Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 Sólarhrings langir „hitatónleikar" í Langholtskirkju 250 söngvarar og hljóðfæraleikarar koma fram Á MORGUN, föstudaginn 3. desember klukkan 19.00, hefjast óvenjulegir tónleikar í Lang- holtskirkju. Það er tvennt sem gerir bessa tónleika öðruvísi en fólk á að venjast: það er annars vegar húsnæðið sem þeir eru haldnir í, og hins vegar lengd tónleikanna. Það er ekkert óvenjulegt við það að halda tónleika í kirkju. En það er þá venjulega gert í fullbyggðri kirkju. Langholts- kirkja hefur verið í smíðum frá árinu 1971, og á enn eftir að ganga frá henni að ýmsu leyti, m.a. leggja í hana hita. En til- gangur tónleikanna er einmitt sá að reyna að safna fé til þeirrar framkvæmdar. Þessir „hitatónleikar" eins og þeir eru kallaðir, eru ekki síður merkilegir fyrir þær sak- ir að þeir munu standa yfir samfleytt í 24 klukkustundir, eða fram til klukkan 19.00 á laugardeginum. „Auðvitað munum við ekki standa í þessu ein," sagði Jón Stefánsson, stjórnandi kórs Langholtskirkju. „Við eigum fjölmarga vini meðal bestu tónlistarmanna landsins og þetta fólk ætlar að hjálpa okkur. Við fáum um 250 gesti í heimsókn." Kór Langholtskirkju sam- anstendur af 60 manna hópi ungs fólks, sem hittist tvisvar í viku til æfinga allan veturinn, fyrir utan það að aðstoða við messur. Þetta eru ekki fyrstu tónleikarnir sem kórinn hefur haldið til söfnunar í kirkju- bygginguna; í fyrrahaust hélt kórinn t.d. „glertónleika", en þá var markmiðið að safna fyrir gleri í stafna kirkjunnar. Sagði Jón Stefánsson, að þá hefði tekist að safna 60.000 krónum og vantaði þá aðeins 200 krónur upp á að hægt væri að staðgreiða glerið. „En nú þurfum við víst held- ur meira," sagði Jón. „Það kostar nefnilega 700.000 krón- ur að koma hitanum í kirkjuna. Svo það er augljóst að það þarf meira en venjulega tónleika til að það takist. Og það er nú ástæðan til þess að við fórum út í þessa maraþontónleika núna." En hvernig fer söfnunin fram? „Það verður ekki selt inn, heldur verður opið hús allan tímann og fólk getur komið og farið eftir eigin hentugleikum. En hins vegar verður mönnum gefinn kostur á að heita á okkur, ef svo má segja, og þá Sl. laugardmg unnu kórfélagar og aðstandendur þeirra að hreinsun kirkjunnar fyrir tónleikana £ morgun. LÖgðust allír á eitt að bera Út spýtur Og SÓpa gólf. MorgunbUtit/Kristján Einarason ekki aðeins fólki úr Lang- holtssöfnuði, heldur hvaðan sem er. En þetta er nú kirkja þeirra sem í Langholtsprestakalli búa, og því munum við ganga í hvert hús í prestakallinu fyrir tónleikana — og erum reyndar byrjuð á því — og hvetja fólk til að ieggja eitthvað af mörk- um. Og við höfum sent bréf í oll hús í Langholtssöfnuði og skýrt okkar málstað." Jón sagði að mælingar á hljómgæðum Langholtskirkju bentu til að kirkjan ætti eftir að verða einhver besti tón- leikasalur landsins, og gæti orðið hinn ákjósanlegasti upptökusalur. Séra Sigurður Haukur Guð- jónsson, prestur í Langholts- prestakalli, sagði að þetta framtak kórsins væri lofsvert, og vildi hvetja fólk til að sýna málefninu áhuga. „Menn gætu kannski spurt sig hvers vegna kórinn er að leggja þetta á sig til að reyna að koma kirkjunni upp," sagði Sigurður. „En það er nú einu sinni svo að kirkjur eru reistar fyrir betlfé. Þær tekjur sem söfnuðurinn hefur af sóknar- gjöldum eru 200 krónur á mann á ári, og af því tekur gjaldheimtan 6% í innheimtu- kostnað — sem er reyndar al- veg ófært, þegar haft er í huga að innheimtukostnaður af opinberum gjöldum er yfírleitt á bilinu 0,5—1%. Og það segir sig sjálft að það verður ekkert átak gert fyrir þessa peninga." Fulltrúar kórsins sögðu að ekki væri farið fram á neina ákveðna upphæð, en tekið feg- ins hendi á móti hverri krónu sem fólk vildi láta af hendi rakna til málefnisins. Og þeir bentu á að ef hver safnaðar- meðlimur gæfi 70 krónur mætti þegar afhenda bygg- ingarsjóði u.þ.b. 200.000 krón- ur. „Það er okkar lágmarks- takmark, en við vonumst til að komast hærra," sögðu þeir. Stórkostleg bylting ígólfefnum! Perstorp, 7mm þykk gólf boró, semhægteraó leggja beint á gamla gólf ió! Nýju Perstorp gólfborðin eru satt að segja ótrúleg. Þau eru aðeins 7 mm á þykkt og þau má leggja of an á gamla gclfið - dúk, teppi, parket eða steinsteypu. Það er mjög einfalt að leggja Perstorp gólfborðin og 7 mm þykktin gerir vandamál þröskulda og hurða að engu. Perstorp gólfborðin eru líka vel varin gegn smáslysum heimilis- lífsins eins og skóáburði, naglalakki, kaffi, te, kóki og logandi vindlingum. Þú færð Perstorp aðeins hjá okkur. H Kalmar Innréttingar hf SKEIFUNNI 8, SÍMI 82011 0SA Sam Myers munnhörpuleikari og söngvari The Mississippi Delta Blues Band. Vinsæl blús- sveit væntanleg BLÚSSVEITIN „The Mississippi Delta Blues Band" er væntanleg í ¦eimsókn til íslands á vegum Jazz- vakningar og verða tónleikar að Hótel Borg fimmtudagskvöldið 9. desember og í Félagsstofnun stúd- enta föstudagskvöld og laugar- dagskvöld 10. og 11. desember. Hljómsveitin hefur áður komið til íslands og lék þá við mikla hrifningu blúsunnenda, en tveir af liðsmönnum sveitarinnar sem þá komu eru enn í hljómsveitinni, munnhörpuleikarinn og söngvar- inn Sam Myers og gítarleikarinn Robert Deance, sem jafnframt er hljómsveitarstjóri. Þeir sem bætast í hópinn eru gítarleikarinn og söngvarinn Haskell Sadler, þekktari undir nafninu Cool Papa, bassaleikarinn Larry James og trommarinn Al Malik Shabazz, en báðir þeir síð- astnefndu syngja einnig. Þegar þeir félagar heimsóttu okkur síðast mynduðust fljótt feikilangar biðraðir við HÓtel Borg og Félagsstofnun stúdenta. Til þess að koma í veg fyrir slíkt verður forsala aðgöngumiða í Fálkanum á Laugavegi frá 1. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.