Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 17
Gunnar M. Magnúss Bók um Ingimund fiðlu og fleira fólk BÓKAFORLAGIÐ Vaka hefur gefið út bókina Ingimundur fiöla og fieira fólk eftir Gunnar M. Magnúss og er þetta 55. bók hans. Á bókarkápu segir meðal annars, að í bókinni sé að finna þjóðlegan fróðleik af besta tagi sem færður hafi verið í aðgengilegan búning með skáldlegu ívafi. I frétt frá útgefanda segir m.a.: „I bókinni er sagt frá Ingimundi fiðlu, bróður Kjarvals listmálara. Ingi- mundur ferðaðist með fiðlu sína vítt um landið og skemmti fólki. Annar þátturinn fjallar um alþýðufræðar- ann Guðmund Hjaltason. Sá þriðji er um karlmennið Guðnýju S. Magn- úsdóttur og skáldið frá Þröm. Allt var þetta fólk, sem höfundurinn tengdist með einhverjum hætti á lífshlaupi þess. Þá er sagt frá heim- sókn framandi gesta til ísafjarðar snemma á öldinni. Síðast en ekki síst er þáttur, sem nefnist „Guðaveigar lífga sálaryl...“, en þar segir frá bannárunum á íslandi, bruggi í leyn- um og þeirri nýju stétt manna sem þá varð til, þefurunum." Ingimundur fiðla og fleira fólk er 154 blaðsíður að stærð. Prentrún annaðist setningu og prentun en Bókfell hf. sá um bókband. Islenzkir þjóðhættir end- urprentaðir ísafoldarprentsmiðja hefur sent frá sér endurprentun íslenzkra þjóðhátta eftir Jónas frá Ilrafnagili. Bókin hefur verið uppseld hjá forlaginu siðan í vor. Fyrirspurnir um bókina þennan stutta tíma sýna vinsældir hennar, enda gefur bókin heildaryfirlit yfir íslenzka þjóðhætti á síðari öldum og hefur verið leitað til þessarar bókar þegar mönnum hefur leikið hugur á að fá vitneskju um siði, hætti og trú þjóðarinnar. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 17 Góð tíðindi íyrir GarðbæingpL: Ionaðarbankinn Nýttbankaútibú er tekiö til starfa íhjarta Garðabæjar - á mótum Bæjarbrautar og Vífilstaðavegar. Með viðskiptum við ÐNAÐARBANKANN geta Garðbæingar nú stytt sér leið í banka, - sparað sér bannig fé og fyrirhöfn. Viðskipti við ÐNAÐARBANKANN treysta líka undir- stöður atvinnulífsins í kaupstaðnum. öll almenn bankabjónusta - án þess að þurfa að bíða: Ávöxtun sparifjár og ráðgjöf um bestu kostina. Ávísana- og hlaupareikningar, útlán, innheimturog IB-lánin vinsælu sem við aðlögum sífellt kröfum tímans. Garðbæingar - velkomnir í ykkar banka. útibúið er opið alla virka daga frá 9.15-16.00 og auk þess á fimmtudögum kl. 17.00-18.00 Iðnaðariiankinn Garðabæ, sími: 46800 Eru jólin vandamál á þínu heimili? Ertu ef til vill ein þeirra, sem kappkostar aö hafa heimilið hreint og fallegt, áöur en jólahátföin gengur í garö? fallegum Kópallitum. Með Kópal sparast ótrúlega mikið erfiði - og heimiliö veröur sem nýtt, þegar sjálfur jólaundirbúningurinn Þá ert þú sennilega líka ein þeirra sem leggja sig alla fram viö hreinsun og hreingerningar í jóla- mánuöinum og sennilega ein þeirra, sem er alveg örmagna, þegar sjálfur jólaundirbúningur- inn hefst - og svo geturður ekki notið sjálfrar jólahátíðarinnar fyrir þreytu! Jólaánægjan verðurtvöföld, þegar þú átt þess kost aö njóta hennar án streitu og strengja Viö leggjum til, að þú leysir þetta vandamál með því að mála - já, mála íbúðina með björtum og málninglf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.