Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 IHiKginttfrlaMfc Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 12 kr. eintakið. Svefn þingflokks- formanns Igær, á fullveldisdaginn, gekk í gildi 13. verðbóta- skerðing launa í valdatíð Al- þýðubandalagsins, þ.e. frá 1978. Ríkisstjórnin stóð þann veg að verkum, að verðlagshækk- unum var dengt yfir landslýð- inn í októbermánuði til þess að þær kæmu sem mest inn í vísitölu 1. desember sl. — og féllu undir helmings skerð- ingu verðbóta á laun, sam- kvæmt bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar frá í ágústmánuði sl. Launafólk sætir nú 10% launaskerðingu í mesta út- gjaldamánuði heimilanna í landinu. Þannig staðfestir Al- þýðubandalagið að „kosning- ar eru kjarabarátta" og „set- ur samninga í gildi". Ekkert hefur hinsvegar verið gefið eftir af mikilvirkum verðþátt- um stjórnvalda í vöruverði og verðbólgu: tollum, vörugjaldi og söluskatti. Þvert á móti hafa vörugjald og söluskattur verið þyngdir verulega í tíð núverandi valdhafa. Verklítið Alþingi gat auð- veldlega, ef vilji hefði staðið til, tekið afstöðu til bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar fyrir gildistöku kaupskerð- ingarinnar. En framlagning þeirra var fyrst dregin í rúm- an mánuð frá því Alþingi kom saman. Síðan hefur Olafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalags- ins og þingnefndar, sem hefur þau til meðferðar, sofið á þeim djúpum svefni. Ekkert bólar á hliðar- frumvörpum, samkvæmt yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar í 21 lið, sem Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, hugðist sækja í „við- bit" til að kyngja kjaraskerð- ingunni — ítem orðum og að- gerðum frá 1978. Kjaraskerðingin 1. desem^ ber dregur dilka á eftir sér. í kjaraannál ASÍ, sem lagður var fram á nýafstöðnum sam- bandsstjórnarfundi, er gert ráð fyrir 6—6,5% kaupmátt- arrýrnun 1983, ef verðbólga milli áranna 1982 og 1983 verður ekki meiri en 60% — og ef ekki verður gripið til nýrra verðbótaskerðinga 1983. Hagdeild Vinnuveit- endasambandsins hefur hins- vegar gert verðbólguspá, sem gerir ráð fyrir 69,1% meðal- talshækkun framfærslu- vísitölu milli líðandi og kom- andi árs og 63,9% hækkun frá upphafi til loka árs 1983. Rekstrarstaða undirstöðu- atvinnuvega, einkum útgerð- ar, verður í.upphafi næsta árs verri en nokkru sinni. Það er verið að gera rekstrartapið og skuldasöfnunina viðvarandi. Með þessu móti er atvinnuör- yggi í landinu teflt í mikla tvísýnu. Eftir fjögurra ára valdafer- il tala forystumenn Alþýðu- bandalagsins um nauðsyn jafn langrar neyðaráætlunar í þjóðarbúskapnum. Þannig metur hún árangur valdafer- ils, sem aðilar að núverandi ríkisstjórn bera stjórnarfars- lega ábyrgð á. Það er meir en tímabært að sú vandræðarík- isstjórn, sem hefur mistekizt bókstaflega allt sem stjórn- arsáttmálinn frá 1980 fjallar um, fái frí frá „störfum". Því fyrr því betra. Áskorun frá Akranesi Almennur fundur í full- trúaráði sjálfstæðisfélag- anna á Akranesi samþykkti með miklum meirihluta at- kvæða tillögu þess efnis að skora á Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra, að ganga sem fyrst úr ríkisstjórninni, og eigi síðar en fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Vest- urlandskjördæmi um miðjan janúarmánuð nk. Þessi áskorun fulltrúaráðs- ins á Akranesi er eftirtektar- verð. Hún speglar ekki aðeins afstöðu til ríkisstjórnar, sem hefur flest mistekizt, heldur jafnframt sterkan vilja til þess að styrkja samstöðu flokksins í kjördæminu. Þeir vóru ýmsir sem í ár- daga þessarar ríkisstjórnar- innar bundu við hana nokkrar vonir. Þær hafa nú rækilega brugðizt. Vandinn hefur vaxið í þjóðarbúskapnum og það verulega. Honum verður ekki mætt að gagni nema með nýju þingi og nýrri ríkis- stjórn. Sá er kjarninn í þeirri athyglisverðu samþykkt sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna á Akranesi hefur sent frá sér. „Eitt af þeim skiptum, sem ég hef verið fegnastur að sjá ljós" „VIÐ VORUM á leiðinni niður frá efsia skáianum. Það var töiuvert rok, samt ekki það mikið að við þyrftum að vera áfram uppfrá," sagði Stefán Steinar Smárason, 15 ára gamall, en hann var villtur í um það bil 10 tíma upp í Tindfjöllum og gróf sig í fönn i óveðrinu sem gerði á sunnudaginn var. „Þegar við erum komnir fram hjá miðskálanum — þetta eru þrír skál- ar, sem liggja þarna með um kíló- metra millibili ef ekki meira — þá fer veður að versna allverulega. Eg var með háan bakpoka sem veðrið tók mjög í og dróst smám saman aftur úr og það endar með því að ég missi alveg af félögum mínum. Það er ekki rétt sem kom fram í fréttum að skíðabindingarnar hafi tafið mig, né það að ég sé 17 ára, ég er 15 ára. Ég næ að fylgjast með nokkrum stikum, en síðan missi ég einnig af þeim, það var kominn blindbylur og rok. Ég held dálítið áfram, tek skíð- in af mér og kem að brekku, sem ég held að neðsti skálinn sé fyrir ofan. Ég fer uppá hæðina og það var nátt- úrlega engin skáli þar. Ég held áfram, veit nú ekki af hverju, dett og velt niður nokkuð bratta brekku. I miðri brekkunni get ég stöðvað mig og þar reyni ég að grafa mig í fönn, en það var of lítill snjór til þess, svo ég geri smá skýli og fer í svefnpokann og er þarna í sennilega 1—2 tíma. Mér leið ekki nógu vel, svo ég ákvað að reyna aftur að grafa mig í fönn og geri tvær tilraunir til þess, en það tókst ekki. Ég var kom- inn úr svefnpokanum, því ég reyndi að sparka upp snjónum með fótun- um, en þetta var harður snjór. Ég lagðist aftur fyrir í skýlinu sem ég hafði gert mér, nú í engum svefn- Rætt við Stefán Steinar Smárason sem var villtur í 10 tíma upp á Tindfjöllum og gróf sig í fónn poka, þar var alla vega smá skjól og hugsa sem svo að það snjói bara yfir mig og það sé nokkur einangrun í því. Nú líður tíminn og ég passa það að sofna ekki, því að það er hættu- legt, sérstaklega ef maður er kaldur. Það líða nokkrar klukkustundir og þá er kominn það mikill snjór að það er hægt að grafa holu. Eg geri það og það tókst ágætlega, en auð- vitað var þunnt í henni og þröngt. Þá geri ég fyrstu mistökin, ég tók ekki upp svefnpokann. Ég var með bakpokann við hliðina á opinu og var að leita i honum að álpokanum, sem er hitapoki, en ég fann hann ekki. Mér var alveg ofsalega kalt, ég var orðinn rennandi blautur og þeg- ar maður þurfti að fara úr vettling- urium, þá varð maður dofinn á einni mínútu, það var svo mikið frost. Svo líður tíminn, ég var með súkkulaði og reyndi að borða það. Klukkan var orðin um tvö held ég, þegar mér fannst ég sjá hæð og skála ofan á henni. Þá geri ég tvær vitleysur, ég fer úr fönninni og ég skil bakpokann og svefnpokann eft- ir og fer að gá hvort skálinn sé ekki þarna, sem var auðvitað vitleysa, ég var farinn að sjá ofsjónir. Auðvitað villtist ég og fann ekki fönnina aft- ur. Ég rölti þarna um og er senni- lega um 200 metra frá miðskálanum ef ekki meira, en það veit ég nátt- úrlega ekki þá, þegar ég sé vélsleða- Ijós. Það er óhætt að segja, að það hafi verið í eitt af þeim skiptum, sem ég hef verið ánægðastur að sjá ljós. Þegar ég sé að þeir halda upp í móti, þá reyni ég að komast í veg fyrir þá, sem mistekst, en ég var svo heppinn að ljósin frá vélsleðanum lýsa upp skálann, þegar þeir fara framhjá honum. Ég reyndi að hrópa, en þeir héldu áfram og ég tek það ráð að hlaupa upp í skálann, til þess að kveikja ljós, svo þeir sjái það þegar þeir koma til baka. Þess þurfti ekki, því þegar ég kem að skálanum, sé ég þá koma niðureftir á móti mér. Þeir tilkynntu strax að ég væri fundinn og þar með var leit- inni lokið. Ég var keyrður niður í neðsta skálann í Tindfjallaseli og þar tóku félagar mínir mjög vel á móti mér. Hinir leitarmennirnir fóru niðureftir. Daginn eftir reynd- um við að leita að dótinu mínu, en það fannst ekki tangur né tetur af því." Þér hefur ekki dottið í hug að halda áfram að leita skálans og grafa þig ekki í fönn. „Nei, mér datt það ekki í hug, því að ég vissi að ég myndi ekki finna hann í þessum blindbyl og að það væri frekar að leggjast fyrir og reyna að gera sér smá skjól, heldur en að örmagnast af þreytu. Athuga það bara að sofna ekki. Þótt ég hafi ekki gert þá vitleysu voru samt vit- KARLAKÓRINN Geysir, Akureyri, heldur upp á sextíu ára afmæli sitt með samsöng í Akureyrarkirkju dagana 2. og 3. desember kl. 20.30. Samkvæmt gjörðarbókum kórsins, var formlegur stofnfundur haldinn 20. október 1922. Á fundi tveimur dögum síðar voru lög kórsins sam- þykkt og rita 25 menn nöfn sín þar undir. Fyrstu stjórn skipuðu Einar J. Reynis, formaður, Þorsteinn Þor- steinsson frá Lóni og Þorsteinn Thorlacius. Kórinn kom fyrst fram opinberlega 1. desember 1922, og hefur sá dagur alla tíð síðan verið skoðaður sem af- mælisdagur kórsins. Sína fyrstu söngskemmtun hélt kórinn 16. des- ember 1922, og um vorið 1923 var far- ið í fyrstu söngför kórsins, en þá var farið með skipi til Húsavíkur. Það sama vor fóru kórfélagar ríðand til Gamlir Geysisfélagar, söngstjóri Arni Ingimundarson, undirleikari Þórgunnur Ingi- mundardóttir. Karlakórinn Geysir heldur afmælistónleika Möðruvalla í Hörgárdal og héldu þar söngskemmtun. Kórinn hefur einnig farið í söng- ferðir til útlanda. Til Noregs var farið 1952, til Englands 1971 og til ítalíu 1974. Auk þess sem hér hefur verið getið, hefur kórinn haldið söng- skemmtanir víðs vegar um landið. Fyrsti söngstjóri Geysis og ein að- aldriffjöðrin í starfi kórsins var Ingi- mundur Árnason, en hann stjórnaði kórnum frá stofnun og allt til ársins 1955, að einu ári, 1925, undanskyldu, en þá stjórnaði Benedikt Elfar. Ingi- mundur á því mjög stóran þátt í störfum kórsins, en hann var, auk þess að vera söngstjóri, mjög virkur og leiðandi í öllu starfi kórsins. Sonur Ingimundar, Árni, tók við stjórn kórsins af föður sínum, og stjórnaði hann frá 1956-1966. Árin 1967-1969 stjórnaði kórnum tékkneskur maður, Jan Kisa. Þá tók við stjórn Geysis Philip Jenkins og stjórnaði til 1972. Áskell Jónsson stjórnaði veturinn 1972-1973, en þá tók við stjórn Sig- urður Demenz Franzson, sem stjérn- aði til 1978. Næsta vetur stjórnaði Árni Ingimundarson kórnum, en síð- ustu tvö árin hefur Ragnar Björnsson verið stjórnandi. Nú í vetur hefur Sigurður Sigurjónsson aðstoðað við stjórn kórsins. I tilefni 60 ára afmælisins verða haldnir tónleikar í Akureyrarkirkju dagana 2. og 3. desember nk. Núver- andi formaður kórsins er Reynir Valtýsson. Auk þeirra, sem nú syngja í Geysi, munu gamlir Geysisfélagar syngja á þessum tónleikum undir stjórn Árna Ingimundarsonar, og einnig mun Geysiskvartettinn koma þar fram, en hann vann nýlega til 3ju verðlauna í kvartettasöngkeppni, sem haldin var í Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.