Morgunblaðið - 19.11.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.11.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 29 Föðurlandsvinir á flótta eftir Asbjörn Öksendal iaður landsvtnlr oðfttfla Elte Wmi maOUMximm fEOAH SEVOtN E» ST*Rít HÖRPUÍITGAFAN á Akranesi sendir nú frí sér nýja bók eftir norska rithöfundinn Asbjörn öks- endal. Hann hefur skrifaö sex bæk- ur um andspyrnuhreyfinguna í Nor- egi. Allar hafa þær orðiö metsölu- bækur þar í landi og verið þýddar á fjölda tungumála. Föðurlandsvinir á flótta er þriðja bók hans, sem Hörpuútgáfan hefur gefið út. Hinar eru: „I*egar neyðin er stærst“ og „Gestapo í Þrándheimi". M.a. í tilefni af útkomu bókar- innar kom öksendal ásamt eigin- konu sinni í heimsókn til íslands nú i sumar. Hann heimsótti Akra- nes og ferðaðist á vegum útgáf- unnar um söguslóðir Borgarfjarð- ar. A bókarkápu segir m.a.: Föstudaginn 20. apríl kom Siv- ert Rognes heim til þess að hafa fjarskiptasamband við London. Hann hjálpaði norskum föður- landsvinum á flótta þeirra undan böðlum nasista. í miðri útsend- ingu var húsið umkringt af Gestapó-hermönnum og Sivert staðinn að verki. Hann var tekinn fastur, beittur hroðalegum pynt- ingum í augsýn eiginkonu og barna og síðan fluttur í „Glaepa- klaustur Rinnans". Bókin Föðurlandsvinir á flótta er sönn frásögn af baráttu og flótta norskra föðurlandsvina á síðustu dögum stríðsins. Þeir eru hundeltir af glæpaflokki Rinnans um fjallabyggðir Noregs. Þar er vetrarharkan miskunnarlaus, með stormum og stórhríð. Aðeins þeir hraustustu halda lífi. En ógnir vetrarins eru barnaleikur hjá að- ferðum þeim sem glæpaflokkur Rinnans beitir fórnarlömb sín. Bókin er 175 bls. Skúli Jensson þýddi. Bjarni D. Jónsson teiknaði kápu. Prentverk Akraness hf. ann- aðist prentun og bókband. Sjötta bindið af Borgfirzkri blöndu „Ástin blómstrar á öll- um aldursskeiðum“ — ný bók eftir Barböru Cartland KOMIN er út í íslenskri þýðingu ný bók, „Ástin blómstrar“, eftir Barböru ('artland, einn mest lesna ástarsagnahöfund Breta. „Bækur hennar fjalla gjarnan um hina hreinu, sönnu ást, eru lausar við klám og kynlífstal, sem svo mjög er í tízku nú, og þrátt fyrir það, eða kannski einmitt vegna þess, hefur hún eignast stóran hóp lesenda vítt tRartland Ástin blómstrar á öllum aldursskeióum um lönd, einnig hér á landi,“ segir í frétt frá útgefanda. Ástin blómstrar segir frá Mal- colm Worthington. Kona hans er látin og hann hefur ákveðið að draga sig í hlé, hætta í utanrík- isþjónustunni, þar sem hann var talinn eiga mikla framtíð, hverfa frá glaum og gleði og veizluhöld- um og lifa gjörbreyttu lífi í kyrrð og ró. Hann fer til Mið- jarðarhafsins til að hvílast og hefja hið nyja og breytta líf. Þar verða tvær konur á vegi hans. Guðmundur Frímann Tvær fyllibytt- ur að norðan — sannar skröksögur eftir Guðmund Frímann ÚT ER komin hjá bókaútgáfunni Skjaldborg á Akureyri bókin Tvær fyllibyttur að norðan, sannar skrök- sögur eftir Guðmund Frímann. Guð- mundur hefur gefið út mikið af bók- um, mest Ijóðabækur, en fyrsta bók hans, Náttsólir, æskuljóð, kom út 1922. I niðurlagsorðum bókarinnar, sem er smásagnasafn, segir svo: „Eftilvill hefur mig verið að dreyma. En það hefur smámsaman lækkað í flöskunni, sem eg geymi undir grastoddanum, — þessari fundnu flösku, nú eða stolnu flösku. Vegna hennar verða þó engin eftirmál. Hún hefur bjargað þessum degi. Henni get eg þakkað þennan sólnadans innan augna- lokanna, þessa sýn inní fortíðina, hún hefur leitt mig um villuvegu ölvímunnar. Og eg bíð, endaþótt eg hafi einskis að bíða framar. Og eg drekk og drekk þangað til eg hef lokið úr flöskunni góðu. En unga konan i Almannadaln- um kemur aldrei framar neðan malarstíginn, og lófi minn fyllist aldrei framar af mjúku brjósti hennar, hversu lengi sem eg bíð, hversu mikið sem eg drekk.“ NÝLEGA er komið út hjá Hörpuút- gáfunni á Akranesi 6. bindið í safn- ritinu Borgfirzk blanda. Eins og i fyrri bókunum er efnið blanda af þjóðlífsþáttum, persónuþáttum og gamanmálum. Meðal þess má nefna þættina: Þegar „Jónarnir" versluðu í Borgarnesi, Sjómannskona á Akranesi, Þar munaði mjóu, Hrakningar á Kaldasal, Eitt ár í Borgarfirði, Sendur í sveit, Rjómabúið við Geirsá, Flóðið mikla í Hvítá 1918, Upphaf sund- kennslu í Borgarfirði, Minningar- þættir frá Melum og Innra-Hólmi, Konan sem starfrækti fyrsta „sjúkrahúsið" á Akranesi, Frá- sagnir af Vigfúsi sterka á Grund, Reimleikar í Reykholti, Ekki verð- ur feigum forðað, Skyggnst í gamlar skræður. Bragi Þórðarson, bókaútgefandi á Akranesi, hefur safnað efninu í þessa bók, eins og hinar fyrri. Auk hans eiga eftirtaldir höfundar efni í bókinni: Sólmundur Sigurðsson, Herdís Ólafsdóttir, Óskar Þórð- arson, Jón Pálsson, Valbjörg Kristmundsdóttir, Matthías Hall- mannsson, Einar Kristleifsson, Valgarður L. Jónsson, Sigurður Guðmundsson, Þorgils Guð- mundsson, Ólafur Pálsson, Þor- steinn Guðmundsson, Jón Magn- ússon, Ingibjörg Björnsson, Þor- steinn Jónsson, Jóhann Jónatans- son, Þórður Hjálmsson, Oddur Sveinsson, Sigurður B. Guð- brandsson, Guðbrandur Magnús- son, Kristján Jónsson, og Björn Jakobsson. Borgfirzk blanda 6 er 252 bls.- í stóru broti. Fjöldi mynda er í bók- inni. Hún er prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. Borgfirzk blanda Basar Kvenfélags Hallgrímskirkju A morgun, laugardaginn 20. nóv- ember heldur Kvenfélag Hallgríms- kirkju sinn árlega basar í safnaðar- heimili kirkjunnar. Verður þar að vanda margt til muna á góðu verði, þar á meðal margskonar jólagjafa- vörur og mikil og vönduð handa- vinna, sem félagskonurnar hafa sjálf- ar unnið. Starf Kvenfélags Hallgríms- kirkju er borið upp af smáum en samhentum hópi kvenna, sem með starfi sínu vill hlúa að Hallgríms- kirkju, styrkja byggingu hennar og stuðla að prýði kirkju og safnað- arheimilis. Allt er starf þeirra unn- ið af einskærri fórnfýsi og ótrúleg- um dugnaði, og á langri og löngum strangri leið Hallgrímssafnaðar hefur munað verulega um þeirra hlut. Er óhætt að segja, að allir vinir og velunnarar Hallgríms- kirkju standa í þakkarskuld við Kvenfélag Hallgrímskirkju. Basarinn hefst að þessu sinni kl. 14.00 og vil ég hvetja alla til að koma nú og gera góð kaup og styrkja jafnframt starf og málefni Hallgrímskirkju. Karl Sigurbjörnsson. resió af meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er22480 Úrvalið er frá Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbaróasölum um land allt Bridgestone diagonal (ekki radial) vetrarhjólbaröar. 25 ára reynsla Bridgestone á íslandi sannar öryggi og endingu. Gerió samanburó á verói og gæóum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.