Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 Vinsælu dönsku leöurinniskórnir aftur fáanlegir Hagstœtt verð. Póstsendum. QEÍsIPf Það sem fang- elsum tekst ekki eftir Ólaf Hauksson Á hátíðastundum halda menn oft ræður um fagurt mannlíf, frjálsa og heilbrigða þjóð, lýðræðið og fram- tíðina. Það sem miður fer í þjóðlíf- inu er þá sett til hliðar um hríð. En geymt er ekki gleymt. Lífið hefur sínar skuggahliðar. Sumum tekst ekki að hlíta reglum þjóðfé- lagsins, og fyrir það er þeim refsað. Menn eru sektaðir, eða þeir eru bæði sektaðir og sviptir freisinu. Þeir setja svartan blett á þjóðfélagið, og því er skemmtilegra á hátíðarstund- um að gleyma að geta þeirra. En svarti bletturinn hverfur ekki. Hann stækkar aðeins ef ekki er allt gert til að vega á móti. Afbrot fylgja hverju þjóðfélagi. Þau eru jafn óumflýjanleg og árs- tíðirnar. En líkt og það er hægt að klæða af sér kulda vetrarins, þá er hægt að draga úr afbrotum, og kannski enn frekar stuðla að því að þau séu ekki framin. Fangelsi gera lítið til að gera af- brotamenn að betri mönnum. Bandarískir afbrotafræðingar og opinberir starfsmenn sem fara með mál afbrotamanna, skýrðu frá þeirri niðurstöðu í vikuritinu Time nýlega, að fangelsi gerðu ekkert til að bæta menn. Þau eru fyrst og fremst til að refsa. Kannanir meðal íslenskra fanga hafa leitt til sömu niðurstöðu. En er þá ekkert hægt að gera til að má út þennan svarta blett á þjóð- félaginu? Jú, það er hægt, og sú starfsemi er í fullum gangi. Það er fangahjálpin, félagasamtökin Vernd, sem vinnur á hvað áhrifa- ríkastan hátt að því að gera fanga að betri mönnum. Vernd rekur tvö heimili fyrir fanga sem eru að koma úr fangels- um og þurfa tíma til að fóta sig i Ólafur Hauksson „Starf Verndar hefur verið heilladrjúgt við að gera nýta þjóðfélags- þegna úr afbrotamönn- um. Um það bera þeir sjálfir. Vernd getur gert það sem fangelsunum tekst ekki...“ þjóðfélaginu. Starfsmaður Verndar starfar eingöngu að því að sinna málefnum fanga og hjálpa þeim til að verða betri menn. Fjöldi sjálf- boðaliða starfar með Vernd, ein- staklingar, félagasamtök og kven- félög. Starf Verndar hefur verið heilla- drjúgt við að gera nýta þjóðfé- lagsþegna úr afbrotamönnum. Um það bera þeir sjálfir. Vernd getur gert það sem fangelsunum tekst ekki og mun aldrei takast. En sá er munurinn á starfsemi Verndar og starfsemi fangelsanna, að sameiginlegur ríkissjóður lands- manna stendur undir kostnaði við rekstur þeirra síðarnefndu. Vernd nýtur að sönnu smá framlags úr rík- issjóði og öðrum opinberum sjóðum, en samt hvergi nærri til að standa straum af rekstri sínum. Það loðir við landsfeðurna, að þeir eru duglegri við að verja fé til verk- efna sem sjást, eins og t.d. rekstrar fangelsa, heldur en að veita fé til nær því ósýnilegra verkefna eins og rekstur Verndar er. Jú, hann er ósýnilegur flestum, því það ber ekk- ert á afbrotamanni sem bætir ráð sitt. Enda er kannski engin ástæða til að Vernd njóti ótakmarkaðs fjár- austurs. Vernd starfar því aðeins vel að verkefni sínu að samtökin þurfi stöðugt að sýna hvað í þeim býr, og stofnun sem fær ótakmarkað fjárframlag þarf ekkert starf að sýna. En um árangurinn af starfi Verndar þarf ekki aö deila. Þó það væri bara einn fangi sem mundi snúa til betri vegar, þá er það stór- kostlegur hagnaður þjóðfélagsins. Staðreyndin er hins vegar sú, að þeir eru fleiri. Vernd þarf aftur á móti á fé að halda til að geta unnið að fanga- hjálpinni. Þetta fé fæst aöeins hjá almenningi. Þess vegna verður hið nýja merki Verndar selt um allt land næstkomandi laugardag, á veg- um kvenfélaga og félagsmiðstöðva í Reykjavík. Merki Verndar er um margt sér- stætt. Það er egg. Eggið táknar verndina sem í því er fólgið. Skurnin er verndin, og þessi vernd er nauð- synleg. En það þarf lítið út af að bera til að komi sprunga. Gífurlegum fjárupphæðum er varið árlega til að góma afbrota- menn, dæma þá og fangelsa. Minna er gert til að gera úr þeim betri menn. Þó hlýtur það að vera einlæg ósk okkar allra að svo verði. Við get- um stuðlaö að því með því að leggja eilítið af mörkum til Verndar. Kaup- um merki Verndar á laugardaginn kemur. Verktakar Vélsmiðjur MMMM wfsmmmi mfi wÉ m Vió hjá Sindia spyrjum: Eru starfsmenn ykkar að smíða stigapalla, stiga milli hæða, stiga á tanka, landgöngubrýr? Vantar ristarefni þar sem loft og Ijós þarf að komast á milli hæða? Vantar þrep og palla utan á tankinn, verkstæðisbygginguna? Er gætt fyllsta öryggis varðandi þrep og palla utan dyra t.d. vegna snjóa? Það má lengi spyrja, en við hjá Sindra Stál teljum að ristarplötur, pallar og þrep frá Weland séu svar við þessum spurningum. Framleiðsluvörur Weland eru úr gæðastáli og heitgalvaniseraðar til að tryggja þeim lengsta endingu. Gœtum hagkvœmni - gœtum öryggis. Lausnin er Weland ristarplötur, pallar, þrep. Þrep 900x230 mm 900 x 260 mm 1000 x 260 mm Þessar stærðir eru til á lager: Þrep með Pallar hálkuvörn 900 x 1000 mm 700 x 230 mm 900x230 mm 900 x 260 mm 1000 x 1000 mm Ristarplötur Úr 25 x 3 mm stáli: 1000 x 6000 mm Úr 30 x 3 mm stáli: 1000 x 6000 mm Leitið upplýsinga SINDRA STALHF PÓSTHÓLF 881, BORGARTÚNI 31, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 27222 & 21684

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.