Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 ** Islenzk frímerki 1983 u Isafoldarprentsmiðja hefur sent frá sér frímerkjaverðlistann „íslenzk frí- merki 1983". Þetta er 27. útgáfa list- ans. Nokkrar breytingar eru á gerö listans í ár, þær eru helstar, að meg- inmál var tölvusett, síðurnar eru tví- dálka í stað eindálka áður, einnig er listinn í nýju og breiðara broti. Enska í meginmáli hefur verið minnkuð, en í stað þess kemur orða- listi yfir öll þau orð, sem sleppt hefir verið, svo bókin nýtist erlendum les- endum. Nýjar myndir eru af öllum frímerkjum og er skráning nákvæm- ari og fjöldi afbrigða tekinn með. í listanum kemur m.a. fram, að verð- hækkun frímerkja er allt að 100% á síðastliðnu ári. í tilefni af útkomu listans verður í glugga Bókaverslunar ísafoldar kynning á frímerkjaverðlistanum frá upphafi og höfundi hans Sigurði H. Þorsteinssyni. Verða þar m.a. sýnd ýmis verðlaun sem Sigurður hefur hlotið fyrir ritstörf og frí- merkjasöfnun. Bókin „íslenzk frímerki 1983" er 85 bls., útsöluverð bókarinnar er 197,60 kr. NIÐUR BREKKUNA fJULW ORYGGI Höfundar Skíðabókar AB Jahn Rúdiger og félagar eru allir þekktir og þaulvanir skíðamenn og skíðakennarar. Þeir leggja áherslu á hve skíðaíþróttin sé írauninni auðveld - galdurinn sé að kunna réttar aðferðir. Og þær aðferðir lærum við af þessari bók. Hún lýsir glögglega hvernig skíðamaður skuli fara að við hvað eina allt frá því hann spennir á sig skíðin í fyrsta sinn og þar til hann er orðinn þátttakandi í Ólympiuleikum. Ingvar Einarsson þýddi Skíðabók AB. í henni er fjöldi skýringarmynda. SKÍIDFlBÓft fíB Kristján Þ. Stephensen íslenska hljómsveitin Tonlist Jón Asgeirsson íslenska hljómsveitin hélt aðra tónleika sína í Gamla Bíói sl. laugardag. Á efnisskránni voru tvö verk eftir Haydn og nýsamið tilbrigðaverk eftir sex íslensk tónskáld. Tilbrigðin eru samin við stef úr Andante kafla „Surprise"-sinfóníunnar. Það kann að vera að svona spaug hafi ekki listrænt gildi og ekki er þessi hugmynd ný. í þetta sinn var af þessu nokk- ur skemmtan og það er allnokk- uð. Óbókonsertinn í c-dúr, sem var leikinn á tónleikunum, er al- mennt ekki viðurkenndur sem verk eftir Haydn og ekki til- greindur í eldri skrám yfir verk hans. Hvað sem því líður er verkið skemmtilega samið og var mjög vel leikið af Kristjáni Stephensen. Þrátt fyrir smáleg feilskot hafði Kristján fullt vald á verkinu og lék með töluverðum tilþrifum og oft meistaralega vel. Síðasta verkið á efnis- skránni var svo síðasta sinfóní- an eftir Haydn sú „hundraðasta og fjórða", Lundúnasinfónían eins og hún er kölluð. Sinfónían er glæsileg tónsmíð og alls ekki auðveld í uppfærslu. Fyrir utan nokkrar „nervusar" innkomur var flutningur verksins í heild mjög góður. Óhætt er að láta snillingum eftir að slá í gegn með fyrstu upptroðslu sinni, en það sem hér er á ferðinni er eitthvað sem þarf að þroskast og eflast. Guðmundur hafði þor og vilja til að hrinda þeim atburð- um af stað er leiddu til stofnun- ar íslensku hljómsveitarinnar. Ef dæma má af því sem þegar hefur unnist, á Guðmundur framtíð sem stjórnandi, eftir því sem hægt er að ráða af flutningi Haydn-sinfóníunnar, sem eins og fyrr segir, var í heild mjög vel flutt. Jón Þórarinsson tónskáld flutti nokkur minningarorð um Haydn, er áttu mjög vel við, því tónleik'arnir voru haldnir undir yfirskriftinni „Haydn minnst". Nýja strengjasveitin Nýja strengjasveitin hélt tón- leika í Bústaðakirkju sl. mánu- dag og flutti tónverk eftir Jo- hann Christian Bach, Christoph Förster, Carl Nielsen og frum- flutti tónverk eftir Snorra Sig- fús Birgisson, er hann nefnir Hymni. Verkið er róð af einskonar sálmum, í mjög hægferðugum rithætti og ámóta í stíl. í heild er verkið bæði of slitrótt, þ.e. margskipt í smá kafla, og kafl- arnir of keimlíkir til að áhugi haldist við hlustun. Verkið er hljómblíður þríhljómasamsetn- ingur, með einstaka biðtónum og granntónum og hljómskipan er minnti 14. og 15. aldar kórtón- list. Það verkaði eins og röð hljómfræðiæfinga eða æfinga í einfaldri kóralritun. Það sem gerði flutning verksins sérstæð- an var yfirvegaður og fastmót- aður flutningur strengjasveitar- innar undir stjórn höfundarins. Pyrsta verkið á tónleikunum var lágfiðlukonsert eftir yngsta son Bach gamla, Jóhann Kristján, er þekktur var undir nafninu Lund- úna-Bach. Einleikari var Helga Þórarinsdóttir og var konsertinn mjög skemmtilegur áheyrnar og líflega fluttur. Eftir hlé var leik- inn hornkonsert eftir Christoph Förster (1693-1745). Hann var afkastamikill tónhöfundur og samdi yfir 300 tónverk, og best kunnur fyrir kantöntur sínar. Einnig samdi hann tvær óperur og tólf konserta. Joseph Ognibene hornleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands flutti konsertinn mjög vel. Siðasta verkið á efnisskránni var svíta eftir Carl Nielsen. Dan- ir vissu ekki hvað þeir áttu í Nielsen, meðan hánn var lífs og það var ekki fyrr en verk eftir hann voru leikin í Englandi, að nafn hans varð á allra vörum. Nú er honum skipaður sess með mestu tónhöfundum 20. aldar- innar. Litla svítan er opus 1 og á þeim tíma, er hann samdi þetta „fyrsta verk sitt", lék hann í leikhúshljómsveit. Það var á ár- unum 1886 til 1890. Verkið er mjög skemmtileg tónsmíð, létt og leikandi. Nýja strengjasveitin lék verk- ið frábærlega vel undir stjórn konsertmeistarans Michael Schelton. Nýja strengjasveitin er mjög vel mönnuð og væri nauðsynlegt að sveitin gæti haldið úti áfram- haldandi útgerð, því til er óhemju mikið af fallegri tónlist fyrir svona hljóðfæraskipan er hér á landi hefur verið sáralítið flutt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.