Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 1
56 SIÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI 270. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins Símamynd-AP Bandaríkjaforseti er nú í heimsókn í Brazilíu og sézt á þessari mynd flytja ávarp við komuna til landsins. Við hlið hans stendur forseti Brazilíu Joao Baptista Figueiredo. Kínverjar: Fordæma vald- hafa í Kreml Peking, 1. desember. AP. MÁLGAGN kinverska komm- únistatlokksins sagði í dag, að Sovétríkin hefðu ekki gefið upp á bátinn þau áform sín að ná yfirráðum yfir Afganistan öllu. Dagblað alþýðunnar sagði, að Líbanon: Jumblatt sýnt tilræði í vesturhluta Beirút Drottning í atvinnu- miðlun London, 1. desember. AP. RÚMLEGA tvítug brezk stúlka, Jean Potter ad nafni, sem hafði verið atvinnulaus lengi og var að fyllast hinni mestu örvæntingu, greip til þess ráðs á dögunum að skrifa Elísabetu II drottningu og segja henni sínar farir ekki slétt- ar. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa: í næstu viku hef- ur Jean Potter störf við elda- mennsku í Sandringham-höll, 160 km norðaustur af London. Stúlkan skýrði fréttamönnum himinglöð frá þessu í dag og sagðist ekki hafa átt von á neinum viðbrögðum, en sér hefði fundizt þetta vera eina hálmstráið. Og varð að von hernaðaruppbygging Sovét- manna í Afganistan, einkanlega við landamæri Kína og Afgan- istans, væri veruleg ógnun við Kína. Þessi yfirlýsing blaðsins er fyrsta meiriháttar árásin sem er gerð af kínverskri hálfu á hina nýju valdhafa í Kreml. Dagblað alþýðunnar hvetur allar þjóðir heims til að styðja við bakið á frelsis- hreyfingum Afgana og gegn útþenslustefnu Sovétmanna. Segir blaðið að stríðið í Afg- anistan sé orðið Sovét- mönnum afar þungur baggi. Blaðið segir, að pólitísk lausn á vandamálum Afganistans sé aðeins möguleg eftir að sovézki herinn sé horfinn á braut frá landinu. Sovézka sendiráðið í Peking tilkynnti í dag, að Bolshoi- ballettinn rússneski hefði þegið boð um að koma til Kína í þessum mánuði og sýna þar nokkrum sinnum í húsakynnum sendiráðsins. Þykir þetta benda til þess að kínverskir valdamenn vilji halda áfram opnum mögu- leikum á bættri sambúð ríkj- anna. Beirát, 1. desemrx-r. AP. EINN LEIÐTOGA vinstri sinnaðra múhameðstrúarmanna í Libanon, Walid Jumblatt, slapp lifandi og lítt særður miðhluta Vestur-Beirút. Fjórir fórust Jumblatts, en 38 slösuðust. Samtök falangista í Líbanon, sem löngum hafa átt í blóðugum útistöðum við Jumblatt og hans menn, fordæmdu í dag tilræðið og sögðu það tilraun til þess að hefta framgang friðarins í landinu. Bandaríkjastjórn hefur nú til athugunar tilmæli frá Amin Gemayel forseta Líbnon um að fjölga bandarískum hermönnum í Líbanon um helming þannig að þeir veröi 2.400, að því er heimild- í dag, þegar sprengja sprakk í bíl í í tilræðinu, þeirra á meðal lífvörur ir í Washington herma. Markmið- ið með þessari fjölgun væri að hraða brottflutningi hermanna frá ísrael og Sýrlandi og palest- ínskra skæruliða frá landinu. Stjórnir Frakklands og ítalíu hafa einnig verið beðnar um að fjölga í herliði sínu í Líbanon. Viðræður um brottflutning er- lends herliðs frá Líbanon hafa taf- ist, m.a. vegna þess að ísraelar hafa sett fram pólitískar kröfur á hendur Líbanonsstjórn, að því er heimildir í Washington greina frá. Philip Habib, hinn sérlegi sendi- maður Bandaríkjastjórnar í Mið- austurlöndum, sem hefur milli- göngu um samninga um brott- flutning herja frá Líbanon, kom í dag til Saudi-Arabíu og átti við- ræður við Fahd konung. Tvö börn létu lífið og þrjú særð- ust þegar sprengja sprakk í þorpi um 10 kílómetra frá Jerúsalem í dag. Talið er að sprengjan, sem sprakk í garði, þar sem börnin léku sér, hafi verið búin að vera þar í nokkurn tíma áður en hún sprakk. Leikarafélagið bannað í Póllandi Varsjá, I. desember. AP. PÓLSK yfírvöld bönnuðu í dag starfsemi stéttarfélags leikara í landinu, sem undanfarið hefur neitað að starfa að dagskrárgerð í hinu rikisrekna útvarpi og sjón- varpi. Margir óttast nú að yfirvöld láti einnig til skarar skríða Edward Kennedy ekki í forsetaframboð 1984 Washinglon, 1. desember. AP. EDWARD Kennedy, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, til- kynnti formlega i dag, að hann myndi ekki gefa kost á sér til framboðs í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 1984. Kennedy gaf kost á sér síðast þegar kosið var, en náði ekki útnefningu demókrataflokksins, sem féll í skaut Jimmy Carters þáverandi forseta. Skoðanakannanir undanfarið kost á sér. Kennedy, sem nú er hafa sýnt að Kennedy hefur góða stöðu innan demókrataflokksins og mikla möguleika á að hreppa útnefningu flokksins, en per- sónulegar ástæður eru taldar vera meginástæðan fyrir því að hann gefur engu að síður ekki fimmtugur, gaf í skyn í dag, að hann kynni að gefa kost á sér í forsetakosningum síðar. Akvörðun Kennedys hefur gefið öðrum frambjóðendum innan demókrataflokksins byr undir báða vængi. í þeim hópi eru helzt nefndir Mondale, fyrr- um varaforseti, og öldungadeild- arþingmennirnir Cranston, Hart, Glenn og Hollings auk Reuben Askews, sem áður var ríkisstjóri í Flórída. Búizt er við því að flestir þessara manna muni tilkynna opinberlega um framboð sín snemma á næsta ári og væntanlega allir keppa um hylli þess stóra hóps demókrata, sem fylgt hefur Kennedy. gegn félögum rithöfunda og kvikmyndagerðarmanna með sama hætti og hinum almennu verkalýðsfélögum, stúdentafé- lögum og félögum blaðamanna. í yfirlýsingu frá menningar- málaráðuneytinu í Varsjá seg- ir, að ráðuneytið sé sannfært um að þessi ákvörðun muni draga úr pólitískri starfsemi meðal leikara. Margir eiga enn von á því að pólska stjórnin létti af herlög- unum í landinu, þegar pólska þingið kemur saman 13. desem- ber nk., en þá verður ár liðið frá því lögin voru sett. Pólska fréttastofan Pap til- kynnti einnig í dag, að stjórn- völd hefðu ákveðið að auka nokkuð við matarskammta þá, sem almenningur í landinu get- ur fengið keypta. Verður kjöt- skammturinn aukinn sem og það sem hver og einn getur fengið keypt af sápu og nokkr- um fleiri vörum í jólamánuðin- um. Hins vegar sagði í sömu tilkynningu, að jólatré yrðu af skornum skammti í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.