Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 25 Stefán Steinar Smárason komin heim beihi og höldnu. Morgunblaoio/ RAX leysur sem ég gerði, eins og ég minntist á. Ég lærði mikið á þessu, til dæmis það að hafa búnaðinn minn í betra lagi næst og vera betur útbúinn. Þá verður alltaf skófla á mínum bakpoka í framtíðinni, það hefði munað niiklu að hafa skóflu. Þetta var mikil reynsluferð fyrir mig og það má segja að ég var mjög heppinn að hafa fundist." Leitaði svefn mikið á þig? „Auðvitað var maður þreyttur, en ég var bara harður við mig og pass- aði það að sofna ekki. Það þýðir ekkert að gefast upp, ef maður ætl- ar að lifa svona af. Maður á ekkert erindi upp á fjöll, ef maður ætlar að sofna í svona tilfelli." Hvað hugsar maður, þegar svona stendur á? „Það er erfitt að segja. Á tímabili var ég að hugsa um að hætta allri fjallamennsku, ef ég yrði svo hepp- inn að finnast, en það er tóm vit- leysa, fjallamennska er það eina sem gildir fyrir mig og ég er ekkert á því að hætta. Ég vil þakka öllum sem áttu þátt í leitinni, björgunarsveitarmönnum, lögreglunni á Hvolsvelli og fólkinu á bænum Fljótsdal í Fljótshlíðinni, sem þetta fór allt um og sérstaklega þeim félögum mínum sem lögðu það á sig að ganga úr neðsta skálanum niður að Fljótsdal í þessu brjálaða veðri til að ná í hjálp. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á hversu mikils virði starf björgunarsveit- anna er. Þar eru menn boðnir og búnir til að gera allt sem í þeirra valdi stendur. Þeir leggja eigin tæki í þetta og maður skilur, þegar svona stendur á, hvað starf þeirra er nauðsynlegt og unnið af mikilli fórnfýsi," sagði Stefán Steinar Smárason að lokum. Friðrik Ólafsson stofnar skákskóla í félagi við alla sterkustu skákmenn landsins FRIÐRIK Ólafsson, stórmeistari í skák og fyrrum forseti FIDE, mun fljótlega eftir áramót stofna „Skákskóla Friðriks Ólafssonar". Med honum verða allir sterkustu skákmenn landsins, Guðmundur Sigurjónsson, stórmeistari og alþjóðlegu meistararnir Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason. „Hugmyndin er gömul og með þessu viljum við leggja okkar af mörkum til þess að styrkja og efla skák á íslandi. Mér hefur fundist, að miðað við alla þá efnilegu skákmenn sem komið hafa fram hér á landi hafi ekki sá árangur náðst sem efni hafa staðið til," sagði Friðrik Ólafsson í samtali við Mbl. „Vinna þarf markvisst að því að efla skák ef góður árangur á að nást. Ég vona að þetta framtak falli í góðan jarðveg, en ljóst er að full þörf er á skákskóla. Við munum skipta skák- kennslunni í byrjendaflokk og fram- haldsflokka eitt og tvö. Hugmyndin er, að á milli 10 og 15 manns verði í hverj- um flokki. Skákkennslan miðast ekki eingöngu við byrjendur og unglinga — við von- umst til þess að geta miðlað af þekk- ingu okkar til skákmanna, sem lengra eru komnir og hjálpað efnilegum skák- mönnum til þess að beisla hæfileika sína," sagði Friðrik Ólafsson. Fyrirspurn til Jóns Magnússonar frambjóöanda MORGUNBLAÐINU barst í gær bréf frá Helga ólafssyni hagfræðingi, sem er svohljóðandi: þau séu sigur fyrir þau viðhorf að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera breiður, víðsýnn og frjálslyndur flokkur." _Hr. ritstjóri, I blaði yðar i dag (1. des.) eru viðtöl við nokkra af þeim, sem efstir urðu í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. Mér kemur afar mikið á óvart að lesa umsögn Jóns Magn- ússonar um prófkjörið. Hann segir að lokinni umsögn um „útreið" formannsins: „Mér sýnist ekki hægt að túlka þessi úrslit á annan hátt, en að Undirritaður hefur fram að þessu talið sig frjálslyndan sjálf- stæðismann, en skilur þó ekki full- yrðingu frambjóðandans og hugs- anlega er svo um fleiri. Skýringar óskast." Arsneyzla meðalf jölskyldu vegna mat- og hreinlætisvara: Um 15,8% munur á hæsta og lægsta verdi í 89 verslunum — Ódýrast í Hagkaup og Víði, en dýrast í Hverfiskjötbúðinni FIMMTA verökönnun Verðlagsstofnunar undir heitinu Innkaupakarfan sýnir hver heildar- útgjöld meðalfjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu vegna mat- og hreinlætisvöru eru mikil á einu ári eftir því hvar er verslað. Þessar upplýsingar koma fram í frétt Verðlagsstofnunar. Ennfremur segir: 2. I hverri verslun var ávallt miðað við lægsta verð þeirrar vörutegundar sem athuguð var. Var miðað við sömu þyngdar- eða stærðareiningu í öllum til- vikum. Voru 35 vörutegundir látnar endurspegla heildar- neysluna og miðað við það magn í hverjum vöruflokki sem kom fram í neyslukönnun sem gerð var fyrir þremur árum. Reynt var að taka upp verð í öllum matvðruverslunum á höf- uðborgarsvæðinu þar sem vöru- tegundirnar 35 fengust allar dagana 22.-26. nóvember sl. Nokkrar verslananna varð að fella út en eftir standa alls 89 verslanir. Er þetta umfangs- 3. mesta verðkönnun sem gerð hef- ur verið hérlendis og óvíst að önnur eins hafi verið gerð í öðr- um löndum. Úr könnuninni má lesa marg- ar athyglisverðar upplýsingar og mun hér drepið á þær helstu. . 1. Munurinn á verðinu í þeirri verslun sem var með lægsta heildarverð og hæsta heildarverð skv. ofangreindum forsendum var 15,8% eða 8.759 kr. mið- að við ársneyslu. I fyrri könnunum þegar borið hefur verið saman verð á einstökum vöruteg- undum pakka- og dósavöru í verslunum hefur komið fram allnokkur munur á heildarverði eftir verslun- um. Þar hafa s.k. mark- aðsverslanir skorið sig nokkuð úr hvað lægsta verði viðkom. í þessari könnun sem nær til allra matvöruflokka þ.m.t. mjólk og mjólkurvörur, kjöt og fiskur, skera markaðsversl- anir sig ekki verulega úr en eru þó meðal þeirra versl- ana sem eru með einna lægst heildarverð. Jafnframt því að kanna lægsta verð á hverri vöru- tegund í matvöruverslun- um skráðu starfsmenn Verðlagsstofnunar hæsta verð á sömu tegundum. Mestur var mismunur inn- an sömu verslunar um 20% og nemur það í heildar- upphæð um 11.000 kr. á ári. Má í því tilviki segja að sú fjölskylda sem ávallt kaup- ir dýrasta vörumerkið í þeirri verslun þar sem munur á lægsta og hæsta verði var mestur gæti spar- að sér 11.000 kr. á ári með því að velja alltaf ódýrasta vörumerkið. 4. Könnunin undirstrikar það sem Verðlagsstofnun hefur áður bent á að árangursrík- asta leiðin til hagkvæmra innkaupa er að bera saman vöruverð innan verslana í stað þess að reyna að kaupa hinar einstöku vórutegund- ir í mismunandi verslun- um. Verðlagsstofnun vinnur nú að frekari úrvinnslu á könnuninni og mun birta upplýsingar úr henni síðar. Eins og áður leggur stofnunin ekki mat á gæði vöru né mis- munandi þjónustustig verslana. Þó má benda á það að þar sem mikill verðmunur er innan sömu verslunar er oft um mikið vöru- úrval að ræða. Loks skal á það bent að í nokkrum tilvikum var tekið upp verð á fiski, kjöti eða brauði í sérverslunum í verslunarmið- stöðvum, ef hluti þessara vöru- tegunda fékkst ekki í viðkom- andi nýlenduvöruverslun. TIERDKYNNING C \JERDIAGSSIOFNUNAR O Verð eftir verslunum INNKAUPA KARFAN Matur og hrelnlætlsvarn - Arsutgjöld meoalfjölskyldu 55 - 56 þús. kr. 56 - 57 þús. kr. 57 - 58 þús. kr. 58 - 59 þús. kr. 59 - 60 þús. kr. 60 - 61 þús. kr. 61-62þus. kr. 62 - 63 þús. kr. 63 - 64 þús. kr. Hagkaup Skeifunni - V(6ír Starmýri. Hólagarður Lóuhólum 2-6 - Kauptélag Kjalarnesþings - Kjðtmiðstöðin Laugalæk 2 - Kostakaup Reykjavlkurvegi Hf. - KRON stórmarkaður Skemmuvegi Kóp. - Vörumarkaðurinn Ármúla 1. Ásgeir Tindaseli 3 - Breiðholtskjör Arnarbakka 46 - Fjarðarkaup Hólshrauni 16 Hf. - Gunnlaugsbúð Freyjugötu 15 - Hagkaup Laugavegi 59 - Kjörbúðln Laugarás Norðurbrún 2 - S.S. Iðufelli 4 - S.S. Laugavegi 116 - Teigakjör Laugateigi 24 - Vörðufell Þverbrekku 8 Kóp. Árbæjarmarkaðurinn Rofabæ 39 - Brekkuval Hjallabrekku 2 Kóp. - Drffa Hlíðarvegi53 Kóp -Freyjubúðin Freyjugötu 27-JL-húsiðHringbraut 121 - Kaupfélag Hafnfirðlnga Miðvangi Hf. - Kjörbúð Vesturbaejar Melhaga 2 - Kjörval Mosfellssveit - Kjöt og f iskur Seljabraut 54 - KRON Álfhólsvegi 32 Kóp. - KRON Eddufelli - KRON Hliðarvegi 29 Kóp. - KRON Tunguvegi 19 - Langholtsval Langholtsvegi 174 - Matvælabúðin Efstasundi 99 - S.S. Austurveri Háaleitisbraut 68 - Straumnes Vesturbergi 76 - Teigabúðin Kirkjuteigi 19- Verslunin Kópavogur Hamraborg 12Kóp. Allabúð Vesturbraut 12 Hf. - Árbæjarkjör Rofabæ 9 - Ásgelr Efstalandi 26 - Arnarkjör Lækjarfit 7 Garðabæ - Austurborg Stórholti 16- Dalmúli Siðumúla 8- Finnsbúð Bergstaðastræti 48 - Grensáskjör Grensásvegi 46 - Hamrakjör Stigahlíð 45 - Herjólfur Skipholti 70 - Holtskjör Langholtsvegi 89 - Hringval Hringbraut 4 Hf. - Kaupgarður Smiðjuvegi 9- Kjörbuð Hraunbasjar Hraunbæ 102 - KRON Snorrabraut 56- KRON Stakkahlið 17 - Skerjaver Einarsnesi 36 - Skjólakjor Sórlaskjóli 42 - Snæbjörg Bræðraborgarstíg 5 - S.S. Glæsibæ - Valgarður Leirubakka 36 - Versl. Þórðar Þórðarsonar Suðurgötu 36 Hf. - Víðlr Austurstræti 17 - Þingholt Grundarstíg 2. Dalver Dalbraut 3 - Hagabúðin Hjarðarhaga 47 - Kársneskjör Borgarholtsbraut 71 Kóp. - Kaupfélag Hafnfirðinga Garðabæ - Kaupfélag Hafnflrðinga Strandgötu 28 Hf. - Kjðthöllln Háaleitisbraut 58-60- LækJarkJörBrekkulæk 1 -Matval Þingholtsbraut21 Kóp.-Melabúðln Hagamel39- Sundaval Kleppsvegi 150 - Sunnukjör Skaftahllð 24 - Vogur Víghólastíg 15. Álfaskeið Álfaskeiði 115 Hf. - Arnarhraun Arnarhrauni 21 Hf. - Baldur Framnesvegi 29 - Borgarbúðin Hófgerði 30 Kóp. - Hliðarkjör Esklhlíð 10 - Kjötborg Ásvallagötu 19 - KRON Langholtsvegi 130 - Nesval Melabraut 57 Seltj.nesi. - S.S. Hafnarstræti 5 - Vegamót Nesvegi Seltj.nesi. - Verslun Guðm. Guðjónssonar Vallargerði 40 Kóp. Borgarkjðr Grensásvegi 26 - S.S. Skólavörðustíg 22. S.S. Aðalstræti 9 - S.S. Bræðraborgarstfg 43 Hverfiskjðtbúðin Hverfisgötu 50. Skýringar: Þessi Innkaupakarfa sýnir samanlagt laagata vert á 35 mat- og hreinlætisvörum 189 verslunum i hötuoborgarsvæoinu dagana 22.-26. nóvember sl. Pessar 35 vönjlegundir eru latnar endurspegla öll innkaup á mat- og hreinlætisvörum meoarfrölskytdu á einu ári. I öllum tiMkum var ódýrasta vörumerki valiö. Ekki er lagt mat á gæöi eoa þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.