og viðameiri, sem hann síðar á ævinni tók sér fyrir hend- ur. Hafþór vildi hafa aga og reglu á hlutunum og reyndist honum það furðu létt miðað við það að baldnir jafnaldrar hans áttu í hlut. Hann hafði mjög frjóa hugs- un og var alltaf með nýjungar á prjónunum, sem hann vildi reyna bæði innan skátastarfsins og utan og hreif hann okkur félagana með. Það verður þó að segja hverja sögu eins og hún er, en stundum greindi okkur verulega á eins og vera ber, enda báðir skapstórir og stóðum fast á okkar meiningu. Oftar var það þó Hafþór, sem átti frumkvæðið að sáttum, og kom þar fram hæfileiki, sem síðar á lífsleiðinni átti eftir að verða hon- um til góðs þegar sætta þurfti í stærri málum og viðameiri. Snemma fékk Hafþór áhuga á flugi og öllu sem viðvék því. Undr- aði það því engan þegar hann hóf ungur flugnám, sem æ síðan átti hug hans. Um tíma skildu leiðir okkar er ég fluttist til Danmerkur til náms. Skömmu síðar fór Hafþór til Þýskalands þar sem hann fór til náms og starfa við bílaverksmiðju. Rak hann eigið bílaverkstæði um skeið að því loknu. Að mínu námi loknu fluttist ég vestur í Búðardal og hittumst við því sjaldnar en efni stóðu til, en þó lágu leiðir okkar saman á ný, er hann gerðist framkvæmdastjóri Vængja hf. og hóf meðal annars að skipuleggja áætlunarflug til Búðardals og Reykhóla. Þar var Hafþór kominn í starf, sem átti mjög vel við hann. Þar gat hann sameinað sitt helzta áhugamál nauðsynlegu brauðstriti. Gegndi hann þessu starfi um þriggja ára skeið og var hann jafnframt einn af eigendum Vængja hf. Þar held ég að hafi komið veru- lega í ljós þeir eiginleikar Hafþórs sem einkenndu hann svo mjög, en það var óhemju dugnaður, ósér- hlífni og skipulagshæfileikar. Það kom mér ekki á óvart þegar Haf- þór hringdi til mín vestur í Búð- ardal vorið 1977 og sagði mér að hann ætlaði að sækja um starf kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Saurbæinga. Að sjálfsögðu hvatti ég hann til þess, en skýrði honum jafnframt frá því að ég væri búinn að segja starfi mínu lausu sem mjólkursamlagsstjóri í Búðardal. Hafþór brá skjótt við og flaug vestur til að reyna að telja mér hughvarf. Ekki þarf að orðlengja það, ég fluttist á ný til Reykjavík- ur, en Hafþór fór í Dalina. Þar starfaði hann sem kaupfélags- stjóri í þrjú ár og var undravert hversu hann fékk áorkað í því starfi sínu við uppbyggingu lítils kaupfélags, sem margir töldu að leggja ætti niður vegna smæðar sinnar. Þar nutu sín áðurgreindir eðliskostir hans. Fljótt vakti at- hygli innan samvinnuhreyfingar- innar, hversu vel honum farnaðist í þessu starfi og þurfti því engan að undra þegar farið var fram á það við hann að taka að sér starf kaupfélagsstjóra á ísafirði. Var þá sjálfsagt farið að hægjast um í uppbyggingarstarfinu í Saurbæn- um og Hafþór farið að langa til að takast á við stærri og erfiðari verkefni, enda búinn að öðlast mikla og dýrmæta reynslu. Það mun hafa verjð á miðju ári 1980, að þau Hafþór og Guðný ásamt sonum tóku sig upp og fluttust til Isafjarðar. Ég hygg að nokkur kvíði hafi verið í þeim hjónum á þessari stundu. Báðum hafði þeim liðið mjög vel í Saurbænum og höfðu átt velgengni að fagna. Nýja starfið átti hug hans allan og farnaðist honum vel í því. Mikil uppbygging átti sér stað þennan stutta tíma sem Hafþórs naut við, svo mikil að undrum sætti. Enginn fær þó slíku áorkað í starfi, nema hann búi við jafnvægi og öryggi, sem ánægjulegt heimil- islíf getur veitt og er ég þess full- viss, að Guðný og synir þeirra hafa verið Hafþóri það lífsakkeri sem hverjum manni er nauðsyn- legt. Þá sjaldan að við hittumst á seinni árum, var Hafþóri tíðrætt um fjölskyldu sína, sem alltaf var honum efst í huga. Ég veit að Guð- nýju er mikill missir að góðum eiginmanni og sonunum að skiln- ingsríkum föður og góðum félaga. Því votta ég Guðnýju, drengjunum og Sigurbjörgu móður hans mína innilegustu samúð. Blessuð veri minning góðs drengs. Heimir Lárusson ÆSK-dagurinn á sunnudag ÆSK, /Gskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti, hefur undanfarin ár notað síðasta sunnudag kirkjuársins til að kvnna starfsemi sína og afla fjár til hennar. Þessi dagur er nú 21. nóvem- ber. ÆSK var stofnað árið 1959 og aðalhvatamenn að stofnun þess voru núverandi biskup, Pétur Sigur- geirsson, og vígslubiskup, Sigurður Guðmundsson á Grenjaðarstað. Markmiðið var að efla í hvívetna allt barna- og æskulýðsstarf á Norð- urlandi (Hólastifti), en þó sérstak- lega að beita sér fyrir byggingu sumarbúða. Sá draumur varð að veruleika ár- ið 1964, er Sumarbúðir ÆSK við Vestmannsvatn í Aðaldal voru vígð- ar. A þeim tíma sem liðinn er hafa þúsundir barna dvalist í búðunum, auk þess sem unglingar og aldraðir hafa gist þar hluta úr sumri undan- farin 11 ár. En ÆSK hefur einnig staðið fyrir margvíslegri annarri starfsemi. Mót og námskeið eru á hverju ári fyrir unglinga og leiðtoga í starfinu. Eitt slíkt mót verður haldið í Stórutjarn- arskóla í Ljósavatnshreppi núna helgina 19.—21. nóvember. Þar koma saman unglingar frá 8 stöðum á Norðurlandi, og komast færri að en vilja, þar sem þátttakendur mega ekki vera fleiri en 100. ÆSK hefur einnig beitt sér fyrir ýmiskonar útgáfu. Má þar nefna út- gáfu á bókum og blöðum, og ber þar hæst Æskulýðsblaðið, sem gefið hefur verið út í fjölda ára, og er eitt tölublað væntanlegt nú á næstunni. Nokkrar plötur hafa einnig komið út og nú síðast jólaplatan „Kom blíða tíð“ þar sem Barnakór Akur- eyrar syngur. Jólakort hefur ÆSK gefið út í mörg ár, og svo mun einnig verða nú, og er það ein öruggasta fjáröfl- unarleið þess. Til að standa straum af kostnaði við þessa starfsemi s.s. útgáfunni, þarf peninga. ÆSK leitar því eftir stuðningi almennings, og væntir þess að sem flestir sjái sér fært að styrkja þetta starf með fjárfram- lagi, og þakkar um leið öllum sem stutt hafa starfsemina í gegnum ár- in. Sóknarprestar munu taka við fjárframlögum í sinni heimabyggð, en einnig er hægt að koma þeim til sr. Péturs Þórarinssonar, Möðru- völlum, sr. Þórhalls Höskuldssonar, Akureyri, og sr. Pálma Matthías- sonar, Akureyri. (KrétUlilkynning) Matsniðurstöður og meðalþyngd þorsks ’80 og ’82 EINS og fram hefur komið í fréttum er nú mikið rætt um gæðamat á fiski svo og ástand fiskistofna. Sam- kvæmt skýrslum Fiskifélags íslands fyrir árin 1980 og 1981 kemur í Ijós að meðalþyngd þorsks hefur aukizt nokkuð milli þeirra ára. Ennfremur kemur þar í Ijós að fiskur flokkast almennt nokkru verr á árinu 1981. Hvað varðar árið í ár liggja endan- legar niðurstöður ekki fyrir, en Ijóst er að gæðum hrakar lítillega og með- alþyngd þorsksins fer nokkuð lækk- andi þó ekki sé um yngri fisk að ræða. Að öllum líkindum stafar það af átusnauðari sjó en hin tvö árin á undan. Hér fara á eftir matsniðurstöð- ur fyrir árin 1980 og 1981 sam- kvæmt skýrslum Fiskifélags ís- lands. Matsniðurstöður samkv. skýrslum Fiskifélags íslands 1980. l.K.fl. 2.g.n. 3.g.n. , Flokkað Meðalþyngd SUÐURLAND: ösl. 59,7 23,2 17, 1 77,36 4,23 Sl.m.h. 83,7 15.3 l.o 58, 26 2,67 REYKJANES: ósl. 68,9 16, 1 15,0 82,31 4, 18 Sl.m.h. 84, 5 12.4 3. 1 85,32 2,67 VESTURLAND: ósl. 74, 5 17, 1 8.4 70,49 4,02 Sl.m.h. 89,6 8.9 1,5 78,77 2,71 VESTFIRÐIR: Ösl. 83,8 12, 3 3,9 53,92 3,38 Sl.m.h. 93,5 6,2 0,3 78,72 2,36 NORÐURLAND VESTRA: ósl. 89,4 8.3 2,3 77,01 2, 59 Sl.m.h. 92,8 6, 9 0, 3 89.07 2.30 NORDURLAND EYSTRA: Ósl. 85,0 9,3 5.7 80,34 2,97 Sl.m.h. 91,5 6,9 1.6 86,72 2.43 AUSTFIRÐIR: ósl. 57,0 25,0 18,0 84, 14 5.42 Sl.m.h. 91,9 7, 3 0,8 85, 10 2, 60 Matsniðurstöður samkvæmt skýrslum Fiskifélags fslands 1981. í.g.n. 2. g. fl. 3.g.n. Flokkað Meðalþyngd SUÐURLAND: ósl. 58,4 26, 6 15,0 97, 1 5,38 Sl. m. h. 84,4 14,0 1,6 96,6 2,69 REYKJANES: ósl. 61,7 19, 5 18, 8 94, 5 5, 17 Sl.m.h. 82,7 14,0 3,3 99, 1 2,72 VESTURLAND: ósl. 75,3 17,4 7.3 84,6 4, 41 Sl.m.h. 91,6 7,2 1,2 98,3 2, 58 VESTFIRÐIR: Ósl. 86,6 10,7 2,7 97,8 3, 36 S1. m. h. 92, 7 7,0 0,3 98, 5 2, 33 NORÐURLAND VESTRA: ösl. 95, 1 3,6 1.3 89,2 2,79 Sl.m.h. 93, 5 6, 1 0,3 99, 8 2,26 NORÐURLAND EYSTRA: ósl. 85,9 8, 1 6.0 92,4 3,32 Sl.m.h. 90. 8 8,0 1,2 99, 9 2,32 AUSTFIRÐIR: ósl. 55, 9 21,5 22,6 97. 1 4,94 Sl. m. h. 85,9 13,6 0, 6 99,7 2,37 „Lausnarorð“, bók eftir Marie Cardinal ÚT ER komin hjá Iöunni bókin Lausnarorð eftir franska höf- undinn Marie Cardinal. Snjó- laug Sveinsdóttir þýddi. — Höfundur bókarinnar fædd- ist í Alsír árið 1929 og ólst þar upp. Hún stundaði nám heima og i París og gerðist síðan háskóla- kennari í heimspeki. Á fertugs- aldri tók hún að þjást af sálsýki sem smám saman magnaðist uns þar kom, að hún gekkst undir sál- greiningu. Frá henni segir í þess- ari bók. Vegna sálgreiningarinnar þarf hún að gera upp fortíð sína, uppruna sinn, uppeldi og mótun. Þeirri sjálfskrufningu lýsir sagan. Lausnarorð segir frá bernsku og æsku Marie Cardinal í Alsír. Hún elst upp hjá móður sinni, fráskil- inni konu, í siðvöndu kaþólsku umhverfi betri borgara. „Sam- skiptun þeirra mæðgna, sem hafa gagnger áhrif á líf dótturinnar, er hér lýst af fágætri einurð og vægðarleysi,“ segir í kynningu for- lags á kápubaki. „Sú frásögn mun ekki síst gera þessa bók lesandan- um minnisstæða." Marie Cardinal býr nú í París og hefur samið fleiri bækur sem hlotið hafa við- urkenningu og verið þýddar á mörg tungumál. Hún hefur verið formaður franska rithöfundasam- bandsins. Bókin er 218 blaðsíður. Prentrún prentaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.