Morgunblaðið - 19.11.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 . 23 Staðurinn ekki hentugur lengur — segir bankastjóri BúnaÖarbankans, en bankinn hefur skilað lóÖ sinni undir útibú í Garðabæ „VIÐ teljum þetta ekki hentugan staö lengur meö tilliti til þess hvern- ig byggðin hefur þróast í bænum. Við erum ekki á neinu undanhaldi og ég hygg að við reynum að kaupa hús annars staðar, nálægt iðngörð- unum, sem eru að rísa ofarlega I bænum. Þetta eru hyggilegri vinnu- brögð en að eyða peningum í að reisa stórhýsi á stað þar sem útibú mundi líklega ekki þjóna sinu hlut- verki,“ sagði Magnús Jónsson, bankastjóri Búnaðarbankans, í sam- tali við Mbl. i gær, en bankinn hefur skiiað aftur lóð, sem hann hafði fengið úthlutað í miðbæ Garðabæj- ar. „Byggðin þarna hefur þróast öðruvísi en upphaflega var ætlað, þannig að hinn raunverulegi mið- bær, sem bankinn átti að vera í, er alls ekki raunverulegur miðbær. Það er ástæðan fyrir því að við skilum lóðinni,“ sagði Magnús. Bæjarstjórn Garðabæjar hefur harmað þessa ákvörðun bankans, en lóðinni var úthlutað í apríl sl. Segir í bókun, sem samþykkt var samhljóða á fundi bæjarstjórnar- innar, að ákvörðun bankans muni raska öllum skipulagsáætlunum og byggingaráformum á miðbæj- arsvæðinu. Hélublóm — Endur- útgáfa á ljóðum Erlu HÉLUBLÓM nefnist nvútkomin bók eftir skáldkonuna Erlu, sem hét réttu nafni Guðfinna Þor- steinsdóttir. Hélublóm kemur nú út í annarri útgáfu, hafa verið ófáanleg á almennum markaði um fjörtíu ára skeið. Bókin er nú gefin út í aðeins 250 eintökum. Krlusjóður gefur út. Upphaflega var það hinn kunni bókbindari og bókasafn- ari, Helgi Tryggvason, sem gaf bókina út í kreppunni 1937. Ekki þótti það af öllum bú- mannleg ákvörðun, en bókin náði talsverðri útbreiðslu og vinsældum. Árið 1945 kom út önnur bók Erla (Guðfinna Þorsteinsdóttir). Erlu, Fífulogar. Þar var meðal annars að finna svofelldar upp- lýsingar um skáldkonuna: Frá 8 ára aldri ólzt Erla upp í Krossavík í Vopnafirði og dvaldi þar til tvítugs. Á því heimili mun hún hafa notið góðra þroskaskilyrða. Árið 1917 giftist hún Pétri Valdimar Jó- hannessyni frá Syðrivík í Vopnafirði. Byrjuðu þau búskap inni í heiði, efnalaus. Ofan á bágan efnahag þessara hjóna bættust svo langvarandi veik- indi Erlu. En þrátt fyrir margs konar erfiðleika og umfangs- mikil heimilisstörf, því að hún hefur eignast 9 börn, sem öll hafa alizt upp heima, hefur hún stöðugt fengist mikið við skáldskap. Ýmis kvæði hennar höfðu birzt í tímaritum og blöð- um og vakið athygli ljóðelskra manna, einkum þulurnar henn- ar og ferskeytlurnar, en ljóða- bók gaf hún þó ekki út fyrr en árið 1937. Bókin hlaut nafnið „Hélublóm" og vakti mjög mikla athygli og urðu vinsældir hennar meðal alþýðumanna svo miklar, að hún seldist upp á skömmum tíma. Margir bók- fróðir menn fóru einnig lofsam- legum orðum um ljóð Erlu, t.d. fórust Guðmundi Finnbogasyni þannig orð í Mbl. um tvö kvæði í bókinni „Steinunn í Vík“ og „Við hliðið": „betri kvæði en þessi tvö efast ég um, að nokkur íslenzk kona hafi gert“. „Elisabeth Taylor, ástir, líf og Ieikur“ ÚT ER komin á vegum Iðunnar bók- in Elizabeth Taylor, ástir, líf og leik- ur. Þetta er ævisaga hinnar heims- frægu kvikmyndastjörnu, sem Kitty Kelley hefur skráð. Ingibjörg Jónsdóttir þýddi. í bókinni er rakinn litríkur feriil Elizabethar, jafnt í einkalífi sem á kvikmyndatjaldi um áratugaskeið. Sem kunnugt er hefur þar gengið á ýmsu og um þau mál segir svo á kápubaki m.a.: „Sjö sinnum hefur hún gengið í hjónaband, hvert öðru stormasamara. Hemjulaus ólifnaður hennar og fimmta eigin- mannsins, Richards Burton, olli þvílíku hneyksli að heimssögulegir atburðir á stjórnmálasviðinu féllu í skugga hans. Jafnvel Vatíkanið gat ekki látið hann ótalinn. Með kenjum sínum og heimtufrekju gerði hún einn stærsta kvik- myndaframleiðanda heims nær gjaldþrota." Elizabeth Taylor, ástir, líf og leik- ur er stór bók, skiptist í 28 kafla, rúmar 300 blaðsíður, auk þrjátíu og tveggja mynda úr lífi leikkon- unnar og af henni í ýmsum fræg- um hlutverkum. Prentrún prent- aði. Message rafmaqns- ritvélar Litla Message 860 ST rafmagnsritvélin er alvöru ritvél. Letur- borðið er fullkomið með dálkastilli. Vélin er stöðug og traust, en tekur þó sáralítið pláss. Message 990 CR er eins byggð og 860 ST vélin en hefur leið- réttingarborða að auki. Message 860 ST eða 990CR er tilvalin ritvél fyrir minni fyrir- tæki, í skólann eða á heimilið. Verðið er ótrúlega hagstætt. vH'fíí | SKRIFST OFUVELAR H.F. | Hverfisgötu 33 — Slmi 20560 — Pósthólf 377 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.