Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 + Móöir okkar og tengdamóðir. SNJÓLAUGGUOJOHNSSEN, lést í Landspitalanum 30. nóvember. Sigriöur Guðjohnsen, Einar Sigurjónsson. Knstín Guö|ohnsen, Bolll Ólason, Aðalsteinn Guðiohnsen, Ragna Siguröardóttir, Elísabet Guðjohnsen. Herbert Hnberschek t Bróöir okkar, KRISTINN ARNASON frá Bakkastíg 7, Hraunbæ 46, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. desember kl. 13.30. Guðrún, Stefanía, Margrét og Áslaug Árnadætur. + INGÓLFUR ÞORVALDSSON, Bergstaðastrasti 55, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudagínn 3. desember kl 15.00. Fyrir hönd barna og tengdabarna. Guörún Ólafsdóttir. + Systir mín og móðursystir okkar, JÓHANNA MARGRÉT GUOJÓNSDÓTTIR, Furugerði 1, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 3. desember kl. 13.30. Tómas Gislason, Edda Skúladóttir, Sigrún Skúladóttir + Móðir, tengdamóðir og amma, BÓTHILOUR FRIÐRIKSDÓTTIR, matreiöslukona, Ránargötu 51, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. desember kl. 10.30. Blóm vinsamlega afþökkuö, þeim sem vlldu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Islands. Magnús Fnðriksson, Margrét Þorkelsdótttr og börn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jarðarför SIGURPÁLS ÞORSTEINSSONAR. Hulda Emilsdóttir, Björn Bjarnason, Bergur Sigurpalsson. Rósa B. Reinarsdóttir. Guöbjörg Sigurpálsdóttir, Sigtryggur Runólfsson, Nanna Sigurpálsdóttir, Hilmar Elíasson og barnabörn. + Innilegar pakkir fyrir samúö viö fráfall SÓLVEIGAR P. SANDHOLT. Börnin + Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur minnar og systur okkar, PÁLÍNU JÓNU HALLDÓRU HALLDÓRSDÓTTUR BENOTO. Rebekka Kristín Benoto og systkini hinnar látnu. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð við útför eigin- konu minnar og móður okkar, VIGDÍSAR J.D. PÁLSDÓTTUR, Faxabraut 25, Keflavfk. Kristinn Þ. Bjarnason, Bjarki Magnússon, Skúlína Kristinsdóttir, Bjarney Kristinsdóttir, Páll Helgi Kristinsson. Minning: Guðmundur Birgir Valdimarsson Fieddur 14. september 1921 Dáinn 23. nóvember 1982 í dag fer fram útför tengdaföð- ur míns, Guðm. Birgis Valdimars- sonar, rennismiðs, til heimilis að Leifsgötu 11 í Reykjavík. Hann var sonur Valdimars Stef- ánssonar og Ástu Eiríksdóttur. Þó að hann hafi átt við sjúkdóm að stríða um nokkurt skeið kom áfallið snöggt og þungt. Kynni mín af Birgi og eftirlifandi eigin- konu hans, Svövu Guðvarðardótt- ur, hófust fyrir 9 árum. Var mér strax tekið opnum örmum, sem einni úr fjölskyldunni. Er ég sjálf missti báða foreldra mína, ung að árum, með fárra ára millibili, var gott að eiga að svo góða tengdafor- eldra. Birgir var rólegur maður og var gott að vera í návist hans, einnig gat hann verið allra manna kát- astur á góðum stundum í vina- hópi. Ætíð þótti barnabörnunum gaman að heimsækja afa sinn og ömmu. Afa er sárt saknað. Hann var mjög vinnusamur og að lokn- um vinnudegi fór hann iðulega út í skúr að vinna að ýmsu. Var hann mjög handlaginn til margra verka og bjó til marga fagra muni. Þeim Birgi og Svövu varð fjög- urra barna auðið. Þau eru: Unnur Jórunn gift Sveini Christensen, Sólveig Anna gift Villy Veirup, Oddrún Sigþrúður gift Bent Bög og Guðvarður Birgir kvæntur und- irritaðri. Barnabörnin voru orðin 7. Að lokum vil ég þakka fyrir að hafa kynnst svo góðum manni og bið guð að styrkja eiginkonu hans, börn, barnabörn, aldraðan föður og aðra vandamenn á þessari sorgarstundu. Snjólaug G. Jóhannesdóttir. „A hendur fel þú honum, nem hinina stvrir borg, þaA allt er ittu í vonum, o(í allt, er veldur sory. Hann bylKjur getur bundið og bugaA storma her, hann róUtig getur fundio. Hem f*T né handa þér." Þegar ég frétti um lát Birgis frænda míns fóru í gegnum huga minn ótal minningar frá uppvaxt- arárum mínum á Leifsgötunni. En mest allt tengist þetta vinnu hans í „skúrnum" en það er lítið verk- stæði sem hann bjó sér til í bíl- skúrnum heima á Leifsgötu, þar sem hann gerði við og bjó til ótrú- legustu hluti eftir sinn venjulega vinnudag. En hann var sannkail- aður listamaður við smíðar úr járni og við rennibekkinn. Vinnu- dagur hans varð oft langur því hann fann sig best við einhvers konar vinnu fyrir sjálfan sig, vini sína og kunningja. Ef eitthvað þurfti að laga til var farið til Birg- is og eitt er víst að þar var gert við og gert að nýju. Birgir var sonur hjónanna Valdimars Stefánssonar, bifreiða- stjóra frá Stokkseyri, og Ástu Eiríksdóttur frá Eyrarbakka. Hann var elstur sex systkina. Hin eru Guðrún Ragna (Stella) móðir mín, Sesselja (dáin 16. mars 1981), Erling rennismiður, Guðbjörg snyrtisérfræðingur og Stefán Gylfi prentmyndasmiður. öll gift og búa í Reykjavík. Þegar ég læt hugann reika aftur í tímann þá má líkja heimili okkar við lítinn sveitabæ þar sem for- eldrar mínir, Birgir og hans fjöl- skylda, amma og afi, bjuggu öll í sama húsinu og var því samgang- ur og samstarf mikið. Þegar ég var lítill drengur þá voru alltaf ótal hugmyndir eins og títt er hjá drengjum. Fyrst var það kassa- bíllinn, síðan komu hjólin og þá bílarnir og alltaf var farið til Birgis og var hann beðinn um hjálp til að koma hlutunum í lag, en þar fóru saman áhugamáí okkar því við bjuggum í sama húsi í yfir 20 ár. Hann hóf sem ungur maður störf hjá Vélsmiðjunni Hamri hf. við rennismíði, fyrst sem lærling- ur en síðar sem rennismíðameist- ari og vann þar allt til hins síð- asta. Árið 1945 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Svövu Guð- varðardóttur, og stofnuðu þau heimili við Hraunsholt í Garðabæ. Bjuggu þau þar sín fyrstu hjú- skaparár, síðan fluttu þau að Leifsgötu 11, þar sem þau hafa bú- ið síðan. Þeim varð fjögurra barna auðið, en þau eru: Unnur, gift Sveini Cristensen, búsett í Reykja- vík, Sólveig, gift Villy Veirup, Oddrún, gift Burt Bög (þær búa báðar í Danmörku), Guðmundur Birgir, kvæntur Snjólaugu Jó- hannesdóttur, búsett í Reykjavík. Hann eignaðist sjö barnabörn og voru þau honum til mikillar ánægju. Birgir hafði mikla ánægju af ferðalögum. Ferðaðist hann mikið innanlands, ásamt fjðlskyldu sinni. Og leið vart það sumar að ekki legðu þau af stað með við- leguútbúnað að ferðast um landið. Eftir að dætur hans giftust og fluttust utan, var það þeim hjón- um mikil ánægja að heimsækja þær og ferðast með þeim og þeirra fjölskyldum. Svava og Birgir voru einstak- lega samrýnd hjón. Fyrir u.þ.b. tveimur árum urðu þáttaskil í lífi Birgis. Hann veiktist og gekkst undir skurðaðgerð og var hann því frá vinnu um nokkurt skeið. Stóð þá Svava kona hans sem styrk stoð við hlið hans, sem svo oft áð- ur. Upp frá því gekk hann ekki heill heilsu, en tók samt upp sitt fyrra starf sem hann gegndi til þess siðasta. Hann lést í Borg- arspítalanum þann 23. nóvember síðastliðinn. Ég og fjölskylda mín vottum þér Svava mín, bornum og þér afi minn okkar innilegustu samúð. Veit ég að Guð almáttugur styður ykkur og styrkir í fallegri minn- ingu um góðan dreng og geymist ávallt í hjörtum okkar. „Mín sál því orugg sértu, og set á t .uó þitl traust. Hann man þifi, vis þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. I*ú mæoi.st litla hrío, Ifi innan skamm.s mun skína úr skýjum solin blio." (Bjórn HalMórsnon frá Uufisi) Minning: Sigrún Pétursdótt- ir frá Geirastöðum Sigrún Pétursdóttir frá Geira- stöðum verður jarðsett í dag. Hún var fædd 18. mars 1895. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Sigurðs- son bóndi á Geirastöðum og Elísa- Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. I landrit þurfa að vera véirituð og með góðu linubili. bet Steinsdóttir. Sigrún er fædd á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð en þá bjuggu foreldrar hennar hjá Jóni Jónssyni bónda þar. Hún var elst fjögurra systkina en þau voru Halldór, Guðný og Runólfur, en hann er dáinn fyrir allmörgum ár- um. Sigrún bjó á Geirastöðum hjá foreldrum sínum en fór ung til Reykjavíkur og vann þar í fyrstu við verslunarstörf. Á þessum ár- um kynnist hún Sæmundi Ein- arssyni kennara. Þau byrjuðu bú- skap 1918 og bjuggu fyrst á Ný- lendugötu í Reykjavík, síðar flutt- ust þau til Vestmannaeyja. Þau Sigrún og Sæmundur eignuðust tvö börn: Einar, forstjóra í Reykjavík, giftur Guðrúnu Jóns- dóttur og Elísabetu, en hún dó eins árs gömul. 1922 veiktist Sæ- mundur af berklum og varð að fara á Vífilsstaðahæli og átti hann aldrei þaðan afturkvæmt nema smátíma í senn. Sigrún veiktist líka af þessum vágesti og varð að fara á hælið, en sem betur fór var dvöl hennar þar fremur stutt. Eft- ir hælisvistina bjó Sigrún um tíma hjá foreldrum sínum á Geirastöðum en fór aftur til Reykjavíkur og vann fyrir sér með matsölu, fyrst á Bragagötu en síð- ar á Bergstaðastræti og þar var hún fram yfir 1960, en flytur þá á Snæland í Kópavogi til systkina sinna. Hin síðustu ár átti hún við mikla vanheilsu að stríða. Hún dó á Elliheimilinu Grund. Ég kynntist Sigrúnu, þegar hún hafði matsölu á Bergstaðastræti. Sigrún var eins og þau öll systkin- in, greind kona, sérlega bóngóð og hafði gaman af mannfagnaði. Ellefu ára gömul fékk hún lömun- arveiki og ég hygg að alla sína tíð hafi hún borið þess merki. Því má það heita kraftaverk hve henni tókst á erfiðum tímum að sjá sér og sínum farborða. Ég votta systk- inum hennar og syni samúð. 11ilniar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.