Morgunblaðið - 19.11.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.11.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 Kenndur við fötlun sína — vill vítur MORGUNBLAÐINU barst í gær bréf, sem þeir bræður Gísli og Arn- þór Helgasynir hafa sent Omari Valdimarssyni, formanni Blaða- mannafélags Islands. Bréfið er svo- hljóðandi: Árin dá- samlegu — eftir þýzka skáldið Reiner Kunze í þýðingu Björns Bjarnasonar ALMENNA bókafélagið hefur sent frá sér bókina Arin dásamlegu (Die wunderbaren Jahre) eftir austur- þýska skáldið og rithöfundinn Rein- er Kunze. Kunze þykir afar viðfelldinn og hógvær höfundur — að minnsta kosti vestan járntjalds. í hinni ís- lensku kynningu bókarinnar er hann sagður hafa hlotið margs konar bókmenntalega viðurkenn- ingu bæði í heimalandi sínu og utan þess og verk hans séu nú gef- in út á um 20 þjóðtungum. Þá seg- ir í kynningunni: „Árin dásamlegu komu fyrst út 1976. Þau fjalla um líf æskufólks í þáverandi heimalandi höfundar. Bókin er saman sett úr mörgum örstuttum smásögum — eins kon- ar myndum — látlaus bók og hógvær. „Bók mín er ekki pólitískt plagg," hefur Kunze sagt um þetta verk. „Hún er ekki hugsuð sem árás á einn eða neinn. Eg er ekki óvinur Alþýðulýðveldisins. Ég er óvinur lyginnar.“ Enginn vafi er á því að þessar sögur eru byggðar á reynslu dótt- ur Kunze af æskulífi og skólakerfi fyrir austan múrinn. Þýðandinn Björn Bjarnason (blaðamaður) ritar nokkur aðfara- orð um höfundinn. Árin dásamlegu er 126 bls. að stærð, pappírskilja, og unnin í Prentsmiðjunni Hólum. (FrúttaCilkynning) Stolinn bíll ófundinn FORD Cortina-bifreið, árgerð 1972, sem stolið var af lóðinni Borgartúni 1 í júnímánuði síðast- liðnum hefur enn ekki fundist. Bifreiðin var blá að lit og bar ein- kennisstafina 0-7249. Ekkert hef- ur til bifreiðarinnar spurst frá því er hún hvarf í sumar. V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! „Erindi bréfs þessa er að kæra fyrir yður frétt, er birtist í Sandkorn- um Dagblaðsins og Vísis 16. þessa mánaðar, þar sem greindi frá at- burðum á flokksþingi Framsóknar- flokksins í sömu viku. Þar var að vísu ruglað nöfnum okkar bræðra, en það er ekki meginatriði þessa máls, heldur hitt, hvernig um málið var fjallar, sbr. meðfylgjandi Ijósrit af klausunni. Þar segir, að Gísli blindi Helgason hafi greint frá því, að honum hafi ekki verið veitt starf blaðamanns við Tímann og síðan var greint frá ummælum Jónasar Guð- mundssonar blaðamanns í þessu sambandi. Nú eru það hvorki ummæli Jónas- ar né nafnaruglingurinn, sem við kærum, heldur það, að menn skuli kenndir við fötlun sína á opinberum vettvangi á þann hátt sem Dagblaðið og Vísir gerir. Á þennan hátt er ýtt undir alls kyns fordóma, sem fötlun fylgja og grafið undan þeim árangri sem stefnt er að i réttindabaráttu fatlaðra. Segir það sig sjálft, að slík notkun lýsingarorða í skrifum um einstaklinga gæti leitt til hinnar mestu skrílmennsku í blaðaskrifum en notkun uppnefna færðist þá í vöxt og rakalaus áburður, sem í notkun »»»■..»— fyt* MM. á| Npr Mmm Catmwiil MM itt að ■ i myndbndi StfMi M |||- ‘ Endursýnum enn einu sinni vegna mikillar aðsóknar OKKAR Á MILLI þessari felst, yrði aðaluppistaðan í málflutningi íslenskra blaða. Frétta- klausa þessi kemur eins og köld vatnsgusa framan í okkur, sem höf- um staðið í því að leiðrétta ýmiss konar misskilning og fáfræði um málefni fatlaðra og hlýtur maður að velta því fyrir sér, hvort ekkert hafi grynnkað á fordómum og illgirni þeirri í garð fatlaðra, sem ríkjandi var hér á árum áður. Illt er, að blaðamenn fari þar fremstir í fiokki. Við leyfum okkur að krefjast þess, að blaðamaður Dagblaðsins og Vísis, sem skrifaði þessa grein, verði víttur og við beðnir opinberlega afsökunar á þeirri lítilsvirðingu, sem í áður- nefndri klau.su felst. Arnþór Helgason, Gísli Helgason.“ í HÁSKÓLABÍÓ KL. 7.15. sími84445 AUSTURVERI & 86035 Kynnir í dag frá kl. 4—6 örbylgjuofna í dag kynnir Ólöf Guönadóttir hússtjórnarkennari Sharp ör- bylgjuofna í versluninni. Geriö svo vel aö líta inn — kynnist möguleikum örbylgjuofna og hve sáraeinfaldir þeir eru í allri notkun. \ Glæsilegt og fjölbreytt úrval heimilistækja, stórra sem smárra. Austurveri c/ Háaleitisbraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.