Morgunblaðið - 19.11.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1982 TIL fSLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Mare Garant 24. nóv. City of Hartlepool 29. növ. Mare Garant 14 des. City of Hartlepool 21. des. NEWYORK Mare Garant 23. nóv. City of Hartlepool 30. nóv. Mare Garant 15. des. City of Hartlepool 22. des. HALIFAX Hofsjökull 19. nóv. Goöafoss 3. des. BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Eyrarfoss 22. nóv. Alafoss 29. nóv. Eyrarfoss 6. des. Alafoss 13. des. ANTWERPEN Eyrarfoss 23. nóv. Alafoss 30. nóv. Eyrarfoss 7. des. Álafoss 14. des. ROTTERDAM Eyrarfoss 24. nóv. Alafoss 1. des. Eyrarfoss 8. des. Alafoss 15. des. HAMBORG Eyrarfoss 25. nóv. Alafoss 2. des. Eyrarfoss 9. des. Alafoss 16. des. WESTON POINT Helgey 17. nóv. Helgey 1. des. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 22. nóv. Dettifoss 6. nóv. KRISTIANSAND Dettifoss 27. nóv. Mulafoss 8 des. MOSS Irafoss 23. nóv. Mánafoss 30. nóv. Mulafoss 7. des. GAUTABORG Dettifoss 24. nóv. Manafoss 1. des. Dettifoss 8. des. Mánafoss 15. des. KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 25. nóv. Mánafoss 2. des. Dettifoss 9. des. Mánafoss 16. des. HELSINGBORG Dettifoss 26. nóv. Mánafoss 3. des. Dettifoss 10. des. Mánafoss 17. des. HELSINKI Mulafoss 1. des. Irafoss 15. des. GDYNIA Irafoss 19. nóv. Múlafoss 3. des HORSENS Irafoss 22. nóv. Múlafoss 6. des. THORSHAVN Mánafoss 9. des. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - framog til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRDI alla þriöjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SÍMI 27100 Símstöðin í Stykkishólmi 70 ára Stykki.shólmi í novcmlM r. NÚ í hausl voru liðin 70 ár frá því að landssíminn opnaði símstöð á Stykk- ishólmi, en hún var opnuð 6. sept. 1912. Fyrsta afgreiðslan var í fangahús- inu því ekki var þá um annað að ræða. W.Th. Möller, sem þá var fyrir skömmu tekinn við póstmeistara- starfinu hér, var ráðinn símstöðvar- stjóri. Unnið var að því langt fram á vetur að koma notendasímum fyrir í kauptúninu, en þá varð að leiða tvo strengi á staurum til hvers einasta símnotanda og því tafsamt verk með ekki meiri tækjum en þá þekktust. Um áramót 1912 og 1913 voru sím- notendur orðnir 17 og til gamans læt ég fylgja fyrstu símaskrána í Hólm- inum en hún var þannig: Stykkishólmur (2. flokks stöð) Stöðvarstjóri: W.Th. Möller póst- afgreiðslumaður. Nr. 9. Anders, Aage, lyfsali. 16. Andrésson, Hannes skipstjóri. 4. Bjarnason, Páll, V, sýslumaður. 2. Blöndal, Magnús, umboðsmaður. 11. Guðmundsson, Guðm., héraðslæknir. 3. Gunnarsson, Sigurður, prófastur. 5. Halldórsson, Sæm., kaupmaður. 12. Jónsson, Árni P., kaupmaður. 7. Jónsson, Ingólfur, verslunarstjóri. 14. Markússon, Sigurjón, héraðsdómslögmaður. 13. Ólafsson, Ólafur, veitingasali. 15. Richter, Reinh., verslunarmaður. 6. Sigurðsson, Hjálmar, kaupmaður. 17. Sigurðsson, Ólafur, skipstjóri. 8. Tang. Leonh. & Sön, verslun. 1. Vigfússon, Einar, bakari. 10. Þórarinsson, Ágúst, bókhaldari. W.Th. Möller var síðan símstjóri til ársins 1954 að Árni Helgason tók við og er hann enn starfandi sím- stjóri. Hafa því aðeins tveir menn gegnt þessu starfi hér og mun það vera einsdæmi á landinu. Þróun þessara mála sést best á því að nú eru um 500 notendur í Stykkishólmi, og af þeim eru með loftsambandi tengdar eyjar í byggð. Árið 1967 byggði póstur og sími stórt húsnæði fyrir starfsemina sem brátt mun verða alveg fullnýtt, en áður var starfsemin í litlu húsi sem Lions- klúbbur Stykkishólms fékk gefins fyrir að flytja það burt af lóðinni þegar byggt var og er það félags- heimili Lionsmanna og hefir komið að miklum notum i félagslífi hér. Fréttaritari. Hrayftmyndabóit LÖGUN Hmyftroyndabó* LITIR ötn 09 Ortygur „Lögun“ og „Litir“ — tvær hreyfimyndabækur BÓKAÚTGÁKAN Örn og Örlygur hef- ur sent frá sér tvær litlar hreyfimynda- bækur. Nefnist önnur bókin „Litir" en hin bókin „Lögun". Hefur útgáfan áð- ur gefið út tvær bækur í þessum sama flokki og voru þær um hljóðin og dýr- in. Hreyfimyndabókum þessum er ætlað að vera í senn skemmtun ungra barna og til fróðleiks og náms. Söguhetjur bókanna eru Tumi trúður og Skotti þvottabjörn. I bókinni um litina eru þeir félagar að læra að þekkja heiti litanna og í bókinni „Lögun“ kynnast þeir heit- um hinna ýmsu forma, svo sem ferninga, þríhyrninga og fleira. Eru bækur þessar einkum ætlaðar ung- um börnum og eiga að aðstoða for- eldra eða kennara þeirra við upp- fræðslu á skemmtilegan og lifandi hátt. Þýðandi beggja bókanna er Stef- án Jökulsson. Bækurnar „Litir“ og „Lögun“ eru settar og filmuunnar í Prentstofu G. Benediktssonar en prentaðar og bundnar í Singapore. „Mannfellirinn mikli“ — eftir Eið Guðmundsson ÚT EK komin bókin „IMannfellirinn mikli" hjá Skjaldborgarútgáfunni á Akureyri. Höfundur er Kiður Guð- mundsson fyrrum hreppstjóri í Hörg- árdal og á bókarkápu segir, að bókin sé hrcssilega skrifuð „eins og þeir ■ Eiður Guðmundsson þekkja, sem lesið hafa frásagnir Eiðs Guðmundssonar". Árni J. Haraldsson bjó bókina undir prentun ög ritar alllanga grein um höfundinn. í formála að bókinni segir Árni svo; „Bók sú, er hér kemur fyrir almenningssjónir, er fyrsta bindi af ritverkum Eiðs Guðmundssonar, fyrrverandi hrepp- stjóra á Þúfnavöllum í Hörgárdal. Eiður er mörgum kunnur af þáttum og frásögnum sem birst hafa í tíma- ritum á liðnum árum. í þessu bindi er sveitarlýsing á Skriðuhreppi hin- um forna, sagt er frá móðuharðind- unum árið 1784 og 1785 og hinum ógurlega mannfelli sem varð í Bæg- isársókn og Skriðuhreppi, og öðrum afleiðingum harðindanna. Gerð er grein fyrir ábúendum jarðanna á móðuharðindaárunum og rakin búskaparsaga nokkurra jarða, boð- leiðis fram Öxnadal austanverðan. Framhald búskaparsögunnar kemur svo í næsta bindi.“ Hinn ósýnilegi Saga eftir Manuel Scorza ÚT ER komin hjá Iðunni skáld- sagan Hinn ósýnilegi eftir Perú- manninn Manuel Scorza. Fyrir tveimur árum gaf IAunn út sögu hans, Rancas — þorp á heljar- þröm, og hin nýja saga er önnur bók í þeim sagnaflokki en þó algerlega sjálfstæA aA efni. Ingi- björg Haraldsdóttir hefur þýtt báAar þessar bækur úr frummál- inu, spænsku. Manuel Scorza er fæddur árið 1928 í Líma, höfuðborg Perú. Tvítugur var hann fangelsaður og síðan vísað úr landi vegna pólitískrar baráttu. Þá var hann landflótta í fjögur ár. Sagan endurtók sig og 1961 var hann fangelsaður á ný. Hann býr nú í París. Rancas — þorp á heljar- þröm, fyrsta verk hans um bar- áttu bændafólks Perú við kúgara sína, vakti athygli og höfundur- inn öðlaðist heimsfrægð. Bækur hans eru nú þýddar á fjölda tungumála. Hinn ósýnilegi byggir á sönnum atburðum, bændaupp- reisn undir forustu manns sem í rauninni hét Garabombo, árið 1962, en þeirri uppreisn var mætt af óheyrilegri grimmd. „Bændurnir réðust inn á enda- lausar víðáttur stórbýlanna," segir höfundur í formála, „og endurheimtu jarðir sínar. Þar með var hafin sú mikla hetju- saga sem gerðist í Andesfjöllum og á eftir að binda enda á léns- skipulagið á miðhálendi Perú.“ Þótt Hinn ósýnilegi byggi þannig á raunverulegum atburð- um, „er hún ekki raunsæissaga í venjulegri merkingu, heldur í ríkum mæli gædd andrúmslofti ævintýra og hugarflugs," segir í kynningu á kápubaki. „Allt er hér lifandi, náttúruöflin, dýrin, — hestarnir geta talað og við verðum vitni að göldrum og gerningum. I samhengi sögunn- ar verður þetta að römmum seið sem lesandinn heillast af. Hinn ósýnilegi er sérkennileg og mögnuð saga, mótuð af næmu skáldauga. Þessi bók opnar okkur fjarlægan heim sem í senn er furðu nærtækur." Hinn ósýnilegi er 270 blaðsíð- ur. Prentrún prentaði. Basar til styrktar Afríku-kristniboði Kristnibodsfélag kvenna í Reykja- vík heldur basar í Betaníu, Laufás- vegi 13, kl. 2.00 e.h. laugardaginn 20. nóvember. Verða þar á boðstólum kökur og ýmsir góðir munir. Ágóði af bas- arnum rennur til starfs Sambands íslenskra kristniboðsfélaga í Cheparería í Kenýju og Konsó í Eþíópíu. Á þessum stöðum starfa ísienskir kristniboðar, og í árs- byrjun 1983 bætast tvær fjöl- skyldur í hópinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.